NT - 10.06.1984, Qupperneq 20
M Langeldur ískála í Grólutóll á Hrafnseyri við Arnarfjörð frá 10. öld. Fremst á myndinni
er hola sem ef lil vill hel'ur verið noluð til að fela eldinn í á nótlunni.
I.jósmynd (iuömundur Ólafsson
■ Viö sem heirna sitjum yfir örbylgjuofn-
um, rafmagnspönnum mínútugillum, hraö-
suðukötlum, kaffivélum og fleiri kostagripum
af því taginu í tæknivæddum eldhúsum nýja
tímans eigurn erfitt með aö gera okkur í
hugarlund þær aðstæöur sem formæðrum.
okkar hafa verið búnar unt aldir á alnauð-
synlegasta vinnustað hvcrs samfélags. Eg
ætla í næstu pistlum aðdrepa á nokkuratriði
varðandi matarg'erð á fyrstu öldum íslands-
byggðar, vinnuaðbúnað, tækni og fleira
„Eldsæl er ástsæl."
Eldhúsið bar nafn meö rentu alveg þang-
að til rafmagnið kom til sögunnar. Þar
logaði nefnilega eldur.-Sú húsagerð sem
landnámsmennirnir fluttu rneð sér til íslands
við uppltaf byggðar" hér var skálinn, stór
óskiptur salur þar sem fólk svaf, vann þá
vinnu sem unnin var innanhúss, eldaði og
mataðist. Smám saman bættust hús við
skálann. kamar, búr og stofa fyrst en líklega
er íarið að skilja matseldina og svefnskála að
■í bæjarhúsum nálægt 1200. Auk þess hafa
sumsstaðar veriö útieldhús aðskilin frá
öðrum húsum. í eldaskálanum voru lág
eldstæði, venjulega langeldur í rniöju og oft
minni eldstæði úti í enda. Kvenfólkið hefur
vafalítið séð um að kveikja eldinn og gæta
hans. Það þekktist meðal annars frá seinni
tíð að kenna konur við það hversu lagnar
þær voru að fást við eldinn. Þær konur scm
höfðu til að bera færni við þessa iðju voru
„eldsælar" og þær sem voru eldsælar voru
líka ástsælar, enda hafa þetta verið dýr-
mætir hæfileikar fyrir daga eldspýtnanna.
Eldurinn var kveiktur með tinnu sem barið
var við svokallað eldstál og við mörg mið-
aldaeldstæði eru litlar holur sem talið er að
hafi verið notaðar til að fela hann í yfir
nóttina. Dr. Jón Steffensen komst að þeirri
niðurstöðu við athugun á beinum 11. aldar
kvenna.úr Þjórsárdal,að þær munu hafa setið
löngum stundum á hækjum sínunt og hefur
vinnan við þessi lágu eldstæði líklega átt
sinn þátt í því.
Slys í heimahúsum
Sú eldunaraðferð virðist hafa verið al-
gengust að sjóða matinn i málmkötlum sem
hengdir voru upp yfir eldinum. Víða má sjá .
þess merki í heimildum að slíkir katlar voru
bæði stórir og dýrir. Þcir hafa einnig verið
varasamir, því að í Biskupasögum er a.m.k.
þrisvar getið um konur sem skaðbrennast við
katlastúss. En mönnum „féll ekki allur ketill
i eld" í þá daga þó að þeir ættu ekki
heimangengt á slysavarðstofuna. Það var
heitið á heilagan Þorlák og konunum batn-
aði von bráðar. Keröldin í búrununt þar sem
súrmaturinn, drykkjarsýran og skyrið var
geymt voru ekki síður stór og hættuleg. Frá
því segir einnig í Biskupasögum að drengur
féll í sýrukerald og tók sinn tíma að leita að
honum þar því að keraldið var svo stórt.
Drengurinn virtist dauður þegar hann var
dreginn upp úr, en lifnaði við eftir að heitið
hafði verið á heilagan Þorlák, sem reyndist
íslendingum ekki síður á fyrri öldum en
háþróuð tækni heilbrigðisþjónustunnar á
þeim síðri, ef marka má Biskupasögurnar
I næsta pistli mun ég halda áfram með
eldgamla tímann og íjalla um fornar
eldunaraðferðir svo sem séyða, hitusteina
og fleira.
Umsjón: Sólveig Georgsdóttir og
Hailgerður Gísladóttir
Sunnudagur 10. júní 1984 20
Jófiann Pé*tur Svolnsson
svarar spumingium fosottcffa
um IÓ£jfræ&il&& méil&fni
Auglýst
verð
reyndist
tóm blekk-
ing
Til lagakróks.
■ Fyrir nokkru var ég að
fletta dagblaði einu og rakst
þá á auglýsingu frá verslun
hér i borg. í henni kom fram
að til sölu væri hjá þeim
hlutur sem ég hef haft auga-
stað á um nokkurn tíma, en
ekki gert neitt í að kaupa
hann. í auglýsingunni kom
verð hlutarins fram og þar
sem mér fannst það mjög
sanngjarnt ákvað ég að drífa
í að kaupa hann. En hlutirnir
fara oft öðru vísi en ætlað er
og svo varð einnig í þetta
skipti. Þegar ég mætti gal-
vaskur í verslunina reyndist
verðið ekki jafn hagstætt og
auglýst hafði verið. Hlutur-
inn var hvorki meira né
minna en 1700 krónum dýr-
ari. Ég talaði við afgreiðslu-
fólkið og verslunarstjórann.
Þá kom fram að í au.glýsing-
unni var um gamalt verð að
ræða sem ekki gilti lengur.
Mér líkaði ekki allskostar
þessi skýring og því varð
ekki af kaupunum.
Nú langar mig að vita
hvaða reglur gilda i tilvikum
sem þessu - þurfa kaup-
menn ekki að standa við
auglýst verð? Hefði ég getað
krafist þess að fá hlutinn á
auglýstu verði?
Neytandi
0 Hér er um álitaefni að
ræða sem leysa verður úr í
hverju einstöku tilfelli. Þar
sem ég hef ekki þá auglýs-
ingu sem þú vísar til við
hendina og ekki heldur ná-
kvæma lýsingu á henni mun
ég tæpa á helstu reglum
sem taldar eru gilda um til-
vik sem þessi.
í þessum tilvikum þarf
fyrst og fremst að skera úr
um hvort um bindandi tilboð
er að ræða hjá viðkomandi
verslun eða aðeins hvatn-
ingu afhennarhálfu tiJ vænt-
arúegra viðskiptavina um að
kaupa vöruna. Hér hafa þau
grundvallarsjónarmið verið
höfð til hliðsjónar að auglýs-
ingin verði tahn tilboð ef efni
hennar er þannig að ljóst sé
að samþykki kaupanda nægi
til að af kaupum verði. Ef
hins vegar má ráða af aug-
lýsingunni að ekki verði af
kaupum. nema að kaup-
maður samþykki kauptilboð
viðskiptavinarins er aðeins
um hvatningu af verslunar-
innar hálfu að ræða. Til nán-
ari skýringar er rétt að taka
nokkur dæmi um hvoru
tveggja tilvikin.
í eftirfarandi tilvikum yrði
væntanlega talið um bind-
andi tilboð að ræða :
1) Ef sýnilega er gefið til
kynna að líta eigi á auglýs-
inguna sem tilboð, t.d. ef
fram kemur í auglýsingu að
hlutur verði seldur þeim er
fyrstbýðst tilaðkaupa hann.
2) Ef orðið tilboð, eða orð
sömu merkingar, er notað í
auglýsingunni nema fyrir-
vari sé í henni um að tilboð
sé ekki bindandi.
Á hinn bóginn yrði líkleg-
ast einungis talið um hvatn-
ingu til að gera tilboð að
ræða efum almenna auglýs-
ingu væri að ræða um að
einhverákveðin verslun væri
með einhverja ákveðna vöru
á boðstólunum.
Ef litið er til þessara reglna
virðist mega telja að ef
auglýst er eitthvert ákveðið
verð á vöru verði viðkomandi
kaupmaður að standa við
það meðan birgðir endast ef
hann gerir ekki fyrirvara um
annað. Frá þessu hlýtur þó
að verða að gera þá undan-
tekningu að þetta eigi ekki
við ef um augljós mistök í
prentun er að ræða, s.s. ef
eitt núll vantar.
Ég vona neytandi góður
að þú sért nokkurs vísari og
svona rétt í lokin er ef til vili
réttaðgeta þess að sterkasti
leikur þinn í fyrrnefndu
dæmi þínu hefði ef til vill
verið að höfða til sölumanns-
hæfileika viðkomandi og
benda honum á að viðskipt-
avinum þeirra myndi tæpast
fjölga neitt að ráði við svona
vinnubrögð.
Hvernig er
ódýrast að
gefa út
bók?
Ágæti lagakrókur!
■ Mig langar að spyrja þig
um skatta og gjöld af útgáfu
bóka. Ef ég er að hugsa um
að gefa út bók á eigin
kostnað, hvort er þá hag-
stæðara fyrir mig að gefa
hana út á eigin nafni eða láta
eitthvert skrifborðsfyrirtæki
gefa hana út? Hvaða lög
gilda um skatta og gjöld til
ríkisins í hvoru tilviki um
sig? Hvort er ódýrara fyrir
mig? Er þetta ef til vill alveg
sama? Set ég þetta á mína
venjulegu skattaskýrslu eða
þarf sér eyðublöð fyrir það?
Verða gjöldin minni ef ein-
hver leyfi eru fengin?
Þetta er nú orðið töluvert
spurningaflóð, en eg er að-
eins að hugsa um hvaða leið
sé ódýrust fyrir mig (og að
sjálfsögðu lögleg leið).
Með kveðju.
H.B.
PS: Með skrifborðsfyrirtæki
á ég við fyrirtæki sem ekki er
til nema á pappírnum.
M Já H.B. Það eru fleiri en
bændur sem velta fyrir sér
sköttunum sínum, enda ekki
óeðlilegt þar sem upphæð
þeirra getur skipt fólk veru-
legu máli.
íþví tilfelli sem þú tiltekur
tel ég vera hagkvæmara fyrir
þig að gefa bókina út í eigin
nafni eins og þú orðar það,
að minnsta kosti ef aðeins er
um eina bók að ræða. Að
gefa út bók telst vera sjálf-
stæð starfsemi í .skilningi
skattalaganna. Þetta þýðir
að þú getur dregið þann
kostnað sem þú verður fyrir
við að gefa út bókina frá því
sem inn kemur vegna útgáf-
unnar, það sem eftir stendur
eru tekjur þínar. Auk þess
sem þú setur þessar tekjur
þínar á skattframtal þitt er
rétt hjá þér að skila rekstrar-
reikningi með framtalinu.
Ástæður þess að ég tel hag-
kvæmara fyrir þig að gefa
bókina út án þess að stofna
fyrirtæki eru nokkrar. Þar er
fyrst að telja að nokkur
kostnaður er því samfara að
stofna fyrirtæki og jafnframt
fyrirhöfn. í öðru lagi njóta
fyrirtæki ekki persónu-
afsláttar en það gerir þú
hins vegar ef þú gefur bók-
ina útí eigin nafni. Þegar um
útgáfu á einnibók eraðræða
er því um sama frádrátt að
ræða hjá fyrirtæki og ein-
stakling að því er snertir
útgáfuna sjálfa, þ.e. fyrirtæki
gæti einungis dregið útlagð-'
an kostnað við útgáfuna frá
því sem inn kemur. Ef hins
vegar væri um útgáfu ein-
hvers fjölda bóka og ein-
hverja fjárfestingu vegna út-
gáfunnar að ræða koma
flóknari reglur til sögunnar
sem ekki verða ræddar hér
en gætu gert stofnun fyrir-
' tækis hagkvæmari íþeim til-
fellum.
Ef þú ert að velta fyrir þér
fjárfestingu í atvinnurekstri
á annað borð er rétt að
benda þér á að framlög
manna til atvinnurekstrar
eru frádráttarbær frá skatt-
skyldum tekjum manna, allt
að 20.000 kr. á ári hjá ein-
staklingum og 40.000 kr. hjá
hjónum, samkvæmt nánar
tilgreindum reglum. Frá-
dráttarbær fjárfesting sam-
kvæmt þessum reglum er
m.a. kaup á hlutabréfum í
hlutafélögum en ef þú ert að
hugsa um stofnun fyrirtækis
eða fjárfestingu i atvinnu-
rekstri er rétt fyrir þig að
leita þér sérfræðilegra ráð-
legcjinga.
Eg vona að þú sért ein-
hvers vísari og óska þérgóðs
gengis við bókaútgáfuna.