NT


NT - 19.06.1984, Síða 6

NT - 19.06.1984, Síða 6
Þriðjudagur 19. júní 1984 6 ■ „Jú það er rétt ég var tekinn fyrir að veita sterk vín Sigmar B. Hauksson. Veitingamenn óánægðir með áfengislöggjöfina: „Yf irvöld fjandsam- leg vínveitendum“ segir Sigmar B. Hauksson veitingamaður ■ Gins og lcsendur NT sjálf- sagt muna, þá lentu nokkur vínveitingahús upp á kant við lögin um hvítasunnuhelgina, vegna vínsölu og sterkvínsölu til matargesta á hvítasunnudag. í kjölfar þess hafa heyrst óá- nægju- og gagnrýnisraddir um gildandi reglugerð um vínveit- ingar, í þá veru að ekki einungis sé reglugerðin „fáránleg" held- ur sé orðalag hennar bæði óljóst og villandi. í umræddri reglu- gerð um sölu og veitingar áfeng- is nr. 335/1983 segir í sjöundu grein: „Fyrra helgidag stórhá- tíða þjóðkirkjunnar, aðfanga- dag jóla og föstudaginn langa er einungis hcimilt að veita borð- vín með mat á regluiegum mat- málstíma." „Ekkert eftirlit á föstudaginn langa“ Eitt þeirra veitingahúsa sem fengu heimsókn eftirlitsmanna um hvítasunnuna, var veitinga- húsið Rán sem þá var að veita matargestum sterk vín. „Já, það er rétt, ég var tekinn fyrir að veita sterk vín og það var vitnað til óskýrrar löggjafar þar sem talað er um páska og jól“, sagði Sigmar B. Hauksson í samtali við NT. „Alvarlegasti þátturinn í þessu máli, er fjandsamleg afstaða yfirvalda til vínveit- enda. Ætlist yfirvöld til að þess- ari löggjöf sé hlýtt, ættu þau að hafa samband við staðina og aðvara þá áður en látið er til skarar skríða, í stað þess að læðast svona aftan að mönnum. Stjórnvöldum ber skylda til að vera upplýsandi og fyrirbyggj- andi í þessum málum sem öðrum" sagði Sigmar. Hann gat þess jafnframt að á föstudaginn langa hefðu engir eftirlitsmenn verið á ferðinni, en þá hefðu mörg hús veitt sterk vín enda mikið um útlendinga í borginni. Stöðugt eftirlit í framhaldi af ummælum Sig- mars hafði NT samband við einn eftirlitsmann, Níels Her- mannsson. „Við vorum íeftirliti á föstudaginn langa enda erum við alltaf á ferðinni, alla daga, öll kvöld og langt fram á nætur þegar ástæða er til. Enda hefur þörfin fyrir eftirlit aukist eftir að vínveitingahúsunum tók að fjölga þetta mikið. Yfirleitt höfum við átt góða samvinnu við það fólk sem rekur vínveit- ingastaðina enda er ekki alltaf verið að kæra þetta fólk þó við reynum að leiðbeina því“ sagði Níels. Aðspurður kvaðst hann ekki útiloka að brot á löggjöf- inni stöfuðu af kunnáttuleysi „enda vitum við að menn eru ekki alltaf lesnir í þeint fræðum sem þeir starfa við“ sagði hann að lokum. Pá hafði NT samband við Baldur Möller, ráðuneytisstjóra í dómsmálaráðuneytinu vegna orðalags reglugerðarinnar. Sagði Baldur að hér væri um að ræða fyrsta dag stórhátíða kirkj- unnar, þ.e. fyrsta dag jóla, fyrsta dag páska og fyrsta dag hvítasunnu en að auki föstudag- inn langa og aðfangadag. Þetta bæri því ekki að skilja þannig að einungis væri um að ræða páska og jól. ■ vio opnun synmgannnar. Meingrunur Hermannsson ræöir viö aldnar kempur. HT-mynd Ámi [ijama Ný sýning: Saga skipanna ■ Sýningin Saga skip- anna var opnuð í Háholti nýlega. Það er Sædýra- safnið sem stendur fyrir sýningunni. Sýnd eru gömul og ný báta- og skipalíkön og myndir frá sjósókn íslendinga. Þá var , leitað liðsinnis Norð- manna. Þaðan er kominn kjörgripur hinn mesti, lík- an af vðöagKkipi, fengið að láni úr ftinu heims- þekkta byggðasafni á Byg- döj í nágrenni Oslóborg- ar. Sædýrasafnið hefur nú tekið miklum stakka- skiptum og er sýningin liður í því að afla safninu fjár, en mörg fjárfrek verkefni bíða þar enn óunnin þar á meðal fram- tíðaraðstaða fyrir gott og myndarlegt fiskasafn. í tilefni sýningarinnar hefur verið gefinn út bækl- ingur sem geymir svip- leiftur úr íslenskri skipa- sögu. Landssamband sjálfstæðiskvenna: í skjóli einok- unar þróast marg vísleg spilling ■ Landssamband Sjálfstæðis- kvenna fagnar þeim árangri sem ríkisstjórnin hefur náð í efna- hagsmálum segir í samþykkt stórnarfundar. Þá er rakin hin bága afkoma þjóðarbúsins við viðskilnað ríkisstjórnar Gunn- ars Thoroddssen: „Verðbólgan 130%, stöðvun atvinnurekstrar og víðtækt atvinnuleysi yfirvof- andi, erlend skuldasöfnun gífur- leg og mikill halli á viðskiptum við útlönd." Hinn góða árangur beri að þakka „styrkri efnahags- stefnu ríkisstjórnarinnar og vilja þjóðarinnar til tímabund- inna fórna til að koma á skynsamlegri skipan fjármála í landinu." Þá er því lýst hvernig stjórnarandstaðan hafi notað hvert tækifæri til að valda óróa og upplausn og það rakið hvað atvinnuuppbygging þurfi mikið á arðsemi að halda. Öngulstaðahreppur: Akureyri og ríkið semja um Laugaland ■ Undirritaður hefur verið á Laugalandi til 75 ára. Greiðir samningur milli ríkisins og Ak- Akureyrarbær 4000 krónur á ári ureyrarbæjar um nýtingu jarð- fyrir hvern sekúndulítra. varmaáLaugalandi íEyjafirði. Samninginn má endurskoða eftir 20 ár. Með samningnum fær Akur- Boranir í landi Laugalands í eyrarbær leiguafnot af jarðhita Öngulstaðahreppi hófust 1975. Tilboð opnuð í ríkisvíxla ■ Tilboð í ríkisvíxla að upp- hæð 30 milljónir voru opnuð nýlega. Alls bárust 34 gild tilboð og eitt ógilt. Gildu tilboðin eru í 244 sett af víxlum, hvert að nafnvirði 250 þús. krónur, sam- tals 61 milljón kr. Tekið var tilboðum í alla útboðsfjárhæð- ina þ.e. 30 milljónir að nafn- virði. Kaupverðið er28.333.735 kr. sem jafngildir 25.68% með- alársvöxtum reiknuðum eftirá. Þetta er lægsta meðalávöxtun frá því að farið var að bjóða út ríkisvíxla. Teknu tilboðin voru á bilinu frá 236.000 til 236.500 kr. Næsta tilboð ríkisvíxla er fyrirhugað í júlí. Leiðrétting: Kýrin var ekki meðjúgurbólgu ■ Missagt var í blaðinu fyrir helgi í grein með mynd að kýrin hafi haft júgurbólgu. Hún hafði bjúgbólgu sem er óskyldur kvilli og veldur alls engri sýkingu í kjötinu eða mjólkinni eins og júgurbólgan. Orðin eru hljóm- lík og gerði blaðamaður því ekki greinarmun þarna á í sím- tali við Guðmund bónda, eig- anda kýrinnar. Biður blaðið hann og aðra lesendur sína velvirðingar á þessum leiðu mistökum. ■ Kola, kýrin sem sagt var frá í blaðinu fyrir helgi, þjáðist ekki af júgurbólgu eins og þá var haldið fram heldur bjúgbólgu sem er óskyldur kvilli þó orðin séu hijómlík.

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.