NT - 08.09.1984, Page 6

NT - 08.09.1984, Page 6
á ■ . fc'". (\fl , Á W Yfirvinnu- bannið og afleiðingar þess Yfirvinnubannið sem verkalýðshreyfingin setti á sínum tíma (1977) sýndi mönnum betur en margt annað hve vinnutími alls þorra verkafólks hefur verið og er langur. Víða í sjávarþorpum komust menn sem vanir voru að vinna 10-12 tíma á sólarhring í hálfgerð vandræði. Vissu ekki hvað þeir áttu af sér að gera þegar þeir stóðu allt í einu uppi um miðjan dag og voru búnir í vinnunni. í Borgarblaðinu sem gefið er út í Borgarnesi getur að líta eina klausu, sem innansveitarmenn segja fjalla um afleiðingar yfirvinnubannsins. Umræðuefnið er Grunnskólinn í Borgarnesi. Þar stendur: „í 6 ára bekk verðurvæntanlega41 nemandi í vetur, en í fyrra voru 18 nemendur í 6 ára bekk og var það minnsti byrjunarbekkur í tvo áratugi. Ástæður þessa eru ókunnar." - Borgarblaðið (Borgarnesi) Ökuleikni Bæjarblaðið á Akranesi skýrir svo frá „Frá áramótum og fram til 1. ágúst hafa alls orðið 99 árekstrar í umferðinni hér á Akranesi. Að sögn lögreglu eru það heldur fleiri en á sama tíma í fyrra. í 11 tilfellum hefur verið ekið á fólk og eru það í 8 tilfellum börn og í 3 tilfellum fullorðnir. í tveimur árekstranna hafa orðið slys á fólki. Flest umferðaróhöppin urðu í febrúar, 23 en 22 urðu í janúar. Fæst óhöpp á þessu ári urðu í júní, fjögur.“ - Bæjarblaðið (Akranesi) Hart barist á Húsavík „Einhverjir spekingar liafa sett fram þann vísdóm að leikur sé ekki búinn fyrr en flautað hefur verið til leiksloka. Þetta er ekki alltaf rétt, a.m.k. var aðal prumpið eftir þegar Rúnar Árason dómari hafði flautað til leiksloka í leik Tjörnesinga og Reynis frá Árskógsströnd í úrslitum 4. deildar en leikurinn fór fram á Húsavík um síðustu helgi.“ Þannig hefst frásögn Víkurblaðsins af þessum sögulega úrslitaleik sem einkenndist af mikilli taugaspennu leikmanna, ekki síður en áhorfenda. „Leikurinn var ákaflega grófur og nöldrið og muldrið í gestunum yfirgengilegt,“ segir í Víkurblaðinu. En ekki tók betra við þegar leiknum var lokið því þá upphófust miklar deilur um meintar skemmdir á búningsklefa og er það mál enn óleyst að sögn blaðsins. Áhorfendur á Húsavík virðast taka virkan þátt í framvindu fótbolta með glósum sem Iátnar eru dynja á leikmönnum, ef marka má blaðið. „Áhorfendur kunnu vel að meta hasarinn og hvöttu sína menn og hrópuðu útspekúleraðar svívirðingar til andstæðinganna sem létu þetta fara mjög í taugarnar á sér og heimtuðu meðal annars að Hafliði Jósteinsson yrði fjarlægður af svæðinu. en Hafliði var iðinn við að stríða leikmönnum." - Víkurblaðið (Húsavík) írrr.h'.En'iz j Laugardagur 8. september 1984 6 Heimaslód ■ Mæðurnar mættar með börnin fyrsta daginn. Ef vel er að gáð má þó sjá einn og einn pabba. ■ „I skólanum, í skólanum er skemmtilegt að vera“ ■ Undanfarna daga hafa skólabörn verið að streyma í skólana eftir frelsi sumarsins. (Allt heitir þetta frelsi nú orðið.) Fyrsta vikan fór að mestu í skrásetningu og að skipa niður í bekki. Alvara lífsins hefst því varla að gagni í grunnskólunum fyrr en eftir helgi. Blaðamenn NT brugðu sér í Laugarnesskólann nú í vikunni og fylgdust með því þegar 7 ára nemendur komu fyrsta sinni í skólann eftir sumarfríið. Laugarnesskólinn var í og með valinn vegna þess að þar munu bætast við óvenju margir nýir nemendur að þessu sinni, en það eru krakkar úr nýju hverfunum á Ártúns- höfða og í Grafarholti. Skóla- bíll mun sækja þau og skila heim að loknum skóladegi. Of margir í bekk Allstór hópur foreldra og barna var saman kominn í salnum í Laugarnesskóla þegar okkur bar að garði. Börnin voru lesin upp samkvæmt bekkjarskrám og skiptist hóp- urinn þá niður í nokkrar stofur. Það leyndi sér ekki að ■ Það voru ekki margir sem nýttu sér þjónustu þessa stóra skólabfls í gær. Þegar þessi nemandi var kominn upp í bflinn var fjöldi farþega orðinn 3 og ef NT væri ferðaskrifstofa myndum við sjálfsagt auglýsa „Örfá sæti ennþá laus“. NT-myndir: Ámi Bjama og Róbert En líka ansi þröngt margir foreldrar voru gramir vegna þess mikla fjölda sem settur var í suma bekkina og meðan við stöldruðum við kom sendinefnd foreldra úr einum bekk til fundar við skólastjóra og kvartaði undan þessu. Jón Freyr Þórarinsson, skólastjóri, sagði að enn hefði ekki gefist tími til að gera sér grein fyrir því hve fjölgunin í skólanum yrði nákvæmlega mikil frá síðasta skólaári, en í fljótu bragði virtist sér þetta vera um 80 nemendur. Þá væri búið að draga frá þá sem hættu síðasta vor, en það skólaár voru nemendur skólans um 440. Hann sagðist ekki geta svar- að því af hverju Laugarnes- skólinn hefði orðið fyrir valinu fyrir nemendur nýju hverfanna frekar en til dæmis Vogaskóli, sem liggur nær og í eru færri nemendur. Nærtækasta skýringin væri hins vegar sú að ef átt hefði að setja þennan fjölda í Vogaskóla hefði orðið að fjölga bekkjardeildum í hverjum árgangi, vegna þess hve fáar þær væru. I Laugar- nesskóla væru bekkjardeildir hins vegar fleiri og því hefði ■ Jón Freyr Þórarinsson, skólastjóri, taldi aö nemendur Laugarnesskóla yröu um 80 fleiri nú en í fyrra, en þá voru þeir um 440. ■ Laufeyju Ósk og Gísla Má leist bara ágætlega á að hefja nám í nýjum skóla, þótt langt sé að fara. verið farin sú leið að fjölga í hverri deild, sem væri ódýrari kostur. Ákvörðun um þetta er tekin af fræðsluyfirvöldum. Langt að fara Laufey Ósk Þórhallsdóttir (11) og Gísli Már Þórhallsson voru að bíða eftir 7 ára systur sinni þegar við hittum þau í anddyri Laugarnesskóla. Þau eru meðal þeirra nemenda sem koma úr nýju hverfunum. Síð- asta vetur voru þau í Hóla- brekkuskóla, en nú eruþau að flytja í nýja hverfið í Ártúns- holtinu og þá verða þau að skipta um skóla. Þau sögðu að það Iegðist ágætlega í þau að byrja á nýjum stað þótt svo að það væri nokkuð langt að fara. ■ Það hefur sjálfsagt ekki verið tekið út með sældinni að vera útsendari blaðanna á þingi Stéttarsambands bænda á ísafirði um síðustu helgi. Eitt helsta viðfangsefni þingsins var að bauna á pressuna fyrir rót- arleg skrif um málefni land- búnaðarins, sem bændum finnst mörgum vanta allt vit í. Ekki er þó annað að sjá af þessari mynd sem Finnbogi náði af nokkrum fulltrúum blaðanna, en að þeir fylgist með af mikilli athygli. Þessir heiðursmenn eru frá vinstri: Magnús H. Gíslason fyrrum bóndi, blaðamaður Þjóðvilj- ans. Þá Arnar Páll Hauksson blaðamaður DV og loks Helgi Bjarnason blaðamaður Morg- unblaðsins. Seltjarnarnes: Ný sundlaug opnuð nýlega ■ Fyrir stuttu var opnuð ný sundlaug á Seltjarnarnesi, sent er lokaáfangi í íþrótta- og félagsmiðstöð Seltjarnarness. Er hún 25x12.5 metrar að stærð, auk barnalaugar. Enn- fremur eru tveir heitir pottar. Búningsklefar taka í einu 200 gesti auk þess sem hægt er að nota búningsklefa íþróttahúss- ins á sumrin. Sundlaugin er að hluta skólamannvirki og mun öll að- staða til sundkennslu gjör- breytast við tilkomu hennar. Langt er síðan farið var að huga að sundlaugarbyggingu á Seltjarnarnesi og var hafist handa við smíði laugarinnar árið 1981. Hún er hönnuð hjá Teiknistofunni, Ármúla 6 og hefur verkið verið í höndum Leifs Gíslasonar en yfirsmiður frá upphafi hefur verið Kristj- án Jónsson. Ólokið er framkvæmdum við gufuböð og æfingasali í vetur. Laugin verður opin frá kjallara en stefnt að því að kl. 7.10 til kl. 20.30 virka daga taka gufubaðið í notkun í en frá 7.10-18.30 um helgar. ■ Sundlaugin á Seltjarnamesi er hið smekklegasta mannvirki eins og sjá má. Sundlaugin, búningsklefar og setlaugar eru lögð Höganás flísum en bærinn Höganás í Svíþjóð er einmitt vinabær Seltjarnarness. Þær Álda Sigurðardóttir og Heiga Vala ísaksdótt- ir brugðu á leik fyrir Ijósmyndarann. NTmynd: Róbcrt

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.