NT - 02.08.1984, Blaðsíða 6
1959
ÁRA
1984
Veisla fyrir viðskiptavinina
í tilefni af 25 ára afmæli verslunarinnar bjóöum við
25% AFSLÁTT AF
25 VÖRUTEGUIMDUM í
25 DAGA
KJÖRBÚÐIN
VERIÐ ÁVALLT VELKOMIN.
öCaugcVuáA
MftrAi irkrún 0 Cími 7CC7rt O Q1C7n
Norðurbrún 2 - Sími 3S570 & 82570
Söluturninn Norðurbrún 2 - Simi 82571.
MEGRUN
án mæðu
FIRMALOSS GRENNINGARDUFT
Útsölustaðir:
Reykjavík og nágr.
Árbæjarapotek,
Borgarapotek.
Háaleitisapotek,
Reykjavíkurapotek,
Vesturbæjarapotek,
Lyfjabúðin Iðunn,
Ingólfur Óskarsson,
Laugavegi 69,
Orkubót, Grensásvegi 7,
Orkulind. Brautarholti 22,
Æfingastöðin,
Engihjalla 8, Kóp.,
Apotek Norðurbæjar,
Hafnarfirði,
Þrekmiðstöðin,
Dalshrauni 4, Hafn.,
Sólnes, Austurströnd 1,
Seltjarnarnesi,
Landiði
Elva Ólafsdóttir.
Brimhólabr.31, Vestm.eyj.
Ölfusapotek, Hveragerði,
Álfhildur Steinbjörnsd.,
Reykjabr. 19, Þorlákshöfn,
Erlingur Jónsson,
Hólagata 15, Sandgerði,
Baðstofan Grindavík,
Þel Hárhús, Keflavik,
Apotek Akranes,
Heilsuræktin Borgarnesi.
Partreksapotek, Patreksf.,
Helga Kristinsd.,
Móholt 2, Ísafirði,
Kristín Gunnlaugsd..
Brimnesv. 28, Flateyri,
Siglufjarðarapotek.
Stjörnuapotek, Akureyri,
Apotek Akureyrar,
Blönduósapotek,
Dalvíkurapotek.
Sauðárkróksapotek.
Apotek Austurlands.
Seyðisfirði,
><rvt«intikktin
Dugguvogi 7, sími 35000
PÖNTUNARSÍMI 35000
OKKUR ER ANNT UM HEILSU ÞÍNA
Fimmtudagur 2. ágúst 1984 6
LÚSUGIR
MÖRLANDAR
úr ferðabókum 18. aldar
■ Island er ævintýralegt land í augum margra erlendra ferðamanna.
Eldfjöllin, jöklarnir og hverirnir virðast óþrjótandi undrunarefni
örþreytts stórborgarbúans. Á 18. og 19. öld var landkönnun og
náttúruskoðun vinsælt sport hjá einstaklingum og nýlendusöfnun og
heimsvaldastefnu hjá þjóðum. Hingað til íslands komu ýmsir erlendir
landkönnuðir og náttúruskoðarar á þessum tíma. Þessir ferðalangar
kynntust ekki aðeins náttúruundrum landsins heldur einnig íslending-
um sjálfum, háttum þeirra og siðum. í ferðalýsingum þeirra eru
íslendingar jafnan sjálfhælnir, hjátrúarfullir einfeldningar og hinir
mestu sóðar.
Henry Holland læknir var í leiðangri
skoska aðalsmannsins Sir George
Stewart Mackenzie 1810. Hann segir
í bók sinni „Dagbók í íslandsferð
1810“: „Svipur höfuðborgar íslands -
því að það er Reykjavík - séð frá
sjónum getur á engan hátt orðið
staðnum í vil. Hið eina, sem auganu
mætir, eru nokkur timburhús í óreglu-
legri þyrpingu á sjávarbakkanum, og
að baki þeirra er afkáraleg bygging,
sem kölluð er dómkirkja.“ Leiðangurs-
menn voru kynntir biskupi landsins
og átu með honum morgunverð. „Hið
fyrsta, sem vekur athygli í útliti hans
er, hversu óhemju gildvaxinn hann
er. Má segja að hann sé næstum því
hnöttóttur í laginu. Biskupinn virtist
njóta hins ágæta morgunverðar mjög
vel. Hann er holdugur með fádæmum,
en jafnframt gæddur óvanalegri gaman-
semi oggóðvildarhug. Hr. Fell skýrði
honum frá því, að liann hefði Hutt
með sér ofurlítið afoblátum til kirkju-
legrar þjónustu á íslandi. En biskup
svaraði með hjálp túlksins: „Segið
þessum heiðursmanni, að íslenska
kirkjan hefði einnig getað þegið dálít-
ið af víni,“ og hló hjartanlega við.“
Ólafur Stephensen stiftamtmaður
bauð þeim til sín, en hann bjó í
Viðey. „Ólafur stiftamtmaður tók á
móti okkur í húsdyrum sínum. Hann
er nú gamall maður, gráhærður og
mjög virðulegur í framgöngu. Hann
var klæddur einkennisbúningi
danskra lífvarðarforingja, með þrí-
strendan fjaðurskreyttan hatt, í skarlats-
frakka með axlarskrúði og ýmsu öðru
skrauti, bláum buxum og stígvélum
með silfursprotum. Þetta var embættis-
búningur hans...og klæddist hann
honum við öll hátíðleg tækifæri, en til
þeirra taldi hann heimsókn
okkar...það var ekki erfitt verk að
kynnast skaphöfn hans. Hégómagirn-
in er þar drottnandi eiginleiki, og
mundi hún valda þeim, sem umgang-
ast hann, mikilli skapraun, ef hún
væri ekki miiduð af þeim virðuleika,
sem aldur hans, staða og aðrar kring-
FRÍDAGUR
VERSLUNARMANNA
Árni Björnsson cand. mag. útlistar:
■ „Frídagur verslunarmanna kom
fyrst til sem nokkurs konar sumarfrí
en á þeim tíma tíðkuðust ekki sumar-
frí eins og þau gerast í dag. Hann var
fyrst haldinn 13. september 1894 og
næstu tvö árin í ágúst en þó ekki á
neinum ákveðnum degi. Svo árið
1897 var ákveðið að frídagurinn skuli
haldinn á föstum mánaðardegi
þ.e.a.s. 2. ágúst en það stafar af því
að það var gamli þjóðhátíðardagurinn
frá 1894. Þannig var þetta fram yfir
1930 en þá kemur sú breyting á að
dagurinn er haldinn fyrsta mánudag í
águst.
í fyrstu var dagurinn haldinn að
Ártúni við Elliðaár en síðar var tekið
að fara í skemmtiferðir í nágrenni
Reykjavíkur. Síðan frá árinu 1935 og
fram að síðari heimstyrjöld voru
haldnar samkomur á Þingvöllum. Eft-
ir þann tíma fór frídagur verslunarm-
anna að verða almennur frídagur alls
vinnandi fólks.“