NT - 18.07.1984, Síða 18
Tapað-fundið
■ Á Rás 2 kl. 17.00 í dag er
á dagskrá þátturinn Tapað-
fundið. Það er Gunnlaugur
Stefánsson sem sér um þáttinn,
en hann sér einnig um þáttinn
Traðir, sem er á föstudags-
kvöldum á Rás 1.
Að sögn Gunnlausg verður
mikið til það sama á döfinni og
síðast, það verður kynnt tónlist
frá Motown-fyrirtækinu. Núna
verður spiluð tónlist frá árun-
um ’64-’65, þegarstóru nöfnin
hjá Motown voru að slá í gegn.
Það eru nöfn eins og Four
Tops, Supremes, Temptat-
ions. Einnig mun Gunnlaugur
spila lög með fólki sem ekki
varð vinsælt en gerði ágætar
plötur samt, fólk-eins og Short-
ie Long og The Contours.
■ La Toya Jackson, systir Michaels Jackson, sem lengi var ein
skærasta stjarna Motown-fyrirtækisins, sem Gunnlaugur Stefáns-
son fjallar um í Tapað-fundið.
■ Peter Bowles í hlutverki Sinclair: Yeats.
Friðdómarinn
Nýr breskur framhaldsmyndaflokkur
flokkur sem nefnist Friðdóm-
arinn, eða The Irish R.M. á
frummálinu. Flokkurinn er í
sex þáttum.
Sögurnar um friðdómarann
cru klassískar í ensk-írskum
bókmenntum. Á þeim tíma
sem þær komu út í fyrsta skipti
var þeim lýst sem bók sem
„enginn maður með sjálfsvirð-
ingu gæti lesið í járnbrautarlest
ef hann ætlaði að taka tillit til
velsæmis." Hinn óstöðvandi
hlátur sem sögurnar vöktu á
þessum tíma er hinn sami í
dag.
Seint á árinu 1895 kemur
Sinclair Yeates majór til Vest-
ur-írlands til að taka við nýju
embætti sem friðdómari. Sin-
clair Yeates er leikinn af Peter
Bowles, sem flestir muna eftir
úr framhaldsþáttunum um Óð-
alssetrið. Fyrsti fundur hans
við nágranna sinn, Flurry
Knox (Bryan Murray) refa-
veiðaforingja staðarins og
leigjanda friðdómarans, leiðir
í Ijós aðalefni þáttanna: Hinn
mikla mun sem er á hugsunar-
hætti Englendinga og íra.
Þýðandi er Guðni Kolbeins-
son.
■ Klukkan 20.35 á miðviku- haldsmyndaflokkurí sjónvarp-
dagskvöldið hefst nýr fram- inu. Þetta er breskur mynda-
Miðvikudagur 18. júlí 1984 18
Sjónvarp kl. 22.10:
Berlín Alexanderplatz
- Tíundi þáttur
■ Tíundi þáttur lumpen-
dramans Berlín Alexander-
platz er á dagskrá sjónvarpsins
í kvöld, og tekur nú heldur að
halla á seinni hluta þáttanna,
því alls eru þeir 14.
Eins og flestir vita eru þætt-
irnir gerðir eftir sögu Alfreds
Dublins, og Rainer Werner
Fassbinder leikstýrir.
í síðasta þætti gerðist þetta
helst: Eva sannfærði Biber-
kopf um að Mieze væri góð og
grandvör stúlka sem stundaði
vændi eingöngu vegna þess að
hún elskaði hann. Biberkopf
öðlaðist styrk til að horfast í
augu við Reinhold sem ætlaði
að myrða hann. Einnig fór
liann að hugleiða pólitík og
undraðist mjög að menn
skyldu geta verið bæði með og
á móti í sama málinu.
Þýðandi er Veturliði Guðna-
son.
Sjónvarp kl. 20.35:
Halldór Laxness
Sjónvarp kl. 21.25:
Úr safni sjónvarpsins
- Viðtalsþáttur við Halldór Laxness
■ I kvöld endursýnir sjón-
varpið þátt um Halldór Lax-
ness, sem nefnist Skrafað
við skáldið. í þessuni þætti
verður gripið niður í viðtals-
þætti við skáldið, sem sjón-
varpið sýndi á árunum 1967-
72. Ekki er að efa að margir
munu setjast fyrir framan sjón-
varpið til að rifja upp þessa
þætti. Á hinn bóginn mætti
benda sjónvarpinu á að gajnan
væri að fá að sjá eins og einn
eða tvo nýja þætti, gerða á
þessu ári og um menn og
málefni líðandi stundar.
útvarp
Miðvikudagur
18. júlí
7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. I
bítið. 7.25 Leikfimi.
8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir.
Morgunorð - Hugrún Guðjónsdótt-
ir, Saurbæ, talar.
9.00 Fréttir
9.05 Morgunstund barnanna: „Að
heita Nói“ eftir Maud Reuters-
wárd Steinunn Jóhannesdóttir les
þýðingu sína (2)
9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar.
Tónleikar. Þulur velur og kynnir.
10.00 Fréttir. 10.10 Veöurfregnir. For-
ustugr. dagbl. (útdr.).
10.45 Islenskir einsöngvarar og
kórar syngja.
11.15 Austfjarðarrútan Stefán Jöku-
Isson tekur saman dagskrá úti á
landi.
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynning-
ar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til-
kynningar. Tónleikar.
13.30 Dan Fogelberg, Barron
Knights og Los Paraguayos
syngja og leika
14.00 „Myndir daganna", minning-
ar séra Sveins Vikings Sigriður
Schiöth les (14).
14.30 Miðdegistónleikar Gary
Graffman leikur á píanó „Paganini
etýður" eftir Franz Lisz't.
14.45 Popphólfið - Jón Gústafsson.
15.30 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður-
fregnir.
16.20 Síðdegistónleikar Fílharmón-
íusveit Lundúna leikur „Alcina",
forleik eftir Georg Friedrich
Hándel; Karl Richter stj. / Fílharm-
óníusveitin i Vín leikur Sinfóníu nr.
65 í C-dúr eftir Franz Schubert;
Istvan Kertnesz stj.
17.00 Fréttir á ensku
17.10 Síðdegisútvarp Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
19.50 Við stokkinn Guðrún Ás-
mundsdóttir segir börnunum sögu.
(Áður útv. í nóv. 1983).
20.00 Var og verður. Um iþróttir,
útilif o.fl. fyrir hressa krakka.
Stjórnandi: Matthías Matthiasson.
20.40 Kvöldvaka Þorskhausarnir
og þjóðin Guðríður Ragnarsdóttir
les grein eftir Guðmund Finnboga-
son.
21.10 „Dichterliebe" op. 48 eftir
Robert Schumasnn Axel Schútz
syngur. Gerald Moore leikur á
píanó
21.40 Útvarpssagan: „Vindur, vind-
ur vinur minn“ eftir Guðlaug
Arason Höfundur les (4).
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá
morgundagsins. Orð kvöldsins
22.35 Aldarslagur Utanþingsstjórn;
þriðji og siðasti hluti. Umsjón:
Eggert Þór Bernharðsson. Lesari
með honum: Þórunn Valdimars-
dóttir.
23.15 ísiensk tónlist ÓLafur Þ. Jóns-
son syngur lög eftir Sigvalda Kald-
alóns og Þorvald Blöndal. Ólafur
Vignir Albertsson leikur á píanó
23.45 Fréttir. Óagskrárlok.
Miðvikudagur
18. júlí
10.00-12.00 Morgunþáttur Stjórn-
endur: Kristján Sigurjónsson og
Sigurður Sverrisson.
14.00-15.00 Út um hvippinn og
hvappinn Létt lög leikin úr hinum
ýmsu áttum. Stjórnandi: Inger
Anna Aikman.
15.00-16.00 Ótroðnar slóðir. Kristi-
leg popptónlist. Stjórnendur: Andri
Már Ingólfsson og Halldór Lárus-
son.
16.00-17.00 Nálaraugað Gömul úr-
valslög.Stjórnandi: Jónatan Garö-
arsson.
17.00-18.00 Tapað fundið. Leikin
verður létt soul-tónlist. Stjórnandi:
Gunnlaugur Sigfússon.
sjónvarp
Miðvikudagur
18. júlí
19.35 Söguhornið Guðrún Guð-
laugsdóttir segir ævintýrið um Ap-
ann og krókódilinn. Myndir eru
eftir Þiðrik Emilsson
19.45 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.35 Friðardómarinn (The Irish
R.M.) Nýr flokkur. Breskur fram-
haldsmyndaflokkur i sex þáttum
byggður á sögum eftir Somerville
& Ross. Aðalhlutverk: Peter Bow-
les og Bryan Murray. Haustið 1895
er Sinclair Yeats majór skipaöur
friðdómari á Vestur-lrlandi. Þar
kynnist hann strax þeim mikla mun
sem er á hugsunarhætti íra og
Englendinga. Þýðandi Guðni Kol-
beinsson.
21.25 Úr safni Sjónvarpsins. Skraf-
að við skáldið. Gripið niður i
viðtalsþætti viö Halldór Laxness,
sem Sjónvarpið sýndi á árunum
1967-1972.
22.10 Berlin Alexanderplatz Tiundi
þáttur. Þýskur framhaldsmynda-
flokkur i fjórtán þáttum gerður eftir
sögu Alfreds Döblins. Leikstjóri
Rainer Werner Fassbinder. Eva
sannfærði Biberkopf um að Mieze
væri góð og grandvör stúlka sem
stundaði vændi eingöngu vegna
þess að hún elskaði hann. Biber-
kopf öðlast styrk til að horfast t
augu við Reinhold sem ætlaði að
myrða hann. Einnig fer hann að
hugleiða pólitík og undrast mjög
að menn skuli geta verið bæöi
meö og á móti i sama máli.
Þýðandi Veturliði Guðnason.
23.05 Fréttir i dagskrárlok.