NT

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

NT - 10.06.1984, Qupperneq 14

NT - 10.06.1984, Qupperneq 14
Sunnudagur 10. júní 1984 14 rnusp; Árhestsins 3 rJh-rl942^ '!ebrú3r 193, 2Í abrUarl9S4 ~ J-febrú»r194! 7 r Car 1966 - fyauú*r 19$S bruar 1978-28^ 1967 HESTURINN Góður maður og sannur m Alltaferhann dálítið ógnvæn- legur, — hesturínn! Hann hetur hlotið nóg af kynferðislegu að- dráttarafli og veit upp á hár hvernig hann á að klæðast. Hann laðast þar að sem nóg er fyrír af fólki, - hljómleikum, leiksýning- um, fundum, íþróttamótum, sam- kvæmum. Oft er hann sjálfur frambærílegur íþróttamaður. Hann kann að hæla fólki og orða hlutina. Hann er glaðlyndur, skilningsríkur, skemmtilegur og sívinsæll. Ekki cr neinn vettvangur til betri handa hestinum en vett- vangur stjórnmálanna. Þar mun hann finna mikla full- nægju og tækifæri til þess aö koma hugðarefnum sínum á hreyfingu. Hann gæti vel unnið sigra í pólitíkinni, því honum er lagið að sveigja fjöldann undir vilja sinn. Hann er afar fljótur að hugsa og hann er búinn að skilja hvað þú ætlar að segja, áður en þú hefur opnað munninn. Hann les í hug þér. Fyrir vikið er hann búinn að bregðast við öllum röksemdum áður en við- mælandi hans hefur svo mikið sem mótað þær í huga sér. Vanalega er „hesturinn" mjög fjölhæfur og ekki sfður snjall að fást við hagnýt efni en andlég. En satt best að segja þá byggist fjölhæfni hans meir á lagni en gáfum, - og þetta veit hann sjálfur. Af þessu leiðir að þótt hann virðist fullur sjálfstrausts þá er það bara á_ yfirborðinu. Hið innra er hann veikur fyrir.... „Hesturinn'1 er blóðheitur, skapríkur og óþolinmóður. Af þessu leiðir að hann getur gert sig óvinsælan með orðum sínum, jafn létt og hann annars á með að afla sér vinsælda. Þeir sem orðið hafa fyrir barð- inu á reiðiköstum hans munu aldrei líta hann sömu augum aftur.Þessi upphlaup hans eru gjarna hálf barnaleg og ef hann á að ná árangri verður hann að læra að hafa stjórn á þeim. „Hesturinn“ er sjálfselskur. Hann mun troða á hverjum þeim sem stendur í vegi fyrir honum án minnstu miskunnar, því sjálfselskan er jafnan núm- er eitt. Hann er líka eilítið sjálfhverfur og það er óvenju- legt að liann gefi gaum að annarra vandamálum en sínum eigin. Samt skerst hann oft af djörfung í mál sem varða hags- muni annarra. Sjálfstæður og einarður mun hann ætíð fara sínar eigin leiðir og aldrei taka' neinum ráðum. Því fyrr sem liann yfirgefur faðm fjölskyld- unnar og fer að standa á eigin fótum, því betra fyrir hann. En þegarhannsjálfurkemur sér upp fjölskyldu og fer að lifa eigiri lífi mun hann gerast sá ás sem allt snýst um... og það á afar vel við hann. Þar skal allt snúast um hann, starf hans, vandamál hans, þvottinn á skyrtunum hans, krumpurnar á buxunum hans. (En segja má að honum ætti að fyrirgef- ast þetta, þar sem hann er sverð og skjöldur fjölskyld- unnar og ef hann hverfur af sjónarsviðinu er eins og allt falli saman eins og spilaborg.) Því þótt þessi sjálfselsku- púki vinni einkum að eigin hag, þá hagnast samt allir um- hverfis hann á starfi hans, - sem undantekningarlaust er vel af hendi leyst. „Hesturinn“ er mikill verk- maður og kann vel að fara með fé. En því miður er skaplyndi hans breytilegt og hann á til að missa skyndilega áhugann á hlutunum og snúa sér að öðru. Þetta á við um ástamál, við- Merki áranna 1930-1984 ■ lilRloKE'unam-kjuiB iiít hcr ini-rkiáranna IWII-IMH4. Ilvrrl mcrlii kcinur Iram tiillta hvcrt ár iir þvi cr anílv dl ail rcikna Irain cita aftur tyrir þcnnan lista. Muiiuni ait \ analcRa cr mcstur partur juntiarmánailar hdRuiiur mcrki arsins a uiidait. 1930 Hesturinn 1931 Geitin 1932 Apinn 1933Haninn 1934 Hundurinn 1935 Svinið 1936 Rottan 1937 Buffallinn 1938 Tigrísdýrið 1939 Kötturinn 1940 Drekinn 1941 Snákurinn 1942 Hesturinn 1943 Geitin 1944 Apinn 1945 Haninn 1946 Hundurinn 1947 Svínið 1948 Rottan 1949 Buffallinn 1950 Tigrisdýrið 1951 Kötturinn 1952 Drekinn 1953 Snákurinn 1954 Hesturinn 1955 Geitin 1956 Apinn 1957 Haninn 1958 Hundurinn 1959 Svínið 1960 Rottan 1961 Buffallinn 1962 Tigrisdýrið 1963 Kötturinn 1964Drekinn 1965 Snákurinn 1966 Hesturinn 1967 Geitin 1968 Apinn 1969 Haninn 1970 Hundurinn 1971 Svinið 1972 Rottan 1973 Buffallinn 1974 Tigrisdýrið 1975 Kötturinn 1976 Drekinn 1977 Snákurinn 1978 Hesturinn 1979 Geitin 1980 Apinn 1981 Haninn 1982 Hundurinn 1983 Svínið 1984 Rottan

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.