NT


NT - 08.09.1984, Side 10

NT - 08.09.1984, Side 10
 ff¥7 Laugardagur 8. aeptember 1984 10 IlIJ J^rötiMír Rykmengun yfir fiskvinnslunni Anton og Friðjón unnu Sumarbridge Sumarbridge ■ SUMARBRIDGE 1984 lýkur næsta fimmtudag. Úrslit sl. fimmtudag urðu sem hér segir: Stig A) Erla Eyjólfsdóttir - Gunnar Þorkelsson 251 Lilja Petersen - Jón Sigurðsson 245 Leif Österby - Sigfús Þórðarson 245 Eggert Benónýsson - Sigurður Ámundason 241 B) Bergsveinn Breiðfjörð - Maron Björnsson 199 Esther Jakobsdóttir - Sigurður Sverrisson 190 Ragnar Magnússon - Valgarð Blöndal 184 Guðm. Thorsteinsson - Haukur Sigurðsson 167 C) Guðni Þorsteinsson - Sig. B. I’orsteinsson 195 Bjarni Sveinsson - Júlíus Snorrason 187 Valgerður Kristjónsd. - Björn Theódórsson 178 Hulda Hjálmarsdóttir - Þórarinn Andrésson 176 D) Ragna Ölafsdóttir - Ólafur Valgeirsson 266 Gunnar Karlsson - Sigurjón Helgason 260 Ásgeir P. Ásbjörnsson - Friðþjófur Einarsson 233 Anton R. Gunnarsson - Friðjón Þórhallsson 220 Meðalskor i A og D var 210 en 156 í B og C-riðlum. Alls mættu 58 pör til leiks, sem er heldur færra en að undanförnu. Og lokastaða efstu spilara í SUMAR- BRIDGE 1984 varð þessi; Anton R. Gunnarsson og Friðjón Þórhallsson 23,5 stig Helgi Jóhannsson og Leif Österby 18,5 stig Ragna Ólafsdóttir 15,5 stig Sigfús Þórðarson 14,5 stig Erla Eyjólfsdóttir, Gunnar Þork., Páll Vald., og Jón Þ. Hilmarss., 14 stig Frá Bridgesambandi islands ■ Eins og mörgum mun kunnugt mun Bridgesamband íslands í samvinnu við Sam- vinnuferðir/Landsýn og Flug- leiðir, gangast fyrir opnu tví- menningsmóti í lok septem- ber. Þetta verður veglegasta keppni í bridge hér á landi til þessa. Heildarverðmæti vinninga verður yfir 100.000 kr. í 1. verðlaun verða ferðir fyrir sigurvegarana á'ölympíu- mótið í bridge, sem haldið er í Seattle í USA. Spilað verður í Tónabæ v/ Skaftahlíð og verður spilað allan laugardaginn 29. septem- ber og eftir hádegið á sunnu- deginum 30. september. Keppnisstjóri verður Agnar Jörgensson. Veitt verða riðlaverðlaun í lokin, en stefnt er að þátttöku miklum fjölda para. Mót þetta er haldið til styrktar landslið- inu okkar sem fer á Ölympíu- mótið í haust. Áríðandi er að spilarar láti skrá sig hið allra fyrsta hjá BSÍ eða hjá félögun- um á spilakvöldum í septem- ber. Útanbæjarspilurum er bent á að Bridgesambandið og Flugleiðir hafa gert með sér samkomulag um flug spilara á þetta mót, sérstaklega hagstætt fyrir BSÍ. Allir bestu spilarar landsins munu taka þátt í þessu móti, þannig að vegur þess verði sem mestur. Spilað verður um meistarastig. Þátttökugjald á par er kr. 2.000. Siglfirðingar unnu Akureyringa ■ Um síðustu helgi fór fram á Siglufirði bæjarkeppni í bridge milli Siglfirðinga og Ak- ureyringa. Heimamenn sigr- uðu með 664 stigum gegn 636. Jón Sigurbjörnsson, for- maður Bridgefélags Siglufjarðar tjáði fréttaritara að þessi keppni hefði farið fram árlega undanfarin ár, og ávallt fyrstu helgina í september. Fimm sveitir kepptu frá hvorum aðila í þetta skiptið og var keppnin allan tímann jöfn og spenn- andi. Bestum árangri einstakra sveita náði sveit Valtýs Jóns- sonar, Siglufirði. Keppt var um veglegan farandgrip seni Sparisjóður Siglufjarðar gaf á sínum tíma og munu heima- menn varðveita gripinn næsta árið. Bridgedeild Breiðfirðinga ■ Aðalfundur bridgedeildar- innar verður haldinn sunnu- daginn 9. september kl. 14.00 í Hreyfilshúsinu. Spilamennska hefst síðan fimmtudaginn 13. september með einskvölds tvímenning. Spilað verður í Hreyfilshúsinu og hefst spilamennska kl. 19.30. Bridgefélag Hafnarfjarðar Aðalfundur félagsins verður haldinn föstudaginn 14. sept- ember í Slysavarnarhúsinu við Hjallahraun, og hefst hann kl. 20.00. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf, svo og verð- launaafhending fyrir 1983- 1984. Mánudaginn 17. sept. hefst vetrarspilamennskan af fullum krafti og verður vænt- anlega byrjað með eins kvölds tvímenningi til upphitunar: Bridgefélag Breiðholts Þriðjudaginn 4. sept var spil- aður eins kvölds tvímenningur í tveimur 10. para riðlum. Röð efstu para varð þessi: A. riðill. 1. Jakob Kristinsson - Stefán Jóhannesson 143 2. Þórarinn Árnason - Gunnl. Guðjónsson 137 3. Guðjón Jónsson - Friðrik Jónssonl22 4. Flosi Sigurbjörnsson - Þórir Flosason 117 B. riðill. 1. Ragnar Ragnarsson - Stefán Oddsson 133 2.-3. Hjálmar Pálsson- Þorst. Kristjánsson 128 2.-3. Kristján Jóhannesson - Guðjón Guðm.sson 128 4. Ragnar Hermannsson - Hjálmtýr Baldurss. 126 Meðalskor í báðum riðlum 108 Næsta þriðj udag verður spil- aður eins kvölds tvímenning- ur, en þriðjudaginn 18. sept. hefst hausttvímenningur fé- lagsins. Spilað er í Gerðubergi kl. 19.30 stundvíslega og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Keppnisstjóri er Her- mann Lárusson. Bridgeklúbbur hjóna Starfsemi félagsins hefst með eins kvölds tvímenning þriðjudaginn 11. september, kl. 19.45. Spilað er hálfsmán- aðarlega í Hreyfilshúsinu. Frá Bridgefélagi Selfoss og nágrennis Vetrarstarfsemin hefst 13. september. Byrjað verður á tveggja kvölda tvímenningi til upphitunar. Síðan verður Hraðsveitakeppnin, með stutt- um leikjum. Þá kemur Hösk- uldarmótið og endað með ein- menningi fyrir jól. Eftir ára- mót er byrjað með G.Á.B. Barómeter. Að honum lokn- um verður Aðalsveitakeppnin. Ef tími vinnst til eftir hana verður hugað að stuttri skemmtilegri keppni í vetrar- leik. Nýir einstaklingar sem hafa áhuga á að koma og spila með félaginu eru hvattir til að hafa samband við eftirtalda stjórn- armenn: Guðlaugu í sima 2051, Vil- hjálm í síma 2255, Eygló í síma. 1848. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi Jóhannes Dagbjartsson, bifvélavirki Álfhólsvegi 43, Kópavogi verður jarðsunginn frá Aðventkirkjunni Ingólfsstræti 19, mánudaginn 10. september n.k. kl. 13.30. Halldór Laufland Jóhannesson Rannveig Skaftadóttir Kolbrún Sigríður Jóhannesd. Guðmundur Sigurðsson cgbarnabörn <iuðmundur Sv. Hermannsson verður ekkert gert í málinu af okkar hendi, segir Framleiðsluráðið ■ Kykmökkur af sandhlæstri í Daníelsslipp við Nýlendugötu hefur að undanförnu legið yfir inöttökuplani Hraðfrvstistöðvar- innar við Mýrargötu og sest þar í augu og vit manna. Þvegnir fiski- kassar og pönnur hefur orðið svart á því að standa á planinu. Auk þess hefur rykið, sem samanstendur af sandi og máln- ingu, smogið inn um opna glugga bæði í Hraðfrystistööinni og Bæjarútgeröarfrystihúsinu, sem stendur þarna rétt við. Að sögn verkamanna í móttöku Hrað- frystistöðvarinnar varð mcngun- arinnar ekki vart í vinnslusalnum fyrr en sandurinn og málningar- flyksur fóru að hrynja niður á starfsfólkið. Þá var og gluggan- um lokað. „Þetta er eins og mistur hérna yfir og maður er með þetta í augum og að bryðja þetta uppi í sér,“ sagði einn verkamannanna sem NT ræddi við. í samtali við Jón Geirsson, yfirverkstjóra, kvaðst hann ekki álíta að hér væri um mjög alvarlegt mál að ræða. „Það skeði í gær að þá fauk hérna sandur á planið en það var ekki tekið á móti fiski í gær. Við þurfum reyndar að þvo upp kassa og það er náttúrlega til óþæginda. En þetta hefur ekki verið neitt mál fram að þessu,“ sagði Jón. Að sögn verkamanna sem blaðið ræddi við hefur þetta mistur legið yfir öðru hvoru nú síðustu tvær vikur. í samtali við forsvarsmenn Daníelsslipps kom fram að þcir hafa ákveðið að hætta sandblæs- tri um stundarsakir vegna þessa máls en slippurinn hefur þó ekki fengið neinar kröfur um að það verði gert. „Ég veit ekkert um þetta nema það sem hann sagði mér þessi maður frá Framleiðs- lueftirliti og hef enga skýrslu séð,“ sagði Ingvar Einarsson for- stjóri í slippnum. Á undanförn- um fimm árum hafi fjögur skip verið sandblásin í Daníelsslipp. Sinnuleysi stofnana? í vikunni var Fram- leiðslueftirliti sjávarafurða til- kynnt um þetta en enn sem ■ Pönnurnar voru sömuleiöis alsctlar rykinu. á borðið hjá neytandanum og afskiptum opinberra aðila af þeirri hlið málsins er lokið, eða hvað! komið er hefur stofnunin ekkert aðhafst. „Við höfum ekkert gert í þessu máli, nema bara talað við slipp- stöðvarstjórann," sagði Jens Hjörleifsson, deildarstjóri í Framleiðslueftirliti, og kvaðst líta svo á að málinu væri lokið frá þeirra hendi. „Nú þekki ég ekki hvaða eiturefni cru í þessu og það verður ekkert meira gert í þessu máli af okkar hendi. Ef þetta er eitthvað í sambandi við hollustuhætti þá er það Heil- brigðiseftirlitsins að athuga það. Við höfum ckkert gert nema að hafa samband við þá,“ sagði Jens ennfremur. „Ef fiskurinn mengast af sandi þá heyrir það undir Framleiðs- lueftirlitið en ef málið er að starfsfólkið fái sandinn í sig þá er ■ Hér sést inn í Daníelsslipp þar sem togarinn Farsæll er næst fiskvinnslunni í dráttarbrautinni. í beinu framhaldi af bárujárns- veggnum lengst til hægrí á myndinni tekur við frystihús Bæjarútgerðarinnar þar sem menn hafa einnig haft nasaþef af mcnguninni. það Vinnueftirlitsins. Mengunin er okkar og ef að þetta verður áframhaldandi vandamál þá verður að gera eitthvað í þessu,“ sagði Tryggvi Þórðarson sem hef- ur með þetta mál að gera hjá Heilbrigðiseftirlitinu. Eftirlitið hefur ekki ráðist í neinar aðgerð- ir vegna þessa máls. Sigurður Þórarinsson, deildar- tæknifræðingur hjá Vinnueftirliti hafði ekkert heyrt um þessi mál þegar NT hafði samband við hann í gærdag. Aðspurður um hvað væri í þeim rykmekki sem dreifist frá sandblæstrinum sagði Sigurður að þar væri að líkum fyrst og fremst um að ræða efnin sem verið er að hreinsa af skip- inu, málning, ryð og óhreinindi. Þá þyrlast sandurinn mjög mikið með en á hverri klukkustund dælir háþrýstidælan 250 kílóum af sandi. „Þetta er ekkert hollt en ég held að þetta sé nú ekki beinlínis eitrað,“ sagði Sigurður. í öllu falli er það enn ókannað mál hvort sandur og málning hafi komist í fisk sem senn er kominn ■ Þessir kassar Hraðfrystistöðvarinnar voru hvítþvegnir þegar þeim var raðað upp á planinu. Nokkrum dægrum seinna voru allir efstu kassarnir orðnir svartir af sandi og öðrum óhreindindum vegna þess að í slippnum handan við þilið var verið að sandblása togarann Farsæl. Fjærst á myndinni sjáum við í stýrishús Farsæls. Innfellda myndin sýnir ofaní fiskikassa.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.