NT - 13.08.1984, Page 11

NT - 13.08.1984, Page 11
Nútímatækni í baráttunni við hjartasjúkdóma aðgerð nú algengasta hjartaað- gerð sem framkvæmd er í Bandaríkjunum - um það bil 165.000 sinnum á ári. f þessari aðgerð er bláæð tekin, yfirleitt úr fótlegg, og grædd við hjarta- æðina fyrir framan og aftan stífluna og myndar þannig framhjáhlaup. Dr. Gerald Austen við Boston’s Massachusetts Gen- eral Hospital segir: „Þessi að- gerð..,lengir líf sjúklinga sem hafa veiklun í vinstri hjarta- slagæðeða veiklun í þrem æð- anna.“ Einfaldara form á framhjá- hleypingu er hjartaþræðing en þá er blöðrucatheter þræddur inn í hjartaæðina og blaðran blásin upp en við það opnast æðin aftur. Þetta á þó einungis við um vægari form lokana á hjartaæðum. Víðtækasta breytingin á undanförnum árum er notkun kældrar kalíum-saltlausnar til aó kæla hjartað á meðan á að- gerð stendur. Kælingin er það mikil að hjartað stöðvast í allt að tvo klukkutíma. „Þessi aðgerð hefur valdið mestri breytingu í hjartaskurð- lækningum á síðastliðnum fimm árum," segir dr. Grant Van S. Parr við læknadeild háskól- ans í Pennsylvaniu. í framlínu skurðlækninga, hjartaflutningum, hefur orðið svo mikil framför að um það bil 100 Bandaríkjamenn fá nýtt hjarta á ári hverju og 70% þeirra lifa lengur en ár eftir að þeir fengu nýja hjartað. Lykilhlutverki í þessari framför gegnir nýtt lyf, cycl- osporin, en það aðstoðar við að bæla ónæmiskerfið gagnvart nýja hjartanu án þess að veikja svörun líkamans gegn sýking- um. Samfara framförum á sviði hjartaskurðlækninga er svo þróun nýrra lyfja sem notuð eru við margs konar sjúkdóm- um allt frá „angina pectoris" og krampakippum í hjartaæð- urn til hás blóðþrýstings og stíflaðra æða. Á þessu sviði eru helstir hinir svokallaðir „beta blokk- erar,“ en þeir komu frarn á sjónarsviðið fyrir næstum tíu árum og voru ætlaðir til notk- unar gegn hjartaóreglu og eru nú notaðir gegn „angina“ og of háum blóðþrýstingi. Þessi lyf hafa einnig reynst vel til að fyrirbyggja seinni hjartaáföll. Einnig hefur nýr flokkur lyfja rutt sér til rúms á síðast- liðnu ári, en það er „kalsíum blokkerar" og hafa þeir verið notaðir við „angina." Kals- íumjónir gegna hlutverki efna- fræðilegra boðbera í líkam- anum og fá blóðæðar til að dragast saman en það veldur sársauka í brjóstholi. „Kals- íum blokkerar" deyfa sárs- aukann með því að hindra aðgang kalsíumjóna að æðar- veggjunum. Fjöldahreyfingar um heilsu- gæslu ýta undir þessa öru þró- un lyfja sem slá á háan blóð- þrýsting, sjúkdóm sem hrjáir milljónir manna um heim allan og hefur aukið verulega hætt- una á alvarlegum hjartasjúk- dómum. „Fyrir tíu árum voru einungis 5 lyf sem hægt var að beita gegn háum blóðþrýst- ingi," segir dr. Arthur Hull Hayes, jr. hjá U.S. Food and Drug Adminidtration. „Núna eigum við völ á að minnsta kosti fimmtíu.“ Um leið og dánartíðni af völdum hjartasjúkdóma held- ur áfram að minnka horfa læknarogsjúklingarvonaraug- um til rannsóknarstofana sem koma munu með framfarirnar á þessu sviði. Gervihjartað er talið fyrsta skrefið til nýrra læknavísinda sem kljást munu við hjartasjúkdóma með nýj- ustu og fullkomnustu tækjum sem völ verður á. - Þýtt með leyfi úr U.S. News & World Report Mánudagur 13. ágúst 1984 11 ■ Læknar í Bandaríkjunum eru þáttakendur í iæknisfræði- legri byltingu varðandi með- höndlun á einum banvænasta sjúkdómi manna. Háþróaðar skurðaðgerðir allt frá „coronary bypass" (framhjáhleypingu hjartaæða) til hjartaflutninga, ný lyf og ný notkun eldri lyfjategunda, tækjabúnaður geimaldar og fyrirbyggjandi aðgerðir, allt hef- ur þetta stuðlað að lengri og betri ævi sjúklinga með hjarta- sjúkdóma. „Á einungis tíu árum hefur aldurslagfærð dánartíðni sjúkl- inga með hjartasjúkdóma lækkað um 25% og um 45% fyrir sjúklinga sem fengið hafa hjartaáfall,1' segir dr. Peter Frommer við U.S. National hjarta- lungna- og .blóðstofn- unina í Bethesda í Maryland. Á sviði skurðlækninga hefur framförin orðið við tilkomu „coronary bypass" og er sú' I Dr. William Devies við læknadeild háskólans í Utah ber saman gervihjarta og kennslulíkan af venjulegu hjarta. Læknar við sjúkrahús um öll Bandaríkin notast við nýjustu og fullkomnustu tækni - frá hjartaflutningum til öflugra nýrra lyfja - til að tryggja sjúklingum með hjartasjúkdóma leneri og betri ævi. Myndin er frá Press & Publications Service. Fiskatónlist ■ Fiskarnir ræða málin sín á milli þegar þeir sveima um í hafdjúpunum. En vegna þess að við skynjum ekki boð þeirra heyrum við ekki til þeirra og teljuni þá því hafa lítil sam- skipti. Nýlegar rannsóknir hafa þó sýnt fram á að þar fara menn vilíir vegar því fiskarnir koma boðum auðveldlega sín á milli og ekki nóg nteð það heldur hefur hver tegund sína mállýsku. Hvalirnir eru for- söngvararnir og síðan tekur kór hafdjúpsins við að semja bakgrunnstónlistina. Hver tegund fiska notar ákveðna tíðni og getur stillt hana af eftir umhverfi sínu og kyni, einnig getur einstak- lingur innan hverrar tegundar fært til tíðnissvið sitt allt að 15% þegar hann er í grennd viö einstaklinga sinnar tegund- ar. Þetta gerir hann til að trufla ekki boð hinna fiskanna. Fyrst var talið að einungis rafmagnsfiskar gerðu þetta en fljótt kom í Ijós að svo var ekki. Áðrar fisktegundir beittu hljóðum sem myndast við notkun vöðva. Slík hljóð eru innbyggðir boðberar um atferli fisksins. Og því einnig svanasöngur karlfisksins um fengitímann. Ekki eru þessir innbyggðu boðsendar alltaf til góðs því hákarlar hafa nefni- lega einnig næm eyru, ef eyru skal kalla. Líkt og pirana-fisk- arnir grimmu greina hákarlar ástand þess sem syndir á hljóð- um þeim sem vöðvarnir gefa frá sér og séu hljóðin einkenn- andi fyrir umbrot og erfiði þá má búast við að nokkrir vin- gjarnlegir ránfiskar verðj komnir á staðinn innan örfárra mínútna. Fyrir tónlistarunnendur má benda á að með réttu vali á hitabeltisfiskum og notkun rétts hitastigs má fá indælis einkahljómsveit, eða svo segir Mark Ferguson yfirfiskeldis- maður hjá Thomas Wayland- Voughan Aquarium Museum í La Tolla, Californiu í Banda- ríkjunum. Hann hefur haldið tónleika með nokkrum af gull- fiskum sínum og voru þeir allir með rafmagnshljóðfæri (raf- magnsfiskar). Hljómleikarnir voru haldnir í tónleikasal Há- skólans í San Diego. Við þessa hljómleika var notast við 20(1 lítra ker og voru rafnemar látnir síga niður í búrið. Þeir voru svo tengdir við magnara- kerfi og létu hlustendur vel af hljóðunum við þessar aðstæð- ur. Það má því kannski búast við að fleiri slíkar hljómsveitir komi fram á sjónarsviðið á næstunni og nái jafnvel vin- sældum. Athyglisverðasta staðreynd- in er þó sú að fiskar stvðjast að miklu leyti við slík hljóð og rafboð, til þess aö koma boð- um sín á milli. Þesserað vænta að fiskatorfur gefi frá scr vold- ugan samsöng og séu þessar kcnningar um mismunandi söng fiskanna réttar þá má búast við að í framtíðinni verði einn maður við hlustunartæki á hverju veiðiskipi og hlusti eftir næstu torfu. ■ Áhangandi hlustar á hljómsveitina sína. Mánudagur 13. ágúst 1984 i i i i i 2 m< ö> c £ sö> ■D' i i l i i i Með því 0) Z3 3 n 0« </> 3 ;■» 0 I 0) 3 <Q o* 3 q Cs o> 5 JSto i i i 1 i i að fylla út S </> (d v) & a> o K)<q S o 2 i i i 1 l i þennan c 3 u> 0) 0* c 3 N II) -s a “ ? «r' K, ■ i ■ i i _ J I seðil getur Q. n' W T ■n 3 &> Q _ N O* ^ § PT 01 <q S' r* pt i i i ■ þú fengið ? 3" * ■ ■ i i • sent til þín ^ í 5 <D Q>' S Ox i i i i ■ nýtt eintak t S' 2 'xr 5 £2: S, i i i' i i ■ af NT hlaó- Qj \ L 3 5: a> o. ^ 0 o (Q i ■ i i ■ ið fréttum S O y <6 z s • i i i, i i i á hverjum H 0) ? “ 3 « i i ■ i i i i i i degi.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.