NT


NT - 10.09.1984, Síða 1

NT - 10.09.1984, Síða 1
Mánudagur 10. september 1984 - 231. tbl. 68. árg. Námsmenn undirbúa rót- tækaraðgerðir - vegna ástandsins í lánamálun þeirra ■ „Það er mikil ólga í fólki núna vegna stöðu mála og við hyggjumst virkja sem flesta náms- menn í baráttunni", sagði Svala Sigurleifsdóttir, formaður stjórnar SINE í viðtali við NT í gær. Hún gat þess jafnframt að þess væri ekki langt að bíða að námsmenn gripu geirinn vegna núverandi stöðu í lánamálum íslenskra námsmanna, enda kom sú afstaða berlega í ljós á samráðsfundi náms- mannahreyfinganna sem haldinn var fyrir skömmu. Sjá viðtöl við náms- menn sem hrökklast hafa frá námi í Bandaríkjunum á bls. 2. DAGBLÖÐIN STÖÐVAST! ■ Vegna fyrirhugaðs verk- falls bókagerðarmanna sem boðað var frá miðnætti sl. þurfti þetta eintak NT að fara f prentun í gærkveldi. Komi verkfallið til fram- kvæmda eins og flest benti til verður þetta síðasta tölublað NT sem kemur út að sinni, eða þar til samningar nást við bókagerðarmenn. í gærdag var haldinn fé- lagsfundur í Félagi bóka- gerðarmanna og kom þar fram eindreginn vilji um að halda verkfallsboðuninni til streitu, meðan ekkert þokað- ist í deilu þeirra við prent- smiðjueigendur. Undan- farna daga hafa staðið yfir sérviðræður milli bókagerð- armanna annars vegar og hins vegar NT, Alþýðu- blaðsins og Þjóðviljans, en síðast nefndu aðilarnir standa allir utan Félags ísl. prentiðnaðarins, um hugsan- legt sérsamkomulag á milli þessara aðila. Ef slíkt sam- komulag næst er hugsanlegt að NT komi út áfram, þó Morgunblaðið og DV stöðvist. Verði ekki af því samkomulagi stöðvast öll blöðin, og verða lesendur NT, dreifingaraðilar og aug- lýsendur að hafa biðlund meðan á því stendur. Síðustu fréttir: ■ Sérsamkomulag náö- ist ekki! Grjótaþorpið: Unglingar missa athvarfið sitt! - sjá nánar frétt á bls. 4 Heitt í kolunum við Blöndu: Byggingaframkvæmdir stöðvaðar vegna van- goldinna lóðagjalda! - á gangnamannahúsi sem Landsvirkjun er að reisa fyrir bændur ■ Ágreiningur er kominn upp milli Landsvirkjunar og bygg- ingafulltrúa Norðurlands vestra vegna gangnamannahúss, sem Landsvirkjun hefur verið að smíða fyrir bændur við Ströngu- kvísl. Vinna við húsið var stöðv- gjöld og tilraunir til að fá að boðin út. Smiðurinn, sem tók uð um helgina á þeim forsend- borga þau báru ekki árangur. að sér verkið var svo hrakinn af um, að ekki hefðu verið greidd Skálinn, sem hér um ræðir, staðnum. Skálinn hefurnú ver'ið lóðagjöld fyrir húsið. Lands- hafði verið fluttur inn að negldur aftur og kemur engum virkjun mun aftur á móti aldrei Ströngukvísl og vinna við að að notum, fyrr en þessi deila hafa fengið rukkun um þessi endurbyggja hann og innrétta leysist. li blaðasali er greinilega iur, þar sem hann heldur ta Stuttgart liðsins. Við ia á honum er „knatt- ársins 1983“ í GlæsilegNT•ferð tilStuttgart ■ Vinningshafar í blaðberahappdrætti NT með Ásgeiri Sigurvinssyni og félögum hans. eru nú komnir heim eftir sérstaklega vel Hér hefur verið slegið upp veislu, þar sem heppnaða ferð til Stuttgart, þar sem fylgst var Ásgeir er heiðursgesturinn.. nh. Eldur í geymslu ■ Geymsla í fjölbýlis- húsi við Spóahóla skemmdist töluvert í eldi síðastliðið föstudags- kvöld. Þegar slökkviliðið kom á vettvang kl. rúm- lega 23 var nolckur eldur þar inni og einnig var mikill rey kur í öðrum geymslum. Slökkvistarf gekk greið- lega, en ekki er kunnugt um eldsupptök. Ekiðá gangandi ■ Gangandi vegfarandi brotnaði illa á fæti, þegar ekið var á hann á mótum Stekkjarbakka og Reykja- nesbrautar upp úr kl. fjögur aðfaranótt sunnu- dagsins. Hann var fluttur á slysadeild, þar sem gert var að sárum hans. Dagsbrún kominmeð verkfalls- heimildina ■ Félagsfundur í verka- mannafélaginu Dagsbrún, sem haldinn var á laugar- dag, veitti trúnaðar- mannaráði heimild til verkfallsboðunar. Fund- inn sátu hátt í tvö hundruð manns og var aðeins einn á móti. Að sögn Guðmundar J. Guðmundssonar for- manns Dagsbrúnar virðist ailt stefna í verkfall. „Það var gífurleg harka í mönnum, urrandi heift,“ sagði hann.

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.