NT - 08.09.1984, Page 35

NT - 08.09.1984, Page 35
HJ Útlönd Dollarinn á uppleið Frankfurt-Reuter ■ Dollarinn hélt enn áfram að hækka í verði á gjaldeyris- mörkuðum í gær og bætti enn fyrri met gagnvart breska sterl- ingspundinu og franska frank- anum. Nú telja menn það aðeins tímaspursmál hvenær dollarinn rjúfi þriggja marka múrinn í fyrsta skipti síðan Vestur-Þjóð- verjar tóku upp fljótandi gengi árið 1973. Til ferðamanna er dollarinn nú seldur á rétt rúm , þrjú mörk í Þýskalandi. Dollarinn fór í fyrsta sinn yfir níu franska franka fyrr í vikunni og er nú skráður á rúmlega 9.1 franka. Sterlingspundið, sem er þjakað af langvinnu verkfalli kolanámumanna, féll nokkuð snarlega gagnvart dollaranum snemma í gær, en rétti aðeins við er líða tók á daginn vegna ráðstafana Englandsbanka. Pundið er nú skráð á um 1.27 dollara. Bundesbankinn, eins konar seðlabanki Vestur-Þýskalandy hefur selt um 230 milljónir doll- ara í þessari viku til að reyna að koma í veg fyrir að dollarinn hækki meira, en ólíklegt er talið að bankinn grípi til frekari að- gerða. Skoðanir eru nokkuð skiptar um það hvort dollarinn muni halda áfram að hækka, sumir sérfræðingar trúa því að dollar- inn sé mjög ofverðlagður og að hann hljóti að fara að lækka aftur innan tíðar. En flestir hallast þó að því að dollarinn haldi áfram að hækka í verði enn um sinn, enda þykjast menn þess fullvissir að vextir muni áfram haldast háir í Bandaríkj- unum og að Reagan verði endurkjörinn forseti í kosning- unum í nóvember. Kína: Gengur í Interpol Sovétríkin: 250 km kola- leiðslur ■ Sovétmenn eru nú að byggja rúmlega 250 km langa kolaleiðslu til að flytja kol frá kolanámum í Síberíu til hafnarborgarinnar No- vosibirsk. Kolunum verður dælt í gegnum tuttugu tomma leiðslur eftir að þeim hefur verið breytt í koladuft og vatni blandað saman við þau. Sovétmenn hafa í hyggju að byggja síðar fleiri kola- leiðslur sem verða jafnvel mörg þúsund kílómetra langar. t>að er gert ráð fyrir því að um 20-30 milljón tonn verði flutt árlega með hverri slíkri leiðslu. Lúxcraburg-Rcuter ■ Fulltrúar á þingi Alþjóða- lögreglunnar, Interpol, létu hafa eftir sér í gær að Kínverjum yrði veitt aðild að Interpol þrátt fyrir hatramma andstöðu Taiw- anbúa. Umsókn Pekingstjórnarinnar um aðild að Interpol hefur verið rædd fyrir lokuðum dyrum á þessu 53. þingi Alþjóðalögregl- unnar, sem um 400 lögreglu- menn frá 116 löndum sitja. Fyrir utan kínversku umsóknina hefur þingið einkum rætt um sívaxandi eiturlyfjasmygl milli landa. Fulltrúar Taiwan gengu út af fundi á miðvikudaginn þar sem rætt var um aðild Kína og enn er ekki ljóst hvort Taiwan mun starfa áfram í samtökunum. Umsjón: Ragnar Baldursson 09 Egill Helgason 1 ■ Þessi mynd er tekin af þeim demókrötunum, Walter Mondale forsetaframbjóðanda ogThomas „Tip“ O’Neill þingflokksformanni þegar Mondale heimsótti Bandaríkjaþing á fímmtudaginn. Mondale á nú mjög undir högg að sækja í kosningabaráttunni og hefur O’Neill, gamall stjórnmálajaxl og kjöftugur, hvatt Mondale til að kasta kurteisisgrímunni sem þykir há honum nokkuð og sýna meiri hörku í baráttunni við Reagan forseta Símamýnd-Polfoto Laugardagur 8. september 1984 35 Stórhuga fram- kvæmdir í Nepal ■ Nepalir eru nú að hefja framkvæmdir við veg sem mun tengja frjósöm svæði vestast i Nepal við aðra hluta landsins en þau hafa verið að mestu ein- angruð hingað til. Heildar- kostnaður við vegalögn er tal- inn vera 116 milijónir Banda- ríkjadala og ætlar Alþjóða- bankinn að lána Nepölum 47,5 milljónir dala til að standa straum af hluta kostnaðarins. Nepalir eru meðal fátækustu þjóða heims. Þar búa tæplega lómilljónir manna. Meðaltekjur á mann eru aðeins um 150 Bandaríkjadalir á ári (4.700 ísl. kr.). Nepal er mjög fjöllótt og hafa slæmar samgöngur verið mikill dragbítur á þróun landsins. Nú þegar hefur um 850 km langur þjóðvegur verið byggður frá Austur-Nepal í _yesturátt. Nýi þjóðvegurinn mun bæta 200 km við til vesturs þannig að Terai-hérað í Vestur-Nepal mun loksins tengjast við vega- kerfi landsins. Hingað til hefur orðið að treysta á flugvélar við samgöngur við Terai en á regn- tímabilinu hefur ekki einu sinni verið hægt að fljúga þangað. Framkvæmdum við veginn á að Ijúka árið 1989 og vonast menn til að hann verði þá til að hleypa nýju lífi í efnahagslíf Nepala. Nepalstjórn mun að- eins leggja fram um 18 milljónir dala til framkvæmdanna en auk lánsins frá Alþjóðabankan- um hefur stjórninni verið lofað lánum frá Saudi þróunarsjóðn- um og fleiri alþjóðastofnunum. Deila Libýumanna og Breta; Samn- ingafundir á Möltu Valetta-Reuter ■ Malta hefur boðið Bretum og Líbýumönnum að setjast að samningaborði á eyjunni, en ekkert stjórnmálasamband hef-' ur verið á milli ríkjanna tveggja síðan líbýskir sendiráðsstarfs- menn skutu breska lögreglu- konu í apríl. Þetta er haft eftir breskum fulltrúa á Evrópuþing- inu, sem átt hafði viðræður við utanríkisráðherra Möltu, Alex Sceberras Trigona. Möltustjórn hefur enn ekki staðfest að hún hafi boðið eyjuna undir samningavið- ræður. Heimildir í London herma að Líbýumenn séu þess fýsandi að bæta samskiptin við Breta 'og Bretar munu óttast að mikilvæg viðskiptatengsl við Líbýu rofni endanlega ef ekki næst sam- komulag innan tíðar. Bretar flytja mikið af vörum til Líbýu en auk þess er hefð fyrir því að Líbýumenn leiti sér lækninga í Bretlandi, en í staðinn hafa þeir nú leitað til Vestur-Þýskalands og Sviss. Beittu neitunarvaldi ■ Á fímmtudaginn beittu Band.aríkjamenn neitunarvaldi sínu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna til að koma í veg fyrir að samþykkt yrði fordæming á atferli ísraelsmanna í Suður-Líbanon. Líbanska stjórnin hefur ásakað ísraelsher fyrir síendurtekin.mannréttindabrot og tilraunir til að kljúfa landið í tvennt og töldu vera tíma til að leita réttar síns í Öryggisráðinu. Símamynd-Polfoto Vandi vestraenna stjómendavið að1 nyta sér japanskar sqómunaraðferðir HÁDEGISFYRIRLESTUR Prófessor Naoto Sasaki frá Sophia University, Tokyo heldur fyrirlestur þriðjudaginn 11. september, er nefnist „Vandi vestrænna stjórnenda við að nýta sér japanskar stjórnunaraðferðir“. Fyrirlesturinn fer fram í Kristalssal Hótels Loftleiða og hefst kl. 12:00 með hádegisverði. Að loknum fyrirlestrinum verða almennar umræður. TILKYNNIÐ ÞÁTTTÖKU í SÍMA 82930 Astjórnunarfélag íslands &

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.