NT - 18.07.1984, Page 8

NT - 18.07.1984, Page 8
Frásagnir arabískra sagnarit- araaf kross- ferðum Arab Historians of the Crus- ades. Selected and translated from the Arabic sources by Francesco Gabrieli. Translated from the Italian by E. J. Cos- tello. Routledge & Kegan Paul 1984. 362 bls. ■ Krossferðirnar hafa löngum verið evrópskum sagnfræð- ingum hugleiknar og margir hafa skrifað um þær mikil rit og misjöfn. Þekktasta evrópska verkið um krossferðirnar, og það, sem hefur komist næst því að mega kallast klassískt, er trúlega krossferðasaga Sir Ste- ven Runciman, sem kom fyrst út um 1950 og hefur þrásinnis verið gefin út síðan. Evrópskir sagnfræðingar eru vitaskuld flestir kristnir menn, að nafninu til a.m.k. Þeim hefur því mörgum hætt til að líta á krossferðirnar af sjónarhóli Evrópumanna sjálfra,hafa verið að segja sögu krossfaranna, ekki síður en krossferðanna. En hvernig litu Arabar, and- stæðingar krossfaranna, á þess- ar miklu herferðir og hver var afstaða arabískra sagnaritara til krossfaranna? Fram til þessa hefur fremur lítið verið fjallað um viðhorf Araba til þessara mála í Evrópu og er þó af nógu að taka, ef litið er til heimilda. Þessi bók hefur að geyma úrval úr ritum 17 arabískra sagnaritara um kross- ferðirnar. Ritin eru ólík inn- byrðis, almenn yfirlitsrit um Miðvikudagur 18. júlí 1984 8 T ómthúsmannaf ræði - vel heppnuð tilraun til læsilegrar fræðimennsku I UMSðGN sögu múhameðska menningar- svæðisins, árbækur borga, hér- aða og furstaætta, ævisögur og skrár um afreksverk einstakra manna. Öll eiga ritin það þó sameiginlegt að vera samtíma- frásagnir og þau líkjast kristn- um samtímaritum að því leyti, að þau hafa að geyma óhemju fróðleik og eru flest mjög skemmtiieg aflestrar. Eins og vænta má er samúð sagnaritar- anna með leiðtogum Múhameðs- trúarmanna oftast augljós og aðdáun þeirra á fræknum arab- ískum herforingjum, einkum þó Saladín, leynir sér aldrei. Á hinn bóginn rita rithöfundarnir margir hverjir skemmtilegar lýsingar á helstu foringjum kristinna manna, draga upp snjallar pers- ónulýsingar og leggja þá gjarn- an áherslu á allt aðra þætti í fari óvinarins en kristnir sagnaritar- ar. í þessari bók segir frá mörg- um helstu atburðum krossferð- anna, t.d. frá því Arabar endur- heimtu Jerúsalem, frá umsátr- inu um Akkra, frá falli Trípólí- borgar, frá áhrifum krossferð- anna á arabísk stjórnmál og þannig mætti lengi telja. Þegar á allt er litið veitir þessi bók lesendum þannig ágæta innsýn í sögu krossferðanna, eins og þær komu Aröbum fyrir sjónir. Jón Þ. Þór ■ Hver hefur ekki lieyrt að fræðirit um sagnfræði séu leiðinleg. Að menntaðir sagn- fræðingar skrifi leiðinlega á meðan alþýðusagnfræðingar sitja einir að þeim fræðum sem fólk les. Rétt eins og þeir hafi gert í 1100 ár með mesta sóma. Sagnir, tímarit sagnfræðinema við Háskólann ér góð tilraun til breytinga. Aukreitis við mjög vandaðan prentbúning, stórt brot og margar myndir lofa efni og efnistök í mörgu góðu. Allflestir höfundar eru ungir pennar og því er hér á ferðinni ágætis fyrirboði sem vert er að gefa gaum að. Meginefni Sagna þetta fimmta ár sem ritið er gefið út er undir einkunnarorðunum Reykjavík og hafið. Þar er fjallað um tómthúsmannalýð- inn, baráttuna við Ægi konung, fiskverkunarplönin og fjörulallana. Með athygl- isverðari greinum í þessum málaflokki er „Hyskið í þurra- búðurn", þar sem tekið er fyrir viðhorfið til hinnar nýju jarð- næðislausu stéttar á síðustu öld. Stóryrði samtímamanna úr bændastétt þar sem býsnast er yfir ólifnaði kaupstaðar- þrælsins er fléttað skemmtilega inn í frásögnina. En undirrit- uðum þykir þá óneitanlega sem höfundar láti heimildir leiða sig á rangar brautir. Þar sem í þeim er mest talað um vinnuhjúahörgul kaupstaðaó- mennsku og ósóma er það í greininni talin höfuðástæða fyrir viðhorfi bænda. Því er sleppt að líta lengra til baka. í gegnum aldir hömuðust héraðs- höfðingjar á íslandi gegn því að ungt fólk gæti tekið sig saman,sest að við gullkistu ægis og átt þar börn og buru. í sveitunum var ætíð hægt að hafa hönd í bagga með fólks- fjölguninni og takmarka efna- laus hjónabönd. Þegar harðn- aði í ári og sultur svarf meira að landslýð en alla jafna fór tómthúsmanna„hyskið“ fyrst á vergang. Landbúnaðurinn var alla tíð traustari atvinnu- vegur en sjósókn á árabátum. Allir höfðu þá sina framfærslu- sveit sem varð að taka við sínum ómaga þó hann hefði verið utan síns hrepps um árabil. Það er einmitt þetta atriði sem greinarhöfundi yfir- sést eða rétt drepur á í fram- hjáhlaupi. Sveitarþyngslin voru það sem fyrst og síðast hamlaði sjósókninni. Landið bar ekki mikið meira en 40 þúsund manns fyrir innreið tæknialdar. En tímabilið sem fjallað er um í Sögnum er einmitt and- dyri tæknialdar, 19. öldin. Rakinn er uppgangur skútu- aldar, hafnargerð í borginni, sundkennsla á árdögum, ris og hnignun drykkjuskapar sjó- manna í landlegum og fleira mætti telja. Athygli vekur í brennivínskafla ritsins: „Brennivínið fær á sig óorð“ að lengst af 19. aldar hefur vín verið laust við tolla og skatta og því einn ódýrasti matur sem einmana sjómenn komust í. Auk þess var almenningsálit lengi vel hlynnt drykkju og vín talið undralyf. Uppúr 1870 fór að halla undan fæti fyrir Bakkusi konungi í stórn bæjarmálefna. Reynslan af langvarandi drykkjusumbli vinnufærra manna í landlegum hefur verið ófögur og bindindisöfl spretta upp. Athyglisvert er þó að fyrsta bindindishreyfingin spratt upp í mótmælaskyni við brennivínstoll sem Danir settu á með einhliða ákvörðun árið 1873. Þingmenn hér heima vildu hafa hönd í bagga en ósk þeirra var hunsuð og í mót- mælaskyni var efnt til bindindis á allt nema hvítt öl og rauðvín. Menn ættu að reyna þetta núna... Svo hlaupið sé hratt yfir sögu er í ritinu nokkurtframlag til atvinnusögu Reykjavíkur, það sem snertir sjávarútveg- inn. Aftast eru svo nokkrar greinar úr sitt hvorri áttinni, meðal annars stórskemmti- legur fyrirlestur Björns Þor- steinssonar sagnfræðings sem hann flutti í fyrra . Eitt finnst mér þó vanta tilfinnanlega. Það er að reynt sé að skyggnast inn í raunveru- legt líf og basl sjómannsfjöl- skyldunnar á fyrri tímum. „Til þess að skilja af hverju það (fjölgun tómthúsmanna) gerðist, er rétt að líta sem snöggvast inn fyrir bæjardyrn- ar á heimili tómthúsmanna í Reykjavík. Var afkoma þeirra eins slæm og sumir héldu fram?“ Þessi tilvitnun er úr kaflanum um viðhorfin til tómthúsmannanna og nú hélt undirritaður að hann hefði himin höndum tekið. En svo er eins og vanti alveg heilan undirkafla í greinina. Næst koma lokaorð greinarinnar, aðeins er minnst á að konur í þurrabúðum hafi haft börn sín á brjósti en svo ekki söguna meir. Það gleymdist alveg að kíkja inn á eitt þessarra heimila.kanna þar fjölskyldu- stærðina, tekjur, úttekt hjá kaupmanni, ungbarnadauða og svo framvegis. Allt hægt þar sem kirkjubækur og ein- hverjar slitrur frá kaup- mönnum eru ennþá varðveitt- ar. Annars bara skrambi gott blað og tilbreyting frá annars þurrkuntulegri fræðimennsku háskólamanna til þessa. Bjarni Harðarson tiþ VKRZLUNRRBRNKINN Laugavegi 172 Betri banki fyrir akandi og gangandi - í stærra útibúi Verzlunar- bankans Laugavegi 172 En þar eru líka næg bílastæði til að leggja bílnum og koma inn fyrir. Innandyra erum við búin að stækka og stórbæta alla aðstöðu, svo að þjónustan gangi fljótar og betur fyrir sig. Þúgetur ekiö alla leiði afgreiösluna

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.