NT


NT - 13.08.1984, Side 25

NT - 13.08.1984, Side 25
________________Mánudagur 13. ágúst 1984 25 íþróttir QQp Kanarunnu körfuna ■ Bandaríska körfu- knattleiksliðið á Ólympíu- leikunum vann um helg- ina gull á leikunum með því að sigra Spánverja í úrslitaleik með 96 stigum gegn 65. Staðan í hálfleik var 52-29 bandaríska lið- inu í vil. Michael Jordan skoraði að venju mestfyrir Bandaríkin eða 20 stig og Wayman Tisdale skoraði 14. Sam Perkins var sterkur í fráköstunum og hirti alls 7 fráköst. Gullið er því Banda- ríkjanna, en Spánverjar hljóta silfrið. Júgóslavar höfðu áður tryggt sér bronsið með sigri á Kan- ada, 88-82. Kanada varð því í fjórða sæti. ítalir urðú í fimmta sæti á leikunum með sigri á Uruguay, 111-102. Urug- uay cr því í sjötta sæti. Til úrslita um sjöunda sætið léku Ástralir og V- Þjóðverjar. Ástralir sigr- uðu 83-78 og urðu því í sjöunda sæti en V-Þjóð- verjar urðu á áttunda sæt- inu. ■ Michael Jordan Kringlukastið á ÓL: Danneberg vann ■ V-Þjóöverjinn Rolf Danne- berg sigraði í kringlukastkeppni Ólympíuleikanna. Hann kast- aði lengst 66.60m. Silfurverð- launin hlaut Mac Wilkins frá Bandaríkjunum, hann kastaði 66.30m og bronsið hlaut John Powell frá Bandaríkjunum, sem kastaði 65.30m. Norðmað- urinn Knut Hjaltnes varð í fjórða sæti með 65.28m. Fimmti í kringlukastinu varð Art Burns Bandaríkjunum með 64.98m. Sjötti varð Alwin Wagner V-Þýskalandi með 64.72m. Sjöundi varð Luciano Zerbini með 63.50m. Áttundi varð Stefan Fernholm með 63.22m. Níundi varð Erik De Bruin frá Hollandi með 62.32m og tíundi varð Bretinn Bob Weir með 61.36m. Meyfarth vann aftur gullið ■ Ulrike Mayfarth frá V- Þýskalandi vann sinn annan sigur í hástökki á Ólympíu- leikum um helgina. Það var í Múnchen 1972 að Meyfarth sigraði í hástökkinu, þá aðeins 16 ára gömul. Um helgina stökk hún 2.02 m í hástökkinu og varð Ólympíumeistari. Silf- urverðlaunin vann gamla há- stökksfrúin frá Ítalíu, Sara Simeoni, hún stökk 2.00 m. Bronsverðlaunin hlaut Joni Huntley frá Bandaríkjunum, en hún stökk 1.97 m. I fjórða sæti varð Maryse Ewanje-Epee frá Frakklandi, en hún stökk 1.94 m. í fimmta sæti varð Debbie Brill frá Kanada stökk l. 94 m. Sjötta varð Vanessa Browne frá Ástralíu stökk 1.94 m. Sjöunda varð Dazhen Zheng frá Kína, en hún stökk 1.91 m. Áttunda varð Lousie Ritter frá Bandaríkjunum, en hún stökk 1.91 m. Grátur og gnístan tanna á ÓL: ■ Þessi mynd er tekin sekúndubroti eftir að þær Decker og Budd rákust saman. Stuttu síðar féll Decker, en Budd gat haidið áfram. Hvor átti frumkvæðið að snertingunni Decker eða Budd? Símamynd: Polfoto Mjög sögulegt Ulrike Mayfarth sigraði í hástökki. 3000m hlaup kvenna á ÓL Stuttgart tapaði ■ V-þýsku meistararnir í knattspyrnu, Stuttgart iéku um helgina æfinga- leik gegn brasilíska liðinu Gremio Porto. Brasilíska liðið sigraði í leiknum 4-2 Mörk Germio Porto skoruðu Renato 3 og Tar- cisco 1. Fyrir Stuttgart skoruðu Thomas Kempe og Jörgen Klinsmann. Tvöfaldur rúmenskur sigur ■ Það voru rúmenskar stúlkur sem stóðu uppi sem sigurvegarar eftir langstökkskeppnina á ÓL. Sigurvegari varð Anisoara Stanciu og í öðru sæti varð Vali Ion- escu. Stanciu stökk 6,96m en Ionescu 6,81m. í þriðja sæti varð svo breska stúlkan Susan Hearnshaw að nafni, hún stökk 6,08m. Bandarísku stúlkurnar Jackie Joyner, systir Al Joyner þess er vann lang- stökk karla og Carol Lewis systir Carl Lewis náðu sér ekki á strik i úrslitakeppninni. ■ Það átti eftir að verða sögulegt 3000m hlaup kvenna á Ólympíuleikun- um í Los Angeles. Mikil spenna ríkti fyrir hlaupið og Bandaríkjamenn bundu miklar vonir við Mary Decker heimsmeistara í greininni. Aðalkeppi- nautur hennar í hlaupinu var talin hin s-afríska Zola Budd sem keppir nú fyrir Bretland, en hún er aðeins 18 ára gömul. En keppni þeirra lauk þegar hlaupið var um það bil hálfnað. Zola Budd leiddi hlaupið og Mary Decker hljóp fyrir aftan hana. Skyndilega féll Decker á brautina og valt út í grasið inní hringnum á vellinum. í fallinu greip hún með sér númerið af baki Zolu Budd. Hvað gerðist, hverjum var það að kenna. Svör við þessum spurningum fást sennilega aldrei, en líklega á þetta atvik eftir að valda mönnum hvað mestum vangaveltum og lifa í minn- ingu fólks um Ólymp- íuleikana í Los Angeles 1984. Mary Decker brast í grát eftir fallið og kenndi Lukinvann ■ Dean Lukin, Astra- líu, reyndist sterkastur í yfirþungavigtarflokki (yfir 110 kg ) í lyftingum og hreppti gullverðlaun- in. Hann lyfti samanlagt 412,5 kg , en Mario Mar- tinez, Bandaríkjunum, kom fast á hæla honum með 410,0 kg samanlagt. Manfred Nerlinger, V- Þýskalandi, varð þriðji, lyfti 397,5 kg. Budd um að hafa fellt sig. Decker var flutt á sjúkra- hús þar sem teknar voru af henni röntgenmyndir, en hún meiddist lítilsháttar í fallinu. „Ég á enga sök á því sem gerðist," sagði Zola Budd eftir hlaupið. „Hún hlýtur að hafa dottið um sjálfa sig,“ sagði Budd. En hvað sögðu hinar hlaupakonurnar í þessu umdeilda hlaupi. „Þetta var greinilega Mary að kenna, hún var að reyna að komast fram fyrir Zolu. Hún hrópaði og féll. Zola var niðurbrotin eftir hlaup- ið og brast í grát, þetta var ekki henni að kenna.“ „Þetta var Mary að kenna, Mary var fyrir aftan og gat því séð hvað var framundan," sagði rúm- enska stúlkan Maricica Pulca eftir hlaupið. Einn af forráðamönnum breska liðsins sagði eftir hlaupið. „Mary var að reyna að komast fram úr Zolu, en datt. Þetta var ekki henni að kenna. Það eru för eftir skó aftan á vinstra fæti hennar. Hús til Cruz ■ Brasilíumaöurinn Joa- quim Cruz, sem sigraði í 800 m hlaupi á ÓL hafn- aöi boði frá brasilískum blaðakóng sem vildi gefa honum heilt hús. Blaða- jöfurinn var svo heillaður af sigri Cruz á Sebastian Coe að honum fannst til- hlýðilegt að verðlauna Cruz enn frekar. Cruz hafnaði boðinu og sagðist ekki vilja þiggja slíkar gjafir heldur brjót- ast í gegn um lífið sjálfur án aðstoðar. Rúmensk sigraði ■ Úrslit í 3000 m hlaup- inu umdeilda, þar sem heimsmeistarinn Mary Decker datt og varð að hætta keppni, urðu þau að [ rúmenska stúlkan Maricica Pulca sigraði á 8:35.96 mín. Önnur varð Wendy Sly frá Bretlandi á 8:39.47 mín. Þriðja varð Lynn Williams frá Kanada á 8:42.14 mín. [ Fjórða varð Cindy Brems- er Bandaríkjunum á 8:42.78 mín. Fyrst eftir var Zola Budd dæmd úr leik í hlaupinu, en eftir að dómarar höfðu skoðað atvikið umdeilda á myndbandi komust þeir að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að kenna Zolu Budd um það að Mary Decker féll og því ætti hún rétt á sjöunda sætinu. Kenía- sigur ■ Julius Korir frá Kenía sigraði í 3000m hindrunar- hlaupi á Ólympíuleikun- um í Los Angeles. Tími hans var 8:11.80 mín. Frakkinn Joseph Mham- oud varð í öðru sæti á 8:13.31 mín. og Banda- ríkjamaðurinn Brian Dicmer varð þriðji á 8:14.06 mín. Bandarísk sigraði ■ Bandaríkin unnu enn eitt gullið í lOOm grinda- hlaupi kvenna á Ólympíu- leikunum um helgina. Sigurvegari í greininni varð Bcnita Fitzgerald- Brown. Hún hljóp á 12.48 sek. Silfurverð- launin vann breska stúlk- an Shirley Strong en hún hljóp á 12.88 sek. Banda- ríkin unnu einnig brons- verðlaun í þessu hlaupi því Kim Turner kom þriðja í mark á 13.06 sek.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.