NT

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

NT - 08.09.1984, Qupperneq 8

NT - 08.09.1984, Qupperneq 8
Vettvangur Laugardagur 8. september 1984 8 Baku um kvöld. Sovétlýð- veldið Azer I bajdzjan kynntásov éskum dög- um þessa viku Listdansmær frá Azerbajdzjan. ■ „Könul dansflokkurinn.“ Arif Gúseinov, listrænn leiðbeinandi hópsins fyrir miðju. Listdansarar sunnan frá Kaspíahafi í Þjóðleikhúsinu ■ í kvöld munu listamenn frá Sovétlýðveldinu Azer- bajdzjan sýna listir sínar í Þjóðleikhúsinu, en flokkur þeirra hefur nú í vikunni ferð- ast um ýmsa staði vestanlands og sýnt í Hlégarði, í Búðardal, á Hellissandi og í Stykkis- hólmi. Þá opnar sýning á list- munum og þjóðlegri skreytilist frá Azerbajdzjan í MIR salnum að Vatnsstíg 10 laugar- daginn 8. september kl. 16. Koma listamannanna stend- ur 1 sambandi við sovéska daga MÍR sem nú eru haldnir í níunda skipti og hafa í hvert sinn verið helgaðir einhverju Sovétlýðveldanna fimmtán. Dansflokkurinn „Könul“ Dansflokkurinn „Könul“ frá Bakú í Azerbajdzjan kem- ur fram á sovésku dögunum, en þessi flokkur er stofnaður árið 1960 og hefur ferðast mik- ið um Sovétríkin og komið fram í Póllandi og Búlgaríu, Spáni, Ítalíu, Finnlandi og Frakklandi. Er flokkurinn einn 14 áhugamannahópa á þessu sviði sem í starfa um 250 ungmenni í Bakú. Atvinnumenn gætu öfundast yfir hve miklar vinsældir hóps- ins eru, en meðlimir hans eru 36 og allir áhugamenn. Allt hefur þetta fólk byrjað að dansa í hópnum. í tilefni af heimsókn sinni hingað til lands hefur hann æft m.a. ýmsa ís- lenska dansa sem hann dansar í íslenskum búningum. Azerbajdzjan, - dæmigert suðrænt land Azerbajdzjan er eins og Grúzía og Armenía staðsett við suðurhluta Kákasusfjall- garðsins. Lýðveldið á 800 km strandlengju, sem er við Kasp- íahaf. Við ströndina á móti byrja eyðimerkur Mið-Asíu. Andardráttar þeirra verður vart í Azerbajdzjan. Spár veðurfræðinga yfir sumartím- ann eru einhæfar. Hlýtt og heiðskýrt, úrkomulaust. Það er alvanalegt að hitinn fari upp fyrir 30 gráður og það er engin tilviljun að fyrsta verksmiðjan í Sovétríkjunum, sem fram- leiddi loftkælitæki, var einmitt byggð í Bakú, höfuðborg Az- erbajdzjan. Azerbajdzjan er dæmigert suðrænt land, í lýðveldinu eru ræktuð vínber, baðmull, app- elsínur, sítrónur, ferskjur, apr- íkósur og þar er fyrsta græn- metisuppskeran sem send er til norðlægari héraða. Te, tóbak og hnetur eru dæmigerð fyrir Azerbajdzjan rétt eins og hveiti og hrísgrjón. Pelikanar hafast við í þjóð- görðum í suðurhluta landsins og þangað fljúga flamingo- fuglar á sumrin. í Talysh- fjöllum, sem einnig eru stað- sett í suðurhluta landsins, hafa varðveist fulltrúar hinnar fornu flóru, sem var á jörðinni milljón árum áður en maður- inn kom fram á sjónarsviðið. Þjóð Azerbajdzjan barðist lengi og mikið fyrir sjálfstæði sínu. Þess vegna urðu til lítil ríki á landsvæði Azerbajdzjan á tímum herferða Araba og Tyrkja, sem vörðu sig fyrir árásaraðilum. Eitt þessara ríkja var Shirvan og voru stjórnendur þess kallaðir Shir- vankhanar. Shirvankhanar komu á stjórnmálatengslum við Moskvu á 15. öld. í upphafi 19. aldar átti sér stað samein- ing þess landsvæðis, sem Azer- bajdzjan stendur nú á og Rússlands. Undanfari þess at- burðar voru árásir Irana á Kákasus, þegar margar borgir fóru í eyði og yfir tuttugu þúsund manns voru seldir í ánauð á þrælamörkuðum Litlu-Asíu. Styrjöldunum milli Rússa og írana, sem síðan fylgdu í kjölfarið. lauk með ósigri hinnasíðarnefndu. Sam- kvæmt friðarsamningi varð norðurhluti Azerbajdzjan hluti af Rússlandi, en suður- hluti landsins var undir yfir- ráðum íranskeisara. Þegar Azerbajdzjan gekk inn í ríki, sem var miklu mátt- ugra og þróaðra en lénsríkið íran, hlaut það vernd fyrir árásar- og ránsferðum ná- grannanna og framfarir áttu sér stað í landinu. Olía úr sjó Svæðið umhverfis Bakú varð helsti olíuvinnslustaðurinn í Rússiandi á áttunda áratugsíð- astliðinnar aldar. í upphafi þessarar aldar gaf iðnaðurinn í Bakú af sér næstum jafnmikið eldsneyti og öll önnur olíu- vinnslusvæði í heiminum. „Eldlandið“, en það er merk- ingin á nafni lýðveldisins, var réttnefni. Olían í Bakú laðaði að sér fólk og peninga, flýtti fyrir lagningu járnbrauta og bygg- ingu hafna. Október-byltingin árið 1917 varð upphaf nýs tímabils í sögu Azerbajdzjan, sem áður hafði séð öllu Rússlandi fyrir olíu, en varð að flytja inn allt, jafnvel steinolíulampa, en það var dæmigert fyrir einhæfan þjóðarbúskap landa, sem voru á nýlendustiginu. Á tímum Sovétstjórnar var Azerbajdzjan enn lengi mikill olíuframleiðandi. En smátt og smátt fór svæðið milli Volgu og Úral í fyrsta sæti hvað olíuvinnslu varðaði, og var það kallað „Önnur Bakú“, en síð- an var hafin vinnsla í Síberíu. En auk olíunáms og olíu- vinnslu fóru á Sovéttímanum að þróast aðrar iðngreinar: Efna- iðnaður, vélsmíði, málmsmíði, tækjasmíði, rafeindaiðnaður. Og einnig átti sér stað fram- leiðsla náttúrulegra silkiefna, teppa og iðnaður á sviði baðm- ullar. Olíugosið er enn þann dag í dag í skjaldarmerki lýðveldis- ins. Hlutur lýðveldisins í þróun olíuiðnaðar í Sovétríkjunum er óumdeilanlegur. Azerbajdzjan er kallað „ol- íuakademían“. Það er ekki til eitt einasta olíusvæði í landinu, þar sem ekki er að finna reynda menn frá Azerbajdzjan í þess- ari grein við vinnu. Þessir skap- heitu suðrænu menn hafa stað- ið sig með prýði við landnám olíusvæða í Síberíu þar sem eilíft frost.er í jörðu. Það er einmitt í Azerbajdzjan sem Vísindaakademían og vísinda- stofnanir hafa fundið nýjar borunaraðferðir og nýjar að- ferðir við að ná upp olíunni, sem liggur undir hafsbotni. Kaspíahafið er afar ókyrrt haf. Ápsheronskí-skagi, sem Bakú er staðsett á, er á mjög stormasömu svæði. Og nafnið Bakú, þýðir einmitt „borg vindanna“. Við ströndina, þar sem eru 280-300 stormdagar á ári, reis óvenjuleg borg olíuiðnaðar- manna. Ekki einstök hús, heldur borg. Þessi borg nær langt út á hafið. Á þessum stað sagoi gamla fólkið að hættulegt væri að sigla og kallaði hann „Svörtukletta“. Samgöngur við borgina eru á sjó og í lofti. Borgin heitir „Neftjanye Kamni“. Þar var fyrsta olían unnin þann 7. nóvember 1949. Húsin og göturnar eru á súlum. Alls eru götur borgarinnar 200 km. Margir bílar eru í borg- inni. Þar vaxa rósir og auðvitað í jarðvegi, sem fluttur er frá meginlandinu. Þær eru vökv- aðar og vatnið er úr sérstökum tanki. Það þarf að flytja þang- að miklar birgðir í einu, vegna þess að oft líða margir dagar, sem ekki er hægt að komast til súlnaborgarinnar vegna ofveð- urs. í borginni er margt, sem þarf til að lifa og starfa: Mat- stofur, verslanir, klúbbur, íþróttamannvirki. Jafnvel deild frá olíuiðnskólanum. Borgin á stálsúlunum var góð byrjun. Nú koma % hlutar olíu í Azerbajdzjan frá iðnað- inum í sjónum og %> hlutar gassins.

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.