NT - 18.07.1984, Blaðsíða 1
■ Eitt hundrað villtir íslenskir refir, flestir af hvíta íslenska heimskautarefakyninu, voru fluttir
með flugvélum til Noregs í gærdag. Það er Samband íslenskra loðdýraræktenda sem stóð fyrir
þessum flutningum, en undanfarið hefur það safnað þessum yrðlingum saman til að selja
loðdýrabónda í Rogalandi í Noregi. Ætlar bóndinn að blanda þeim íslenska við silfurref, en
með því fæst verðmikið skinnafbrigði sem nefnt hefur verið Golden ísland. M-mvnd: Kóbcrt.
Flestir útgerðarmenn á Austfjörðum:
Ákveða stöðvun tog
ara sinna 24. júlí
■ Útgerðarmenn ellefu tog-
skipa á Austfjörðum hafa
ákveðið að sigla skipum sínum í
höfn 24. júí vegna þess að
rekstrargrundvöllur útgerðar-
innar er svo slæmur. Verði af
þessum aðgerðum má gera ráð
fyrir að flskvinnsla á Neskaup-
stað, Seyðisfirði, Stöðvarfírði,
Eskifirði og Reyðarfirði leggist
að mestu leyti niður í byrjun
ágúst, og meirihluti vinnandi
fólks á fjörðunum missi atvinn-
una.
„Þetta tekur okkur mjög sárt,
en við getum ekki staðið að
þessu lengur vegna þeirra skuld-
bindinga sem því fylgja. Það
væri ábyrgðarleysi að halda
þessu áfram svona,“ sagði Ólaf-
ur M. Ólafsson, útgerðarmaður
á Seyðisfirði í samtali við NT í
gærkvöldi. „Rekstrargrund-
völlurinn er algjörlega brostinn,
enda talað urn að tapið sé nú um
15% að meðaltali," bætti hann
við.
Guðjón Smári Agnarsson, út-
gerðarmaður á Stöðvarfirði, tók
í sama streng. „Það er nauðsyn-
legt að breyta rekstrargrund-
velli sjávarútvegsins, en hann
býr nú við alveg fastar tekjur á
meðan aðrir geta hækkað verð
á vörum sínum og hækkað
kostnað okkar.“ Talið er að
olíukostnaður togaranna nemi
nú 30-35% af tekjum þeirra.
Logi Kristjánsson, bæjar-
stjóri á Neskaupsstað, sagði að
bæjaryfirvöld þar hefðu miklar
áhyggjur af því ástandi sem
skapaðist ef skip síldarvinnsl-
unnar hættuveiðum. Þegarsíld-
arvinnslan, „móðurskipið“,yrði
að loka, þá myndi atvinnulíf
staðarins smátt og smátt
stöðvast. En 55-60% af vinn-
andi fólki á Neskaupstað starfar
hjá fyrirtækinu. Á Seyðisfirði
mun um 60% af vinnandi fólki
missa atvinnuna í framhaldi af
veiðistöðvun, og um 70% af
fólki á Stöðvarfirði.
Útgerðarmenn togaranna á
Djúpavogi, Fáskrúðsfirði,
Breiðdalsvík og Vopnafirði
skoruðust undan að taka þátt
í veiðistöðvuninni 24. júlí. Að
sögn Gunnlaugs Ingvarssonar
hjá Búlandstindi á Djúpavogi
er það þó ekki vegna þess að
þeir séu á annarri skoðun um
rekstrargrundvöll útgerðarinn-
ar. Þeir vildu aðeins reyna að
þrauka lengur við veiðar.
Þrír galvaskir Kanadamenn:
Róið á kajökum
til Vestfjarða
■ Þrír galvaskir ferðalangar á kajökum komu róandi til
Akraness nýlega. Þeir sögðust vera fra' Kanada, en væru að
koma úr Reykjavík og ætluðu síðan að róa vestur á firði.
Erindið á Skaga sögðu þeir að fá sér gott vatn á vatnsbelgi
sína. Að því loknu réru þeir rösklega ábraut og hurfu í NV-átt.
NT-mynd Stcfán Lárus.
Súluhlaup:
Hringveg*
urinn ekki
í hættu
■ Vatnið í ánni Súlu, sem
byrjaði að hlaupa fram í
fyrrinótt, var síðdegis, í
gær orðið jafn hátt varn-
argörðunum uppi við
Lómagnúp. Þjóðvegurinn
var þó ekki enn í neinni
hættu og ekki var hægt að
merkja hækkun á vatns-
borðinu.
Súluhlaupið nú hefur
ekki náð stærð hlaupsins í
fyrra. Þá runnu fram rúm-
lega tvö þúsund tenings-
metrar af vatni á sekúndu,
þegar mest var, og var það
stærra en hlaup í mörg ár
næst á undan.
Þrír menn frá Orku-
stofnun fóru austur að
Súlu í gærkvöldi til að
kanna aðstæður og taka
sýni.
Sjá fasteignaaug-
lýsingarábls.9-17
Ásgarðsjörðin keypt
fyrir Grímsneshrepp?
fjársterkir aðiiar á höfuðborgarsvæðinu vilja styrkja kaupin
■ Fjársterkir aðilar haf lýst
vilja sínunt til að styrkja
Grímsneshrepp til að kaupa
jörðina Ásgarður sem hreppn-
um býðst til kaups samkvæmt
forkaupsrétti. Eins og skýrt
hefur verið frá féllst Hæstirétt-
ur á kröfu jarðareigenda um
kaupverð sem er 15 milljónir
króna.
Að sögn Böðvars Pálssonar
varaoddvita er um að ræða
fleiri en einn aðila. Hefur einn
þeira sælst eftir veiðihlunn-
indum í ánni til eignar en
annar hefur áhuga á landskika
fyrir vikið. Almennur sveitar-
fundur verður um kaupin í
kvöld og þá væntanlega mótuð
afstaða til þeirra.
Ástæða þess að Grímsness-
hreppur sækir svo stíft að
kaupa jörðina þrátt fyrir óhag-
stætt verð er að sögn Böðvars
hversu mikið land hefur þegar
horfið úr sveitarfélaginu í eigu
utansveitarmanna en hinar
miklu sumarbústaðalendur
austan við Sog sem allir kann-
ast við teljast til Grímsness.
Eru bændur uggandi um að
tapa enn einni jörðinni úr
byggð í hendur utanhreppsbúa
en á Ásgarði hefur til þess
verið rekinn blómlegur bú-
skapur.
Annar sakborn-
ingurinn játar
- að hafa stolið bankabók-
um frá fógetaembættinu
■ Játning mun nú liggja
fyrir hjá öðrum mannanna
tveggja sem sitja í gæsluvarð-
haldi, grunaðir um aðild að
stuldi bankabóka í vörslu
bæjarfógetaembættisins í
Reykjavík. Heimildir NT
herma hins vegar, að hinn
neiti staðfastlega að vera við-
riðinn málið.
Bankabækurnar, sem hér
um ræðir voru í vörslu skipta-
ráðanda og komst upp um
hvarfið í byrjun mánaðarins,
þegar reynt var að taka fé
útaf einni þeirra í banka í
Reykjavík. Rannsóknarlög-
reglu ríkisins var tilkynnt um
málið og hefur síðan verið
unnið ötullega að lausn þess.