NT - 08.09.1984, Blaðsíða 32

NT - 08.09.1984, Blaðsíða 32
Laugardagur 8. september 1984 32 Útvarp kl. 16.20: Byltingarmaður frá Nicaragua ■ Einar Ólafsson, skáld og bókavörður, mun á sunnudag- inn flytja erindi um byltingar- manninn Augusto Sandino frá Nicaragua í útvarpinu. Erindi þetta hefst klukkan tuttugu mínútur yfir fjögur. Einar sagði að honum hefði þótt forvitnilegt að kynna sér sögu þessa Sandino, sem sand- inistahreyfingin héti eftir, og væri erindið afrakstur þeirrar kynningar. Sandinistahreyfingin hafi verið við völd í 5-6 ár, en fólk vissi almennt lítið um manninn sem hreyfingin héti eftir. „Ég segi frá manninum, og jafnframt er saga Nicaragua rakin að nokkru. Sandino mynd- aði skæruliðahreyfingu árið 1930 og barðist í nokkur ár. A þeim tíma urðu þeir atburðir, sem urðu rætur þess sem er að gerast núna. Somozaættin komst til valda um þær mundir og var við völd allt til 1979, er Sandinistahreyfingin, sem var ný hreyfing og ekki nema óbeint framhald af hreyfingu Sandinos 50 árum áður, komst til valda. Égsegi sögu Sandinos og hreyfingar hans og Nicar- agua frá 1909, þegar Banda- ríkin hófu fyrst afskipti af land- inu, og til 1936 þegar Somoza komst til valda. í landinu voru flokkadrættir áður en Bandaríkin fóru að skipta sér af, en þeir mögn- uðust svo og enduðu í borgara- styrjöld á þeim árum er Sand- ino var með hreyfingu sína.“ Einar sagði að þegar liann hefði verið að leita að heimild- um hefði hann komist að raun um að helstu bækur um sögu Nicaragua byggjast á skjölum Bandaríkjahers frá þessum árum. Nicaraguabúa sjálfir liafa lítið fjallað um sína sögu hingað til, en núna hefur þó verið sett upp sagnfræðistofnun í Managúa, höfuðborg landsins. En hvernig er ástandið núna í Nicaragua? „Það eru kosningar í vændum. Þær verða núna seint í haust. Það hefur staðið til síðan 1979aðhaldakosningar, og núverandi stjórn hefur verið gagnrýnd fyrir að draga að halda kosningar. Það skýtur nokkuð skökku við því að saga þingræðis í Nicarauga fram að byltingunni var grátbrosleg. Þegar Somoza var kosinn 1936 fékk hann á annað hundrað þúsund atkvæði en andstæðing- urinn um 100. Núverandi Sandinistastjórn vildi fyrst reyna að reisa landið úr rústum áður en kosið yrði. í raun er það óheiðarlegt að krefjast þess að rokið sé í kosningar þegar landið er í rústum og völdin í höndum almennrar byltingarhreyfingar fólksins. Auk þess er enn styrj- öld í landinu að meira eða minna leyti. Þetta er sósíalísk bylting, sem þarna hefur orðið, og víða hefur maður horft á þær úr- kynjast og verða að einsflokks- kerfi, eins og á Kúbu, en Sandinistar tala um fjölflokka- kerfi og frelsi til að halda uppi frjálsum stjórnmálasam- tökum. Það eru ótal útvarps- stöðvar og ótal blöð í landinu, en þó hefur verið nokkur rit- skoðun, sem aðallega hefur beinst gegn einu blaði, La Prensa. Bandaríkin halda uppi stöðugum ógnunum og óska þess ekki að þarna komist á fót lýðræðislegt, sósíalískt ríki, og því er ástandið erfitt og verður að halda uppi neyðarlögum og einhverri ritskoðun. Þetta gæti festst í sessi, en það eru líka sterk öfl sem vilja halda uppi frelsi og lýðræði.“ ■ Sandinistar í átökum við gagnbyltingarmenn á landamærum Nicaragua Sjónvarp kl. 22.10 á sunnudagskvöld: Tónleikar í Bústaðakirkju - PéturJónasson og Hafliði M. Hallgrímsson ■ Síðastádagskrásjónvarps- ins á sunnudagskvöldið er tón- leikar í Bústaðakirkju, síðari hluti. Þetta er mynd frá L.ista- hátíð 1984. Það eru þeir Hafliði M. Hallgrímsson og Pétur Jónas- son sem leiká á selló og gítar. Báðir eru þeir viðurkenndir meistarar á sín hljóðfæri og ætti áhugamönnum um „klass- íska“ tónlist að vera þessi dagskrá kærkomin. ■ Hafliði Hallgrímsson Sjónvarp kl. 20.50 á sunnudagskvöld: ■ Úr uppfærslu á ballettinum Öskubusku í Þjóðleikhúsinu, en Öskubuska fjallar um svipað tema og Gisella, að vísu með öðrum endi. ■ 'Gisella í Harlem nefnist stuttur fréttaþáttur um nýstár- lega uppsetningu á þekktu ballettverki, sem sýndur verð- ur í sjónvarpinu á sunnudags- kvöld. Þessi ballett, Gisella, er klassískur rómantískurballett, sem m.a. hefur verið sýndur hér á landi. Þessi uppfærsla er óvenjuleg að ýmsu leyti. Allir dansarar eru svartir á hörund. Einnig hefur verkið verið fært frá 18. aldar Evrópu til Louisi- ana í Suðurríkjum Bandaríkj- anna fyrir þrælastríðið. Ástar- ævintýrið er ekki milli prins og sveitarstúlku, heldur vel stæðs kreóla og dóttur leysingja. En frumþættir verksins eru enn til staðar, félagslega gjáin milli elskendanna, og það að mað- urinn afneitar Giselle, en tekur sér konu af eigin stétt. Þegar unnið var að þessu verki komust aðstandendur þess að ýmsu merkilegu varð- andi sögu Lousiana, sem aldrei hafði komist í sögubækurnar. Á þessum tíma, fyrir þræla- stríðið, var vel stæð stétt svartra manna - kallaðir frjálsir menn og litaðir - og frjálsir svertingj- ar frá Haiti og Karíbahafi, sem fluttu til New Orleans. New Orleans var þá meira evrópsk borg en amerísk. Þessi svarta yfirstétt hafði sama lífsstíl og standard og hvítu plantekru- eigendurnir. Þeir áttu plant- ekrur, þræla, og öll börn þeirra voru alin upp annað hvort í Frakklandi eða Englandi og voru fremur evrópsk en ame- rísk. Aþessu byggir ballettinn. ■ Pétur Jónasson Laugardagur 8. september 7.00Veöurtregnir. Fréttir. Baen.Tón- leikar. Þulur velur og kynnir. 7:25. Leikfimi. Tónleikar. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veður- fregnir. Morgunorð - Rósa Svéin- bjarnardóttir talar. 8.30 Forustugr. dagbl. (útdr.). Tón- leikar. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 9.30 Óskalög sjúklinga. Helga Þ. Stephensen kynnir. (10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir). Óskalög sjúkiinga, frh. 11.20 Súrt og sætt. Þáttur fyrir ungl- inga. Stjórnendur: Sigrún Halldórs- dóttir og Erna Arnardóttir. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynning- ar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veöurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 13.40 íþróttaþáttur Umsjón: Ragnar Örn Pétursson.: 14.00 Á ferð og flugl. Þáttur um málefni liðándi stundar i umsjá Ragnheiðár Davíðsdóttur og Sig- urðar Kr. Sigurðdsonar. ' 15.10 Listapopp - Gunnar Salvars- son. (Þáttúrinn endurtekinn kl. 24.00). 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir;, 16.20 Draumaströndin" eftir. And- rés Indríðason 1. þáttur: „Maður er og verður íslendingur" Leik- ( stjöri: Stefán Baldursson. Leikend- ur: Arnar Jónsson, Kristbjörg Kjeld, Tinna Gunnlaugsdóttir, Steinunn Jóhannesdóttir, Guðbjörg Þor- bjarnardóttir, Hjalti Rögnvaldsson og Axel Gomez. (1. þáttur endur- tekinn föstudaginn 14. sept., kl. 21.35). 17.10 Frá Mozart-hátíðinni i Frank- furt í júni s.l. Evrópska kammer- sveitin leikur. Stjórnandi: SirGeorg Solti. Einsöngvari: Kiri Te Kanawa. a. Sinfónía í D-dúr K.504. b. Óperu- og konsertaríur. 18.00 Miðaftann i garðinum með Hafsteini Hafliðasyni. 18.15 Tónleikar. Tilkynningar, 18.45 Veðurtregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldf réttir. Tilkynningar. 19.35 „Vertu maður til að standa við þína skóðun* Guðrún Guð- laugsdóttir raeðir við Baldvin Síg- urðsson. (Áður útv, 1977), 20.00 Manstu, veistu, gettu. Hitt og þetta fyrir stelpur og stráka. Stjórn- éndur: Guðrún; Jónsdóttir og Mál- fríður Þórarinsdóttir. 20.40 „Mangi gamli í skúrnum", smásaga eftir Hildi Gústafsdótt- ur Helga Ágústsdóttir les. 21.15 Harmonikuþáttur Umsjón: Sigurður Alfonsson. 21.45 Einvaldur í einn dag Samtals- þáttur í umsjá Áslaugar Ragnars. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Kvöldsagan: „Að leiðarlok- um“ eftir Agöthu Christie Magn- ús Rafnsson les þýðingu sina (16). 23.00 Létt síglld tónlist 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. 24.00 Næturútvarp frá RÁS 2 til kl. 03.00. Laugardagur 8. september 24.00-00.50 Listapopp. Endurtekinn þáttur frá Rás 1. Stjórnandi: Gunn- ar Salvarsson. 00.50-03.00 Næturvaktin Stjórnandi Einar Gunnar Einarsson. Rásir 1 og 2 samtengdar kl. 24.00 og heyrist þá í Rás 2 um allt land). Laugardagur 8. september 16.30 íþróttir Umsjóharmaður Bjarni Felixson 18.30 Þytur í laufi 4. Ævintýri á ánni Breskur'brúðumyndaflokkur í sex þátturrr. Þýðandi Jóhanna ÞráínS- dóttir. 18.50 Enska knattspyrnan Umsjón- armaður Bjarni Felixson. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Heima er best Annar þáttur. Breskur gamanmyndaflokkur i sex þáttum. Aöalhlutverk: William Gaunt og Patricia Garwood. Þýð- andi Guðni Kolbeinsson 21.00 Fjársjóður hertogans. Endur- sýning (Passporl to Pimlico) Bresk bíómynd frá 1949. s/h Leik- stjóri Henry Cornelius. Aðalhlut- verk: Stahley Holloway, Margaret Rutherford, Hermipne Baddeley og Paul Dupuis. Ibúar Pimlico- hverfis í Lundúnum ákveða að stofna sjálfstætt riki eftir að þar finnst fjársjóður frá tímum Búrg- undarhertoga. Þýðandi Öskar Ing- imarsson. 22.20 Móðir, kona ..læknir (Docteur, Francoise Gailland). Frönsk bíó- mynd frá 1976. Leikstjóri Jean- Louis Bertucelli. Aðalhlutverk: Annie Girardot, Francoise Perier, Jean-Pierre Cassel, Isabel Hupp- ert og Josephine Chaplin. Franco- ise Gailland er yfirlæknir og próf- essor við sjúkrahús i París. Hún er gift háttsettum embættismanni og eiga þau tvö efnileg börn. Þetta litur vel út á yfirboðinu en ekki er allt sem sýnist. Þýðandi Ólöf Pét- ursdóttir. 00.00 Dagskrárlok

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.