NT - 13.08.1984, Blaðsíða 10

NT - 13.08.1984, Blaðsíða 10
ndur hafa orðið Athugasemd ■ Kristján Sigurðsson lönd- unarmaður hringdi og vildi koma á framfa;ri eftirfarandi athugasemd vegna ummæla Ragnars Júlíussonar hjá BÚR í blaðinu í síðustu viku um að Togaraafgreiðslan hefði verið lögð niður með samþykki allra aðila. Ummæli Ragnarseru helber ósannindi. Hraðfrystistöðin, Karlsefni og Ögurvík voru á móti því að Togaraafgreiðslan yrði lögð niður og báðu BÚR að halda samstarfinu áfram, að minnsta kosti fram til ára- móta. BÚR var hins vegar alfarið á móti og vildi hætta 1. júlí, og þar við sat. Af hverju var Jónas spurður? Samt lifa þær Brúnka og Skjóna Bóndi úr Húnaþingi sendi þessar vísur Hrossaupprekstur í A-Hún Landverndarmaðurinn laumast af stað, og leggur á kaplana fráu. í nótt skal ég reka, því nauðsyn er það að naga upp plönturnar smáu. Ég alltaf skal verja þig íslenska fold, en þú átt mínum hryssum að þjóna. Þó sorfið sé allt oní sanda og mold, samt lifa þær Brúnka og Skjóna. ■ í 184. tbl. NT gaf á að líta viðtöl við ýmsa menn vegna fréttar í Morgunblaðinu um landbúnaðarniöurskurð, og ætla ég ekki nánar út í þá sálma. En það sem vakti furöu mína var að Jónas nokkur Kristjánsson var nteðal þeirra sem spurðir voru álits og hefur það sést í NT áður.einnig um landbúnaðarmál. Minnir Jónas óneitanlega á skrattann í sauð- arlcggnum. Er það því spurning aö ef t.d. pípulagningamaður gaspr- ar og gapir nóg um Iæknisað- gerðir, verður hann þá spurður álits í hvert skipti sem upp- skurður stendur i'yrir dyrum? Margrét H. Steindórsdóttir Stekkum II, Árnessýslu ■ Jónas Kristjánsson Af hverju var gjöf mín ekki rædd? Hr. ritstjóri NT. ■ Vegna yiðtals við Nönnu Hermansson, borgarminj- avörð sem birtist í 'blaði yðar sunnudaginn 5. ágúst iangar mig til að bera frani fyrirspurnir til þeirrar sóma- konu sem nú er á leið úr landi voru. Frú Nanna Hermansson; Hvers vegna var aldrei rætt um „Fjalaköttinn" á stjórnarfund- um Árbæjarsafns frá því ég gaf safninu húsið þann 21. júní 1978 og til áramóta 1978/ 1979?. Á þessu tímabili var mér frjálst að fara með „Fjala- köttinn" á haugana, en ég vildi fremur að hann færi á Árbæjar- safn, sem er ætlað fyrir gömul hús. Var það fræðimannlegur áhugi sem réði gerðum yðar, eða embættislegur yfirgangur og hroki? Af hverju var gjöf mín aldrei rædd á fundum stjórnar Árbæjarsafns á þessu tímabili? Með fyrirfram þakklæti fyrir skírt og greinargott svar. Þorkell Valdiniarsson 1 Þorkell Valdimarsson og Fjalakötturinn Fyrirspurn tii borgarminjavarðar Nönnu Hermansson frá Þorkeli Valdimarssyni: Mánudagur 13. ágúst 1984 10 Nýlendupólitík ■ D.K. Fieldhouse: Econom- ics and Empire 1830-1914. Macmillan 1984. 531 hls. Sú skoðun hefur lengi verið ríkjandi og ekki verið hrakin með gildum rökum, að heims- valdastefnan hafi byggst öðru fremur á efnahagslegum for- sendum. D.K. Fieldhouse, sem er prófessor í sagnfræði í Cam- bridge reynir ekki að hrekja þessa skoðun í bókinni, sem hér er til umfjöllunar. Hann rann- sakar á hinn bóginn einstaka þætti þessara efnahagslegu for- senda og reynir að skýra þá og áhrif þeirra á sögu heimsvalda- stefnunnar og einstakra heims- velda. Fieldhouse skiptir bókinni í þrjá meginhluta. í hinum fyrsta tekur hann til meðferðar efna- hagslegar skýringar, sem settar hafa verið fram á heimsvalda- stefnunni, greinir þær og ber saman við pólitískar forsendur heimsvaldastefnunnar. Jafn- framt fjallar hann um annars- konar skýringar á fyrirbærinu og metur, hve trúverðugur þær séu og hver áhrif þeirra hafi verið. í öðrum og þriðja hluta bókar- innar fjallar höfundur síðan um einstök tilfelli, efsvo má að orði komast. Hann tekur þar til rannsóknar nýlendu- eða heims- valdapólitík Evrópumanna í Afrt'ku, Asíu og á Kyrrahafs- svæðinuátímabilinu 1830-1880, ber saman forsendur og aðferðir einstakra Evrópuþjóða og sýnir, hvernig þær brugðust við í samræmi við ólík viðbrögð þeirra þjóða, sem þær reyndu að brjóta undir vald sitt. Þriðji hlutinn er svo samskon- ar úttekt á ákveðnum svæðum á tímabilinu 1880-1914. í fjórða hluta bókarinnar, stefnir höf- undur loks að niðurstöðu rann- sóknarinnar. Þetta er ákaflega læsileg og vel skrifuð bók og fræði- mennska höfundar traust. Rannsóknaraðferðirnar eru unt margt nýstárlegar og ná tilgangi sínum að því leyti, að hér er skýru ljósi varpað á ýmsa þætti, sem menn hafa gefið næsta lít- inn gaurn áður. í bókarlok er ýtarleg heimildaskrá og bókin er prýdd fjölda korta, taflna og línu- rita, sem auðvelda lesandanum að átta sig á viðfangsefninu. Jón Þ. Þór. Skaftfellingur ■ Skaftfellingur. Þættir úr Austur- Skaftafellssýslu. Ritstjóri og ábyrgðarmaður Friðjón Guðröðarson. 4. árg. 1984. 253 bls. Á undaförnum árum hefur fjölgað mjög þeim ritum íslensk- um, sem gefin eru út af sveit- arfélögum eða áhugamönnum, og fjalla um efni, oftast sögulegt, úr einstökum sveitar- félögum eða byggðarlögum. Skaftfellingur er í hópi slíkra rita og kemur nú út í fjórða sinn. Ekki er mér fulljóst, hvernig á að flokka þetta rit. það er hvorki hreint sögurit né árbók, öllu heldur blanda af þessu tvennu og geymir þó í og með efni af öðrum toga. Ritið hefst á stuttri grein Friðjóns Guðröðarsonar um skipan sýslu- og sveitarfélaga, þá er viðtal við Guðrúnu Snjólfsdóttur, þýðing Flosa Björssonar á Kvískerjum á kafla úr ferðasögu Englendings- ins E.T. Holland úr ferð til Is- lands 1861. Þessu næst koma greinar um Eystrahorn og Ing- ólfshöfða og þá nokkrar greinar um efni úr sögu Austur- Skafta- fellssýslu. Loks eru svo annálar hreppa og skrá um látið fólk austan og vestan fljóta. Eins og þessi upptalning ber með sér, hefur ritið að geyma býsna fjölskrúðugt efni og allar eru greinarnar skemmtilegar aflestrar og skilmerkilegar. Ekki ætla ég mér þá dul að reyna að draga greinarnar í dilka eftir gæðum, endaerslíkt mat jafnan bæði vafasamt og afstætt. Sjálf- ur hafði ég þó mesta ánægju af lestri þriggja greina. Sú fyrsta þeirra er eftir Þorleif Jónsson, Hólum og nefnist „Drög úr sögu Hornafjarðarkauptúns," önnur eftir Einar Braga og nefnist „Skáldin á Hofi,“ og hin þriðja er úr blaðinu Hæni á Seyðisfirði og segir frá heimsfluginu 1924. Aðrir menn munu trúlega meta sumar aðrar greinar í rit- inu meira og fer þar hver eftir sínum smekk, eins og verða vill. Hitt er óhætt að futlyrða, að enginn mun verða fyrir von- brigðum við lestur ritsins. Skaftfellingur er settur og prentaður í Prentsmiðju Horna- fjarðar og fæ ég ekki betur séð, en að það verk sé vel af hendi leyst, en allt útlit ritsins er með ágætum. Jón Þ. Þór.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.