NT


NT - 10.09.1984, Side 11

NT - 10.09.1984, Side 11
■ Hitchcock var ineð Grace : á hcilanum, en hún hélt sinu striki og lék ekki kröfuhörku hans á si« iá. Mánudagur 10. september 1984 Spegill Hún ætlar líka að verða best - eins og pabbinn ■ Pað er farið að strjálast að hnefaleikakappans Muham- mads Ali sé getið í fréttunum. En það má alveg eins búast við því að Miya Ali fari að láta að sér kveða í staðinn. Miya Ali er 12 ára gömul dóttir Muhammads Ali og konu hans. Hún hefur hug á því að verða fyrirsæta, - og er reyndar þegar orðin það. Hún tók þátt í fyrirsætukeppni fyrir sinn aldur í New York og hér sjáum við útkomuna. Miya Ali hefur gaman af að stilla sér upp fyrir Ijósmyndar- ann og hafði gaman af þegar Yussef hárgreiðslumeistari og förðunarsérfræðingur puntaði hana og skreytti með eyrna- lokkum og armböndum. Ljósmyndarinn sagði að hún væri alveg fædd fyrirsæta! ■ Miya Ali ætlar að verða model, - og ég ætla að verða sú besta, bætti hún við, ákveðin á svipinn, og líktist þá mjög pabba sínum - en kvaldi hana og píndi ■ NústenduryfirHitchcock- hátíð í Reykjavík. Þangað flykkjast ungir sem aldnir, þeir eldri margir hverjir til að rifja upp gömul kynni og þeir yngri til að sjá með eigin augum það, sem þeir hafa orðið að hlusta á eldra fólkið dásama sí og æ, það kemur f ljós, að Hitchcock ber aldurinn vel, og enn þann dag í dag kemst enginn með tærnar þar sem hann hefur hælana í gerð spennumynda. Alfred Hitchcock var mikill snillingur - og harðstjóri ef svo bar undir. Hann var duttlunga- fullur og þeir, sem unnu undir stjórn hans, urðu að dansa eftir dyntunum í honum, ann- ars var illt í efni og ólíft í nálægð hans. Grace Kelly var eftirlætis- leikkona Hitchcocks, enda var hann ástfanginn af henni upp fyrir haus. Sú sterka tilfinning hans í hennar garð varð þó ekki til þess að hann hlífði henni öðrum fremur, síður en svo. Erþví jafnvel haldiðfram, að hann hafi verið óvenju harðhentur við hana, enda endurgalt hún ekki tilfinningar hans, og kunnugir segja, að henni hafi ekki verið ljóst lengi vel hvaða hug hann bar til hennar. Grace möglaði þó aldrei, heldur hélt ótrauð sínu striki. M.a. heimtaði Hitchcock að 27 sinnum væri tekið upp ein- falt atriði í Glugganum á bak- hliðinni, þar sem Grace kyssir James Stewart á ennið. Og daginn, sem upptökur á þeirri mynd hófust, var 30 mínútum eytt í nærmyndatöku af skóm hennar. Skömmu síðar var þeim myndum hent á ösku- haugana. Enn harkalegri með- ferð hlaut Grace við töku myndarinnar „To Catch á Thief", en þá lét Hitchcock æfa u.þ.b. 12 sinnum atriði, þar sem Gary Grant grípur um handlegg Grace og slengir henni upp að vegg. Atriðið þykir ekki sérlega merkilegt, né skipti það sköpum fyrir myndina, en var hins vegar mikið álag á Grace. Þá skipti Hitchcock sér mik- ið af fatnaði þeim, sem Grace bar í myndum hans. í mynd- inni „Dial M for Murder" t.d. ber Grace gegnsæjan nærfatn- að. Þá rak Hitchcock augun í að barmur hennar var óþrosk- aðri, en hann hefði kosið, og krafðist hann þess að svo yrði gengið frá, að hann nyti sín betur. Grace var allsendis ó- fáanleg til að troða á sig ein- hverjum gervibrjóstum, en steinþagði þó, svo að hún og klæðameistarinn Edith Head gripu til þess ráðs að bauka eitthvað úti í horni við þetta umdeilda svæði. Þegar Grace sneri sér aftur að Hitchcock varð hann yfir sig hrifinn og hrópaði: -Sjáið þið muninn? Og grímuballið, sem er loka- atriði myndarinnar „To Catch á Thief“, hafði þann eina til- gang að gefa Crace tækifæri til að taka sig vel út í glæsilegum gullnum ballkjól. Reyndar lagði Hitchcock mikla áherslu á að klæðnaður Grace fengi sem best að njóta sín í mynd- inni. Hann gaf Edith Head fyrirmæli urn að föt Grace skyldu hæfa prinsessu, og það tóícst svo sannarlega. Sagt er að Hitchcock hafi verið lítið hrifinn af því, þegar Grace varð prinsessa af Món- akó og lagði kvikmyndaleik á hilluna. Þær leikkonur, sem Hitchcock valdi síðar í myndir sínar, eru sagðar tilraun hans til að finna verðugan arftaka hennar, en alltaf hafi hann orðið fyrir vonbrigum. Hann var síður en svo mjúkhentari við þær en hann hafði verið við Grace á sínum tíma, enþarvar ekki ófullnægður ástarfuni að verki ■ Lokaatriðið í „To Catch a Thief" snérist eingöngu um að láta Grace njóta sín í einstæð- um gullkjól. ■ James Stewart og Grace Kelly í hlutverkum sínum í Glugganum á bakhliðinni. Þar sýndi Hitchcock þá fádæma þolinmæði að láta endurtaka 27 sinnum einfalt kossaatriði. Hitchcock elskaði Grace Kelly út af lífinu

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.