NT - 02.08.1984, Blaðsíða 5

NT - 02.08.1984, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 2. ágúst 1984 5 ■ Hótel Brekka. Bjarni ásamt framkvæmdastjóranum Birgi Sigurjónssyni og starfsstúlku Brekku Sigrúnu Guðlaugsdóttur. Hríseyjarmjöður og Galloway-naut ■ Hrísey í Eyjafirði vekur forvitni margra fyrir nauta ræktarstöðina sem þar er staðsett. Þangað voru flutt naut af Galloway kyni 1973 og sett í sóttkví. En ferðamannastraumur hefur aukist þangað jöfnum skrefum á undanförnum árum og friðsæld og náttúrufegurð eyjarinnar vakið áhuga fólks. Opnun nýs hótels og veitingahúss ber vitni þessari þróun og sýnir að heimamenn hafa fulian hug á að koma til móts við aukinn ferðamannastraum. Þegar við á NT fórum til Hríseyjar nýlega náðum við tali af Bjarna Ingvarssyni kokki á hinu nýja hóteli, Brekku. Hríseyingar eru gestrisnir mjög og buðu okkur upp á úrvals Galloway-nautasteik og bjórlíki þeirra Hríseyinga „Brekkusnigilinn“ sem óhætt er að segja að engan svíkur. „Brekkusnígillinn er bragðbætt lageröl. Við höfum ekki enn vín- veitingaleyfi fyrir sterkt vín en leyfið er á leiðinni. Það er eins með áfengislöggjöfina og með hámarkshraðann á vegum. að þetta er til staðar en ekkert farið eftir því. Blaðamenn og fleiri hafa komið langt að og gætt sér á Brekkusniglinum okkar og líkað vel. Aðsöknin hefur verið mest á fimmtudögum og urn helgar. Margir sem ferðast hingað taka svo að segja í einum „pakka“ Akureyri, Dalvík og Hrísey. Við leggjum áherslu á að bjóða út- lendingum upp á fiskmeti og svo náttúrlega nautakjötið en fyrir útlendinga er það ekki eins spenn- „ andi. Fjölbreytilegt og ferskt fisk- meti er það sem við viljum geta boðið upp á. Galloway nautakjötið er ljós- ara en það sem ræktað er í landi og vöðvarnir eru meyrari og sver- ari þannig að hægt er að nota stærn hluta af skepnunni í góðar steikur. Nautaeldinu hér má líkja við svína og kjúklingaeldi í Dan- mörku, það er allt gert til að láta þetta blása út á sem stystum tíma. Fóðurgjöfin er mjög markviss og það er komið í veg fyrir að skepnan verði fyrir skakkaföllum á uppvaxtartímanum eins og til dæmis að skepnan horist niður. Nautin hér eru undir stöðugu eftirliti og fara ekki út úr girðing- um. Við leggjum áherslu núna á að kynna ferðaáætlun ferjunnar, veitingar hér og gönguleiðir en auk þess er sjóminjasafn í burðar- liðunum. Nú hér er sundlaug og mikið æðarvarp. Hrísey er eini staðurinn í landinu þar sem rjúpnaveiðar eru algerlega bann- aðar enda er mikið af rjúpum hér sem ganga um götur og hreiðra um sig í húsgörðum eyjaskeggja.“ Kuldinn hverfur úr kroppnum með bolla af „Enginn poki án pakka frá J&ioVlu. ÁSBJÖRN ÓLAFSSON HF. HEILDVERSLUN BORGAR l’ÚNI 33- 105 RHYKJAVÍK SÍMI 24440 Kaupgarður í leiðinni heim Engihjalla 8. Símar 44455-44311 Opið alla daga til kl. 19.00 nema föstudaga til kl. 22.00 Skór á alla fjölskylduna Kaupgarður í leiðinni heuu Engihjalla 8. Símar 44455-44311

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.