NT - 18.07.1984, Síða 5
ffli 7 Miðvikudagur 18. júlí 1984 5
Ll L Fréttir
Léleg laun í iðnaði vegna óskipulags iðnrekenda?
„Eg er ekki einn um
það að reka illa
skipulagt fyrirtæki“
- segir Halldór Einarsson, framkvæmdastjóri Henson
■ „Min fOósófia er sú, að
laun þurfí að vera svipuð hér og
hjá samkeppnisþjóðum okkar“
sagði Halldór Einarsson fram-
kvæmdastjóri Henson sport-
fatnaðar h.f. m.a. í samtali við
NT. í viðtali í tímariti nýlega
var haft eftir Halldóri að stór-
framleiðsla væri ekki vænlegur
kostur hér nema að starfsfólk
sætti sig við sömu laun hér á
landi og gerðist meðal sam-
keppnislandanna. Þarsemflest-
um fréttum um slíkan saman-
burð ber saman um að laun séu
hér um þriðjungi til helmingi
■ Nýtt myndbandsverk eftir
Steinunni Bjarnadóttur Vas-
ulka hefur nú verið tekið til
sýningar á Kjarvalsstöðum, þar
sem sýnd eru verk eftir 10
íslenska myndlistarmenn á veg-
um Listahátíðar. Verkið heitir
„Steina“ og þar gerir Steina eins
konar úttekt á vinnu sinni, hug-
lægri en gerðist meðal nálægra
þjóða, var Halldór beðinn um
nánari skýringar á orðum
sínum.
- England er mjög handhægt
dæmi - svona hæfilega íhaldssamt
og heldur aftarlega á merinni
með tækniþróun. Það er alveg
staðreynd að við erum hér að
borga sömu laun og í Englandi
þegar tekið er tilllit til launa-
tengds kostnaðar. En Bretar
sætta sig við þessi laun vegna
þess að þeirra krónur nýtast
þeim betur til framfærslu og
munar þar mestu á matvörum
myndum og afstöðu á árunum
1969-78. Myndin er 30 mínútna
löng og var gerð í Buffalo í New
York.
Sjö þúsund manns hafa nú
séð sýninguna á Kjarvalsstöðum
og verður hún opin til 29. þessa
mánaðar.
■ Halldór Einarsson.
sem hér á landi eru hreint
fáránlega dýrar og þá fyrst og
fremst landbúnaðarvörurnar.
Á hinn bóginn getum við
nefnt Danmörku. Þeir hafa
spjarað sig gífurlega vel og
borga miklu hærri laun-jafnvel
70-80% hærri að því er maður
hefur heyrt talað um. Að vísu er
orðið töluvert um yfirborganir
á taxta hjá okkur vegna þess að
manni þótti annað ekki orðið
hægt, og ég held að nokkuð
víða sé nú farið að fara út fyrir
taxtana. En Danir eru einfald-
lega miklu betri skipuleggjend-
ur en við og fylgjast mjög vel
með allri tækni og þróun.
- Ert þú ekki með þessum
orðum að kenna óskipulagi
íslenskra iðnrekenda um fremur
litla framleiðni og þar með léleg
laun í greininni?
- Ég reyni ekkert að hlaupa
undan því sem ég veit að ég á
sjálfur, en ég veit líka að ég er
ekki einn um það að reka tiltölu-
lega illa skipulagt fyrirtæki - ég
held að íslensk fyrirtæki séu það
helv... mörg. Þó vil ég ekki
alhæfa neitt og efast ekki um að
sum fyrirtæki eru mjög vel
skipulögð og rekin - þar sem
nýting tímans verður góð. En
almennt talað álít ég að eigend-
ur og stjórnendur fyrirtækja eigi
þarna tölúverðan hlut að máli.
Mér dettur ekki í hug að kasta
þarna allri ábyrgð á fólkið, að
það vinni ekki nógu vel eða hafi
pf há laun. Málið er að við
íslendingar erum bara ekkert
venjulegir. Við ætlum t.d. alltaf
að gera allt á síðustu stundu og
þá oftast með einhverjum dj...
látum. En einn af hinum mörgu
þáttum í því að fyrirtæki
geti gengið vel er hins vegar það
að skipulagið í þeim sé nógu
gott.
- Þú vilt þá meina að ef
framleiðnin hér væri sú sama og
t.d. í Danmörku þá ættu fyrir-
tækin að geta borið sama launa-
kostnað? “Ég er sammála því“
sagði Halldór.
Kjarvalsstaðir:
Nýtt myndband
eftir Steinu
Langalangalanga...hvað?
Fimm ættliðir í afmæli
■ Fimmættliðiráglaðristund.
Inga Eiríksdóttir varð áttræð í
síðasta mánuði og meðal gesta,
sem sóttu hana heim og eru með
henni á myndinni, voru Erla
dóttir hennar, Inga dóttturdótt-
ir hennar, Helga dótturdóttur-
dóttir hennar og Hafþór Ingi
dótturdótturdóttursonur
hennar. Fyrir þá, sem eiga
erfitt með að átta sig á skyld-
leikanum, þá er Hafþórlngi í
5. lið.
Saga skipanna
áframútvikuna
■ Ákveðið hefur verið að það von þeirra sem að sýning-
framlengja sýninguna Saga unni standa að þeir sem enn
skipanna út vikuna en aðsókn á hafa ekki séð sýninguna noti
hana hefur verið mjög góð til þetta tækifæri. Sýningin verður
þessa. Síðustu helgi höfðu um ekki framlengd frekar.
5000 manns séð sýninguna. Er
Námskeið
fyrir hið
innra sjálf
- indverskur kven-
jógi til íslands
■ Dagana 19. til 26.
júlí mun indverski
kvenjóginn Ac. Anada
Sharada Acarya dvelja
í Reykjavík í boði An-
anda Marga á íslandi.
Hún mun halda hér
námskeið fyrir konur
um jóga og hugleið’slu
sem verður nánar aug-
lýst síðar»Segir í frétta-
tilkynningu að hér sé
tækifæri til að þroska
sitt innra sjálf.
Anada Sharada er
yfir Ananda Marga
womans Welfare sect-
ion í Evrópu en hún
hefur verið jógi og and-
legur kennari í nær 20
ár.
INN
LAGI
Leggjum ekki af staö i feröalag i
lélegum bil eöa illa útbúnum.
Nýsmuröur bíll meöhreinnioliuog
yfirfarinn t.d. á smurstöö er lik-
legur til þess aö komast heill á
leiöarenda
||UMFERÐAR
.. >
(sem hægt er að mála sjálfur í viðeigandi litum)
Earth and Fire kr. 670 Kredit
Wind and Fire kr. 887 Visa
No. 35 til 46 American Express PÓstsendum
---SKÚRTNN
VELTUSUNDI 1