NT


NT - 18.07.1984, Side 7

NT - 18.07.1984, Side 7
fflfl ' Halldór Kristjánsson skrifar: Er almenn kaup- hækkun æskileg? ■ Ýmsir þeir sem njóta vilja hylli og álits í samtökum laun- þega eru nú farnir að hvetja til mikillar sóknar og harðrar bar- áttu í haust. Stjórnarandstað- an tekur í sama streng og er vandséð hvorir eiga fremur að teljast forsöngvarar í þeim kór. Það skiptir heldur ekki máli. Hitt er rétt að hugleiða hver rök liggja hér til grundvallar og hverjar líkur eru til þess að almennar kauphækkanir yrðu kjarabætur. Þolir gjaldeyrisbúskapur- inn meiri kaupgetu? Þá er fyrst á það að líta hvort kaupmáttur almennt eða í heild sé minni en þjóðarbú- skapur gefur ástæðu til. Vissu- lega virðist kaupgeta vera fylli- lega eins mikil og gjaldeyris- búskapur þjóðarinnar leyfir. Bílar seljast og aldrei hefur verið meira sóst eftir sólarlanda- ferðum. Enginn samdráttur er í verslun almennt. Þetta sýnir að margir hafa nú handa milli fjármuni um- fram brýnustu nauðsyn. Það er enginn kreppubragur á lífs- venjum alls þorra þjóðarinnar. Menn hljóta að spyrja hvort gjaldeyrisbúskapur þjóðarinn- ar þoli almenna kauphækkun og aukna kaupgetu sem henni ætti að fylgja? Þolir atvinnulífið kauphækkun? Önnur spurning í þessu sambandi er sú hvort atvinnu- vegirnir þoli kauphækkun? Þegar rætt er um atvinnuveg- ina í þessu sambandi kemur sjávarútvegur og fiskvinnsla fyrst í huga. Þar er undirstaðan sem annað hvílir á. Fáir munu nú halda því fram að þessar atvinnugreinar séu viðbúnar að taka á sig aukin gjöld. Þá verður að muna að þjónustugreinarnar svonefndu taka mið af iaunakjörum þegar þær verðleggja sitt. Fiskvinnsl- an verður að standa undir launum fleiri en skráðir eru starfsmenn hennar beinlínis. Hvort okkur líkar betur eða verr munu flestir játa að eitt- hvað þyrfti að gera fyrir veiði- flotann og fiskiðjuna til mót- vægis ef gjaldabyrði þeirra þyngdist. Gamla venjan er sú að rétta hlut fiskvinnslunnar með gengishækkun og þurrka þar út þá kjarabót sem almennir launþegar áttu von á vegna hærri kauptaxta. Krónunum er fjölgað með því að smækka þær þegar ekki er annað hægt. Tilfærsla peninga. Það er talað um að peningar hafi verið færðir frá launþegum til atvinnurekenda. í þessu er sá sannleikur að vegna skertra vítitölubóta eru færri krónur látnar í launaumslögin og því ættu fleiri krónur að vera eftir hjáfyrirtækinu. Hjáútgerðinni standa mál almennt svo, að þessir peningar sem talað er um að færðir hafi verið á milli, eru engir til og voru engir til. Eldri skiptareglur kölluðu á meira en til var. Hér var ekkert eftir til að færa fyrirtækinu. Ýms fyrirtæki hafa gengið betur árið 1983 en áður. Vissu- lega má sjá ýms dæmi þess að verslun leggi í fjárfestingu. Sumar greinar verslunar græða. En verslun er mjög misjafnlega dýr og gróðavæn- leg eftir því hvað er verslað og með hvað er verslað. Því er erfitt að stjórna málum versl- unarinnar með valdboði um álagningu og slíkum ákvæðum. Samkomulag ætti að geta verið um það að enda þótt fyrirtæki þurfi að bera sig er nú ekki árferði til stórgróða en vinnumarkaðurinn þarf þess þó með að eðlilegt viðhald og endurnýjun eigi sérstað. Vafa- söm fjárfesting er ekki síst í sambandi við verslun og við- skipti. Þeir sem þurfa leiðréttingu. Þrátt fyrir það sem nú hefur verið sagt standa ýmsir höllum fæti. Þar má nefna annars veg- ar þá sem minnst bera úr býtum og hins vegar þá sem bera mestan kostnað af hús- næði. Það er þetta fólk sem þarf að fá leiðréttingu sinna mála. Hvorugum hópnum verður hjálpað með verðbólgusamn- ingum um almenna kauphækk- un. Hvorugur hópurinn stæði betur að vígi eftir almenna kauphækkun sem færi út í verðlagið eins og það er orðað. Þessa hópa skiptir hins vegar miklu hvort verðbólgunni er haldið í skefjum eða ekki. Hlutfall afþjóðartekjum. Stundum er sagt að kaup- geta almennings haldi ekki hlutfalli sínu móti þjóðartekj- um. Sumum finnst í fljótu bragði að þá hljóti launþegum að vera gert rangt til. Það er þó fljótséð að launa- greiðslur og ráðstöfunartekjur almennings geta ekki staðið í föstu hlutfalli við þjóðar- tekjur. Þar eru ýmsir liðir sem ekki sveiflast til og frá eftir því hvernig aflast og selst. Segjum að greiðsla vaxta og afborgunar af erlendum lánum sé 20% af verði þjóðarfram- leiðslu. Svo versnar árferði svo að þjóðarframleiðsla minnkar um 10%. Það sem áður var tekið af 100 er nú tekið af 90' .. Hverjar 20 krónur voru og eru 20% -tuttugu af hundr- aði- en þegar þær eru teknar af 90 eru þær 22,2%. Föstu liðirn- ir haldast yfirleitt óbreyttir. Samdrátturinn verður því að bitna á hinum. Þess vegna eru sveiflurnar meiri á einkaneysl- unni á hvorn veginn sem er, ef öllu er skipt upp og ekki tekið meira en aflast. Nú hagar svo til hér að þjóð sem hefur lifað um efni fram er að tala um að láta sér nægja það sem hún aflar og hætta að bæta við skuldir en aflabrestur og sölutregða fylgist að. Hvað er þá að tala um hlutfall af þjóðartekjum? Margtþarf að laga. Þessi orð eru ekki skrifuð til að deyfa hug þeirra sem vilja þjóðfélagslegar umbætur. Öðru nær. Umbótum er ekki flýtt með verðbólgu. Hættan er sú að þeir sem vilja vel freistast til að einbeita sér að því sem engin réttlæting er í og engin bót er að svo sem ótíma- bærri, almennri kauptaxta- hækkun. Víst er ástæða til að sporna við skattsvikum og hafa gát á öðrum gróðaleiðum utan við lög og rétt. Gott er hvað vinnst í þeim efnum en það er óháð launagreiðslum og verðbólgu. Þar mun enn reynast að ýmsir hnútar verða torleystir. Mikils er vert að sporna við því að einstakir valdamenn geri aðstöðu sína að féþúfu með einhverskonar fríðindum. Slík tilfelli torvelda heilbrigða stjórn enda þótt þeirra gæti ekki mikils í heildarsvip fjár- laga. Vel má vera að ástæða sé til að endurmeta launahlutfall einstakra starfshópa svo sem kennara, sjómanna og lífeyris- þega. Þeirra hlutur mun þó ekki verða réttur eða bættur til muna með almennum kaup- hækkunum í haust þó að gerð- ar væru. Um bændur og landbúnað væri ástæða til að skrifa sér- staka grein. Hverju á að játa? Auðvitað svara allir því ját- andi að kauphækkun sé æski- leg. Því verður þó að fylgja sá fyrirvari að hún yrði raunveru- leg kjarabót. Til þess eru ekki miklar líkur eins og nú horfir í bili. Það er sagt að nógir pening- ar séu til í landinu. Fjármagnið „liggur í hrúgum hjá fáeinum voldugum aðilum" segir Al- þýðublaðið. Látum það gott heita. En það þarf eitthvað annað en almenna hækkun á kauptaxta til að dreifa því fjármagni réttlátlega. Hrúg- urnar eru ekki mestar hjá þeim sem flesta hafa á launaskrá. Pólitísk lífsreynsla íslensku þjóðarinnar ætti að duga til að fullvissa okkur um að almenn launahækkun ein sér dugar ekki til að fullnægja réttlætinu. Eins og nú standa sakir er mjög vafasamt að kjarabætur næðust fram eftir þeirri leið. Hitt er mjög líklegt að almenn kauphækkun herti til muna á verðbólgunni sem flestum ógnar. Miðvikudagur 18. júlí 1984 7 Málsvari frjálslyndis, samvinnu og félagshyggju Útgefandi: Nútíminn h.f. Ritstjórar: Magnús Ólafsson (ábm) og Þórarinn Þórarinsson Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: 686387 og 686306. Verð í lausasölu 25 kr.og 30 kr. um helgar. Áskrift 275 kr. Setning og umbrot: Tœknideild NT. Prentun: Blaðaprent hf. EinarogSvavar á berjamó ■ í kosningum, sem farið hafa fram að undanförnu, hafa stjórnarandstæðingar yfirleitt bætt heldur stöðu sína, án tillits til þess hvort þeir væru til hægri eða vinstri. Efnahagserfiðleikar, sem heimsækja flest lönd um þessar mundir, virðast bitna ranglega eða réttilega á þeim, sem hafa haft völdin. Þó eru til tvær undantekningar frá þessari reglu, hvor með sínum hætti. Önnur undantekningin er gamli Holly- woodleikarinn í Hvíta húsinu, sem virðist auka fylgi sitt í sama hlutfalli og ríkisskuldirnar vaxa, fátækt eykst og milljónamæringum fjölgar. Hin undantekningin eru þeir Svavar Gestsson og Ólafur Ragnar Gímsson, en flokkur þeirra virðist engrar uppskeru njóta í stjórnarandstöðunni, þótt ríkisstjórnin þurfi að glíma við óvenjulega efnahags- lega erfiðleika. Þvert á móti virðist fylgi ríkisstjórnarinnar haldast og þeir, sem eru óánægðir, sækja á önnur mið en til Alþýðubandalagsins. Jafnvel hinn nýi Flokkur mannsins vex þeim Alþýðubandalagsmönnum í augum. f>ess vegna er nú svo komið, að Þjóðviljinn er eiginlega alveg hættur að minnast á þá höfuðstefnu, sósíalismann, sem honum hefur frá upphafi verið ætlað að þjóna og hann gerði mjög trúlega í tíð manna eins og Einars Olgeirssonar og Magnúsar Kjartanssonar. I stað þess að þjóna sósíalismanum, sem hefur gengið undir sinn dóm í Póllandi og Sovétríkjunum, hafa þeir Einar Karl Haraldsson og Svavar Gestsson verið sendir á eins konar berjamó til að finna nýjar stefnur og hugmyndir svo að Pjóðviljinn geti þó flaggað með einhverju meðan nauðsynlegt þykir að fela sósíalismann eins ogóhreinu börnin hennar Evu. Einar Karl Haraldsson gerði grein fyrir þessari nýstár- legu berjaleit í næstsíðasta laugardagsblaði Pjóðviljans og fórust m.a. orð á þessa leið: „Pjóðviljinn á sér þann metnað að vera vettvangur fyrir þjóðfélagsgagnrýni, nýjar hugmyndir og nýjar stefnur jafnt í stjórnmálum, félagsmálum, menningarmálum og efnahagsmálum. Hann vill gera sitt til þess að veita pólitískum og menningarlegum straumum erlendis frá inn í íslenzkt þjóðlíf og vinstri umræðu." Hér kveður vissulega við nokkuð annan tón en hjá þeim Einari Olgeirssyni og Magnúsi Kjartanssyni. Þeir þurftu ekki að eyða tímanum í það að fara á eins konar pólitískan berjamó að leita að nýjum hugmyndum og nýjum stefnum vegna þess, að stefna þeirra væri orðin úrelt og hafði gefizt illa. Þeir voru vissir í sinni sök. En það er ekki aðeins Einar Karl einn, sem hefur verið sendur á hinn pólitíska berjamó. Höfuðmennirnir sjálfir, Svavar Gestsson og Ólafur Ragnar Grímsson, létu á nýlegu þingi Alþýðubandalagsins breyta lögum þess á þá leið, að smáhópar og klíkur með sérskoðanir, geta starfað innan þess. Petta var gert til að reyna að fjölga í bandalaginu, sem sýnilega hefur dregizt saman síðustu árin. Hingað til hefur þessi opnun á Alþýðubandalaginu borið þann eina árangur, að Fylkingin hefur leitað sér þar bólfestu til að geta rekið sósíaliskan áróður innan þess. Að vonum þykir Svavari Gestssyni þetta lítill ávinningur, og því auglýsir hann nýlega í Helgarpóstinum, að forustumenn Alþýðubandalagsins séu reiðubúnir til sam- starfs um nýjar hugmyndir og nýja stefnu og séu fúsir til að „kosta miklu til, jafnvel einhverju af flokknum sjálfum“. Enn hafa engir hlýtt þessu kalli nema hinn sósíaliski hópur Péturs Tyrfingssonar. Pað eru öll berin, sem Einar Karl og Svavar hafa fundið til þessa.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.