NT - 10.06.1984, Blaðsíða 13
■ Jochum Eggertsson taldi að Kolskeggur Ýrberason hinn yitri
hefði verið veginn í Kapelluhrauni, sem fyrrum hét Straumrand-
arhraun, árið 1054. í þeirri aðför hefði og síðustu Krýsunum á
íslandi verið útrýmt.
ið það orð á sig að vera tengt
göldrum og til að gera þá
tortryggilega í augum fólks
hafi þeir verið sagðir í nánum
tengslum við myrkravöldin.
Þannig hélt hann því fram að
samband væri milli nafns síð-
asta höfðingja Krýsanna þ.e.
Kolskeggs og svo heitisins
„Kölska“. Sumt af þeim
bókum Krýsanna sem varð- -
veist höfðu í landinu hefðu
snemma fengið á sig galdraorð:
ið og í rauninni varðveist sem
slíkar. Gæti það staðist þar
sem Krýsarnir áttu að hafa
helgað sig fornum dulspeki-
legum efnum.
Bent hefur verið á að Joc-
hum hafi. ekki verið einn um
þessar hugmyndir og að hann
hafi átt marga skoðanabræður
á fyrri hluta aldarinnar. Vitað
er að stórskáldið Einar Bene-
diktsson var áhugasamur um
hugmyndir þessar og sökkti
sér á sínum tíma niður í fornar
sagnir frá Bretlandseyjum sem
hugsanlega gættu stutt þessar
kenningar. Ef til vill er það
tilviljun ein en Einar eyddi
eins og kunnugt er síðustu
æviárunum í Herdísarvík
skammt frá hinum fornu höf-
uðstöðvum Krýsa á íslandi.
J.Á.Þ.
Nýr sykurlaus
Nýjung!
Sæteffnið Nutra Sweet
er notað í Topp
TOPP
appelsínudrykkur
Fæst í öllum matvöruverslunum
SOL H/F.
verður ljóst af skrifum Jochums
hversu langan tíma í sögunni
þessir þjóðflutningar spanna
en þó virðist hann gera ráð
fyrir því að Island hafi verið
eins konar endastöð í slíkri
keðju allt frá örófi alda. í
Þorskafirði taldi hann sig hafa
fundið fornmenjar sem bentu
til þess að á íslandi hafi verið
byggð allt frá steinöld. Hér er
um að ræða mikið safn odd-
hvassra steina sem Jochum
taldi að væru örvaoddar og
verkfæri steinaldarmanna á ís-
landi. Safn þetta virðist því
miður týnt en þó eru varðveitt-
ir nokkrir steinar úr því á
Náttúrufræðistofnun. íslands.
Ýmislegt bendir þó til þess að
steinar þessir séu ekki til-
hoggnir af mannavöldum held-
ur sé hér um að ræða náttúru-
lega kristalla eða kalsít sem er
eins konar silfurberg. Þessir
steinar eru þeir einu sem fund-
ist hafa hér á landi og er mikill
missir af safni þessu og hefur
Náttúrufræðistofnun gert ár-
angurslausar tilraunir til að
hafa upp á því en ekki tekist.
Vitað er að Jochum geymdi
safnið í húsi Eggerts Guð-
mundssonar listmálara en þeir
voru samtímamenn og miklir
vinir. Sérfræðingar Náttúru-
fræðisafnsins hafa einnig gert
■ Stærsti hluti safnsins sem
geymdur var í húsi Eggerts
Guðmundssonar listmálara
virðist vera glataður.
tilraun til leita svipaðra
kristalla í Þorskafirði en ekki
tekist að finna þá og væri því
ákaflega vel þegið ef svo skyldi
vilja til að þú lesandi góður
gætir veitt einhverjar upplýs-
ingar um þetta merkilega safn
Jochums Eggertssonar.
Þessi sérkennilegi fræðaþul-
ur taldi sig og hafa komist yfir
slitur úr ævafornu handriti
vestur í Svefneyjum árið 1938
og væri það varðveitt „á góðum
stað“ eins og hann orðaði það.
Að sögn Jochums átti handrit-
ið að verá skrifað af Krýsum
og væri þar m.a. að finna
all-nákvæmar lýsingar af land-
námi norrænna manna hér á
landi. Enn minna er vitað um
handrit þetta en steinasafh Joch-
ums og hefur vitneskjan um
það væntanlega farið með hon-
um í gröfina. I ritum sínum um
Krýsa vitnar hann oft til þessa
dularfulla skinnbókarsliturs
eins og hann nefndi það og
skoraði Kristmann Guð-
mundsson rithöfundur á Joch-
um á sínum tíma að koma
fram með handritið svo það
mætti rannsaka. Jochum mun
þó ekki hafa verið maður sem
lét aðra segja sér fyrir verkum
og þannig heldur tilvist þessa
handrits því áfram að vera
óráðin gáta.
Sunnudagur 10. júní1984
13
U Jochum Egg■
erísson gerdi margt
annað í lífinu en að
latá taka myndir af
sér. Hann mun þó
hafa setið fyrir hjá
vildarvini sínum og
nafna Eggerti
Guðmundssyni mál-
ara og er Ijósmynd
þessi af málverkinu.
Það verður að segjast eins
og er að skiptar skoðanir eru
meðal núlifandi fræðimanna
um kenningar Jochums og
ýmsir þeirra sem Helgarblaðið
hafði samband við töldu að
rnörk fræðimennsku og skáld-
skapar hefðu verið honum
óljós oft á tíðum. Aðrir gengu
•svo langt að telja að kenning-
arnar væru tómt rugl sem
hefðu ekkert vísindalegt gildi.
Það má þó rninna á að ýmsar
kenningar innan hinna svo-
kölluðu vísinda hafa hlotið
þann dóm en síðar komið í Ijós
að þær voru á rökum reistar.
Jochum taldi að menning
Krýsa á íslandi hefði verið
einskonar undirstaða undir
þann blómatíma er varð hér á
Íandi á 12. og 13. öld en
rómversk-kaþólska kirkjan
hefði átt erfitt með að sætta sig
við þær launhelgar sem Krýs-
arnir stunduðu. Þannig hefði
mikið af stórmerkilegum rit-
um þeirra orðið eldinum að
bráð í þeim átökum sem áttu
sér stað milli þessara ólíku
fylkinga. Ýmislegt af þessari
menningu hefði þó varðveist
og upp úr þeim jarðvegi sprott-
ið samfélag sem einstakt var í
álfunni. Jochum benti á að
ýmislegt af því sem varðveittist
frá Krýsum hafi snemma feng-