NT

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

NT - 13.08.1984, Qupperneq 28

NT - 13.08.1984, Qupperneq 28
HRINGDU ÞÁ f SflVIA 68- Vid tökum við ábendingum um fréttir allan sólarfiringinn. Greiddar verða 1000 krónur fyrir Hverja ábendingu sem leidir til fréttar I blaðinu og 10.000 krónur fyrir ábendingu sem leíðir til bitastaeðustu fréttar mánaðarins. Fullrar nafnleyndar er gætt Hættir Lewis í frjálsum? ■ Carl Lewis sem vann fern guliverðlaun í frjáisum iþróttum á ÓL i Los Angeles, sagði á blaðamannafundi í gær að svo gæti farið að hann gerðist leikmaður i amcr- ískum fótbolta og hætti þar með í frjálsum íþrótt- um. Lewis sem fengið hefur tilboð frá bandaríska fót- boltaliðinu Dailas Cowbo- ys, sagðist ætla að athuga nánar í hverju það tilboð væri fólgið og kanna hvort forráðamönnum félagsins væri alvara. Lewis lék fótbolta þegar hann var í háskóla og fari svo aö hann geri samning við Dallas Cowboys, gæti hann ekki framar keppt á Ólympíuleikum. Við að gerast atvinnumaður í fótbolta mundi hann glata áhugaraannarétt- indum sínum. En fleira en fótbolti er ofarlega í huganum hjá Lewis. í framtíðinni hef- ur kappinn áhuga á því að gerast kvikmyndaleik- ari og einnig að syngja | inná hljómplötu. Lewis reiknaði þó ekki með að hann myndi fá hlutverk sem James Bond. Burtséð frá fótboltatil- i boðinu, þá hefur Lewis hug á að reyna fyrir sér í 400m hlaupi og grinda- hlaupi á næstunni. „Ég ætla að prófa þess- ar grcinar og sjá til hvern- ig mér ILst á þær. Lyfjamál á ÓL: Vainio úr leik ■ Finninn Martti Vain- io þá áhættu að verða dæmdur úr leik og sviptur silfurverðlaunum sínum í lOOOOm hlaupinu fyrir að neyta ólöglegra lyfja. Al- þjóða Oiympíunefndin mun koma saman seinna í dag til að ákveða hvað gert verður í málinu. Vainio varð að hætta við þátttöku í 5000 m hlaupinu vegna þessa máls. Vainio er ekki sá eini sem hefur orðið fyrir barðinu á lyijaprófun- um sem gerð eru á öllum verðlaunahöfum á leik- unum. Evrópumeistarinn í spjótkasti kvenna, gríska stúlkan Anna Ver- ouli var dæmd úr leik svo og sænski lyftingamaður- inn Göran Petterson, auk nokkura annarra kepp- enda. ■ Lokahátíðin var að sjálfsögðu mjög glæsileg og mikið um laserljós og vasaljós. Eins var skotið upp mikið af flugeldum eins og sjá má á innfelldu myndinni. sím.m.vnd: polfoto Stóralæsileg hátíð ■ Lokahátíð 23ju Ólympíu- leikanna í Los Angeles var ekki síður glæsileg en opnunarhátíð- in. Það var mikið um Holly- wood-dansa og flugeldasýning- ar auk þess sem notaðir voru lasergeislar til að lífga verulega upp á þessa einu mestu sýningu allra tima. Þá fengu allir áhorf- endur vasaljós sem síðan var kveikt á og myndaði það glæsi- lega Ijóssýningu og gerði þátt áhorfenda í athöfninni mikinn eins og á opnunarhátíðinni þeg- ar allir fengu spjöld sem síðan voru notuð til að mynda þjóð- fána allra þátttökuþjóðanna. Þátttakendur á þessum 23. Ólympíuleikum gengu inn á völlinn í óskipulögðum hópum og tóku svo til við að dansa og fimleikafólk sýndi listir sýnar. Þá söng Lionel Ritche og dansaður var „parkinsonpolki“ svo áhorfendur göptu. En engin orð fá lýst því sem þarna fór fram svo það verður ekki gert hér. Mögenburg í tugþraut ■ Ólympíumcistarinn í hástökki karla, V-Þjóð- verjinn Dietmar Mögen- burg hefur ákveðið að snúa sér að keppni í tugþraut. Kappinn sem stökk 2.35m á ÓL, en mistókst að fara yflr 2.40m og setja nýtt heimsmet, sagði í gær að hann væri ákvcðinn í því að helga sig tugþrautinni frá og með næsta keppnistíma- bili. „Ég þarf á nýju markmiði að halda, ef til vill fékk ég mitt síðasta tækifæri á því að siá heimsmetið í hástökki hér á ÓL. Tugþrautin er grein fyrir mig“ sagði Mögenburg. „Didi er náungi sem getur gert allt, hann er þannig“ sagði Dragan Trancic þjálfari Mögen- burgs. Eftir tvö til þrjú ár þegar hann hefur náð tökum á öllum greinum tugþrautarinnar þá mun hann ná yfir 9000 stigum.“ Núverandi heimsmet í tugþraut á V-Þjóðverjinn Jörgen Hingsen, 8798 stig, en hann vann siifur- verðlaunin í Los Angeles. Skipting verðlauna á ÓL: (^nll Silfur Rrnn« - (»lll Gull Silfur Brons Gull Silfur Brons Bandaríkin 83 61 30 Kenía 1 - 1 Rúmcnía 20 16 .17 Pakistan 1 - - ' V-Þýskaland 17 19 23 Sviss - 4 5 Kína 15 8 9 Danmörk ' - 3 3 Italía 14 6 12 Jamaica - 1 2 Kanada 10 18 16 Noregur - 1 2 Japan 10 8 14 Grikkland - 1 1 Nýja Sjáland 8 1 2 Nígería - 1 1 Júgóslavía 7 4 7 Puetro Rico 1 1 S-Kórea 6 6 7 Kólombía . 1 - Bretland 5 10 22 Egyptaland - - 1 - Frakkland 5 7 15 Fílabeinsströndin - 1 - Holland 5 2 6 Perú -• 1 - Ástralía 4 8 12 Sýrland r- 1 Finnland 4 3 6 Thailand 1 - Svíþjóð 2 11 6 Tyrkland - - 3 Mcxíkó 2 3 1 Venesúela i • - - 3 Marokkó ’ 2 - - ' _ v. Alsír - - 2 Brasilía i 5 _2 Kamerún - - . 1 Spánn i 2 2 Dómíníkanska lýðv. - 1 Belgía i i 2 ísland - 1 Austurríki i i ; - Formósa - - 1 Portúgal i ...” 2 Zambía ” “ 1 Sturla í Reyni Frá Þórði Pálssyni íþróttafréttaritara NT í Keflavík. ■ Landsliðsmaðurinn í körfu- bolta úr Njarðvík, Sturla Ör- lygsson hefur verið ráðinn þjálfari og leikmaður með Reyni í Sandgerði í 1. deildinni í vetur. Sturla mun því ekki reyna að verja Islandsmeistar- atitilinn með félögum sínum í UMFN í vetur. „Það var ákveðið á laugar- dag, að ég þjálfaði og spilaði með Reyni næsta vetur. Ég veit að Njarðvíkingar skilja mína afstöðu í þessu. Þeir fá Jónas Jóhannesson til baka frá Reyni og‘ ég ér sannfærður um að Njarðvík nær að verja íslands- meistaratitilinn." „Mér líst mjög vel æþetta nýja verkefni. Þetta eru mjög ungir og áhugasamir :strákar hérna og ég mun setja stefnuna á að við höldum okkur í 1. deildinni. Það verður gaman að leika gegn Keflvíkingum á ný“ sagði Sturla Örlygsson hinn nýráðni þjálfari Reynis í Sand- gerði í 1. deildinni í körfubolta. ■ Stula Örlygsson ■ Carlos Lopes sigraði í maraþonhlaupinu, síðustu grein lcikanna. POLFOTO-Símamynd Maraþonhlaupið á ÓL: Carlos Lopes ■ Eins og þegar Grikkinn Pheidippides færði fréttir af sigri til Aþenu fyrir meira en 2000 árum, þá færði Portúg- alinn Carlos Lopes líka frétt- ir af sigri - sínum sigri - inná Coliseum leikvanginn í Los Angeles er hann kom skeið- andi fvrstur inná völlinn sem : sigurvegari í maraþonhlaupi Öívmpíuleikanna. Hápunkt- ur þessarar glæsilegu íprótta- keppni og Lopes var byrjun- in á stórkostlegri loka- hátíð þar sem söngur og dans. flugeidar og lasergeislar mörkuðu síðustu kveðjur Los Angeles til allra þeirra íþróttamanna sem sett höfðu svip sinn á þessa glæsilegu hátíð. Það voru sjö fyrrum Ól- ympfumeistarar í maraþon- hlaupi sem biðu eftir Lopes á marklínunni til að fagna honum og þéim merka áfanga er hann hafði náð. Lopes sem áður var þekkt- ur millivegalengda- og langhlaupari sigraði í hlaup- inu á tímanum 2 klst. 9 mín. og 21 sek. Þessi tími Lopes er nýtt Ólympíumet en fyrra metið átti Waldemar Cierp- inski frá A-Þýskalandi og var það 2:09,55.

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.