NT - 10.06.1984, Qupperneq 22
M Hún Perla er í miklu upp-
áhaldi hjá Guðríði. En samt
eru poodle-hundarnir vandlát-
ir og það verður að sjóða í þá
sérstaklega matinn.
M Þessi „Golden Retriever“
hafði komið á hótelið daginn
áður. Hann var með afbrigðum
spakur og tók lítinn þátt í
háværu spjalli félaga sinna í
næstu búrum.
þetta upp með'því að fara með
þá í daglegan göngutúr, hvern
fyrir sig. Þá er hún Saga okkar
venjulega með, svona sem sel-
skapsdama, því hún er svo
gæf. Saga er hreinræktuð ís-
lensk tík frá Húsatóttum í
Grindavík. Hún fékk verðlaun
í fyrra sem fallegasta íslenska
tíkin og hérna er líka hundur-
inn sem fékk karlaverðlaunin,
en hann heitir Játvarður. Við
erum með sex íslenska hunda
í vist núna. Þrír þeirra eru úr
Garðabænum og eru því sam-
an í búri. Já, ef hundar eru
i fleiri en einn frá sama heimili
fá þeir að vera saman, ef óskað
er.
Þetta er ákaflega mikil
vinna, alveg fullt starf.
Verðið? Jú, við tökum 125
krónur á dag fyrir einn hund,
en 115 krónur ef tíminn er
lengri en 3 vikur. Við rekum
hundahótelið allt árið.
Nei, fóðrið er ekki svo mikið
vandamál. Við notum sér
framleiddan hundamat, því
þannig tryggjum við okkur að
það sé óskemmt og þau efni í
M Það mætti halda að það værí ball á
hótelinu, þegar okkur ber að garði. Það er líka
von, þar sem gestirnir eru mjög alþjóðlegt
úrtak, eí svo má segja. Hvern undrar þótt
íslendingarnir, hreinræktaðir, hafi sitthvað að
spjalla við vini komna a.m.k. að langfeðgatali,
frá Labrador, Þýskalandi, Skotlandi og ham-
ingjan má vita Itvaðan víðar að.
íá, það mætti halda að það
væri ball, kannske kokteil-
partý. Hver talar uppí annan á
sinni tungu og enginn má bíða
eftir að hinn Ijúki máli sínu. Ef
til vill hefur það sín áhrif að
það er kominn Ijósmyndari og
hver vill ekki fá sér mynd og
komast ef til vill í blöðin?
Þetta nýstárlega hótel sem
um er rætt hér að Arnarstöðum
í Hraungerðishreppi, og er
aðeins um fimm mínútna akst-1
ur frá Selfossi. Gestirnir, einsj
og einhvern mun nú vera farið ‘
að renna í grun, eru hundar af
öllum mögulegum stærðum og
tegundum og eins og á hverju
öðru hóteli, þá eru þeir hér
vistaðir í mismunandi langan
tíma, sumireina helgi, en aörir
nokkrar vikur. Það er Hunda-
ræktarfélag íslandsog Hunda-
vinafélag fslands sem gengust
fyrir stofnun hótelsins og tók
það til starfa í fyrra.
„Við vorum hér með um 40
hunda í fyrra,1' segir Guðríður
Valgeirsdóttir, sem hcfur
einna mest af hótelrekstrinum
að segja, „en ég lield að á
þessu ári sé fjöldinn þegar
orðinn ámóta og mér sýnist að
hér muni fyrir vikið verða mun
meiri gestafjöldi í ár. Um þess-1
ar mundir eru hérna 18 hundar'
á hundahótelinu og einn inni í
bæ. íslenska tíkin okkar, hún
Saga, er auðvitað ekki talin
með.
Já, fólk getur komið hingað
með hundana sína ef það fer í
frí, vegna veikinda og svo
framvegis. Já, öllum er heirn-
ilt að sækja um vist fyrir hund
hér, en þá þurfa þeir að gerast
félagar í annað hvort Hunda-
ræktarfélaginu eða Hunda-
vinafélaginu. Árgjaldið í
Hundaræktarfélaginu er nú
400 krónur og fylgir þá með
hundablaðið „Sámur‘\ Ár-
gjald í Hundavinafélaginu er
250 krónur. Hægt er að gerast
félagi hérna, ef menn vilja.
Það má segja um hundana
sem koma hingað að þeir eru
allir sérstaklega mannelskir og
gæfir, sem sýnir að þeir eru
vanir góðu. Þeir hafa venju-
lega með sér einhverja hluti
sem þeir þekkja, körfuna sína
teppi og jafnvel inniskó af
eiganda sínum. Það skiptir
marga þcirra afskaplega miklu
máli.
Annars er það mjög misjafnt
eftir tegundum hverjir eru ról-
egastir og hverjir fyrirferða-
mestir, en um það ræði ég ekki
í blöðin. Sumir hundarnir eru
búnir að vera hér oft og þá er
augljóst að þeir þekkja sig og
eru fljótir að venjast við. Ann-
ars eru þeir flestir mjög fljótir
að átta sig og ég held að þeim
líki hér vel. Þeir eru látnir fá
sitt eigið búr hver, bæði inni og
útibúr, því ef þeir gætu verið
hver innan um annan er hætt
við að komið gæti til slagsmála.
Það þarf ekki nema einn til
þess að byrja á slíku.
En við reynum að bæta þeim
Sunnudagur 10. júní 1984 22
Samkvæmislif
með
alþi óðlegum blæ
heimsókn í
hundahótelið að Amarstöðum
M Fjölskyldan á Arnarstöðum. Lengst til vinstri er Ragna, 13 ára, þá hjónin Gunnar og Guðríður.
Þá kemur Guðmundur Valgeir, 6 ára Birgir 10 ára og Valgerður 17 ára.
M Á hótelinu er stundum talsverður kliður, þegar allir gestirnir tala hver upp í annan.