NT - 18.07.1984, Blaðsíða 23
Miðvikudagur 18. júlí 1984 23
Raðauglýsingar
Útlönd
ökukennsfa
Ökukennsla
og æfingatímar
Kenni á Audi ’82. Nýir nemendur geta byrjað
strax og greiða aðeins tekna tíma.
Æfingatímar fyrir þá sem hafa misst réttindi.
Æfing í borgarakstri. Greiðslukjör.
Lærið.þarsem reynsJan er mest.
.Símar 27716 og 74923.
Ökuskóli Guðjóns Ó. Hanssonar. . _ .
fundir
Verkakvenna-
félagið Framsókn
Félagsfundur fimmtudaginn 19. júlí kl. 20.30 í
Iðnó.
Fundarefni: 1. Uppsögn á kaupliðum samning-
anna. 2. Önnur mál.
Sýnið skírteini við innganginn.
Stjórnin
atvinna - atvinna
Getum tekið
börn í sveit
á aldrinum 7-10 ára.
Upplýsingar í síma 99-6910.
Borgarneshreppur
- Aðalbókari
Starf aðalbókara hjá Borgarneshreppi er laust til
umsóknar. Umsóknir um starfið þurfa að hafa
borist skrifstofu Borgarneshrepps fyrir 2. ágúst
n.k. Allar nánari upplýsingar veitir undirritaður
Borgarnesi 17. júlí 1984
Sveitarstjórinn í Borgarnesi
Atvinna
2 menn óska eftir að taka að sér mótarif í
aukavinnu.
Upplýsingar í síma 75108.
^^Starf fram-
^kvæmdastjóra
Starf framkvæmdastjóra Náttúruverndarráðs er
laust til umsóknar frá 1. september nk. Laun skv.
launakerfi opinberra starfsmanna. Umsóknir með
ítarlegum upplýsingum um menntun og fyrri störf
óskast sendar formanni Náttúruverndarráðs á
skrifstofu ráðsins, Hverfisgötu 26,101 Reykjavík,
fyrir 5. ágúst nk.
Náttúruverndarráð.
Mitterrand stokkar upp:
Ný stjórn
tekur við í
Frakklandi
Vafasamt að kommar fái að fljóta með
Paris-Reuter.
■ Pierre Mauroy forsætisráð-
herra Frakklands baðst í gær
lausnar fyrir ráðuneyti sitt og
varð Mitterrand forseti þegar
við beiðninni og fól Laurent
Fabius, iðnaðarráðhera að
mynda nýja ríkisstjorn. Fabius
er aðeins 37 ára að aldri og
yngsti forsætisráðherra Frakk-
lands á síðari tímum.
Það hefur lengi legið í loftinu
að stjórnarskipti yrðu í Frakk-
landi en samt kom á óvart hve
snögglega málið gekk fyrir sig.
Það var ekki fyrr en undir kvöld
að tilkynning var gefin út um að
forsetinn hefði fallist á lausnar-
beiðnina. Nýji forsætisráðherr-
ann mun ekki leggja ráðherra-
lista sinn fyrir forsetann fyrr en
í dag.
Fabius hefur verið náinn sam-
starfsmaður Mitterrands og hef-
ur forsetinn mikla trú á honum.
í mars s.l. var starfssvið embætt-
is hans fært út og jafnframt því
að vera iðnaðaráðherra var
hann gerður að ráðherra tækni-
legra framfara.
Miklar vangavéltur eru nú
uppi um hvort kommúnistar
verði áfram í frönsku ríkis-
stjórninni. Þeir hafa orðið fyrir
miklum áföllum undanfarið og
hlutu aðeins 11% atkvæða í
nýafstöðnum kosningum til
Evrópuþingsins og hefur fylgi
þeirra ekki verið svo lítið í 60
ár. Sósíalistaflokkurinn hefur
þingmeirihluta og þarf því ekki
kommanna við.
Efnahagsörðugleikar steðja
að frönsku stjórninni og illa
hefur gengið að efna kosninga-
loforðin sem heitið var fyrir
kosningarnar 1981. Tvö ár eru
nú til næstu þingkosninga og
mun Mitterrand telja að ekki
veiti af að stokka upp stjórnar-
stefnuna og mynda stjórn nteð
nýjum mönnum og nýjum hug-
myndum.
Verkefni nýju stjórnarinnar
verður að endurnýja iðnaðinn
og auka framleiðsluna, vinna
bug á sívaxandi atvinnuleysi og
koma efnahagsmálunum á réttan
kjöl.
Það var mikið áfall fyrir ríkis-
stjórn Mauroy þegar Mitterrand
lét draga til baka frumvarp um
breýtingar á menntamálunum
og þrengja að einkaskólum.
Frumvarp þetta olli miklum mót-
mælurn og í fyrradag bauðst
menntamálaráðherrann til að
segja af sér og var búist við að
forsætisráðherra tæki afstöðu til
afsagnarinnar í gær. En ekki
kom til þess þar sem allt ráðu-
neytið sagði af sér.
Fabian hefur verið undir sér-
stökum verndarvæng Mitterr-
ands, og hann hefur látið hafa
efitr sér að enginn maður sé
betur til þess fallinn en Fabian,
að útfæra hugsanir sínar. Hinn
ungi forsætisráðherra á erfitt
■ Skæruliðar í Perú sem
kenna sig við Maó formann
gerður margar árásir í fyrrinótt
og m.a. rufu þeir rafstraum á
nokkrum stöðum og varð þriðj-
ungur landsins rafmagnslaus um
skeið. Aðaláherslu lögðu skæru-
liðarnir á að ráðst á sovésk
fyrirtæki og stofnanir í stærstu
borgunum.
í Lima og Ariqueba sprungu
að minnsta kosti 15 sprengjur.
Meðal bygginga sem skemmd-
ust voru skrifstofur Aeroflot og
Novosti fréttastofunnar og
■ Mitterrand forseti hefur
endaskipti á ríkisstjórninni og
velur nú nýja menn með nýjar
hugmyndir.
verkefni fyrir höndum. Hann
þarf að vekja tiltrú á sósíalista-
flokknum á ný, en hún hefur
farið mjög þverrandi á tveggja
ára stjórnarferli þeirra, en áður
höfðu sósíalistar verið utan
stjórnar í 25 ár.
Stjórnmálarýnendur í París
segja að val Mitterrands sýni að
forsetinn ætli sér að fara eigin
götur til að endurskapa efna-
hagsmálin og leita þar nýrra leiða
og færa staðnaða hugmynda-
fræði sósíalista í nútímahorf.
Ekkert hefur verið látið uppi
um hvorl einhverjir af fráfar-
andi ráðherrum verði í nýju
stjórninni, en talsamður Fabi-
ans sagði í gærkvöldi að alltaf
væri rúm fyrir góða menn eins
og Delros fjármálaráðherra. En
stöðnuð hugmyndafræði stend-
ur honum ekki fyrir þrifum.
bækistöðvar menningartengsla
Sovétríkjanna og Perú. Maoist-
arnir telja Sovétríkin heims-
valdasinnuð og þykir þeim nóg
um sambandið sem þau hafa við
stjórnvöld í Perú og þá hernað-
araðstoð sem Rússarnir veita
þeim.
Samkvæmt hernaðarlegum
heimildum hafa Sovétmenn af-
hent Perú 50 Sukhoi orustuflug-
vélar, 40 þyrlur og 350 skrið-
dreka. Bandarískir þingmenn
staðhæfa að mörg hundruð so-
véskra hernaðarráðgjafa séu í
landinu.
Gallup:
Reagan og
Bush hafa
14%forskot
Washington-Reutcr.
■ I síðustu Gallupskoðana-
könnun, sem birt var í gær kom í
Ijós að Reagan forseti og Bush
varaforseti hafa 14% meira at-
kvæðafylgi en Mondale og Ferr-
aro, sem er fyrsta konan sem
tilnefnd er varaforsetaefni í
Bandaríkjunum.
Útkoman í skoðanakönnuninni
sýndi að Reagan-Bush myndu
sigra Mondale-Ferraro með 53%
atkvæða á móti 39%. 47% kvenna
sem spurðar voru sögðust mundu
kjósa Reagan-Bush og 45%
kvenna sögðust veita Mondale-
Ferraro atkvæði sitt í forsetakosn-
ingum.
Meðal kjósenda af karlkyninu
sögðust 59% kjósa Reagan-Bush
og 34% Mondale-Ferraro.
Öryggislína
risaveldanna
endurnýjuð
Washington-Reuter.
■ Bandaríkjamenn og Sovét-
menn hafa komið sér saman um að
endurnýja og bæta tæknilega
beinu línuna milli Hvíta hússins
og Kremlar. Um þá línu geta
æðstu ménn ríkjanna haft beint
samband með örstuttum eða eng-
um fyrirvara ef hættuástand
skapast.
Beina línan verður bæði gegn-
um símalínu og gervihnetti og er
hægt að hafa samband hvort sem
er með venjulegum símtölum og
um fjarrita. Einnig á að verða
hægt að senda landakort og skýr-
ingarmyndir um þessa öryggislínu
til að tryggja að komið verði í veg
fyrir mögulegan misskilning.
Thatcher í
erfiðleikum
London-Reuter.
■ Sáttanefnd hélt í gær
90 mínútna langan fund
mcð fulltrúum hafnar-
verkamanna og atvinnu-
rekenda, en enginn árang-
ur varð af þeim viðræðum.
Thatcher forsætisráð-
herra var harðlega gagn-
rýnd af bæði vinstri og
hægri mönnum í gær og
hefur stjórn hennar aldrei
áður átt jafn litlu gengi að
fagna. Bretlandi er nánast
í hafnbanni og inn- og
útflutningur á sjó hefur
stöðvast.
Perú:
Maoistar ráðast á
sovéskar stofnanir
Lima-Reuter.
NT óskar eftir að ráða í eftirtalin störf:
Beitingamenn
Okkur vantar beitingamenn um borð í Faxa G.K.
44 til grálúðuveiða í júlí og ágúst.
Upplýsingar í síma 97-8880 og á kvöldin í síma
97-8922.
Búlandstindur h.f.
Djúpavogi.
Kaupfélagsstjóri
Starf kaupfélagsstjóra við Kaupfélag Hvamms-
fjarðar Búðardal er laust til umsóknar.
Umsóknarfrestur er til 27. júlí n.k.
Allar upplýsingar um starfið veitir Halldór Þórðar-
son, Breiðabólstað í síma 93-4207.
Útlitsteiknara
til að annast útlitsteiknun (layout). Nauðsynlegt
að viðkomandi hafi starfsreynslu og þekkingu á
þessu sviði.
Auglýsingateiknara
til að annast hönnun og uppsetningu efnis o.fl.
sem til fellur í auglýsingadeild okkar.
Nauðsynlegt að viðkomandi hafi starfsreynslu í
uppsetningu og gerð auglýsinga og geti unnið
sjálfstætt.
NT er ungt og lifandi dagblað í stöðugri þróun og
örum vexti.
Hjá fyrirtækinu starfa um 100 manns og er lögð
rík áhersla á góðan starfsanda.
Vinsamlegast sendið umsóknir með upplýsingum
um aldur, menntun, fyrri störf og hugsanlega
meðmælendur til NT c/o Haukur Haraldsson,
pósthólf 8080 128 Reykjavík.
Farið verður með allar umsóknir sem trúnað-
armál.