NT - 10.06.1984, Qupperneq 19
ef menn vilja bjargast við eigin
kost, þá er hér verslun með
öllum hugsanlegum hlutum og
matvælum og eldhús má finna
í hverri íbúð. Einnig þeini
minnstu. Sumir ætluðu að
opna það sem þeir héldu vera
klæðaskáp, en fundu þá ein-
mitt eldhús, búið glampandi
pottum og kirnum af öllu tagi.
Pað er einkennandi fyrir íbúð-
irnar í Daun-Eifel að gestur-
inn fær ekki betur séð en hann
sé sá fyrsti sem stígur þarna
inn fæti. Á engu er blettur eða
hrukka, allt sýnist smíðað eða
keypt í gær.
Hótelið býður upp á risa-
stóra badmintonsali, náttúru-
lega golfvöll og síðan reiðskóla
í Vínarstíl og hér er úrval
hesta, gestum til afnota. Ef
menn vilja skreppa í róður á
vatninu íeinhverjum Eifel-gíg-
anna, þá má nærri geta hvort
ekki hafi verið séð fyrir því.
Hér er barnaheimili, snyrti-
stofa, sundlaugar, sauna, o.fl.
sem seint verður allt upp talið.
Niðri í sjálfu þorpinu Daun-
Eifel er nóg um bjórkrár, og
ýmsa skemmtan, ef einhverj-
um leiddist þrátt fyrir allt mak-
indin á hótelinu einhvert
kvöldið. Þá er ekki nema einn-
ar til tveggja klukkustunda
akstur til borganna Koblenz,
Bonn, Kölnar, Aachen. Duss-
eldorf og Frankfurt.
Leiðin suður í Svartaskóg er
að vísu talsvert lengri, en hún
er þess virði. Par er sambæri-
legt hótel að finna, sem við
einnig reyndum í ferðinni,
Todtmoser Hof. Við reyndum
að bera saman Todtmoser Hof
og Daun-Eifel hótelin. Gæðin
voru afar áþekk. Sumum þótti
Daun-Eifel hafa vinninginn,
því þar er umhverfi heimilis-
legra, eins og einhver orðaði
það.
Þar gala gaukar
En Todtmoser Hof hafði þó
það tromp á hendi að staðurinn
er suður í Svartaskógi og þar
var gott að koma og margt
forvitnilegt að sjá. Enn var
snjór í lautum og dældum og
það jók á þá tilfinningu að við
M Séð heim að Todtmoser Hof. Hér eru skíðalönd góð að vetrarlagi.
værum ekki svo langt að heim-
an, eins og fyrr var vikið að.
Og svo var það jungfrú Alex-
andra á Behashof.
Þjóðbúningur kvenna í
Svartaskógi er ákaflega sér-
stæður og auðþekktur úr mörg-
um slíkum af hatti með þremur.
gríðarstórum og eldrauðum
dúskum. En á vissum parti í
skóginum er þjóðbúningurinn
öllu fábrotnari, enda var þetta
hérað löngum einangraðra og
lífið erfiðara. Þetta hérað er
„Hoch-Schwarzwald“ eigin-
lega „Mið-Svartiskógur.”
Hér hefur nú öll einangrun
verið rofin fyrir margt löngu
og hér er vatn það sem nefnist
Titisee, heitið eftir Titusi
Vespasianusi Rómarkeisara.
Hingað er einnig gaman að
koma. Um vatnið sigla'bátar á
sumrum og á vetrum sækja
hingað skautagarpar. Skíða-
land er ágætt í hæðurn og
fjöllum hér umhverfis. Hér
höfðu Svartaskógarbúar það
fyrir stafni á fyrri tímum að
smíða gauksklukkur og á sú
listgrein sér því langa sögu og
er enn vel við haldið. Verslun
nieð þessa gripi blómgast hér
vel og kvaka gaukar ákaflega
á korteri hverju í slíkum
búðum. Sumar eru klukkurnar
risastórar og það hlýtur að
vera sérstakt fag að læra að
pakka þeim inn, forkunnlega
útskornum og stundum fimm-
tíu kíló að þyngd. Slíkar
klukkur fara nefnilega helst til
Ameríku, enda dýrar, segja
þeir hér. Þá þarf peninga til.
Hér er nóg af fyrsta flokks
hótelum, skíðahótelum, krám
sem selja gistingu og gistingu á
einkaheimilum. Loks virki-
legum hvíldarheimilum, þar
sem enginn er svo veikur að
hann geti ekki lifað þar tíu ár
í viðbót. En þau geta líka verið
upplagður staður handa þeim
sem hættir til að ofgera sér yfir
öllum þeim lífsnautnum sem
borgarlífið býður upp á, því
alltaf er það innan seilingar.
Sunnudagur 10. júní 1984 19
M Séð yfir þök nokkurra íbúðarhúsanna í Daun-Eifel, eða
Vulkan-Eifel
M I Homburg eru stærstu sandsteinsheillar í Evrópu. Hellar
þessir eru á tólf „hæðum" og um fímm kílómetra langir. Mikill
hluti þeirra er lokaður. Byrgi til nota í kjarnorkuárás er á tveimur
fyrstu „hæðunum. “
M Sigling á Titisee.
Fjarstýrt stereo litasjónvarp
Umboðsmenn um land allt:
Akurvík hf. Akureyri Jón Fr. Einarsson, Póllinn hf. ísafiröi.
Bókav. Þórarins Stefánss. Bolungarvík. Valberg, Ólafsfirði.
Húsavík. Húsið, Stykkishólmi. Þórður Hjálmsson,
Brimnes, Vestmannaeyjum. Rafsjá, Sauðárkróki. Akranesi.
Fell, Egilsstöðum. Hljómval, Keflavík. Rafbúð Jónasar Þórs,
Gestur Fanndal, Siglufirði. Mosfell, Hellu. Patreksfirði.
með alvöru hljómgæðum
Sérstökum video inngangi og sérstökum
stöðvarleitara
20“ In liner myndlampa ^ Syntheser tuner 32, stöðva
minni 2 Way innbyggðum hátölurum © 2x6.5 watta
stereo magnara Balans stillingu ^ Aðskilinn bassa og
diskant tónveljara ^ Tengi fyrir hljómtæki og heyrnartæki.
verð: Kr. 29.929.-
staðgr.
wifmí yfyzeMóo/i Lf.
Suðurlandsbraut 16 — Simi 35-200