NT - 08.09.1984, Blaðsíða 9

NT - 08.09.1984, Blaðsíða 9
__________________________Laugardagur 8. september 1984 9 Vettvangur ---------------;---—---------------------- ■ Stjórn fulltrúa fiskvinnslufólks á fundi. Hin gleymda og týnda stétt Málhildur Sigurbjörnsdóttir verkakona hjá BÚR skrifar ■ Staðan eins og hún er í dag er óviðunandi fyrir þá sem vinna í fiskiðnaði. Við erum á botninum eftir síðustu kjara- samninga og höfum farið mörg skret afturábak hvað varðar laun. Pað dugir ekki lengur að láta skaffa sér skít úr hnefa. Þetta er um 80% af þjóðartekj- um íslendinga og viljum við sem þessa vinnu stundum, að hún sé metin sem slík en ekki litið á okkur sem 3.-4. flokks vinnuafl og fá greitt eftir því. Þetta er aðalútflutningsvara okkar. Þær atvinnugreinar aðr- ar í landinu eru því þjónustu- greinar í kringum fiskvinnsl- una og sjávarútveginn. Þetta land okkar væri ekki byggilegt ef ekki væru þessi fengsælu fiskimið í kringum það, hvað sem öllum aflakvóta líður. Því gerum við, sem þessa vinnu stundum, þá kröfu að geta lifað mannsæmandi lífi á mannsæmandi kaupi. Tökum smá dæmi. Ég sem þessar línur rita er með kr. 68.29 á tímann. Það er 6 ára taxti, þar af tvö ár hjá sama atvinnuveitenda og ég vinn í bónus. Lágmarkstekjutrygg- ing pr. klst. er kr. 74.50 sem ég myndi fá ef ég ynni ekki í bónus. En af því að ég vinn í bónus þá borga ég sjálfri mér þá upphæð sem á vantar pr. klst. sem svara 6,21 kr. . , Er réttlæti í því að af hverj- um bónusklukkutíma eru teknar kr. 6.21 til að fylla upp í lágmarkstekjutryggingu mína? Að við séum látin greiða okkar eigin laun? Verða sinn eigin atvinnurekandi? Auk þess vita allir sem í bónus eða við launahvetjandi kerfi hafa unnið hvað sú vinna er slítandi og um það aukaálag sem fólk leggur á sig. Þessa vinnu er ekki hægt að stunda nema í nokkur ár, eða þar til eitthvað fer að gefa sig. Svo sem vöðvabólga, ónýtt bak og lélegir fætur. Sem sagt útslitin andlega og líkamlega. Má það furðu sæta að þetta skuli ekki vera orðnir viðurkenndir at- vinnusjúkdómar. Eini atvinnu- sjúkdómurinn sem viður- kenndur er, er heymæði. Allir, sem blöðin lesa, vita um þær gífurlegu fiskbirgðir sem safnast hafa í landinu og ekki hefur verið hægt að selja. Vegna þessa, auk annars, hafa ráðamenn haldið uppi stífum áróðri um ástand fiskistofna og að rekstrarkostnaður fiski- skipa og fiskvinnslufyrirtækja sé svo mikill að ekki sé hægt að greiða mannsæmandi laun fyrir okkar vinnuframlag. Þá blómstra þjónustugrein- arnar og eru bókstaflega að rifna um þessar mundir. Er þetta ekki heimatilbúinn vandi? Er þetta ekki það ástand sem þeir vilja? Allir sjá hvað reynt er að gera lítið úr sjávarútveginum með því áð láta þá, sefn vinna víð hann, gangá það nærri Sér : að ekki er um heilbrigt líf að ræöa. V.iö geturn engán veginn látiðendá násaman méðnauð- þurftir. Þjónustugreinarnar Þjónustugreinar eru orðnar of viðamiklar fyrir jafn fámennt þjóðfélag og taka því of mikið af þjóðarauðnum sem við stuðlum að með vinnuþrælkun okkar. ■ Málhildur Sigurbjörns- dóttir eru orðnar of viðamiklar fyrir jafn fámennt þjóðfélag og taka því of mikið af þjóðarauðnum sem við stuðlum að með vinnu-. þrælkun okkar. Þær kröfur sem nú eru gerðar, 14.000.00 kr. ámánuði eru fáránlegar. Lágmarks- kröfur, sem myndu láta nærri lagi, eru 20.000.00 kr. burtséð hvort unninn væri bónus eða ekki. Bónus er aukaálag sem fólk leggur á sig og því á ekki að vera að klípa af því til að fylla upp daglaunatekjutrygg- ingu. Bónusinn á að renna óskertur í vasa þess sem hann vinnur og ég myndi gera þá kröfu 'áð bónusgreiðslur yrðu undanþegitar skatti. Það sér hver heilvita maður að það lifir Crtginn á tímakaupinu einu saman. Vegna þessa hamast allir við að ná svo og svo miklum bónus og því sann- gjarnt að hann renni óskertur til þess sem þennan þrældóm leggur á sig. Að auki vill það fólk sem þennan þrældóm leggur á sig að það sé virt sem fólk en ekki litið niður á það eins og maður verður svo oft var við. En ég segi: Bróðir, líttu þér nær. Einhverjir verða að vinna þessa vinnu því það er henni að þakka það fjármagn sem kemur inn í landið og skapar þar með, meðal annars atvinnu í landinu. Þið skuluð því ekki lítilsvirða okkar störf, með því sýnið þið aðeins ykkar eigin vanþekkingu. Það má lengi deila um hvað er iðngrein og hvað er ekki iðngrein en við sem þessa vinnu stundum vildum gjarnan að meiri verkkennsla og fræðsla væri höfð en nú er. Þetta mætti til dæmis vera í formi námskeiða og kennslu, því það er ekki sama hvernig þetta dýrmæta hráefni okkar er meðhöndlað svo vel eigi að vera og því sé skilað sem fyrsta flokks útflutningsvöru. Því getur ekki hvaða skussi sem er unnið við fiskiðnað. Vegna þessa legg ég til að við sem vinnum við fiskiðnað förum að byggja upp stéttar- vitund okkar. Við erum undir- staða þjóðarbúsins og við þurf- um ekki að bera kinnroða fyrir þá vinnu sem við stundum. Því er krafa , okkar í dag. “Mannsænjandi laun fyrir mannsæmandi vinnu.“ Það sér hver heilvita maður að það lifir enginn á tímakaupinu einu sman. Þess vegna hamast allir við að ná svo og svo miklum bónus og því er sanngjarnt að hann renni óskertur til þess sem þennan þrældóm leggur á sig. Málsvari frjálslyndis, samvinnu og félagshyggju Útgefandi: Nútiminn h.f. Ritstjórar: Magnús Ólafsson (ábm) og Þórarinn Þórarinsson Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasimi: 18300. Kvöldsímar: 686387 og 686306. Verð í lausasölu 25 kr.og 30 kr. um helgar. Áskrift 275 kr. Setning og umbrot: Tæknídeild NT. Prentun: Blaðaprent hf. Hvers á Jón Þor- láksson að gjalda? ■ Það hefur vakið nokkurt umtal, að amerískur hagfræðingur og stjórnmálamaður, Milton Fried- man, var hér nýlega í boði Háskóla íslands og Stofnunar Jóns Þorlákssonar. Ýmsir hafa hneykslast á því, að Háskóli íslands skyldi standa að þessu boði. Hitt ætti þó ekki að vekja minni furðu, að reynt er að setja þá Milton Friedman og Jón Þorláksson á sama bekk. Eins og kunnugt er hafa staðið verulegar deilur um, hvort telja beri Friedman frekar vísindamann eða stjórnmálamann eða hvort heldur beri að flokka kenningar hans undir hagfræði eða stjórnmál. Sænski hagfræðingurinn Gunnar Myrdal flokkaði kenningar hans undir hið síðarnefnda. Um þetta má endalaust deila og er ef til vill deila um keisarans skegg, því að svo náskyld geta þessi fræði verið. Ýmsir hafa talið það sérstakan gæðastimpil á Friedman, að Svíar hafa veitt honum nóbelsverð- laun. Nú er það satt best um Svía að segja, að þeim hefur svo illa tekist á síðari árum við veitingu nóbelsverðlauna í bókmenntum og hagfræði, að það er að verða almannarómur, að þeir ættu að hætta að veita slík verðlaun. Nýlega hefur t.d. hinn þekkti bandaríski hagfræðingur Irving Kristol, sem er að vissu leyti skoðanabróðir Friedmans, látið ákveðið uppi þá skoðun, að sænska akademían eigi að hætta að veita nóbelsverðlaun í hagfræði. En hvað, sem þessu líður, er það ákaflega illa til fundið af þeim sem standa að Stofnun Jóns Þorláks- sonar, að vera að blanda skoðunum hans og Friedmans saman. Kjarninn í kenningum Friedmans er sem hömluminnst frelsi og minnst opinber höft og afskipti. Kenningar Jóns Þorlákssonar, bæði á yngri árum og á síðari árum, voru á margan hátt frábrugðn- ar. Á yngri árum sínum var Jón Þorláksson meiri talsmaður opinberra skatta en aðrir samtímamenn hans og ritaði þá um þetta efni eina snjöllustu blaðagrein, sem til er á íslensku. Á síðari árum sínum var Jón Þorláksson talsmað- ur varðveislustefnunnar, sem vildi halda fast við gamlar dyggðir og hefðir, en líta þó raunsæjum augum á allar nýjungar og hafna þeim ekki án yfirvegunar. Hinum gömlu dyggðum geta fylgt margs konar boð og bönn, sem ekki samrýmast algeru frelsi. Hver getur t.d. hugsað sér Jón Þorláksson meðmæltan því að gefa eiturlyfjasölu frjálsa, en það er eitt kjarnaatriðið í kenningum Friedmans. Því fór líka fjarri, að Jón Þorláksson afneitaði opinberum afskiptum og forustu, ef hann taldi þess þurfa. Fyrsta verk hans sem fjármálaráðherra var að hækka skatta (gengisviðaukinn) til að tryggja halla- Iaus fjárlög. Ánnað fyrsta verk hans sem ráðherra var að setjá heimildarlög um innfluthingshöft, sem ekki þurfti þö að beita vegna batnandi gengisstöðu. Jón Þorláksson var sém borgarstjóri R'eykjavíkur mesti athafnamaðurinn, sem gegnt hefur því embætti og sjást þess enn merki, þótt hann gegndi því skamma hríð. Hann hófst handa um stórfellda útfærslu borgarrekstrarins (Sogsvirkjun, hitaveitan). Samkvæmt kokkabókum Friedmans hefði umræddur rekstur átt að vera í höndum einkafyrirtækja. Þá má nefna það, að Jón Þorláksson studdi að því að saltfiskframleiðendur fengju einkasölu, þegar frjálsa verslunin hafði leitt til algers öngþveitis. Fylgismenn Sjálfstæðisflokksins, sem meta Jón Þorláksson einhvers, ættu ekki að vera að rugla honum og Friedman saman.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.