NT - 29.07.1984, Blaðsíða 5
i;i
Sunnudagur 29. júlí 1984
þar og ákærður fyrir að hafa
stolið fornmenjum. Þá hafði
liann fundið einhverja hausa
sem höfðu dottið af styttum og
lágu á jörðinni, og hann greip
þessa hausa og ætlaði að fara
með þá heim til Frakklands. En
þá komu einhverjir hraðbrun-
andi menn og færðu hann í
svartholið, og það voru horfur
á því að hann myndi dúsa þar
árum saman, og kannski verða
til í dýflissunni. Konan flýtti sér
heim til Frakklands og fékk alla
helstu rithöfunda franska til
þess að skrifa undir tilmæli til
stjórnvalda þarna fyrir austan
að sleppa þessu skáldi. Og þar
voru í fremstu röð svona ólíkir
menn einsog André Gide og
André Breton, súrrealistapáf-
inn. Og það tókst að ná honum
út.
En hann skrifaði um merki-
lega hluti fyrir utan sínar skáld-
sögur. Ffann skrifaði um listina,
hafði geysilega mikla þekkingu
og sýn yfir list á öllum tímum og
skrifaði til dæmis hugvekjur þar
sem hann leiðir saman kannski
franska miðaldalist og forna list
frá Asíu, og tengir svo við
samtíma okkar. Flann sýnir
flestum mönnum betur að forn
list er líka samtímaleg að listin
heldúr áfram og að manneskjan
er eilíf. Já, í beinum skilningi
þannig að hún haldi áfram að
vera til. Það er nú það brýnasta
í heiminum í dag, að koma í veg
fyrir að manneskjan fremji
sjálfsmorð. Það er unga fólkið
sem verður að sjá um að bjarga
heiminum, það verður hver
kynslóð að gera það. Og ég
hefði gaman að fá að vera með
í því, ef það er hægt að npta
mann. Því sjáðu til manneskjan
þarf að verða eilíf og má aldrei
hætta að vera til, þó við hættum
sem einstaklingar einhvern
tímann. Illu heilli. Eg veit að ég
fæ ekki alltaf að vera til, „eitt
sinn skal hver deyja“, eins og
Þórir Jökull sagði þegar hann
var höggvinn.“
Og það verður þögn í stofunni
á meðan maðurinn á þakinu ber
í það mörg högg og þung.
Það er einsog maður
rati á það sem manni
hentar hverju sinni
„Já, ég er búinn að flækjast
dáldið núna í ár“, segir Thor,
þegar höggin eru dáin út. „Ég
fór til Noregs í vor, það var
svona ferð til að tala yfir Norð-
mönnum, flytja erindi. Tilefnið
var að „Fljótt, fljótt sagði
fuglinn", kom þt í Noregi, og
einhverjir sem höfðu lesið bók-
ina vildu fá mig til að koma og
flytja erindi. Ég var nú svo
heppinn að það var mjög góður
maður sem þýddi hana, góður
vinur minn, Knut Ödegárd, sem
er ágætt skáld. Hann þýddi
bókina svo vel að hann fékk
helstu verðlaunin sem eru veitt
þarna í Noregi fyrir að þýða
bækur, og það gladdi mig nátt-
úrlega mikið, því það er ekkert
áhlaupaverk að þýða svona bók.
Það minnir mig á annan
norskan höfund sem ég kynntist
fyrir fjöldamörgum árum. Það
var fyrir tilviljun, þó það sé nú
stundum einsog það sé engin
tilviljun, heldur að hlutirnir
fylgi einhverjum mynstrum, og
maður rati á það sem manni
hentar vel hverju sinni. Þá var
ég veturlangt í Kaupmanna-
höfn, eða ekki alveg veturlangt,
ég hafði verið á sjó þá, fyrst á
togara og síðan háseti á Gull-
fossi. Þetta var 1953, síðan hef
ég ekki verið á sjó, en ég sakna
þess alltaf. Ég var á sjó fram í
febrúarbyrjun, og svo vorum
við í Kaupmannahöfn konan
mín og ég, hún var þar fyrir
Ríkisútvarpið hérna, og við vor-
um þar eitthvað fram á sumarið.
Ég var að reyna að skrifa, það
er eini staðurinn sem ég hef
verið og lítið fundist ganga að
skrifa. Ég veit ekkert hvernig
stóð á því, en staðurinn örvaði
mig ekkert, en eitthvað var
maður samt að setja saman. Já,
mér hefur verið sögð saga af
rithöfundi sem fór um allan
heim og var að leita að einhverj-
um stað þar sem hann gæti
skrifað, og það gekk nú erfið-
lega, en endaðiú að hann fann
skíðahótel einhvers staðar, ég
man nú ekki hvar það var, en
þar gat hann loks skrifað. Og
hann var búinn að fara um allan
heiminn áður en hann fann það.
Það var alveg öfugt með mig,
Kaupmannahöfn var eini stað-
urinn þar sem ég átti dáldið
erfitt með að skrifa. Þetta var
kaldur vetur, og maður var
eflaust bara of sæll þá. Ég veit
það ekki, ég hef nú stundum
verið sæll síðan og getað skrifað
fyrir því.
En í Kaupmannahöfn, þar
var norskur kunningi minn að
segja mér frá þessum höfundi,
Tarjei Vesás sem skrifaði á sitt
eigið afbrigði af nýnorsku. Eg
leit á eitthvað sem hann hafði
skrifað. Og allt í einu rann upp
fyrir mér að þarna væri maður
sem ég kynni að eiga erindi við.
Og mér fannst hann nokkuð
góður höfundur, þá voru fáir
höfundar á Norðurlöndum sem
ég hafði áhuga á.
Haf og himinn, fugl
ogfugl
Annars er París eiginlega sú
borg sem ég hef mestar mætur
á. Mér finnst að við íslendingar
eigum að sækja í miðsetur
heimsins. Ekkert að vera að
hokra í útjöðrum menningar-
innar heldur fara beint í menn-
ingarmiðjuna, og muna eftir
því að Island var stórveldi í
bókmenntum til forna. Já, og
sem á höfund eins og Halldór
Laxness. Fólk sem kemur frá
landi sem hefur alið mann eins
og Laxness, sem hefur alist upp
við að lesa höfund eins og hann,
hefur enga afsökun fyrir því að
vera smátt í sér. Maður verður
stundum hissa á hvað rithöfund-
ar hér geta komist upp með að
vera smáir í sér, en þeir verða
þá að láta eins og fjöllin séu
ekki til, láta eins og þúfurnar
séu tindarnir. Það er auðvitað
hægt að hagræða hlutunum.
Utaf því sem ég var að segja
um sjóinn þarna áðan, ég er
stundum að hugsa að ef ég hefði
ekki þetta starf sem er mitt starf
og lífsfylling, þá held ég að ég
myndi helst vilja vera á sjó. Það
togar alltaf í mig. Ég kann vel
við félagsskap á sjó, og sem
betur fer fæ ég stundum að
sigla með skipum, sumir af mín-
um gömlu skipsfélögum eru
skipstjórar, sem eru að vísu að
fara í land, margir hverjir. En
mér finnst skemmtilegt að sigla
nokkra daga og spjalla við þá
sem hafa gert þetta að ævistarfi
sínu að vera á sjó. Það verður
oft svo sérstakt og skemmtilegt
andrúmsloft um borð í skipum
og það byggist á því að maður
er manns gaman, og það er tími
til að hugsa. Þú stendur kannski
og horfir út á sjóinn tímunum
saman. Þá kvikna í manni marg-
ar hugmyndir, þegar ekkert er
nema haf og himinn, og svo
fugl og fugl, og svo mennirnir í
skipinu sem maður er á.
Én nú er komið vídeó, ég
vona að það verði ekki til að
trufla hugsunina. Það er dálítið
varhugavert, að minnsta kosti
svona í byrjun, á meðan ný-
næmið er. En ég held ekki að
bókin verði drepin. Það er allt
annað að lesa góða bók en horfa
á vídeó. Það er náttúrlega
verst fyrst, á meðan þetta er
nýlunda, og þái. verður þetta
voðaleg áþján. Fólk situr dæmt
fyrir framan þetta og gónir, og
kemur svo örþreytt á morgnana
til vinnu, því þær eru svo strang-
ar þessar vídeóskyldur og
áþján. Þetta sýgur úr fólki sál-
ina, svo fer það að uppgötva
það smám saman að það er allt
að linast upp og visna, því það
beitir sér ekki neitt, situr bara
og lætur mata sig. Maður eflist
ekki nema af því að taka á.
Maður verður bara aumingi ef
maður tekur ekki á, andlega og
líkamlega. Annars ge.tur vel
verið að svona hafi verið talað
um sjónvarpið þegar þáð kom
fyrst, og reyndar útvarpið líka
þegar það kom. Sumir tala
meira að segja svona um
blöðin. skamma þau og segja
að það sé allt of mikill pappír í
blöðunum hjá ykkur. Það er
ógurlega mikið verk að lesa öll
þessi blöð sem eru gefin út
hérna, ef manni finnst að maður
þurfi að lesa þau frá orði til
orðs."
Gat í tímann
„En þetta er voðaleg hugsun,
þetta með að vera að drepa
tímann. Það er alltaf verið að
höfundi eins og Laxness, en svo
þegar Boyer þýddi íslands-
klukkuna sáu þeir hvers þeir
höfðu farið á mis. Það var að
vísu þýdd Sa|ka Valka fýrir
mörgum árunt, en það getur
verið að sú þýðin'g hafi verið of
akademísk". \,Já", segi ég og
fer svo eitthvað að draga í efa
að Frakkar geti haft mikinn
áhuga á því sem er að gerast á"
einhverri eyju útí Atlantshafi.
„Nei, það er alrangt", Thor
ltampar „l’Europe", „það er
hægt að fara frá íslandi og
leggja undir sig heiminn. Það
tekur náttúrlega langan tíma,
það tekur langan tíma fyrir
þann sem ætlar sér að skrifa
líka að selja skip og flugvélar".
Og svo sagði hann iíka að eina
vonin væru svona frekar lítil
forlög, þar sem ennþá eru menn
sem liafa ást á bókmenntum og
vilja berjast fyrir það sem þeir
trúa á. En þeir geta kannski
lifað nokkur ár, svo eru þeir
drepnir með ýmsu móti, eða þá
gleyptir af stórum forlögum.
Þar ræður samsæri þeirra sem
skortir hugrekki til að gera eins
og hjartað býður.
Við sundlaugina með
viskýglas
Svo er kominn iðnaður um-
agitera fyrir því hvernig fólk
geti drepið tímann. í blöðunum
eru kannski einhverjir skarfar
að segja álit sitt á því scm er í
útvarpi og sjónvarpi, og þá eru
þctta iðulega einhverjir sem eru
alveg í vandræðunt með sig,
geta einskis notið ef eitthvað er
lagt á þá. Það er alltaf verið að
skammast, ef býðst eitthvað
sem nærir sálina. fóík segist
vera svo þreytt eftir vinnuvik-
una að um helgina vilji það bara
hafa eitthvað létt og skemmti-
legt. Og hugsjónin um eitthvað
skemmtilegt virðist heimta að
það sé bara helst ekki neitt.
Bara gat í tímann. Að maður sé
dauður á meðan. Það sé svona
einskonar sjálfsmorð. En hvað
er tíminn nema tækifæri okkar
til að skynja að við séum til? Og
ef það er tekin frá okkur tilfinn-
ingin um að við séum til, og
drepinn fyrir okkur tíminn, þá
er það bara sjálfsmorð. Er hægt
að hrópa húrra fyrir því að
verða sálarlaus svo og svo lengi,
í staðinn fyrir að njóta þess að
hafa sál, finna hana jafnveþfá
byr undir vængi og geta svifið?
Er það ekki betra en að vera
settur niður í einsog eitthvert
gat einsog gerast útí geimnum,
þessa svörtu pytti útí geimnum.
Vilja þeir hafa svoleiðis í sjón-
varpinu og vídeó? Eins og er í
svörtu pyttunum útí geimnum
þar sem allt verður að engu?
Mér finnst að hlutverk fjöl-
miðlanna ætti að vera að næra
sálina. En svo er verið að elta
uppi eitthvert fólk sem er í
öngum sínum og leiðist svona
ógurlega, og láta það lýsa leiða
sínum. Af hverju ekki að reyna
að ná í einhverja sem njóta þess
að vera til? Má ekki spyrja þá
líka?“
Að berjastfyrir
það sem maður
trúir á
Á borðinu fyrir framan mig
liggja staflar af bókum og tíma-
ritum, þar á meðal franskt tíma-
rit með efni eftir íslenska höf-
unda.
„Já, þetta hérna er „L’Eur-
ope“, ákaflega vandað og virt
tímarit", segir Thor þegar ég fer
að forvitnast um hvað þetta sé.
„Þetta eintak er svona sýnishorn
af íslensku efni. Sá sem hefur
séð um það er þessi ágæti maður
Régis Boyer, sem er ákaflega
vel að sér um íslenskar bók-
menntir, feykilega gáfaður og
duglegur maður. Hann hefur
þýtt fornsögur og íslandsklukk-
una. Það var furðulegt að
Frakkar höfðu ekki áttað sig á
heimsbókmenntir á íslensku, og
þaö er erfitt. Það tekur svo
íangan tíma að koma því á
framfæri erlendis, þýða þaö, og
það eru fáir sem geta þýtt erfíð-
an texta úr íslensku. Menn eins
og vinur minn Knut Ödegárd
eru fágætir, og nú er ég ekki að
segja það vegna þess að hann
hefur þýtt bók eftir mig, en hver
er sjálfum sé næstur. og það er
mikið fagnaðarefni fyrir höfund
ef það kemur stórhuga maður,
eins og Knut og leggur í að þýða
erfiða bók eftir hann. „Fljótt,
fljótt sagði fuglinn" er nú þannig
verk sem er erfitt að þýða. Og
þetta gerir hann án þess að hafa
fengið nokkurn úgefanda að
bókinni fyrir fram. Ög það sama
er að segja um ungan Ámeríku-
mann, það er ungur maður frá
New York af írskum ættum,
John O’Kane. Síðast þegar ég
vissi kunni hann vel 13 tungu-
mál, og hann lagði í að þýða
þessa sömu bók, „Fljótt, fljótt
sagði fuglinn", án þess að hafa
nokkurn útgefanda að henni.
Síðan borgaði Unesco honum
þýðingarlaun, og nú er hún
loksins að koma út vestanhafs.
Það tók sinn tíma. Það eru svo
mikil vandræði um alla veröld
útaf því að útgefendur vilja hafa
metsölubækur, best sellers, og
það er yfirleitt á kostnað bók-
menntanna. Og vegna þess
hvernig ástandið er, eru þessi
stóru, gömlu, margfrægu forlög
hvert eftir annað að gefast upp
á því að gefa út raunverulegar
bókmenntir, og eru komin í
metsölubókaæðið. Þá verður
maður svo hissa þegar það gerist
sem hefur gerst núna, að bók
eins og „Nafn rósarinnar" eftir
Umberto Eco hefur orðið
metsölubók í hverju landinu á
fætur öðru, meira að segja í
Bandaríkjunum. Þetta erskáld-
saga sem segir frá klaustri á
miðöldum, eiginlega klausturs-
krimmi, en helvíti gáfaður höf-
undur. Hann er frægur sem
málvísindamaður, heimspek-
ingur og miðaldafræðingur, sér-
staklega þékktur sem málvís-
indamaður þangað til þessi
skáldsaga kom út eftir hann og
fór þessa miklu sigurför. Það
vekur manni bjartsýni. Það er
sem sagt hægt að selja bækur þó
þær séu bókmenntir. Það er
óvænt og gleður mann. En það
sagði einu sinni við mig góður
vinur minn sem er enskt
ljóðskáld, Ted Hughes, heitir
hann, eitt besta Ijóðskáld á
Englandi. Hann sagði einu sinni
við mig: „Þú verður að vera
þolinmóður Thor. Gerðu þér
grein fyrir því að þeir sem eru
að selja og gefa út bækur eru
hverfis metsölubækurnar, það
er sagt að þeir hafi á sínum
snærum menn sem eru á álíka
kaupi og leikarastjörnurnar í
Hollywood þegar að það var
sem allra vitlausast þar, og
menn græddu á því að vera sem
allra vitlausastir og búa til syona
dellu fyrir heimsmarkaðinn.
Þessir menn þeir búa til ein-
hverjar bækur sem slá í gegn á
hverju misseri, því þetta á sko
að vera eins og 10 á toppnum,
einsog í útvarpinu. Þar er alltaf
einhver voðaleg plága, 10 á
toppnum, og það er bara argvít-
ugur bissnes. En þetta má sem
sagt ekki endast nema misserið
og þessir menn þarna þeir hafa
kannski marga menn í vinnu
svo þeir þurfa ekkert að gera
annað en sitja við sundlaugina
sína með viskýglas í hendi. Svo
koma ungir menn sem hafa
kannski einhverja hæfileika til
að skrifa en ekki tápið til að
berjast fyrir því, og þeir segja
þeim hvað þeir eiga að gera og
stoppa þá ef þeir ætla að setja
eitthvað vit í það. Þetta er
kannski ágætt fyrir höfunda sem
ekki hafa þrekið til þess að
berjast, og svo halda bókmennt-
irnar áfram hjá höfundum sem
ekki er hægt að drepa.
Nei það er nú engin lygi að
við séum bókmenntaþjóð, ég
held að við séum svona á milli
vita. Ef forlag eins og „Svart á
hvítu" lifir af þá er það merki
um að við séum bókmennta-
þjóð. Og svo er annað sem mér
finnst vera tákn um að við séum
ennþá bókmenntaþjóð, og það
er frásagnargleðin sem er hjá
mörgum.Maður kemur uppí
sveit, situr í bíl með einhverjum
vöruflutningabílstjóra, eða er
um borð í skipi, og þá er allt í
einu farið að segja manni sögu.
Auðvitað þarf það ekki að fara
saman að segja sögur og skrifa
þær, stundum fer það alls ekki
saman, en mér finnst samt eins
og þessi frásagnargleði sé merki
i um að við séum ennþá bók-
menntaþjóð." .
Því sálin, hún ferðast
hœgar
„Og nú erum við ekki lengur
langt frá öllu öðru, heimurinn
hefur skroppið saman. Ég fór
til Japan í vor, ég flaug frá
Osló til Kaupmannahafnar, og
síðan áfram til Bangkok og þar
sat ég í tvo tíma í flughöfninni
og horfði á fólkið. Svo hélt ég
áfram ferðinni með Thai fólki,
með Thailendingum, það var
gott að fljúga með þeirn. Þetta
var voða elskulegt fólk, stjan-
aði við mann og gerði manni
allt til yndis í vélinni. Og allt í
einu var ég kominn til Manilla
á Filippseyjum, og enn var
flogið, og þá komst ég til
Japans, sem var mikið ævintýri
sem ég mun fjalla um s'ðar.
.Vonandi kemst ég einhvern-
timann aftur til Japans.
Það er erfitt að fljúga svona
langt. Stundum hef ég verið að
telja mér trú um að það væri
mesta óvit að fljúga yfirleitt,
því sálin. hún ferðast hægar. En
það er nú eins og það megi
venjast því, kannski maður
venjtist því einhvern tímann.
En það var einfaldara að fljúga
heim að því leyti að þá þurfti
ekki alltaf að vera að skipta um
vélar. Þegar ég fór frá Japan,
þá byrjaði ég á að fljúga til
Alaska og stansaði í Anchorage
þar var svolítið eins og þar væri
allt að verða til, hvað sem síðar
verður. Síðan var flogið yfir
Norðurpólinn, og ég sá Norður-
pólinn. Mér skilst að það sé
núna talið að þeir sem töldu sér
til tekna að hafa orðið fyrstir á
Norðurpólinn, keppinautarnir,
hafi hvorugur komið þangað,
það eru nýjustu kenningar um
þetta. Peary og Scott voru það
ekki þeir kallarnir? Það var að
koma út bók eftir mann sem
þóttist hafa sannað að sá sem
þóttist hafa orðið fyrstur, hann
hefði ekki komist alla leið á
Norðurpólinn heldur verið í 100
kílómetra fjarlægð þaðan. Það
er dálítill spölur. Það eru 200
kílómetrar á Blönduós, hann
hefur átt eftir hálfa leiðina á
Blönduós frá Reykjavík. Og
svo flaug ég yfir Island og til
Kaupmannahafnar, og síðan
þaðan heim. Jú, það er soldið
skrítin tilfinning að fljúga yfir
Norðurpólinn, heillandi tilfinn-
ing. Og mér finnst nú eitthvað
afskaplega heillandi við að
fljúga ef ég sé land cða sjó, ekki
síst ef landið er hrikalegt eða
stórbrotið. Þetta var nú mitt
ævintýri í vor. En sem betur fer
þarf maður ekki endilega að
ferðast til þess að skrifa ævintýri
og til þess að það gerist ævin-
týri.“
Að njóta tilbreytingar-
innar í veðrinu
„Og þegar ég kem heim þá
var listahátíð í gangi, og þar var
nú ýmislegt skemmtilegt að
gerast. Og var veðrið svo gott
að það var alveg unaðslegt að
vera kominn heim. Annars er
ósköp gott að hér skuli ekki
alltaf vera sama veðrið, maður
verður að komast upp á lag með
að njóta veðrabrigðanna, til-
breytingarinnar í veðrinu.
Hugsaðu þér ef hér væri alltaf
sama veðrið, þá færi nú ljóminn
af því.
Og nú er Ragnar í Smára
dáinn, það er mikið tjón. Maður
getur ekki búist við því að það
rísi annar eins maður og
Ragnar, en ég vona að útgef-
endur og aðrir sem ráða ein-
hverju í menningarlífinu taki
hann til fyrirmyndar, en ég held
að það þurfi marga menn í
staðinn fyrir mann eins og hann.
Og nú þegar harðnar í ári þá eru
sumir svo glámskyggnir að þeir
halda að það eigi að byrja á því
að skera niður á andlega svið-
inu. Én það er alveg þveröfugt,
því það er aldrei meiri þörf á að
styrkja og styðja menninguna
en einmitt þá. Nú ætla til dæmis
einhver óheillaöfl að hætta að
styðja tónlistarskóla úti á landi.
En það er ekki sparnaður heldur
speilvirki. Spellvirki byrjar líka
á sp. Ég vona bara að það verði
hrundið svona stórhættulegri
atför, því hvað er verðmætara
en manneskjan. Öll mannrækt
er ómetandi. Það er ekki hægt
að reikna svoleiðis í peningum,
það er svo miklu verðmætara."
Þar með slítum við talinu og
ég hugsa um stafina tvo sp.
Fyrir utan er sama kyrrðin og
fyrr, en maðurinn á þakinu
hefur klifrað eitthvað annað.
L.E.
NT-mynd: Árni Bjarna.