NT - 02.08.1984, Blaðsíða 10

NT - 02.08.1984, Blaðsíða 10
ABOT Fimmtudagur 2. ágúst 1984 10 mannahelgina ■ Um verslunarniannahelg- ina fara margir art hugsa sér til hreyfings og þá helst út á íslenska landsbyggð. En fyrir þá sem eru svo vel efnum búnir að geta brugðið sér út fyrir landsteinana er París kjörin borg til að upplifa ævintýralega helgi. En það er margt annað hægt að sjá en Effelturninn og Louvre-safnið, eins og Oddný Sen kvikmyndagerðarnemi í París leiðir í Ijós í eftirfarandi dagskrá um verslunarmanna- helgi. A föstudeginum er agætt að byrja helgina á hinum frábæru tyrknesku böðum í Moskunni, sem er viö jurtagarðinn fræga í 5. hverfi (Metro Place Monge eða Jussieu). Byrjað er á að fá sér myntute í forgarði bað- anna, til upphitunar og til að koma sér í stemmningu, og síðan er stigið inn fyrir þykkt fortjald. Þátekurviðsérstakur búningasalur með pálmatrjám og gosbrunni, þar sem er af- klæðst og gengið inn í aðalböð- in. Þau samanstanda af nokkr- um misheitum sölum í fornum kvennabúrsstíl, með marmara- pöllum og súlum þar sem hægt er að liggja tímunum saman, snurfusa sig og laía nudda sig. Að afloknum böðunum er leg- ið í svalandi búningasalnum, þar sem hægt er að láta færa sér myntute, og upplagt er að hafa með sér ávexti til að narta í. Tekið skal þó fram að í Moskunni eru aðskildir tímar fyrir konur og karla, en hægt er að fara í annað baðhús (Metro Belleville), þar sem eru tímar fyrir bæði kynin, saman. Þar sem fólk verður oft þreytt eftir slík böð, er ágætt að taka kvöldinu með ró og bregða sér á rússneskan veit- ingastað í grennd við Mont- parnasse, sem heitir „Domen- ique“ og er á rue Vavin (Metro Vavin). Mæli ég þá sérstaklega með hinni frábæru rússnesku súpu í forrétt, Boeuf Stroga- noff í aðalrétt og svartri trá- berkjaköku í eftirrétt. Eftir matinn er hægt að reika á milli bara í nágrenninu og fá sér Ijúffenga kokteila og líkjöra. Laugardagurinn felur í sér hápúnkt helgarinnar, og er nauðsynlegt að vera vel út- hvíldur fyrir kvöldið. Um daginn, ef fólk vill endilega vera á ferli, er hægt að sitja á kaffihúsum eða nota tækifærið til að sjá eitthvað af því geysi- mikla úrvali kvikmynda sem boðið er upp á í París. Fyrir kynhverfa eru kaffihús t.d. í LeMarais-hverfinu. Kvöldið byrjar á stórum og glæsilegum veitingastað sem heitir „Term- inus Nord“, og er beint á móti Gare du Nordj sem er ein af aðalbrautarstöðvum P'arísar. Staðurinn er að sjálfsögðu þak- inn speglum og pálmum, og er byggður í Art Nouveau-stíl, að ég held. Þar er hægt að fá góða fiskrétti og mæli ég sér- staklega með gratineruðum kræklingum, en best er að mæta snemma, annars þarf að standa í biðröð. Á eftir hinum dásamlega mat er farið yfir á aðra brautarstöð, Gare Saint- Tyrkneskböð og næturdúr í París um verslunar- Lazare, en í nágrenni hennar er staðurinn þar sem nóttinni verður eytt. Gengið er upp skuggalegan brunastiga og hurð opnuð, sem engum dytti í hug að væri inngangur að einum furðulegasta næturstað Parísar. Gengið er inn í þykk- an reykjarmökk, þar sem glitt- ir í undarlega klædda veislu- gesti, sem reika um eða dansa með alla vega lituð kokkteils- glös í höndum. En það sem einkennilegast er við þennan stað eru næturdýr sem geymd eru í glerbúrum sem notuð eru í stað borða, uglur, leður- blökur og sjávardýr, ásamt eyðimerkur- og murmeldýr- um. Þarf enginn að efast um lystisemdir þessa staðar. Sunnudagurinn er oft dagur þunglyndis, og verður því að Ieggja sérstaka rækt við hann. Þá er best að reika um garðana við Signu (Tuileries-garðana), þó persónulega sé ég þó hrifn- ust af Luxembourargarðinum við Boulevard Saint-Michel. Síðan er hægt að bregða sér yfir íbúðar- og kaffihúsahverf- ið á milli Les Halles og Centre Pompidou og líta í fataverslan- ir, sem oft eru opnar á sunnu- dögum. Síðan er best að setjast á einhvern barinn og fá sér aperitíf, áður en haldið er inn í eitt af skuggahverfum Parísar til að fá sér að borða exótískan mat. En það er á „Le Poéte ivre“ sem er veitingahús á rue Léopold Bellan í Saint-Denis- hverfi, sem er einmitt til hliðar við hverfið sem við vorum í (Métro Strasbouro Saint Denis): Á þessum stað er hægt að fá einhvern þann besta thailenska mat sem um getur, og exótíska drykki áður en flogið er brott um miðnættið. Ferðabækur Góður í farangrinum ■ . .—- --n ■ Ferðabækur í far- angrinum geta gert ferðalagið mun ánægjulegra en ella. Þar er gjarnan ýmis- legt athyglisvert að finna. NT tók því saman stuttan lista yfir ferða- bækur sem gætu kom- ið að gagni fyrir þá sem hafa áhuga á. Vegahandbókin Ársrit Útivistar Vötn og Veiði Veiðimaðurinn Ársrit ferðafélaganna Útivistar og Ferðafé- lags íslands, Tímarit- ið Áfangar Einnig er bók Snorra Grímssonar um Gönguleiðir á Hornströndum og Jökulfjörðum nauð- synleg ef ferðinni er haldiðáþessarslóðir. ■ Hluti af því úrvali ferða- bóka sem á boðstólum er í bókabúðum kostur Ferðist áhyggjulaust um Island. Við bjóðum eftirtaldar ferðir í sumar: Askja - Sprengisandur 12 daga tjaldferð. Verð kr. 12.000. Brottför mánudagana 6.13. og 20. ágúst. Öræfi - Kverkfjöll - Sprengisandur, 12 daga tjaldferð. Verð kr. 12.500. Brottför mánudaginn 6. ágúst. Töfrar Suðurlands, 7 daga hótelferð. Verð kr. 9.500. Brottför á fimmtudögum frá 9. ágúst til 13. september. í öllum ferðunum er innifalið: Gisting, fuilt fæði og leiðsögn. Reykjavík - Sprengisandur - Mývatn Alla miðvikudaga og laugardaga í ágúst. Mývatn - Sprengisandur - Reykjavík. Alla fimmtudaga og sunnudaga í ágúst. í Mývatnsferðunum er nestispakki innifalinn. Bókið tímaniega. Allar nánari upplýsingar veitir: Ferdaskrifstofa Guðmundar Jónassonar Borgartuni 34. 105 Reykjavik. simi 83222

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.