NT - 29.07.1984, Side 21
Léttmeti
Lenitigrad
■ Rússi og Ameríkani voru að rífast um það í hvoru
landinu ríkti meira frelsi.
Ameríkaninn: Ég get labbað mig upp að Hvíta húsinu
og hrópað: „Niður með Reagan“ og ekkert gerist.
Rússinn: Við höfum alveg jafnmikið frelsi í Rússlandi.
Ég get labbað mig upp að múrum Kremlar og hrópað:
„Niður með Reagan" og það gerist ekkert heldur.
■ f>að er ekkert undrunar-
efni þótt reykingarmenn fylli
ekki allir með tölu þann flokk
sem fagnar nýju tóbakslög-
unum, sér í lagi ákvæðunt um
takmarkanir á tóbaksreyking-
um. Svo lengi taldist það sjálf-
sagt og eðlilegt að kveikja sér
í tóbaki nánast hvar sem var og
hvenær sem var. Reykurinn
sem fór til umhverfisins kom
lítt eða ekkert við sögu. Ef
eitthvað var, iitu menn á hann
sem hverja aðra saklausa ang-
an í loftinu. Menn voru bara
að „fá sér smók,“ rétt eins og
bita af súkkulaði, eða glas af
öli og hvað kom það öðrum
við?
Þetta viðhorf hefur að vísu
reynst ótrúlega lífseigt, enn er
það sumu fólki rökhelt skjól
fyrir vaxandi „nöldri" þeirra
sem reykja ekki. Samt hefur
það mátt þoka í þessu þjóðfé-
lagi sem öðrum fyrir nýju hug-
taki og nýjum skilningi: Að
reykja er að menga, ekki að-
eins sitt eigið blóð og líkama
heldur sameign okkar allra,
andrúmsloftið. Jafnframt hafa
menn séð betur og betur eðli
og áfleiðingar mengunarinnar,
fyrst þess að dæla eitruðum
tóbaksreyknum ofan í lungun
á sjálfum sér, síðan þess að
blanda honum í öndunarloft
annars fólks.
Hinu fyrra hefur hnittilega
verið líkt við hægfara
sjálfsmorð. Þá hlytu tóbaks-
varnir að einskorðast við sölu-
hömlur, fræðslu, fortölur og
hjálparstarf ef reykingamenn
Sunnudagur 29. júlí 1984 21
II Þorvarður Örnólfsson er fram-
kvæmdastjóri Krabbameinsfélags
Reykjavíkur og virkur baráttumað-
ur gegn reykingum. Hér segir hann
sína skoðun á nýju tóbaksvarnar-
lögunum, í framhaldi af skrifum
Björns Finnssonar, sem birtust í
þessum dálk fyrir skömmu.
gleyptu allan reykinn sjálfir.
Það gera þeir ekki, fremur en
fyrri daginn, en á hinn bóginn
hefur það verið nægjanlega
staðfest með ránnsóknum að
tóbaksmengun andrúmslofts-
ins hefur í för með sér margvís-
leg óþægindi, vanlíðan og
heilsuspjölt, jafnvel lífshættu-
lega sjúkdóma. Hvað er þá til
ráða?
Reykingamönnum, rétt eins
og liinunt sent ekki reykja. er
misjafnlega gefiö að fylgjast
með kröfum tímans; ábyrgðar-
j tilfinningu og tillitssemi eiga
þeir sömuleiðis í misríkum
mæli. Til eru þeir - og fer
eflaust fjölgandi - sem hafa af
sjálfsdáðum sett reykingunt
sínunt takmörk í átt við þau
sem er að finna í nýju tóbaks-
lögunum. Þeim bregður ekki
við þessi lög og væru allir ni'eð
því sama ntarki brenndir gerð-
ist lítil þörf fyrir lagaákvæði til
að vernda fólk fyrir áhrifum
óbeinna reykinga. Slík ákvæði
hafa eftir vandalega íltugun
verið santin og sett í lög sakir
| allra hinna sem vegna hugs-
unarleysis, fákunnáttu eða til-
litsleysis þurfa aðhalds við, svo
j þeir valdi ekki öðru fólki baga
1 og tjóni.
Ég er sannfærður um að
obbinn af reykingarmönnum
1 muni frá upphafi sýna þann
þegnskap að virða þessar tak-
markanir og þær ntuiii reynast
þeim mörgum kærkomin stoð
til að draga úr reykingum eða
hætta alveg að reykja.
Það er sagt að sovéskir kolanántumenn hafi aðeins eitt
mottó: „Hinir raunverulegu kommúnistar verða að starfa
neðanjarðar."
■ (Ætlunin er að þessi dálkur verði að föstum lið í helgarblaðinu og er lesendum bent á hann sem kjörinn
vettvang fyrir skoðanir sínar. Skrifið okkur eða hringið, við veitum allar upplýsingar.)
Slegid á þráðinn
■ Já, góðan daginn og blessað-
an, er það séra Arelíus Níelsson?
Já, góðan daginn, hvernig hittum
við á þig Arelíus?
Ja, eg veit ekki hvað skal
segja, ég er að elda matinn er
bæði bóndi og húsfreyja. Og bý
hér einn en svo hef ég kostgang-
ara sem ég malla ofaní líka.
Og hvað ertu þá með á pönn-
unni í dag ef ég má vera svo
soltinn að spyrja?
Ég elda nú bara hafragraut í
hádeginu og smyr kannski nokkr-
ar brauðsneiðar en yfirleitt elda
ég ekki nema eina heita máltíð á
dag._
Nú ert þú ekki lengur sóknar-
prestur, hvernig hagarðu degi
þínum?
Það getur nú verið nokkuð
erfitt að lýsa honum þar sem ég
er eiginlega að fást við allt og
ekkert. Ég vakna svona yfirleitt
um sex leytið og hef gert alla æfi.
Oftast fer ég þá að lesa eða skrifa
eða undirbúa mig á einn eða
annan hátt fyrir það litla sem ég
þarf að gera út á við. Annars
messa ég nú líklega þrisvar sinn-
um þennan mánuðinn og það
þarf að undirbúa það. Svo mæti
ég einu sinni í viku í Múlabæ sem
er eins konar hvíldarheimili fyrir
aldraða og fatlaða á vegum
Rauðakrossdeildar Reykjavíkur.
Þetta eru eins konar hugsunar-
stundir þar sem við reynum að
snúa til baka í minningarlandið í
íslenska sveit í sumardýrð. Svo
fer ég líka oft á sjúkrahús og í
heimahús og heimsæki fólks sém
hefur beðið mig að koma og tala
við sig.
Er mikið um slíikt?
Já það hefur nú verið mikið,
bæði nótt og dag en þetta er nú
bara eins konar arfleifð frá prest-
sembættinu. Ég hef eiginlega
ekki starfað sem prestur frá því
1980.
Árelíus Níelsson, hvernig
maður er hann?
Ja, ég veit það varla sjálfur, ég
er einsetumaður og hef þar af
leiðandi nógan tíma til að hugsa
um hið liðna og það sem yfir-
standandi er já og jafnvel eilífð-
ina sjálfa sem framundan er hjá
okkur öllum. Ég hef nóg að
hugsa um og satt að segja hef ég
lært mikið á því að vera svona
einn. Svo hef ég líka verið það
sem kallað ér algjör öreigi en
sem lítið barn var mér komið í
fóstur en fósturforeldrar mínir
voru fátækt fólk þannig að ég
varð að kosta mig sjálfur til náms
þegar að því kom. Ég á því oft
erfitt með að skilja allar þær
kröfur sem fólk gerir nú til dags,
fólk sem í rauninni hefur allt til
alls.
Fósturforeldrar þínir Árelíus,
hvernig voru þeir?
Það voru hjónin María Einars-
dóttir og Sæmundur Guðmunds-
son og bjuggu bæði á Svínanesi
og í Kvígindisfirði í Austur-
Barðastrandarsýslu. Ég var að-
eins sex vikna gamall þegar ég
kom til þeirra en hafði reyndar
verið fluttur annað fyrst. Eg var
óvelkomið barn og hefði trúlega
aldrei fæðst nú á dögum því mér
hefði að. öllum líkindum verið
eytt á leiðinni. Hvort það hefði
borgað sig fyrir þjóðina að losna
við mig strax í upphafi það skal
ég ekkert um segja. En hvað um
það ég var tekinn á 10. degi frá
móður minni sem hafði reyndar
engin réttindi og fékk ekki einu
sinni að ráða þeim nöfnum sem
ég var látinn heita, hvað þá
annað. Hún var íslensk vinnu-
kona og hennar réttur var ekki
annar en að fá að vinna fyrir sér.
Reyndar sagði hún mér það
löngu seinna að hún hefði aldrei
getað sagt þetta nafn „Árelíus“
og aldrei skilið það. Þetta er þó
eitt af fallegustu nöfnum sem til
eru að mínu áliti og þýðir hvorki
meira né minna en gull eða Ijómi
Guðs. Nafnið mun hafa verið
tekið upp úr sögunni „Manna-
munur" sem er eftir Jón Myrdal,
að mig minnir.
Þekktir þú lífmóður þína?
Já, já hún hét Einara Péturs-
dóttir, Einara Ingileif Jensína Pét-
ursóttir. Égkynntisthennireynd-
ar ekki fyrr en ég var orðinn
stálpaður en hún bjó í Flatey á
Breiðafirði. Svo var hún hjá mér
í Sólheimum 17 síðustu æviárin.
Skömmu eftir að ég fæddist tókst
henni að safna sér það miklum
peningum að hún keypti sér það
sem þá var kallað lausamennsku-
bréf. Faðir minn, Níels Árnason,
var einn af nemendum Ólafsdals-
skóla. Hann var byggingamaður
og byggði úr þungu og miklu
grjóti og hinn svo kallaði Silfur-
garður í Flatey mun að miklu
leyti vera verk hans. Þau.áttu í
rauninni aldrei samleið nema rétt
á ævikvöldi hans en þá höguðu
örlögin því þannig að móðir mín
hjúkraði honum blindum í húsi
hans í Flatey. Fjölskylda hans
mun aldrei hafa litið hann sömu
augum og áður eftir að ég kom í
heiminn en hann var giftur en að
eiga barn í lausaleik var talið
syndsamlegt athæfi á þeim tíma.
Þegar þú lítur til baka Árelíus
Finnst þér að lífshlaupið þitt hafí
markast af þessum kringumstæð-
um sem þú ert sprottinn úr?
Já vissulega gerir það það.
Bernskúheimili mitt, þótt fátækt
væri, held ég samt að hafi varðað
leiðina hvað mest. Kvöldvökurn-
ar voru lærdómsríkar og bók-
menntir í hávegum hafðar. Ég
fór t.d. ekki í skóla fyrr en ég tók
inntökupróf inn í Kennaraskól-
ann. Mér var því kennt heima
allt sem kallað var barnalærdóm-
ur. Til að komast inn í annan
bekk Kennaraskólans var ætlast
til að menn hefðu gagnfræðapróf
og ég fór því út í Flatey þegar ég
var 18 ára gamall til að undirbúa
mig í því skyni að reyna að
komast inn í skólann. Ég var
látinn hafa með mér tvö kvartil.
í öðru var slátur og í hinu kjöt og
þetta matbjó móðir mín á kvöld-
in í eina þrjá mánuði og á þessum
tíma kynntumstvið nokkuð. Þeg-
ar ég fór svo suður til Reykjavík-
ur gerðu þeir Freysteinn Gunn-
arsson og Steingrímur Arason,
stjórnendur skólans, þá undan-
tekningu að leyfa mér að þreyta
inntökupróf þrátt fyrir að skóla-
ganga mín væri ekki lengri en
raun bar vitni. Ég stóðst þetta
próf og var ákaflega stoltur þegar
ég dúxaði á lokaprófinu við skól-
ann tveimur árum seinna. Þessi
skóli var ágætur að öllu Ieyti og
ennþá finnst mér þetta eitt fegur-
sta húsið sem ég þekki. Ég kalla
hann líka alltaf „skólann minn.“
Af þessari skólagöngu minni
hefði þó aldrei orðið ef góður
vinur minn sem var refaskytta
fyrir vestan hefði ekki lánað mér
fimm hundruð krónur sem var
eins konar áheit. Ég var síðan
svo lánsamur að fá vinnu sem
kennari strax eftir að ég lauk
prófi og gat því greitt þessa skuld
mína. Menntaskólanámið tók ég
svo utanskóla og síðan tók guð-
fræðinámið við.
Kona þin og fjölskylda?
Já, konan mín hét Ingibjörg
Þórðardóttir og var hreppstjóra-
dóttirin hcima eins og þar
stendur. Við eignuðumst fimm
börn og þau eru eitt af því
dýrmætasta sem lífið hefur gefið
mér. Að vísu hafa líka verið
ýmsar raunir í sambandi við það,
einn sonur hefur vcrið heilsulaus
og annan son okkar misstum við
þegar hann var aðeins fimm ára.
Hitt er efnilegt fólk og afabörnin
hafa verið einsog uppfylltar óskir
og ég má telja þau fjórtán. Kon-
una mína þekkti ég frá barnæsku
en hún var sveitungi minn og
seinna meir var hún nemandi
minn þegar ég var farskólakenn-
ari heima hálfan vetur. Við störf-
uðum seinnasaman í Ungmenna-
félaginu og við félagarnir byggð-
um saman fyrsta samkomuhús
sveitarinnar sem enn stendur
uppi þó að allir bæirnir, hver og
einn einasti séu komnir í eyði.
Við giftumst árið 1940 og þá var
ég í guðfræðiprófinu. Veislan var
meira að segja haldin á Austur-
velli, í veitingahúsi sem þarstóð
en ég hafði verið í fæði hjá
eigandanum sem kölluð var
Guðrún í Birninum. Nú síðan
tóku prestsstörfin við. Fyrst fór
ég norður í Fnjóskadal og þar var
ég prestur fyrsta sumarið. Síðan
lá leiðin vestur á Stað á Reykja-
nesi en þar var ég prestur í ein
þrjú ár og síðan á Eyrarbakka
þar sem við vorum í 10 ár. I
Reykjavík var ég svo prestur í
tuttugu og sjö ár. Fyrstu mess-
urnar sem ég söng voru í Háloga-
landsskálanum, sem var gamalt
samkomuhús frá bandaríska
hernum. Þetta var eiginlega eins
konar æskulýðsheimili og rúmaði
fjölda fólks. Ég man eftir því t.d.
að ein jólin voru talin ein sjö
hundruð börn í húsinu þannig að
það var þröngt setinn bekkurinn.
Þegar svo farið var að reisa
kirkju í hverfinu var byrjað á
safnaðarhúsinu og það þótti nú
ýmsum, sem ekki voru neitt
hrifnir af minni komu hingað,
hrein fjarstæða. Ég er þó feginn
að þannig var að rnálurn staðið.
É.g held því fram að kirkjan eigi
að koma til fólksins því að þá
kemur fólkið til kirkjunnar.
Af hverju segir þú að fólk hafi
ekki verið hriflð af komu þinni
hingað til höfuðborgarinnar?
Ja, það sóttu margir ágætis-
menn hér um og svo var ég
þekktur af því að ég var ekki
talinn nógu „rétttrúaður" og er
það kannski ekki enn. Ég held að
ég hafi verið talinn of frjáls-
lyndur. Svo var það líka að ég
hafði haldið jólaræðu austur á
Eyrarbakka sem olli miklu um-
tali, Af ræðunni mátti skilja að
ég teldi að Kristur hefði verið
óskilgetið barn í þeim skilningi
sem við leggjum í það hugtak.
Hluti safnaðarins skrifaði biskupi
bréf þar sem undan þessu var
kvartað og farið fram á að gripið
yrði í taumana. Ég var síðan
kallaður fyrir Sigurgeir biskup
sem er einn af viðurkenndustu
frelsisunnendum kirkjunnar á
þessari öld. Við ræddum þetta
mál og ég sagði honum að ég vildi
ekki sjá bréfið þannig að ég vissi
ekki hverjir skrifað hefðu undir
því ég vildi ekki gera mun á því
fólki ogöðruísöfnuðinum. Hann
vildi að gert væri sem minnst úr
þessu og að ég þyrfti ekki að taka
þetta alvarlega þannig að ég hélt
áfram að starfa þarna næsta ára-
tuginn. Það er því ekki neinn
skuggi í mínum huga yfir Eyrar-
bakka og ég hef beðið um að fá
þar hvíldarstað í sandinum þegar
að því kemur. Og nú ertu búinn
að fá að vita meira en nóg um
mig.
Ja, hér sit ég og get ckki
annað. Hafðu kærar þekkir fyrir
spjallið Árelíus og vertu blessað-
ur og sæll.