NT


NT - 10.06.1984, Síða 16

NT - 10.06.1984, Síða 16
 Sunnudagur 10. júní1984 16 Nú fer í hönd einn mesti ferðatími okkar Islendinga. Mörg okkar flykkjast til ó- kunnra landa og önnur til næsta vel þekktra staða, að baða kroppinn í sól - og sálina væntanlega í hvíld og kátínu. Og skelfing er nú oft gott að skipta um umhverfi, loftslag og sjá ný andlit. Ég hef oft fullyrt, að þó ekki sé um sumarleyfisferð að ræða, heldur cinungis breytingu á umhverfi t.d. vegna viðskipta- ferða eð annars í þá veru, sé tilbreytingin sem slík ævinlega upplyfting ogmikill andhressir þeim er ferðast. Ekki er nú allsendis víst, að allir séu mér sammála, en þetta er nú samt mín reynsla. Én hvaðerum við að gcra þennan tíma, sem við eyðum í ókunnum löndum? Hluti svarsins felst ugglaust í upphafsorðum þcssarar grein- ar, en ýmislegt tieira kemur til. Við erum fyrst og fremst gestir þeirrar þjóðar, sem við sækjum heim hverju sinni og fáum ætti aó vera það betur Ijóst cn íslendingum, hve stolt- ar þjóðir geta verið af uppruna sínum, menningu, minjum frá fyrri tíð - ög þjóðinni, sem býr í landinu í dag. Að minnsta kosti hefur mér virst, að vart séu þekktir einstaklingar, utan úr hinum stóra heimi, stignir hér á land, búnir að hneppa upp í háls og setja á sig trefil- inn, en að þcim flykkist hópur blaðamanna og fréttaveiðara. af öllum stærðum og gerðum. Ef vcl tekst til er almennrar kurteisi gætt og samtalið hafið á að spyrja um viðfangsefni mannsins, en svo kemur að hinni óumflýjanlegu spurningu (sem gerir boð á undan sér með flírulegu brosi og þöndum sjáöldrum spyrilsins): How do you li ke Iceland? - Og mikið afskaplega hafa þessir hund- eltu.útlendingar verið kurteisir og jákvæðir í okkar garð; Jafn- vel strax í rokbeljandanum á Keflavíkurvelli, með regnhlíf- ina viösnúna og kuldabólgna fingur: - „Yes, I like Iceland very much - your air is so fresh“ - (já mér líkar ísland vel og loftið ykkar er svo ferskt.). - Já, ósköp væri gott að geta treyst því, að viö værum öll svona kurteis og gætin íorðum áerlendri grund. - Eitthvað nefndi ég það áðan, að erlendis værum við fyrst og fremst gestir þeirrar þjóðar, sem við sækjum heim hverju sinni; og er þá ekki sjálfsagt aö reyna að nota tímann m.a. til að kynnast þjóðinni, menn- ingu hcnnar og öðrum verð- mætum? Við þurfum að taka við hinum nýju straumum með opnum huga, vera tilbúin til að njóta og jafnvel láta leiða okk- ur eins og börn, því við getum nú varla vitað alla hluti sjálf svona í byrjun - og gætum auk þess misst af ýmsu, ef góða leiðsögn skorti. ✓ A næstliðnum páskum var ég stödd í Aþcnu, hinni sögu- frægu höfuðborg Grikklands, vöggu þeirrar menningar sem við búum við í dag. - Að kvöldi laugardagsins fyrir páska var greinilegt að mikið stóð til. Fyrir framan dóm- kirkjuna, við elsta hluta borg- arinnar, hafði verið komið fyr- ir stórum palli, skrýddum borðum og rafljósum, og fánar blöktu við hún. Smá saman dreif að mikinn mannfjölda, sem jókst stöðugt cftir því sem nær leið miðnætti. Innan úr kirkjunni barst söngur frá messugjörðinni. Fyrirnienni þjóðarinnar komu akandi hvert af öðru og fulltrúar ým- issa deilda hersins (og trúlega annarra stofnana) gengu upp á pallinn á kirkjutorginu. Hundruðum saman biðu inn- fæddir þolinmóðir með kerti, sum fagurlega skreytt borðum eða blómum. Ég var löngu orðin innlyksa ásamt eigin- manni mínum, langt inni í mannþrönginni, sem nú var búið að girða í kringum, með alls kyns köðlum; trúlega svo allt gæti farið fram með friði og spekt. Við biðum andaktug eftir að skrúðganga kirkjunnar manna birtist í dyrum dóm- kirkjunnar. En við vorum ekki svo lánsöm að fá að taka þátt í þessari innleiðingu páskahelg- arinnar í friði, með gestgjöfum okkar, hinni grísku þjóð. Við lentum nefnilega „innan girð- ingar" þétt upp við aðra ferða- menn, sem „kunnu" svo sann- arlega að nota tímann. - Messusöngurinn varð að lúta í lægra haldi fyrir hástemmdum lýsingum á skíðaferðum og öðrum lysti.semdum í heima- landi fólks þessa og það er eins og mig minni, að það hafi áður en allt um þraut, verið farið að metast um, hvar í landi þeirra væri að finna bestu brekkurn- ar. - Við vorum föst, svo föst sem einungis er hægt að verða inni í vegg af lifandi fólki; ítrekaðar tilraunir okkar til að losna úr hinum fjarlægu skíða- brekkum, báru engan árangur - og leikar fóru svo, að við vorum líka, gegn eigin vilja, orðin margs vísari um ýmsar borgir j heimalandi þessa fólks. - Ég vissi ekki að ég gæti orðið svona reið og sác út í ókunnugt fólk, því síður að mér ætti eftir að detta í hug að vinda mér að fólki á almanna- færi og biðja það að þegja. Ég gerði þetta að vísu ekki (hallast helst að því að ég hafi blátt áfram ekki þorað), en mikil var löngunin - og sterk. En við uppskárum líka laun erfiðis okkar, sáum gönguna, sem var bæði skrautleg og tignarleg, heyrðum bænir, sem við skildum ekki orð í og sáum hvernig Ijós páskahátíðarinnar barst frá manni til manns, er það hafði verið horið út úr ’kirkjunni, og hvernig mannhafið breyttist smám saman í ljóshaf. - En sú truflun, sem hinir glaðheittu ferðalangar höfðu orsakað, með háreisti sinni og skorti á virðingu fyrir þeirri þjóð, sem þcir voru að sækja heim, hafði komið verulega illa við okkur og eyðilagt hluta þess and- rúmslofts sem við vorum kom- in til að njóta. Pg mér flaug sem snöggvast í hug. - Hvað v.ar þetta, fólk eiginlega að vilja þarna? - Það var örugglega ekki aö víkka sinn sjóndcildarhring né upp- lifa eitthvað sérstakt, skapa dýrmæta minningu. Þrátt fyrir þá miklu vegalengd, sem það hafði lagt að baki, til að komast til þessa lands, stóð það enn í dyrum eigin kotbæjar, gægðist út um gættina og hugaði að bæjarhellunni. Til slíks þarf ekki að ferðast um langan veg og ef það er helsta viðfangsefni okkar erlendis (fyrir utan að bjóða hvert öðru í saltfisks- og hangikjötsveislur), þá erum við að eyða jafnt fjármunum sem tíma okkar til lítils. Bæjarhellan okkar er hér, og vissulega er hún okkar hella - og þar af leiðandi góð. En þann daginn, sem við höldum að hún og lyktin af soðnum saltfiski, yfirskyggi allt annað að mikilleik, þegar við komumst hvort eð er aldrei út fyrir dyrnar á eigin koti, ættum við að hafa vit á að halda okkur heima - og njóta þess, í stað þess að vaða um gaspr- andi, af fullkomnu virðingar- leysi fyrir arfleifð annarra þjóða og menningu. - Og með það er ég að hugsa um að skreppa til Þingvalla um helg- ina. Á ■ Það gerðist fyrir þremur árum: Maður með skammbys.su í hendi gekk hinn rólegasti inn í sparisjóðinn í Hattingen-Blakenstein. Hann Síðar kom í Ijós að bflnum hafði verið stolið. Nokkrum mínútum síðar fór þyrla frá lögreglunni á loft til þess að svipast um eftir seinna vár hann dæmdur í sex ára fangelsi. „Ég er saklaus,“ sagði Zimmer. En rétturinn taldi sök hans vafalausa, þótt hvorki bíllinn, byssan né þýfið hefði komið í leitirnar. Fjögur vitni þóttust þekkja Zimmer BANKA RÆNINGINN MEÐLANGA NEFID ■ Þótt cngin sönnunargögn fyndust og tvö vitni kæmu með fjarvistarsönnun lét dómarinn ekki haggast... var í gráum slopp og með grímu sem huldi andlitið, þannig að bara augun og nefíð sáust. Hann gekk að gjaldkeranum og heimtaði af honum peninga. Hann fékk 5700 mörk í hendur, sem hann stakk niður í plastpoka. Þar með hljóp hann út úr sparisjóðnum, sté upp í silfurlitan bfl og ók brott. Vitni tók niður númerið á bílnum. Það var EN-CJ 994. bílnum, en án árangurs. Þá var tekið að huga að myndum úr sjálfvirku myndavélinni í sparisjóðnum. Ræninginn sást greinilega og einkum vakti það athygli hve nefstór hann var. Lögreglan sló því föstu að hér gæti ekki verið um nema einn mann að ræða. Sá hét Klaus Peter Zimmer. Hann var handtekinn þann 8. maí 1981. Tveimur og hálfum mánuði sem ræningjann. Einkum var það nefið og hvasst augnaráðið sem tók af allan vafa. Að vísu vottuðu tvö vitni að Zimmer hefði verið staddur annars staðar, en á þau var ekki hlustað. Líffræðingurinn dr. Gerhart Prell frá Múnchen bar myndina úr Ijósmyndavél bankans saman við aðra mynd sem lögreglan lét taka með Zimmer í gervi ræningjans. Hann fullyrti að þetta væri einn og sami maðurinn. Tveimur mánuðum síðar var hafnað nýrri málsrannsókn. Aðeins ný sönnunargögn mundu duga, svo því fengist framgengt. Þau liggja nú fyrir. Zimmer getur alls ekki verið bankaræninginn. Nú er málið aftur fyrir dómi og verður þá endanlega upp úr kveðið um það hvort Zimmer hefur í bráðum þrjú ár setið saklaus í fangelsi. Lögfræðingur hans, Bauschulte að nafni segir: „Zimmer var dæmdur vegna nefsins. Hann er vissulega líkur ræningjanum á myndinni, en það er ekki nægilegt sönnunargagn". í tvö ár barðist Bauschulte fyrir endurrannsókn málsins og loks fékk hann til liðs við sig líffærafræðinginn dr. Gúnter Lange við mannfræðistofnunina í Frankfurt. Lange sá verulegan mun á gerð nefsins. „Nef ræningjans er nokkurn veginn beint, en nef Zimmers er bogamyndað, alveg fram á nefbroddinn." Ennfremur: „Þumalfingur ræningjans sveigist aftur, en þumaífingur Zimmers er beinn.“ Rétturinn kallaði til einn sérfræðinginn enn, áður en málið var tekið upp aftur. Sá var prófessor Knussmann frá Hamborg. Knussmann fann átta atriði sem ekki voru eins á myndunum. Þar á meðal má nefna að hann taldi vera stærðarmun á mönnunum, sem svaraði fimm sentimetrum. Niðurstaða: „Ræninginn og herra Zimmer eru ekki einn og sami maður.“ Klaus Peter Zimmer er nú laus úr fangelsinu. Hjónaband hans var farið út um þúfur og hann var sokkinn í skuldafen. Nú vinnur hann við trésmíðar. Þegar talið berst að fangelsisdóminum segir hann í háðstóni: „Dómaranum líkaði ekki á mér nefið.“

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.