NT - 02.08.1984, Blaðsíða 3

NT - 02.08.1984, Blaðsíða 3
-II LU' ÁBÓT Á HESTI... - á Vindheimamelum um verslunarmannahelgina ■ Hestamennska hefur löngum verið stunduð á ís- landi. Fyrir utan það að hafa verið nytjadýr hið mesta hefur hesturinn frá alda öðli þjónað mikilvægu hlutverki í frístunda- gamni íslendinga. Þar er auð- vitað fyrst að nefna útreiðatúr- ana sem stytt hafa svo mörgum stundir en þar að auki sam- komur þær sem myndast hafa í kringum hestakúnstir ýmiss konar. Fram á 13. öld átti hestaat miklum vinsældum að fagna en á síðari tímum hafa kappreiða og gæðingakeppnir ásamt hestaíþróttum laðað margan manninn og konuna að. Það mun væntanlega vera reyndin á Vindheimamelum um verslunarmannahelgina en þar hefur verið skipulagt hið árlega hestamót Skagfirðinga sem er að þessu sinni slegið saman við íslandsmótið í hesta- íþróttum. í tilefni af þessum stóratburði fór NT-fólk á fund Ingimars Ingimarssonar tamn- ingamanns á Hólum í Hjalta- dal og einn af skipuleggjend- um mótsins og spurðist fyrír um hestamennsku á íslandi og mótið sem er í vændum. „Áhugi fyrir hestamennsku og hestamennska sem frí- stundagaman hefur færst geysilega í vöxt á síðustu árum. Þó held ég að síðustu tvö þrjú árin, kreppuárin, þá hafi margir þurft að losa sig út úr þessu tómstundagamni vegna kostnaðar sem fylgir því. En áhuginn er samt sem áður mikill og hafa fleiri at- vinnu af því að halda nám- skeið en nokkru sinni fyrr. Þannig að það er mikið líf í hestamennskunni. En Lands- samband hestamanna telur nú um 7-8000 meðlimi. Nú, mótið hér á Vindheima- melum í ár er frábrugðið þeim fyrri að því leyti, að að þessu sinni er slegið saman hinu hefðbundna hestamóti Skag- firðinga og fslandsmótinu í hestaíþróttum sem á undan- förnum árum hefur verið hald- ið fyrir sunnan. Hestaíþróttin snýst um vald knapans yfir hestinum og byggist á því að sýna af mikilli nákvæmni fjöl- hæfni íslenska hestsins. Upp- tökin að hestaíþróttinni er að leita til Evrópu en þar er annað hvert ár haldið mót sem er einskorðað við íslenska hestinn. En eins og kunnugt er, er íslenski hesturinn eina hestategundin sem býr yfir öllum gangtegundunum þ.e.a.s. feti, brokki, tölti, stökki og skeiði. Því miður þá hefur hestaíþróttin ekki fengið sömu viðurkenningu og aðrar íþróttir sem sést kannski best á því að okkur hefur fram að þessu verið meinaður inn- gangur að íþróttasambandi Islands. Þetta háir okkur að því leyti að umfjöllun um þessa íþrótt í fjölmiðlum hefur verið takmörkuð á þeim rök- um að við höfum ekki aðild að íþróttasambandinu og svo háir þetta okkur auðvitað líka fjár- hagslega en öll mót í hesta- mennskunni eru byggð á sjálf- boðaliðsvinnu. Reyndar er hestaíþróttadeildin hjá Fáki ný komin inní íþróttasam- bandið og á það vonandi eftir að draga dilk á eftir sér. Varðandi mótið, þá stendur það yfir í þrjá daga, byrjar á föstudagsmorgni og lýkur á sunnudagskvöld. Á föstudeg- inum er forkeppni íþrótta- greina - á laugardeginum gæðingakeppni, undanrásir kappreiða og fleira og á sunnu- deginum er öllu því besta safnað saman þ.e.a.s. úrslitin í keppnisgreinunum. Við bú- umst við ágætri aðsókn á mótið en auðvitað veltur allt á veðri eins og venjulega. Ann- ars erum við ekkert mjög smeykir við veðrið því reynsl- an hefur sýnt að hestamenn eru ótrúlega nægjusamir með veður.“ Fimmtudagur 2. ágúst 1984 3 Veitingahúsið Brekka Brekka nýtt veitingahús í Hrísey Úrval sjávarrétta, og galloway nautasteikur alltaf á boöstólnum Opið frá 9-23.30 Velkomin fil Hríseyjar Borðapantanir í síma 96-61751 I BORGAR SIG * Jm AÐ VERZLA í Odýrustu grillkolin í bænum Vörumarkaðurinn ht. ármúla ia eðistorgi 11 Pressuð kol - 3 kg á s. 686111 s. 29366.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.