NT - 19.06.1984, Blaðsíða 7

NT - 19.06.1984, Blaðsíða 7
 fíT Þríðjudagur 19. júní 1984 7 liL Fréttir Hvað segja þeir um NT-úttektina? ■ Fríðrik Sóphusson ■ t síðustu viku fjallaði NT um horfurnar í kjara- málum landsmanna og ræddi við ýmsa helstu forsvars- menn verkalýðshreyfingarinn- ar. 1 kjölfar þeirrar umræðu var haft samband við tvo forsvars- menn ríkisstjórnarflokkanna, þá Steingrím Hermannsson, forsætisráðherra og Friðrik Sóphusson, varaformann Sjálf- stæðisflokksins, og þeir spurðir álits á ummælum verkalýðsfor- ystumanna. Friðrik Sóphusson, varaformaður Sjálfstæðis- flokksins: „Við verðum að hafa hugfast, að verði kjarasamningunum sagt upp á þessu ári og samið um meira en til skiptanna er, þá er verið að fylla út innistæðu- lausa ávísun sem aðeins verð- bólgan getur leyst út. Verömæt- in verða nefnilega ekki til í kjarasamningum. Láti verka- lýðsforystan undan pólitískum þrýstingi róttækustu aflanna og efni til verkfalla, þvert ofan í skoðanir meirihluta lands- manna samkvæmt skoðana- könnun, verða þeir að axla ábyrgðina. Verkföll auka ekki aflann í sjónum eða möguleika fyrirtækjanna til að hækka laun. Otímabær verkföll geta hins vegar leitt til kosninga, ef sá er tilgangurinn. Við verðumeinnig aö hafa hugfast að verðbólgu- hraðinn var 130% fyrir ári síðan, nú er hann tíu sinnum minni. Þessi árangur hefði aldrei náðst nema vegna þess að fólkið í landinu var tilbúið til að taka á sig byrðar og færa fórnir. Er þá ekki orðið tímabært að rétta kjör þeirra lægstlaunuðu? „Það er tímabært á öllum tímum. En það er auðvitað ekki hægt að greiða meira út en atvinnureksturinn rís undir, án þess að auka erlendar eyðslu- skuldir eða setja atvinnu- reksturinn á hausinn. Það er ekkert svigrúm að svo stöddu." Steingrímur Hermanns- son, forsætisráðherra: „Eg held, því miður, að við þessar aðstæður í ár, þá gangi það illa upp að hækka launin verulega. Ríkisstjórnin hefur reynt að sníða sínar aðgerðir að því að halda sem mestum kaup- mætti sem um var samið, og við höfunr kannske gengið heldur skentmra en við hefðurn átt að gera til að loka fjá'rlagahallan- um, einmitt til þess að ganga sem minnst á þann kaupmátt sem um var sarnið." En hvað um kjör þeirra lægst launuðu, er ekki orðið tímabært að rétta þau? „Ég held ég.megi fullyrða að það hefur aldrei verið gert meira fyrir þá sem lægstar tekjur hafa, í tíð neinnar ríkisstjórnar. Þetta er í fyrsta skipti sern gerð er skipuleg athugun á því í samráði við verkalýðshreyfinguna, hverjir hafi lægstu launin. Sam- kvæmt útreikningi verkalýðs- hreyfingarinnar sjálfrar, þá hækkuðu tekjur þeirra lægst launuðu um 30% eða um það bil, nteð greiðslu barnabótavið- auka og persónuafslætti frá skatti o.fl. Engu að síður er ég sammála því, að það eru einmitt þeir sem lægstu tekjurnar hafa sem þyrftu að fá raunverulega úrbót. En það virðist gerast aftur og aftur í þessu þjóðfélagi, að um leið og kjör þeirra lægst launuðu eru bætt, þá byrjar launaskrið í efri launaflokkun- um. Og það er hlutur sem hið opinbera ræður ákaflega illa við." ■ Steingrímur Hermannsson ■ Fjölskyldan að Stuðlum árið 1896. Talið frá vinstri, Kristrún síðar Ijósmóðir, Valdór útgerðarmaður, Jón bóndi á Eyri í Reyðarfirði, húsfreyjan Sigurbjörg Halldórsdóttir, Edvard búnaðarráðunautur og bóndi á Dhalgárd við Ósló, Hildur húsfreyja á Stuðlum, Pétur kaupmaður á Siglufirði, Jónas bóndi og starfsmaður Sauðfjárveikivarna, heimilisfaðirinn Bóas Bóasson og Gunnar útvegsbóndi að Bakkagerði í Reyðarfirði. Á myndina vantar eina dóttur þeirra hjóna, Guðrúnu Brunborg en af 11 börnum þeirra komust þessi 10 til fullorðinsára. Ættarmót á Austfjörðum - niðjar Bóasar á Stuðlum koma saman ■ Dagana 6. til 8. næsta mán- aðar hafa ættmenni og vensla- fólk Bóasarættar frá Stuðlum í Reyðarfirði ákveðið að hittast á nokkurskonar kynningarhátíð fyrir austan. Ættin er rakin frá Bóasi Bóassyni og Sigurbjörgu Halldórsdóttur en þau bjuggu að Stuðlum um og fyrir síðustu aldamót og eignuðust 11 börn sem nú eru öll látin. Afkomend- ur þeirra í dag eru yfir 1000 talsins þannig að búist er við fjölmenni á mótinu. Gist verður í tjöldum í Atla- vík eða á Eddu hóteli fyrir þá sem það vilja. Aðalhátíðin verður svo á laugardaginn 8. júlí en þá verður haldið inn að Stuðlum og kunnugur ættingi fenginn til að skýra frá staðhátt- um og næsta umhverfi. Vitað er að stór hópur Bóasarættarinnar sem búsettur er í Noregi hyggur á ferðalag hingað vegna móts þessa. Þátttakendureru minntir á að taka með sér minnisbók Stuðlaættar 1984. Samkeppni ferðaskrifstofa á Norðurlöndum: Ferðaskrifstofa ríkisins í fyrsta sæti ■ Ferðaskrifstofa Ríkisins hlaut nýlega fyrstu verðlaun í samkeppni allra Norðurland- anna um best skipulagðar hring - hópferðir. Verðlauna- ferðin er fimm daga ferð um Suðvestur - og Suðurland þar sem gist er á hótelum í Reyk- holti, Laugarvatni, Hvolsvelli, Skógum og Kirkjubæjar- klaustri. Verðlaunin eru veitt af Ferða- málaráði Norðurlanda og er þetta í fyrsta skipti sem þeim er úthlutað og því sérstaklega ánægjulegt að íslensk ferða- skrifstofa skyldi hreppa fyrsta sætið. ■ Lúdvig Hjálmtýsson fram- kvæmdastóri Ferðamálaráðs ís- lands afhendir Kjartani Lárus- syni forstjóra Ferðaskrifstofu ríkisins viðurkenningarskjalið. Með þeim á myndinni er Birgir Þorgilsson markaðsstóri hjá Ferðamálaráði. Málefni fatlaðra: Víst getum við lært af reynslu frænda vorra í Skandinavíu ■ Fyrir nokkru var haldinn í Reykjavík stjórnarfundur Nordiska forbundet för psysisk utveclingshámning (NFPU), sem eru norræn samtök um málefni vangefinna. Lands- samtökin Þroskahjálp eru aðili að þeim samtökum fyrir íslands hönd og stóðu þau fyrir þeim fundarhöldum sern hér um ræðir. Um svipað leyti fundaði einn- ig í. Reykjavík Norræna sarn- vinnuráðið um málefni vangef- inna, en það er fulltrúaráð norr- ænna foreldrafélaga, stofnað 78, í framhaldi af því að for- eldrum þótti áhrifa sinna ekki gæta nægilega í NFPU, þar voru embættismenn og sérfræðingar of ráðandi. Það hefur reyndar breyst síðan. Einn megintilgangur funda á borð við þessa er að skiptast á skoðunum og reynslu t.d. greindu fulltrúar frá þjónustu við þroskahefta og fjölskyldur þeirra hvað varðar t.d. skamm- tímavistanir og stuðningsfjöl- skyldur. Svo eru nefndar fjöl- skyldur sem taka að sér fatlaða um skemmri eða lengri tíma t.d. um helgar eða í sumarfrí- um, til hvíldar hinum eiginlegu fjölskyldum þeirra. Mjög mikilvægt er fyrir ís- lendinga að taka þátt í samstarfi sem þessu, því enn stöndum við alllangt að baki nágrönnum okkar í Skandinavíu hvað varð- ar þjónustu við vangefna og foreldra þeirra og getum margt lært af reynslu þeirra. Athugasemd ■ Jón Kjartansson, forstjóri ÁTVR, hafði samband við blað- ið og vildi gera athugasemd við umrnæli, sem höfð voru eftir honum í frétt sem birtist á föstudaginn. Hann sagðist alls ekki hafa meint að hann vildi ekki ræða það við blaðamenn hvað réði vali á því hvaða víntegundir væru seldar í út- sölum ÁTVR. Heldur sagðist hann hafa sett sér þá reglu að ræða þessi mál ekki í síma við blaðamenn. Þeim væri hins veg- ar velkomið að heimsækja sig á skrifstofuna til að leita upplýs- inga. Happdrætti Krabbameinsfélagsins Vinningsnúmer 17. júní 1984 Mercedes Benz bifreið: 134638 Honda Civic bifreið: 15476 Bifreiðar fyrir 320 þús. kr: 24626 110133 140151 170004 Sinclair Spectrum heimiiistölvur: 4657 37377 65638 104132 125356 155893 10770 37975 72532 105068 129883 157130 14058' 56644 73540 107662 139123 157189 14109 59052 85091 109122 141298 169276 14387 59835 88339 113486 146820 172747 15069 61148 89708 114769 149118 27305 63139 91055 115571 149718 29900 63892 96129 119686 151849 35074 65539 97023 120730 153975 Handhafar vinningsmiða framvísi þeim á skrifstofu Krabba- meinsfélags Reykjavfkur að Tjarnargötu 4,4. hæð, sími 19820. Krabbameinsfélagið þakkar landsmönnum veittan stuðning.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.