NT - 10.06.1984, Page 18
B Loks komumst við að því hvað þeir í Svartaskógi geyma undir þessu ógurlega stóra þaki.
- spjall
um
\or-
heimsókn
l
Svarta-
skóg
■ Alexandra sagðist hún
heita, vera ellefu ára og byrjuð
að keyra traktorinn. Hún kom
hlaupandi á móti okkur
nokkrum aðvífandi gestum,
eins og gengur í sveit og hafði
verið langt úti á túni með
pabba sínum og bróður. Okkur
sýndist helst að bóndinn væri
að girða, rétt eins og tíðkast
um vortíma á íslandi. En
Alexandra er hins vegar hvorki
ættuð úr Grímsnesinu eða
Fljótunum og vafasamt að hún
eigi eftir að koma þangað
nokkru sinni. Hún er nefnilega
borin og barnfædd suður í
Svartaskógi í Þýskalandi. Einu
sinni komu nokkrar stúlkur
þaðan til íslands og settust
sumar hér að. Skrífaði ekki
Guðmundur Frímann
skáldsögu um eina þeirra?
Kannske var hún skyld
Alexöndru á Behashof í
Waldau.
Sunnudagur 10. júní 1984 48
Nei, stundum er eins og þuð
sé ekkert útland til. Það finnst
manni að minnsta kosti hálf-
partinn, þegar jungfrú Alex-
andra marséraði með okkur í
kringum bæinn sinn og sýndi
okkur „Snata" sinn og hland-
forina. En víst er þetta nú
einföldun. Við fórum einmitt
sérstaklega heim að bænum til
þess að skoða hvað væri undir
þessum gríðarháu svörtu
þökum sern látin eru slúta
langt út yfir veggina, svo það
verður næstum að beygja sig
undir þakskeggið, þegar inn er
gengið.
Þessu gat jungfrúin auðvitað
svarað skilmerkilega. Hið
stóra þak á þýska bóndabæn-
um, sem skreytti svo mörg af
jólakortunum í bernsku okkar
(oft baðað tunglskini og
skreytt dálitlu glimmer) er
raunar heyhlaða. Undir hlöðu-,
gólfinu er svo hluti hússins
lagður undir fjós og þá er ekki
annað en moka heyinu niður
um gat til kúnna, sem flestar
eru rauðar eða þá rauðskjöld-
óttar. Svona hafa þeir haft gott
verksvit, sem fundu þessi hús
upp í gamla daga. En þakið er
líka notað til fleiri hluta: Efst
uppi undir rjáfrinu er stærðar
reykofn og þar reykja bændur
í Svartaskógi skinkuna sína,
sem er kolsvört á litinn og þeir
eru jafn stoltir af og Stranda-
menn af hákarlinum sínum.
Undir rjáfrinu sér varla í hina
gildu burðarbita fyrir kóngu-
lóarvef sem verið hefur að
safnast þarna saman frá því
um 1800, en eitt til tvö hundruð
ár þykir ekki mikill aldur á
bændabýlum í Svartaskógi.
Á slóðum Hans og Grétu
Heimsóknin á bændabýlið í
Svartaskógi færði okkur blaða-
mönnum sem þarna ferðuð-
umst um í byrjun maí sl.
sanninn um að það er enn
talsvert eftir af heimi þeirra
Grimmsbræðra í Þýskalandi
nútímans, aðeins ef menn bera
sig eftir að leita að honum og
það er ekki erfið leit. Hvar-
vetna liggur leiðin um skóg-
lendi þar sem dádýr gægjast út
á milli trjáa, jafn steinhissa
vegfarendur væru Hans og
Gréta, rammvillt í skóginum.
Annars staðar rekumst við á
kolgrá villisvín, sem þó verður
að játa að tekið hafa talsverð-
um framförum í siðmenningu
nútímans, því þau hlaupa ekki
burtu, heldur koma lallandi til
þess að gá hvort ferðamaður-
inn ætli ekki að gæða þeim á
einhverju!
Já, þýskir hafa talsvert til
síns máls þegar þeir hvetja
menn til þess að sækja sig heim
og njóta þeirra kosta sem land
þeirra hefur að bjóða því þeir
eru ekki fáir. En ekki skiptir
það minna máli að umgengni
er alls staðar með afbrigðum
góð og hvarvetna andar á móti
mönnum umhyggja og ást á
umhverfinu og vernd þess. Á
síðari árum hefur verið þróað-
ur upp ferðaiðnaður í áður
afskekktum héruðum, sem fátt
áttu annað að bjóða en land-
fegurðina eina. Þetta hefur
víða tekist vel á tímum alvar-
legs atvinnuleysis og skapað
ekki svo fáum höndum verk að
vinna. í mörgum héruðum
hafa menn uppgötvað að þeir
áttu þarna ónýttan auð og
dæmi um það er hið minnsta af
sambandsríkjunum þýsku,
Saarland. Þarna hefur löngum
verið ein mesta stáliðnaðar
miðiðstöð landsins og menn
voru satt að segja lítt trúaðir á
að nokkrum kæmi til hugar að
eyða þarna sumarleyfi sínu,
enda eldspúandi deiglur ekki
mjög aðlaðandi sjón. En nú
eru deiglurnar kólnaðar um
sinn og ferðamenn konia þarna
suður eftir í stórum skörum. í
sumum bæjum ergestafjöldinn
margföld tala íbúanna á hverju
ári því margir vilja sjá svo
einstök fyrirbæri sem hina
gríðarmiklu sandsteinshella í
Homburg, sem er tveggja sól-
arhringa verk að ganga um, -
væri einhverjum leyft að fara
um þessa villugjörnu ranghala
alla. Eins býður Saar upp á
eina fegurstu útsýn í Þýska-
landi. þar sem fljótið Saar
bugðast fagurlega við grænan
höfða í grennd við bæinn
Dreisbach. Þar er hægt að
glcyma sér yfir allri fegurðinni
og horfa lengi, lengi...
Sumarhús ofan við eldgíga
Já, þýskir hafa lagt mikið á
sig á undanförnum árum til
þess að laða til sín gesti frá
öðrum löndum og reynsla
blaðamannanna í ferðinni á
dögunum var sú, að þeir þýsku
eiga skilið að þetta takist. Þátt-
ur í þessu var umrædd ferð
íslensku pressunnar sem Flug-
leiðir og ferðamálaráðið þýska
skipulögðu í bróðerni. Flug-
leiðir hafa eins og kunnugt er
efnt til samvinnu við nokkra
fyrsta flokks sumarleyfastaði í
Þýskalandi og líklega lætur
það kunnuglegast í eyrum ef
minnst er á sumarhúsin í Daun
- Eifel.
Við vorum fyrst að hugsa
um að byrja þessa grein á að
tala um Daun-Eifel, þar sem
þau eru miðstöðin sem ferða-
maðurinn leggur út frá, hvort
sem hann heldur suður í
Svartaskóg og til Saar, eða
vendir sínu kvæði í kross og fer
til hinnar glöðu Heidelberg og
þá til Rudesheim og kannske
að minnismerkinu mikla ofan
við Bingen. Á þeirri leið glóir
vínviðurinn við hvert fótmál.
En við kusum að snúa þessu
við og víkjum loks nú að
Daun-Eifel, sem líka nefnist
Vulkan-Eifel. Það nafn er
komið til af því að hér eru
hvarvetna gamlirsprengigígar,
nú fullir af vatni og grónir
grænum viði á vatnsbakkan-
um. Þrifleg bændabýli og lítil
þorp eru hér hvarvetna milli
skógarlundanna og móta út-
sýnið frá sumarhótelinu Daun-
Eifel. Ekki er nema tveggja
klukkustunda akstur hingað
frá Luxemborg, en hótelið er
skammt frá mótum ánna Mósel
og Rínar. Já, við sögðum,
hótel, þótt staðurinn sé oftar
nefndur „sumarhúsin í Daun-
Eifel". Ástæða þess er sú að
íbúðirnar, einstaklingsíbúð-
irnar og einbýlishúsin hér
minna hvorki á Ölfusborgir
eða Munaðarnes með fullri
virðingu fyrir þessum stöðum.
Hér er um hótel að ræða í afár
háum gæðaflokki, enda voru
fyrstu viðbrögð okkar gest-
anna undrun, - við áttum auð-
vitað von á góðu, en ekki
þessu. Trúlega munu fleiri
segja þessa sömu sögu.
Forstöðumaðurinn kynnti
okkur þær lystisemdir sem hér
er boðið upp á og hann fréttir
það vonandi ekki þótt við full-
yrðum að hann var meira en
lítið upp með sér. En hver
hefði ekki verið það? Daun-
Eifel hótelið, sem þó væri
frekar ástæða til að kalla mörg
hótel, býður upp á marga og
glæsilega veitingasali, þar sem
sér yfir héraðið í kring, en
staðurinn stendur hátt í
brekku. Þeir segja að í þessum
sölum sé það algengt að gest-
irnir heimti að fá að sjá
kokkinn, - og það er ekki til að
ausa yfir hann skömmum! En