NT

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

NT - 13.08.1984, Qupperneq 23

NT - 13.08.1984, Qupperneq 23
 Ími/mvhii Twwnrnr Samúel Örn Erlingsson (áb), Björn Leósson, Þórmundur Bergsson, Sveinn Agnarsson w ■ Jón G. Bjarnason og félagar í KR léku mjög vel gegn Liverpool í gær. Hér er Alan Kennedy til varnar, en sóknarmenn KR léku Liverpool vörnina oft grátt í lciknum. NT-mynd: SvLrrir Liverpool náði jöfnu - gegn KR í Laugardalnum - stórgóður leikur KR-inga ■ Leikur KR og Liverpool á Laugardalsvelli í gærdag er einhver besti knattspyrnu- leikur sem lengi hefur verið lcikinn á vcllinum, þrátt fyrir að hann væri mjög þungur og blautur, eftir úrhellið að undanförnu. Lokatölur leiks- ins 2-2, eftir að staðan í hálfleik var 1-0 KR í vil. KR-ingar voru einnig fyrri til að skora í síðari ■ „l’aðvarákaflegagam- an að horfa á eftir boltan- um tvívegis í nctið hjá Liverpool" sagði Gunnar Gíslason hetja KR-inga í gær. „Mér fannst það þó ekk- ert erfiöara að skora hjá Grobbelaar en einhverjum öðrum markverði. Þessi úrslit fínnast mér sanngjörn, þegar á allt er litið, við áttum topp fyrri háifleik, en þeir voru meira með boltann." Gunnar varð fyrir mciðslum í leiknum í gær og var borinn af leikvelli. Meiðslin eru í liðþófa í hné og verður Gunnar að hvfla háldeiknum og komust því í 2-0, leikmenn Liverpool náðu hinsvegar að jafna áður en leiktíminn var á enda. Hinir heimsfrægu leikmenn Liverpool voru hressir framan af leiknum og mun meira með boltann en KR. Þeir komust nokkrum sinnum í þokkaleg færi, en nýttu þau ekki. Á 17. mínútu skapaðist sig í nokkra daga áður en hann getur farið að reyna á fótinn. Það er því óvíst að hann leiki með KR-ingum í leiknum gegn KA á mið- vikudag. „Þeir voru grófir“ „Ég er ánægður með þessi úrslit því við vorum hræddir um að fá skell", sagði Hólmbert Friðjóns- son þjálfari KR í samtali við NT eftir leikinn í gær. „Við lékum fyrri hálf- leikinn mjög vel, en þegar leikmenn Liverpool fóru að láta stöðuna fara í taug- arnar á sér og fóru að leika gróft, hrundi liðið hjá okkur. nokkur hætta í vítateig Liver- pool. Jón G. Bjarnason lék upp vinstri kantinn og gaf bolt- ann inní vítateig á Agúst Má Jónsson. Agúst hugðist láta boltann fara áfram á Sæbjörn Guðmundsson, en Liverpool vörnin sá við þeim leik og hreinsaði frá. Eftir þetta færi fóru KR-ingarnir að átta sig á því að þeir gátu líka átt sín færi, ekkert síður en Englands- meistararnir. KR náði síðan forystunni á 22. mín. Sævar Leifsson gaf boltann inní vítateig á Ágúst Má, sem virtist í upplögðu færi til að skjóta á markið. í stað þess gaf Ágúst áfram á Gunnar Gíslason sem þrumaði í markið, óverjandi fyrir Bruce Grobbelaar markvörð, 1-0 fyrir KR. Fjórum mín. síðar sluppu Englandsmeistararnir heldur betur með skrekkinn. Jón G. Bjarnason skaut lúmsku snún- ingsskoti að marki Liverpool, frá vítateigshorninu vinstra megin. Boltinn stefndi í vinkil- inn, fjær, en þversláin varð til þess að bjarga Liverpool. Vel að verki staðið hjá Jóni. Leikmenn Liverpool. sem alltaf voru meira með boltann, fengu tækifæri til að jafna á 27. mín. en Ronnie Whelan skall- aði rétt framhjá eftir góða r fyrirgjof frá David Hodgson. Sæbjörn Guðmundsson. besti maður vallarins í gær, átti gott skot rétt framhjá marki Liverpool á30. mín. ogfélagar hans þeir Willum Þórsson og Gunnar Gíslason áttu einnig góð skot aö marki Liverpool, áður en flautað var til hálfleiks, en Grobbelaar var vel á verði og varði vel. KR-ingar virtust ekkert á því að gefa sinn hlut í síðari liálfleiknum og Grobbelaar þurfti að taka á honum stóra sínum strax í upphafi, er hann sveif út í teig og bægði hætt- unni frá eftir fyrirgjöf frá Willum Þórssyni. Á 59. mín. var John Wark mikill klaufi að skora ekki þegar hann fékk boltann frír inní teig, en hann áleit sig rangstæðan, eins og flestir aðrir, og hikaði við. Fyrir vikið náðu varnarmenn KR að bægja hættunni frá. Mínútu síðar bættu KR-ing- ar öðru marki við. Gunnar Gíslason komst einn í gegn og fann leiðina framhjá Grobb- elaar, sem kom hlaupandi út á móti honum. Skot Gunnars lenti í Grobbelaar og snérist síðan í markið. 2-0 fyrir KR. Leikmönnum Liverpool fór nú ekki að lítast á blikuna, eftir síðara markið og harka þeirra og ákveðni jókst til mik- illa muna. Á 61. mín. skall hurð nærri hælum við mark KR, cr Hodgson skallaði rétt vfir markið. Mínútu síðar kom svo að því að Liverpool skoraði. Michael Robinson skaut hörkuskoti frá vítateig KR og boltinn hafnaði uppí vinklin- um vinstra megin. Óverjandi fyrir Stefán í markinu. Eftir markið var Stefáni skipt út af fyrir Halldór Pálsson. Þá kom Björn Rafnsson einnig inná fyrir Jón G. Bjarnason. Sjálfsagt að gefa- mönnum tækifæri í æfingaleik. John Wark átti skot fram hjá marki KR tveimur mínút- um síðar, en þá varði Halldór vel. Enn skiptu KR-ingar um leikmann og nú kom Stefán Pétursson inná fyrir Jakob Pét- ursson, sem átt hafði góðan leik. Halldóri markverði KR urðu á slæm mistök á 75. mín. sem kostuðu mark. Hann fékk dæmt á sig tvígrip inní mark- teignum og Liverpool fékk því óbeina aukaspyrnu. Spyrnuna tók Kenny Dalglish og renndi hann boltanum á Phil Nicl sem skoraði með þrumuskoti í blá hornið. Á 78. min. urðu tveir leik- menn KR að yfirgefa völlinn sökum meiðsla. GunnarGísla- son var borinn útaf eftir að hann meiddist á hné og Jó- Sagt eftir leikinn: ■ „Ég er ánægður með þessi úrslit miöað við að við erum að byrja okkar keppnistímabil" sagði Joe Fagan framkvæmda- stjóri Liverpool í samtali við NT eftir leikinn. „KR-liðið kom mér á óvart, þetta er gott lið af áhugamönnum að vera, en við gerum okkur jafn- teflið fullkomlega að góðu. Það voru sann- gjörn úrslit í þessum leik. Eg treysti mér ekki til þess að dæma um getu cinstakra lcikmanna KR- inga, en liöiö lék vel sem lið." „Við erum ekki komnir á skrið ennþá. keppnis- tímabilið er ekki hafíð og því eru úrslit þessa leiks ekkert slæm fyrir okkur" sagði Joe Fagan fram- kvæmdastjóri Liverpool í samtali við NT eftir leikinn í gær. stcinn Einarsson fékk skurð á augabrún, cftir að Ian Rush gaf honum olnbogaskot.Harka Liverpool var orðinn fullmikil og greinilegt að Liverpool leik- mönnum líkaði illa að fá mót- spyrnu frá áhugamönnutium úr Vesturbænum. Inná fyrir þá Gunnar og Jóstein komu þeir Óskar Ingimundarson og Siguröur Helgason. Ekki tókst Liverpool að skora á þeim tíma sem eftir var þrátt fyrir varalið KR væri kom- ið inná völlinn. Þeir sóttu þó fast cn vörn KR brást ekki. Endapunktinn á góðan leik setti Sævar Leifsson, er hann hirti boltann af tánum af Phil Niel.-sem kominn var í skot- færi inní vítateig, laglega gert hjá Sævari. Jafntefli var því staðreynd, 2-2. Bestu menn í góðu liöi KR voru þeir Sæbjörn Guðmunds- son, Gunnar Gíslason, Jón G. Bjarnason og Sævar Leifsson, en aðrir leikmenn KR áttu einnig góðan dag, sérstaklega í fyrri hálfleik. Hjá Liverpool voru þeir Hodgson og Whelan góðir og Gillespie og Dalglish voru einn- ig nokkuð góðir. Aðrir leik- menn voru ekki áberandi, hvorki góðir né slakir. Dómari leiksins var Sævar Sigurðsson og línuverðir voru þeir Eysteinn Guðmundsson og Gísli Guðmundsson. Sagt eftir leikinn: „Gaman að skora“

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.