NT - 19.06.1984, Blaðsíða 25

NT - 19.06.1984, Blaðsíða 25
Þriðjudagur 19. júní 1984 25 Utlönd Sovétríkin: Dagblaðið Bild: Birtir nýja Ijós- mynd af Sakharov! Rússum fækk- ar lítið - en fólki af öðrum þjóð- ernum þeim mun meira Bonn-Reuter ■ Vestur-þýska dagblaðið Bild hélt því fram í gær að því hefði borist ný Ijósmynd af Andrei Sakharov sem sýndi að hann væri á lífi. Þá skýrði blaðið einnig frá því að það hefði fengið mynd af konu Sakharovs, Yelena Bonner. Blaðið, segist hafa fengið í almenningsgarði í Gorky, þar myndirnar frá sovéskum blaða- sem Sakharov hefur verið í manni, Viktor Louis, og væru útlegð frá árinu 1980, klæddan í þær teknar 12. og 15. júní. ullarpeysu með kuldaúlpu yfir Myndin af Sakharov sýndi hann handleggnum, og hefði Sakha- rov greinilega horast mikið. Myndin af Bonner sýnir hana standa fyrir framan bíl með strætisvagn í baksýn. Louis ábyrgist að myndirnar séu ófalsaðar og sagðist Bild myndi birta þær í dag. Bild hafði það einnig eftir Louis, sem hefur tengsl við háttsetta embættismenn í sovéska kommúnistaflokknum, að stjórnvöld íhuguðu að leyfa er- lendum læknum að rannsaka Sakharov.en fyrst yrði hann að komast til fullrar heilsu. Vinir Sakharovs á Vestur- löndum héldu því fram að hann væri í hungurverkfalli til að leggja áherslu á kröfur um að Yelena Bonner fengi að leita sér lækninga á Vesturlöndum. Þá hefur verið uppi sterkur orðrómur um að Sakharov væri látinn. ■ Rússar hafa áhyggjur af þróun mannfjölgunar í Sovétríkjunum. Nú hefur verið stofnuð sérstök deild við Moskvuháskóla þar sem rannsóknir fara fram á fólksfjölgun, eða fækkun og hvernig bregðast eigi við óæskilegum hreyfing- um í þeim efnum. í Sovétríkjunum standa málin þannig að þeir sem litla menntun hafa hlotið og búa við verri skilyrði eignast mun fleiri börn en þeir sem aflað hafa sér menntunar og hafa betri tekjur. Einnig veldur það nokkrum áhyggjum að þeir þegnar Sovétríkjanna sem ekki eru af slavnesku bergi bortnir eru mun fjó- samari en Rússar, Hvít- Rússar og Úkraníumenn. Ein af orsökum þessa er talin að þeim borgum sem Rússar og Úkraínumenn byggja eru víða mikil húsnæðisvandræði og í mörgum tilvikum búa ung hjón í einu herbergi hjá foreldrum annars hvors þeirra. Barneignir bæta síst úr húsnæðisþrengslun- Mondale í varaforsetaleit: Vill konu eða blökkumann North Oaks, Minnesota-Keuter ■ Walter Mondale hefur boð- ið Tom Bradley, borgarstjóra Los Angelesborgar, til við- ræðna um hugsanlegt framboð Bradleys sem varaforseti demokrata. Bradley, sem er blökkumað- ur, bættist þar með í hóp öld- ungadeildarþingmannsins Loyd Bentsen og Dianne Feinstein borgarstjóra San Francisco. Mondale hefur gefið grænt Ijós á þau sem hugsanleg vara- forsétaefni. Með því að bjóða Bradley til til minnihlutahópa sem studdu Jesse Jackson í kosningabaráttu hans Og með því að velja blökkumann , eða konu sem varaforsetaefni gæti Mondale leikið sterkan upphafsleik í bar- áttu sinni við Ronald Reagan í forsetakosningunum í haust. ■ Atkvæði í kosningum til Evrópuþingsins voru talin í gær. Á myndinni eru atkvæði í Dan- mörku talin, í Svanemöllehallen í Kaupmannahöfn. Poifoio - Sinwmynd Sveifla til öfgaflokka Brussel-Rcuter ■ Allir stærstu stjórnmála- flokkarnir, nema sósíalistar töpuðu fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins í Strassburg. Úrslit kosninganna sýndu sveiflu til sósíalískra flokka og öfgaflokka, m.a. fengu græn- friðungar í Þýskalandi, Hol- landi og Belgíu kjörna þing- menn og hægri öfgamenn í Frakklandi. Mjög lítil kjörsókn var víðast hvar í þeim löndum sem aðilar eru að Efnahagsbandalagi Evrópu. Aðeins í Danmörku var kjörsóknin meiri en árið 1979 þegar síðast var kosið og þar bættu íhaldsmenn við sig manni. Evrópuþingið í Strassburg hefur verið valdalítið og er talið að þessar kosningar muni völd þess enn minnka. Er óttast að öfgahópar hafi þau áhrif að minna mark verði tekið á þing- inuen áðurog eins er talið að kosningarnar í hverju landi fyrir sig hafi frekar snúist um málefni innanlands en Evrópu í heild og sé það merki um áhugaleysi kjósenda á Evrópuþinginu. ■ Þó íslendingar kvarti yfir sólarleysi og kuldum er ástandið þó ekki svona slæmt. Þessi mynd var tekin fyrir nokkrum dögum af vegagerðarmönnum í Swiss þegar þeir opnuðu veginn milli Grimsel og Neufenen svo sumaraksturinn gæti gengið óhindraður. polfoto -símamynd , •*»*& »*<* f" Bandaríkin af> neita njósnaf lugi New York-Reuter ■ Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Casper Weinberger, sagði í gær að frétt sem brCskt tímarit birti um að suður-kóreanska far- þegaflugvélin sem sovét- menn skutu niður fyrir ári hefði verið í njósnaflugi, væri hreinræktuð lygi. Tímarítið hélt því fram að flugvélin hefði verið látin fara yfir sovéskt yfirráða- svæði til að gabba Rússa til að setja rafe indastýrt loft- varnakerfi í gang og Banda- ríkjamenn gætu þannig náð upplýsingum um kerfið í gegnum geymskutluna Challenger og bandarískt njósnagervitungl. Weinberger sagði í viðtali við CBS sjónvarpsstöðina að tímaritið hefði gleypt lygar sem sovétmenn birtu eftir að flugvélin var skotin niður. Sovétmenn hefðu, síðan þessi atburður gerðist, verið að reyna að breiða yfir þá staðreynd að þeir hefðu myrt 269 manns án nokkurrar ástæðu. Pandabirnir á Ólympíuleikana Los Angeles-Reuter ■ Kínverjar ætla að senda tvo pandabirni á Ólympíu- leikana í Los Angeles, þar sem þeir verða hafðir til sýnis í dýragarði meðan á leikunum stendur. Þeir verða síðan sendir í sýning- arferð um Ameríku. „Þetta er mikill heiður fyr- ir þær 142 þjóðir sem senda íþróttamenn á Ólymíuleik- ana“, sagði Tom Bradley, borgarstjóri Los Angeles- borgar í viðtali. Tveir pandabirnir eru í þjóðardýragarðinum í Was- hington en Nixon fyrrver- andi forseti fékk þá að gjöf þegar hann fór í sögulega heimsókn til Kína árið 1972. Aðeins um 1000 pandabirnir eru taldir lifa villtir í Kína og þeir eru í útrýmingarhættu vegna skorts á bambus sem er þeirra aðalfæða.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.