NT - 13.08.1984, Blaðsíða 13

NT - 13.08.1984, Blaðsíða 13
Mánudagur 13. ágúst 1984 13 ■ Ferlimál og farartxkjamál e Samkvæmt greinargerð er fylgdi frumvarpinu er það augljós vilji flutnings- manna að þessi breyting nái til allra sem fá svo kallaða hærri eftirgjöf, en geta þó ekið sjálfir. 2. Þingið beinir þeirri áskorun til Tryggingastofnunar ríkisins, að lán til kaupa á bifreiðum fatlaðra verði að m.k. kr. 90.000,- miðað við verðlag í júní ’84. Láns- upphæð fylgir almennum verðhækkunum og verði vaxtalaus. Við lánveitingu verði tekið sérstakt tillit til þeirra sem kaupa bifreið í fyrsta sinn. 3. Ef fötlun viðkomandi hefur breyst á leyfistímabilinu og bifreiðin verður þess vegna ekki nothæf að mati læknis og/eða ökukennara verði endurveiting heimil að nýju. 4. Þingið skorar á Trygginga- stofnun ríkisins að greiða að fullu öll hjálpartæki sem fatlaðir þurfa að nota í bifreiðar sínar. Vekja ber sérstaka athygli á því að nú greiðir Tryggingastofnun ríkisins aðeins hluta í sumum hjálpar-tækjum í bifreiðar og hefur alfarið hafnað að greiða nokkuð í öðrum. Fyrir þá sem þess þurfa eru aflhemlar, sjálf- skipting og vökvastýri nauðsynleg öryggistæki. 5. Þingið beinir þeirri áskorun til fjármálaráðherra og sveitastjórna, að beita sér fyrir því, að reksturskostn- aður og afskriftir bifreiða þeirra öryrkja sem fötlunar sinnar vegna þurfa á bifreið að halda, verði frádráttar- bær til álagningar útsvars og tekjuskatts. Lög og reglugerð þar að lútandi verði settfyrirn.k. áramót. 6. Þingið skorar á bæjar-, og sveitastjórnir og einkaað- ila, að gera þjónustu al- menningsvagna þannig úr garði að fatlaðir geti notið hennar. 7. í Ijósi þeirrar reynslu sem fengist hefur af þeim tal- stöðvum sem Trst. rík. greiðir skorar þingið á stofnunina að greiða bíla- síma í bifreiðar þeirra sem mest eru hreyfihamlaðir. 8. Þingið skorar áTrst. rík. að greiða ökukennslu fyrir þá sem nauðsynlega þurfa á bifreið að halda vegna fötlunar sinnar. i ákaflega mikilvæg og brenna þungt Trygginga- og lífeyrismál: 1. Þingiðlýsirstuðningisínum við framkomið frumvarp um breytingu á 12. grein 3. máls- greinar almannatryggingalaga um áfrýjunarrétt öryrkja á úrskurði tryggingayfirlæknis (lög no. 67/1971). 2. Þingið telur mikið ósant- ræmi og ósanngirni í núverandi úthlutunarreglum um bensín- styrk, þar sem t.d. ellilífeyris- þegar geta fengið bensínstyrk án nokkurs tillits til tekna, en hreyfihamlaðir og aðrir öryrkj- ar, sem fara yfir ákveðið tekju- mark, fá engan stuðning til reksturs bifreiðar sinnar. Þing- ið hvetur til þess að bensín- styrkur verði greiddur til sem háðir eru bifreið til að geta borið sig um, án tillits til tekna. 3. Þingið mótmælir harðlega þeirri gífurlegu hækkun sem orðið hefur á kostnað við lyfja- og læknisþjón- ustu. 4. Þingið varar harðlega við öllum hugmyndum um „sjúklingaskatt og hvers- ___konar öðrum álögum, sem kæmu harðast niður á tekju- minnstu aðilum þjóðfélags- ins. 5. Þingið telur að örorkulíf- eyrir og óskert tekjutrygg- ing eigi aldrei að vera lægri en sem nemur lögboðnum lágmarkslaunum. Örorku- —- lffeyrir verði þó aldrei lægri en 40% af þeirri upphæð. 6. Þingið leggur áherslu á að meðfylgjandi breyting verði gerð á 14. gr. til samræmis við 73 gr. almannatrygg- ingalaga: Sé barn við nám eða í starfsþjálfun getur barnalífeyrisgreiðsla staðið til 20 ára aldurs þess, en barnalífeyrir er aldrei greiddur lengur en til 18 ára aldurs. 7. Þingið ályktar, að örorku- lífeyrisþegnar verði að geta setið við sama borð og aðrir, er þeir komast á ellilaunaaldur, þess vegna hækki Alþingi örorkulífeyri um 2% frá 1. janúar 1985, sem renni beint í lífeyris- sjóð, og verði samið um starfssvið sjóðsins. Heil- brigðis- og Tryggingamála- ráðuneytiö skipi einn mann, Öryrkjabandalag íslands einn mann og Alþingi einn mann, til að semja lög sjóðsins. Félagsmál: 1. Félagsleg endurhæfing og starf í tengslum við hana á fötluðum. verði forgangaverkefni næsta starfstímabils. Til að vinna að henni verði haldin eftirfarandi námskeið: Námskeið fyrir aðstand; endur fatlaðra barna. Fyrsta námskeiðið verði haldið í Ölfusborgum eða Munaðarnesi eigi síðar en í október. í kjölfarþessverði haldin námskeið víðar um landið. Námskeiðið verði haldið í samvinnu við Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra og Þroskahjálp. Námskeið í táknmáli fyr- ir Sjálfsbjargarfélaga og kennara í grunnskólum, jafnframt verði tekin upp kennsla í táknmáli í ein- hverjum bekkjum grunn- skóla til reynslu og vísast þar til 2. mgr. 25. gr. laga nr. 41/1983 um málefni fatl- aðra. Kynfræðslunámskeið með sérstöku tilliti til fatl- aðra a.m.k. einu sinni á ári. 2. Komið verði á kynningu á hjálpartækjum sem víðast um landið. Leitað verði samvinnu við Svæðisstjórn- ir, Hjálpartækjabankann og aðra aðila er vinna að þeim málum. Fyrsta kynn- ing verði haldin í október- mánuði í húsakynnum Örva, verndaðs vinnustaðar í Kópavogi, sem býður upp á hentuga og skemmtilega aðstöðu. Vegna kynningar annars staðar á landinu bendum við á heilsugæslust- öðvar og húsakynni Sjálfs- bjargarfélaganna. 3. Önnur námskeið, ýmist svæðisbundin eða fyrir landið allt, s.s. um félags- mál, námsráðgjöf, heimilis- hald, sparnaði í heimilis- rekstri, atvinnumál og leiðir í þeim. 4. Unnið verði skipulega að því að ná til nýlega fatlaðs fólks, t.d. á Grensásdeild Borgarspítalans, til að veita því aðstoð og virkja það í starfi samtakanna s.s. með þáttöku í námskeiðum og félagsmálastarfi. 5. Efla þarf sameiginlegt félags- starf ungs fatlaðs og ófatlaðs fólks. 6. Þingið felur framkvæmda- stjórn og félagsdeildum að hafa samband við félags- málaráð bæjar- og sveitar- stjórna og knýja á um að fatlaðir eigi kost á húshjálp og heimahjúkrun á kvöldin og um helgar. 7. Gera þarf fötluðum kleift að komast í sumarleyfi og ferðast innanlands sem utan. í þessu skyni skal unnið að því að orlofshús verði aðgengileg í öllum orlofsbyggðum og kynna þarf fötluðum þau hús sem þegar eru aðgengileg. Þá leggur þingið til að Sjálfs- björg l.s.f. leiti samvinnu við Ferðamálaráð íslands um leiðir til þess að opna gistihús landsins hreyfi- hömluðu fólki. Einnig felur þingið framkvæmdastjórn að kanna möguleika á orlofsdvöl fyrir fatlaða, t.d. með svipuðu sniði og orlof húsmæðra. 8. Þingið skorar á ríkisstjórn og sveitarstjórnir að stuðla að byggingu sundlauga við endurhæfingar og ljúka þeim byggingum sem byrj- að er á, og er þá sérstaklega bent á væntanlegar sund- laugar við Landspítalann, Grensásdeild Borgarspítal- ans í Reykjavík og við Endurhæfingastöð Sjálfs- bjargar á Akureyri. f framkvæmdastjórn til næstu tveggja ára voru kjörin: Formaður: Theodór A. Jónsson, Seltjarnarnes Yaraformaður: Jóhann Pétur Sveinsson, Reykjavík Ritari: Kristín Jónsdóttir, Reykjavík Gjaldkeri: Vikar Davíðsson, Reykjavík Meðstjórnandi: Valdimar Pétursson, Akureyri Varamenn: Guðmundur Hjaltason, Akur- eyri, Valgerður Guðjóns- dóttir, Grindavík, Helga Axelsdóttir, Neskaupstað. Ólöf Ríkarðsdóttir og Sigur- sveinn D. Kristinsson, sem átt höfðu sæti í framkvæmda- stjórn gáfu ekki kost á sér til endurkjörs. Landssambandsstjórn er þannig skipuð: Reykjavík: Trausti Sigurlaugsson Austurl.: Unnur Jóhannsdóttir Stykkish.: Lárus Kr. Jónsson Akranes: Halldór Sigurðsson Húsavík: Árni Björn Þorvaldsson Suðurn: Friðrik Ársxll Magnússon ísafj.: Messíana Marsellíusdóttir Bolungarvík: Jóhann Kristjánsson Vestm.eyjar.: Arnmundur Þorbjörnsson Árnessýsla: Pálína Snorradóttir Akureyri: Snxbjörn Þórðarson Sauðárkr.: Branddís Benediktsd. Siglufj.: Valey Jónasdóttir Blönduós: Guðmundur Klemenzson Málsvari frjálslyndis,; . samvinnu og félágshyggju Útgefandi: Nútíminn h.f. Ritstjórar: Magnús Ólafsson (ábm) og Þórarinn Þórarinsson Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. . Kvöldsímar: 686387 og 686306. Verð í lausasölu 25 kr.og 30 kr. um helgar. ÁcLrift 97«; Lr Setnihg og umbrot: Tæknideild NT. ^ Prentun: Blaðaprent hf. Pennastrikið ■ Sviss og ísland hafa verið meðal fárra landa í heim- inum þar sem ekki hefur verið atvinnuleysi. í Sviss hefur ekki verið teljandi verðbólga, en meiri hér en víðast annars staðar. Ólíkar stefnur í peningamálum ráða hér tvímæla- laust miklu. Svisslendingar fylgja þeirri stefnu í pen- ingamálum, að meginmáli skipti að halda verðgildi peninganna sem stöðugustu, og hafa því vextina lága. Islendingar hafa í tvo áratugi fylgt þeirri stefnu í peningamálum, að leysa efnahagslegan vanda til bráða- birgða með gengissigi og gengisfellingu, en reyna að rétta hlut sparifjáreigenda með háum vöxtum. Þegar verðbólgan var að halda hér innreið sína á síðari heimsstyrjaldarárunum, vöruðu Framsóknar- menn mjög við henni og hvöttu til þess, að róttækum ráðum yrði beitt til að koma í veg fyrir hana. Einn orðhagur andstæðingur Framsóknarflokksins taldi þessar áhyggjur ástæðulitlar. Ef atvinnuvegirnir kæmust í vanda vegna verðbólgunnar, væri hægt að ráða bót á því með einu pennastriki. Það voru ekki allir, sem áttuðu sig á því þá, hvað hann átti við, en að sjálfsögðu átti hann við það, að hægt væri að fella gengið með einu pennastriki. Þetta þótti þá ekki álitleg leið og Islendingar voru tregir til að beita pennastrikinu. Islendingar höfðu reynt eftir fyrri heimsstyrjöldina, að óstöðugt gengi og fallandi var ekki eftirsóknarvert ástand. Til að festa verðgildi gjaldmiðilsins hafði sú hamla verið sett, að ekki mætti breyta genginu, nema með sérstöku samþykki Alþingis. Á árinu 1961 var gerð örlagarík breyting á skipan peningamála. Þá höfðu efnahagsaðgerðir viðreisnar stjórnarinnar svonefndu, sem gerðar voru árið áður, haft mikla kjaraskerðingu í för með sér, m.a. vegna þess, að stjórnin hafði sett lög, sem bönnuðu vísitölu- bætur á laun. Verkalýðshreyfingunni tókst sumarið 1961 að knýja fram 11% kauphækkun. Ríkisstjórnin taldi þessa kjarabót of mikla. Hún setti því bráðabirgðalög, sem fólu tvennt í sér. í fyrsta lagi var gengisskráningarvaldið tekið úr hönd- um Alþingis og fært til Seðlabankans, sem þó þarf að hafa samráð við ríkisstjórnina um beitingu þess. í öðru lagi var gengi krónunnar fellt. Síðan umrædd bráðabirgðalög voru gefin út og staðfest af þingmönnum viðreisnarstjórnarinnar, hefur hlaupið mikið fjör í gengisfellingar á íslandi. Þær hafa orðið hér fleiri og meiri á þessum tíma en annars staðar í Evrópu. Pennastriksleiðin hefur verið ríkjandi lausn, þegar útflutningsatvinnuvegirn- ir hafa verið komnir í vanda sökum verðbólgu. Verkalýðssamtök og atvinnurekendur hafa gert óraunhæfa kaupgjaldassamninga. í trausti þess, að hægt væri að beita pennastrikinu, ef atvinnuvegina ræki í strand. Pennastriksleiðin er að því leyti auðveld leið, að hægt er að framkvæma hana með pennastriki. Aðrar leiðir eru miklu erfiðari í framkvæmd. Þess vegna er örðugra að ná stjórnmálalegu samstarfi um þær. En þær eru líklegar til að gefa betri raun, þegar til lengdar lætur. Gengisfelling íeysir aðeins vanda atvinnuveganna til bráðabirgða. En bráðlega fylgir aukin verðbólga í kjölfar hennar og hinna háu vaxta, sem hún framkallar. Núverandi ríkisstjórn gerir nú tilraun til þess að víkja frá pennastriksleiðinni og fylgja fordæmi Sviss- lendinga.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.