NT - 18.07.1984, Blaðsíða 3

NT - 18.07.1984, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 18. júlí 1984 3 íslensk lyfjaglös á heimsmarkað: Utlendingar fá hagnaðinn ■ Jóhannes Pálsson, íslenskur uppfínningamaður búsettur í Kaupmannahöfn, hefur gert samning við tvö stórfyri rtæki, ann- að danskt og hitt bandarískt, um að framleiða og dreifa pilluglösum með sérstökum öryggisloka, sem hann fann upp og hefur einkaleyfi á. Danska fyrirtækið mun fram- leiða fyrir Evrópumarkað en það bandaríska fyrír Bandaríkjamark- að. „Þetta eru stór fyrirtæki sem ætía sér að setja milljónir í kyningu og framleiðslu á glösunum. Ég er auðvitað mjög ánægður með þetta enda hef ég lagt margra ára vinnu í að koma þessari uppfinningu minni á heimsmarkað,“ sagði Jó- hannes þegar NT sló á þráðinn til hans í Kaupmannahöfn í gær. Jóhannes sagði að samningurinn hefði verið undirritaður fyrir nokkr- um dögum. Þá hefði hann verið búinn að ræða við fjölda fyrirtækja sem sýnt hefðu uppfinningunni áhuga. „Það er gífurlegt verk að koma svona á framfæri. Fyrst skoða fyrirtækin hlutinn og gera upp við sig hvort yfir höfuð er grundvöllur fyrir framleiðslunni. Síðan taka við flóknir samningar, sem geta tekið langan tírna," sagði Jóhannes. Þegar hann var spurður hvað hann fengi í sinn hlut út úr samn- ingnum sagðist hann enn eiga langt í land með að verða milljóna- mæringur. „Ég fæ dágóð laun frá og með undirskriftinni og þegar framleiðslan og salan er hafin fæ ég ákveðna prósentu. Þannig að það fer allt eftir því hvernig gengur hvað ég fæ út úr þessu. En ég hef ekki ástæðu til að ætla annað en það verði þó nokkuð því að fyrir- tækin leggðu varla út í þetta nema þau hefðu trú á að framleiðslan seldist," sagði hann. Þegar Jóhannes var spurður hvers vegna hann hefði ekki selt íslensku fyrirtæki framleiðslurétt- inn sagðist hann frá upphafi hafa viljað það. En það væri grátleg staðreynd að íslendingar hefðu enn ekki áttað sig á bví að uppfinn- ingar væru vaxtarbroddur alls iðn- aðar, en það hefðu til dæmis Danir vitað í aldir. Um aðrar uppfinningar sínar vildi Jóhannes lítið segja annað en það að framsýnir aðilar á íslandi hefðu sýnt öryggislás á lyfjaskápa, sem hann hefði fundið upp fyrir nokkrum árum, mikinn áhuga. En hvað úr yrði væri ómögulegt að segja strax. „Annars hefur allur minn tími undanfarna mánuði farið í þessa samninga svo að ég hef sannast sagna ekki haft tíma til að sinna öðrum uppfinningum mínum. En nú mun ég snúa mér að þeim af fullum krafti." ■ Eftir margra ára streð sér Jóhannes nú loksins fram á að lyfjaglösin hans komist á alheimsmarkað. Hann segist þó eiga nokkuð langt í land með að verða milljónamæringur. Úttekt á kjörum einstæðra foreldra: Ófaglærðir, hús- næðislausir og með tvöfalt vinnuálag! - á meðan hitt foreldrið sleppur með meðlagið ■ Rúm 80% einstæðra foreldra vinna 40 stunda vinnuviku eða meira auk þeirra 30 stunda sem er vinnustundafjöldi þeirra við börnin að meðaltali. Álíka margir vinna við ófaglærð störf og um 70% hafa enga fram- haldsmenntun. Helmingur býr ekki í eigin húsnæði en 10% hjá samanburðarhópum og rúmur þriðjungur heldur ekki sjálf- stætt heimili heldur býr hjá aðstandendum. Þetta er meðal upplýsinga sem koma fram í nýlegri skýrslu sem félagsmálaráðuneytið hefur látið vinna um kjör og félagslega aðstöðu einstæðra foreldra. Fé- lagsvísindadeild Háskóla ís- lands vann könnunina og voru sendir út spurningalistar til 10% þeirra 6250 einstæðu foreldra sem skráðir eru en aðeins 57% þeirra svöruðu og er sýnt að færri einstæðir foreldrar eru í landinu en opinberar tölur gefa til kynna. Yfirgnæfandi meirihluti ein- stæðra foreldra er konur, eða um 93%, og af könnuninni má ráða að aðstoð hins foreldrisins við fjölskylduna sé óveruleg þegar meðlagi sleppir. Rúmur helmingur einstæðra foreldra hefur tvö eða fleiri börn á framfæri sínu og af þeim hópi eru um 20% sem hafa þrjú eða fleiri. Samanburður á kjörum einstæðra mæðra og feðra er ekki gerður í skýrslunni þar eð feðurnir eru of fáir til að slíkur samanburður gæti talist raun- hæfur. Hjá Jóhönnu Kristjóns- dóttur formanni félags ein- stæðra foreldra fengust aftur á móti þær upplýsingar að sam- kvæmt minni háttar könnunum, sem félag hennar hefði gert, þá væru kjör feðra með börn á framfæri miklum mun betri. ■ Liðið sem keppa mun á Evrópumóti ungra spilara í bridge. Aðalsteinn Jörgensen, Runólfur Pálsson, Sigurður Vil- hjálmsson, Sturla Geirsson og Jón Baldursson fararstjóri. NT-mynd Árni Bjarna ■ Danskur ferðamaður lést úr hjartaslagi á Kjalvegi í fyrra- kvöld. maðurinn var þar á ferð ásamt fleira fólki á tveimur bílum. Bíll frá vegalögreglunni, sem var í Varmahlíð fór á staðinn Ungir bridge spitarar ■ Landslið ungra spilara í bridge lagði af stað í morgun til Belgíu en þar mun Evrópumót ungra spilara hefjast á föstu- dagskvöld. íslenska liðið er skipað þeim Aðalsteini Jörgens- en, Runólfi Pálssyni, Sigurði Vilhjálmssyni og Sturlu Geirs- syni, en fyrirliði er Jón Baldurs- son. Evrópumótið veðrur haldið í bænum Hesselt og er það 9. í röðinni. ísland hefur sent lið á sex Evrópumót ungra spilara og hafa yfirleitt endað rétt fyrir neðan miðjan hóp. Besti árang- ur er 6. sætið árið 1980. Að þessu sinni senda 19 Evr- ópuþjóðir lið á mótið. Spiluð verður einföld umferð með 20 spila leikjum og stendur mótið yfir í viku. Núverandi Evrópumeistarar ungra spilara eru Pólverjar. eftir að hjálparbeiðni hafði bor- ist til Slysavarnafélagsins. Lög- reglumennirnir kvöddu til þyrlu frá varnarliðinu til að sækja manninn, sem lést skömmu eftir komu hennar. Hinn látni var sextugur. Danskur ferðamaður deyr á hálendinu Bandaríska sendi- nefndin um varnarliðsflutningana farin heim: Gerir tillögur til bandarískra stjórnvalda eftir 2 vikur ■ „Þetta er sérfræðinganefnd, og ekki hér til að taka ákvarðan- ir. En við teljum heimsóknina hingað hafa verið mikilvæga, og mikilvægt að heyra viðhorf ís- lenskra stjórnvalda til málsins. Við höfum fengið nokkrar hug- myndir frá íslenskum stjórn- völdum og munum taka þær með okkur til Washington þar sem þær verða skoðaðar nánar. En síðan munum við gera okkar tillögur til bandarískra stjórn- valda um lausn málsins," sagði Martin Wenick, deildarstjóri í Norður-Evrópudeild bandaA ríska utanríkisráðuneytisins, og foringi tíu manna sendinefndar sem í gær lauk viðræðum við utanríkisráðherra og íslensku skipafélögin um flutninga fyrir varnarliðið. Wenick sagði á blaðamanna- fundi að vegna lagalegra hliða málsins myndi úrvinnsla sendi- nefndarinnar taka sinn tíma þegar heim kæmi. Marshall Bre- ment sendiherra bætti því við að málinu yrði flýtt og veittur forgangur. Mun búist við að nýjar tilögur í málinu liggi fyrir eftir tvær til þrjár vikur. Fram kom að fyrir tveimur vikum hefði Richard Lugar, þingmaður frá Indiana, flutt viðaukatillögu við fjárveitinga- frumvarp í bandarísku öldunga- deildinni, um undanþágur frá þeim siglingalögum sem breyt- ingar á varnarliðsflutningunum byggðust á; hefði þessi tillaga opnað íslensku skipafélögunum aftur leið að flutningunum. Til- lagan var liins vegar dregin til baka þegar Ted Stevens, þing- maður frá Alaska, hótaði að koma í veg fyrir afgreiðslu hennar með málþófi. Jón Hákon Magnússon, deildarstjóri hjá Hafskipum, sagði í gær að hann væri ekki of bjartsýnn um lausn málsins. Þó hefði greinilega verið kominn annar og betri tón í viðræðurnar í gær, og skilningur Bandaríkja- mannanna á afstöðu íslending- anna glæðst. hæöir og brýr eru vettvang- ur margra um- feröarslysa. Viö slikar aöstæöur þarf aö draga úr ferö og gæta þess aö mætast ekki á versta staö. |JUIj*FERÐAR Einstæðir foreldrar segja frá: Flutti þrisvar á 10 mánuðum ■ Hér á eftir er vitnað í brot af þeim frásögnum sem eru í skýrslunni. „Áður lifði ég lífinu eins og hver annar unglingur en nú vinn ég mikið og lengi. Kem oftast heim í fyrsta lagi klukkan níu. Þá elda ég mat og gargast svolítið í barninu áður en við sofnum. Vöknum síðan upp dauð- þreytt daginn eftir. Á sunnudagsmorgn- um geri ég verkin fyrir vikuna. Ég er alltaf dauðþreytt.“ Þannig segir móðir á þrítugsaldri með eitt barn á framfæri frá og í skýrslunni um kjör einstæðra foreldra er fjöldi annarra tilvitnanna í frásagnir þeirra sem könnunin nær til. „... Skilnaðurinn kom flatt upp á mig og ég var rétt búin að fæða seinna barnið, átti fyrir ungt barn. Ég flutti þrisvar fyrstu 10 mán- uðina, áður en ég komst í eigið húsnæði...“, segir móðir á fertugs- aldri með tvö börn á framfæri. „Þegar ég varð einstæð móðir þurfti ég að hætta námi til að sjá fyrir mér og barni mínu. (Ég átti eftir þrjár annir í stúdentinn). Mér finnst mikið álag að þurfa að hugsa ein um uppeld- ið.“ - Móðir á þrítugsaldri með eitt barn á framfæri. „Það þyrftu að vera námslán fyrir einstæða foreldra í framhaldsskólanámi, því margir ein- stæðir foreldrar eru svo ungir, og þó þeir séu ungir þá geta þeir líka bugast“, segir önnur í svipaðri að- stöðu en til þessa hafa námslán ekki verið veitt fyrr en á háskólastigi eða þegar nemi hefur náð 20 ára aldri. Stuttur afgreiðsluf restur. Dæmi um uerð á hurð 3x3 með öllum járnum frá kr. 28,690. Mótordrif frá kr. 14.700,- ASTRA Síðumúla 32, sími 68-65-44. VERÐLÆKKUN! Á hurðum fyrir skemmur og vélageymslur Getum nú boðið stálhurðir. einangraðar með Polyurethane, á stórlækkuðu verði.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.