NT


NT - 10.09.1984, Síða 6

NT - 10.09.1984, Síða 6
■ 1 'I' Ein- dálkurinn Að græða „Móðurmálið á sér því miður allt of marga óvildarmenn. Ekki einasta á íslensk tunga stundum erfitt uppdráttar í daglegu tali heldur er orðaforða hennar oft skipulega misþyrmt. Þar á meðal er sögnin að græða.“ Svo hljóðar upphaf fyrsta leiðara ísafoldar nýja vikublaðsins hans Ásgeirs Hannesar Eiríkssonar. Þar fjallar höfundur um það hve sögnin að græða hefur misjafnan hljórn í málinu. Allt eftir því hvort verið er að tala um að græða land, að græða sár eða að græða peninga. Þeir sem græða peninga eru gróðapungar, þeir eru upphafið að óhamingjunni. Blaðið segir. „Petta raus er ekki bara hvimleiðursönglandi hjá úrtölufólki, heldur er hér um skipulagða herferð að ræða. Andstæðingar þjóðskipulagsins hafa gert sér far um að sverta þetta fallega orð í merkingunni ábati. Það er liður þeirra í atlögu að borgarasamfélaginu.“ - ísafold (Reykjavík) Kröfluskuldir íslendingur á Akureyri upplýsir í síðasta blaði að eftir að vélasamstæða Kröfluvirkjunar náði að skila fullum afköstum (30 MW) fyrir stuttu, sýni athuganir að áframhaldandi gufuöflun og uppsetning síðari vélasamstæðu geti gert virkjuninni kleift að greiða skuldir sínar upp á 23 árum. Blaðið segir meðal annars: „Starfsmenn Kröfluvirkjunar gerðu sér dagamun á mánudag síðast liðinn til að fagna þessum áfanga. Einar Tjörvi Elíasson yfirverkfræðingur virkjunarinnar sagði í viðtali við íslending að nú byggju starfsmenn kartöfluvirkjunar yfir þeirri tækni og þekkingu sem þyrfti til að geta haldið markvisst áfram. Fyrirsjáanlegt er því að virkjunin þarf ekki lengur að vera baggi á þjóðinni“. Þess má geta að ekki höfðu þessi orð fyrr fallið en náttúruöflin gripu í taumana og störtuðu enn einu gosi. Þær hamfarir höfðu þó ekki haft nein áhrif á gufuöflun virkjunarinnar þegar síðast fréttist. - Islendingur (Akureyri) Riðu á vaðið „Stöðvarstjórar hjá Pósti og síma hafa fengið kjarabót. I gærmorgun var undirritað samkomulag milli fjármálaráðuneytis og Félags íslenskra símamanna sem felur í sér að um helmingur stöðvarstjóra hækkar um einn til tvo launaflokka. Hækkunin kemur einkum til þeirra stöðvarstjóra sem hafa verið í lægstu launaflokkunum." -DV(Reykjavík) Mánudagur 10. september 1984 6 Reyfarakaup í Rangárþingi - Landsvirkjunarútsala á íbúðaskálum nefndi einn sem flutti hús sitt í heilu lagi en aðrir munu hafa tekið þau sundur, sem þýddi ódýrari flutninga en meiri kostnað við að setja þau upp aftur. Húsin segja menn ófúin með öllu, mjög vel einangruð og þar með ódýr í kyndingu s.l. vetur og með öllum nauð- synlegum innréttingum og voru raunar einnig seld með öllum húsbúnaði. Sem sagt prýðis góð íbúðarhús ef maður gerir ekki mjög miklar kröfur um íburð, eins og einn hús- kaupandinn orðaði það. Eig- endur þeirra 3 eða 4 húsa sem sett hafa verið upp á Hellu verða að vísu að leggja í nokkurn aukakostnað, þar sem þar eru gerðar meiri kröfur um ytra útlit þeirra en til sveita. M.a. er talað um að stækka þurfi svefnherbergis- glugga til að uppfylla staðal byggingarreglugerða og jafn- vel klæða húsin, eða fegra þau að utan á annan hátt. Rangæskum húsakaupend- um þótti hins vegar merkilegt þegar Landsvirkjun hóf í vor byggingu fjölda nýrra vinnu- skála inn við Sigöldu, sama svæði og húsin sem þeir keyptu voru á. Tímamót í Keflavík: 500. fundur bygginganefndar Frá Friörik Georgssyni frétlaritara NT í Keflavík: ■ 500. fundur bygg- inganefndar Keflavíkur var haldinn föstudaginn 31. ágúst í fundarsal bæjarráðs. í tiiefni þess- arratímamóta varsérstök hátíðardagskrá, og boðið varamönnum nefndarinn- ar, auk þess skipulags- nefnd og starfsmönnum nefndarinnar. Við þetta tækifæri flutti formaður ávarp og ritari ágrip af sögu bygginga- nefndar Keflavíkur, en á hreppsnefndarfundi 23. júlí 1929 var kosin fyrsta bygginganefnd til næstu þriggja ára. í hana voru kosnir Skúli Skúlason, Sigurður Pétursson og Guðfinnur Eiríksson. Byggingasamþykkt fyrir Keflavíkurkauptún var staðfest 1932. Á þessum 52 árum, sem síðan eru liðin, hafa verið haldnir 500 fundir og fjöldi bók- aðra mála eru 5.956. Byggingafulltrúa hafa verið níu frá upphafi, Aðalmál hátíðarfundar- ins var kynning á nýju skipulagi miðbæjar fyrir Keflavík, en tillögu að því gerði Páll Bjarna- son arkitekt, en hann er innfæddur Keflvíkingur. Þetta skipulag er þó aðeins drög að tillögu, en sýnir þó glöggt hversu vel er hægt að sameina gamalt og nýtt. Bygginganefnd taldi þó, að athuga mætti þann möguleika, að láta fara fram hugmyndasam- keppni um gerð nýs mið- bæjar. Núverandi bygginga- nefnd er skipuð þeim Árna Ragnari Árnasyni sem er formaður, Friðriki Georgssyni, Hannesi Ein- arssyni, Kristni Guð- mundssyni og Sigurði E. Þorkelssyni. „Treystum okkur ekki til að lappa upp á þau meira“ segir talsmaður Landsvirkjunar ■ „Þetta voru innfluttir bráðabirgðaskálar sem ekki er ætlað að endast eins og þau hús sem við byggjum hér í höfuðborginni. Húsin voru fyrst byggð við Búrfell á sínum tíma og svo flutt inn að Sigöldu og sum síðan enn flutt inn að Hrauneyjarfossi. Þau voru orðin svo úr sér gengin og léleg að við treystum okkur ekki til að fara að lappa upp á þau meira - þótt sumir einstakling- ar geti kannski gert það í sínum frítíma á ódýrari hátt en við. Okkur tókst að selja húsin á viðunandi verði og teljum þetta hafa verið góðan bísniss fyrir Landsvirkjun,“ sagði Jóhann Már Maríusson, aðstoðarframkvæmdastjóri Landsvirkjunar. Skálabyggingar í Sigöldu nú sagði hann vera fyrir línulagn- ingarmenn Suðurlínu. Þau hús séu af allt annarri gerð og miklu þægilegri í flutningi - sem nauðsynlegt sé fyrir línu- menn sem þurfa að færa sig stað úr stað eftir því sem línulögninni miðaráfram. Með því að geyma þar til í ár að selja húsin hefði því í mesta lagi verið hægt að spara flutn- ing nýju húsanna einhverja vegalengd. Á móti komi að búið sé að koma í verð gömlu húsunum sem menn voru orðn- ir hræddir um að fá ekkert fyrir. ÓLSARAR FÁ NÝJAN SJÚKRABÍL ■ Nýr sjúkrabíll bættist í flota heilsugæslustöðvarinnar á Ólafsvík í síðustu viku. Sá,er af Citroen CX 20 gerð, en fyrir var á Ólafsvík einn sjúkrajeppi. Nýi bíllinn er vel búinn tækjum og kostaði um hálfa milljón kr. Á myndinni afhendir Ragnar Lövdal hjá Globus Kristjáni Þorleifssyni, héraðslækni á Ólafsvík, lyklana að bílnum. Fyrir aftan þá eru: Stefán Jóhann Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar Ólafsvíkur, Guðmundur Tómasson, bæjarstjóri, Gylfi Magnússon, bæjarfulltrúi og Sigurgeir Bjarnason sjúkrabílstjóri. NT-mynd: Sverrir ■ Á ýmsum stöðum í Rang- árþingi - bæði út um sveitir og á Hellu og Hvolsvelli - hafa nú risið eða eru að rísa á annan tug 80 til 100 fermetra einbýlis- húsa og nokkrir 240 fermetra íbúðarskálar sem Rangæingar telja sig hafa keypt á góðum kjörum af Landsvirkjun s.l. haust. I húsum þessum bjuggu áður virkjanastarfsmenn við Búrfell og Sigöldu uns Lands- virkjun óskaði tilboða í þau s.l. haust. Kauptilboð Rang- æinganna sem húsin fengu voru á bilinu frá um 50 þús. krónur og upp í í kringum 100 þús. krónur fyrir minni húsin og nokkru hærri fyrir stóru skálana. Voru þessi dæmi að sömu mennirnir keyptu þarna upp í 3 hús. Einn kaupandi tveggja húsa hyggst nota þau til að byggja upp á eyðibýli sem hann hefur fest kaup á, það minna sem íbúðarhús og stóra skálann fyrir útihús. Flutning- ur og framkvæmdir hafa að vísu tafist hjá honum vegna erfiðleika þessa bóndaefnis á að fá framleiðslukvóta og leyfði hann því Landsvirkjun afnot af skálanum fyrir virkjana- menn í sumar. Annar þriggja húsa kaup- andi hefur byggt eitt þeirra sem íbúðarhús á Hellu en hin tvö á býli í Ásahreppi, það minna sem íbúðarhús en í stóra skálanum er hann að koma upp kanínubúi - byrjaði með 4 dýr í fyrra og er nú að láta stofninn vaxa sem gengur hratt hjá þesari dýrategund sem kunnugt er. Þá má nefna að eigandi Hót- els Hvolsvallar keypti einn stóru íbúðarskálanna, - með 14 svefnherbergjum, setustofu og hreinlætisaðstöðu - og hef- ur sett hann upp sem viðbótar- rými við hótelið. í viðtölum NT við húsakaup- endur kom fram að þeir eru ánægðir með kaupin, þó tölu- verður kostnaður hafi að vísu orðið við flutning þeirra ofan af hálendinu. Um 70 þúsund ■ „Þetta voru innfluttir bráðabirgðaskálar sem ekki er ætlað að endast“ segir Jóhann Mar. Húseigendur í Rangárþingi eru hins vegar alsælir með reyfarakaupin sem þeir gerðu. Hér sést eitt húsanna sem fóru á 50 til 100 þúsund krónur, myndin tekin í Sigöidu í fyrrasumar.

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.