NT - 10.09.1984, Page 12

NT - 10.09.1984, Page 12
Mánudagur 10. september 1984 Góðviðrisskattur og gatið hans Alberts - er umræðuefnið í bréfi Þorsteins í Guttormshaga ■ Sumariö 1983 var kalt á Suðurlandi og kúm leið illa og mjólkuðu lítið, en forystu- mönnum bændasamtakanna leið vel og sjóðurinn þeirra óx. Sumarið '84 var oft hlýtt veður og notalegt í júní og kúm leið vel og mjólkuðu mikið. En nú leið forystu- mönnum landbúnaðarins illa. Og eins og stundum fyrr er leitað til landsstjórnarinnar og hún beðin um aðstoð, að þessu sinni til að hamla gegn afleið- ingum góðviðrisins. Þeir háu herrar voru fljótir til; mélskattur stórhækkaður og heyrst hefur aö Gunnar og Kó vilji, að ekki sé greitt fullt verð íyrir nema 90% af hinum svonefnda kvóta. Ekki hefur þó heyrst að forystumenn bændasamtakanna bjóði sín óráð með afslætti. Mjólkurframleiðendum finnast það undarleg Lokaráð, þegar verið er að þrengja að þeim sem eru með meðalbú eðasmærri, en nýjum mönnurn eru veitt leyfi til sölu mjólkur- framleiðslu. Þeir fá kvóta á jörðum þar sem mjólk liefur ekki verið framleidd í nokkur ár. Þeirra skammtur hlýtur að vera dreginn af hinum sem fyrir eru. Forystumenn Jandbúnaðar- ins segja offranrleiðslu á mjólk og keti, - þó hika þeir ekki við að auka á erfiðleikana með verðhækkunum á báða bóga. Áburðarverð hækkar árlega meira en flest annað og þegar útlit er fyrir að eftirspurn minnki vegna okursins, er laumast í mélsjóðina og hluti áburðarins grciddur með því, og það eins sá hluti sem fer í sprengingar, og ekki kemur landbúnaðinum nokkurn skapaðan hlut við. Oft á ári eru svo landbúnað- arvörur hækkaðar í verði meira en venjulegt fólk á von á, miðað við margt annað verð- lag og samningsbundin laun. Þá dregur úr sölu, birgðir auk- ast, offramleiðslan vex. Þorsteinn Pálsson reyndi að minna á sig nýlega með ræðu, þar sem hann sagði að auka þyrfti framleiðni í landbúnað- inum. Ég hélt að annað kallaði meira að, nóg virðist framleitt, verr gengur að selja. Þar vant- ar kannski framleiðni. Með góðri samvinnu bænda- samtakanna og ríkisvaldsins er hægt að gera að mestu út af við ■ Skyldi hún vera að hugsa um góðviðrisskattinn, þessi? 12 JCB árg. 73,3 ára gömul, góð Parkins diesel vél, grafa í toppstandi. ■ Hei'urðu skuðun á mál- unum? Viltu vekja athygli á einhverju sem aflaga fer í samfélaginu? Þarftu að koma kvörtun á framfari? F.ða viltu kannski hrosa ein- hverju? Lesendasiðan er rétti staðurinn. Hún er vettvang- ur fyrir allt þaö sem lesend- um liggur á hjarta, hvort sem þar er um að ræða stór mál eða smá. Og við krefj- um ábyrga aðila um svör við spurningum lesenda, el'tir því sem unnt er. Skrifið til: NT Lesendasíðan Síðumúla 15 108 Reykjavík ...eða hringið i sima 6863IMI milli kl. 13 og 14. Athugið að við birtum bréf ykkar að sjálfsögðu undir dulnefni ef þess er óskað. Engu að síður verður fullt nafn og heimilisfang að fylgja bréfinu. Húseigendur - Framkvæmdamenn Fjölbreytt úrval af vönduð- um hellum í gangstéttir og bílaplön ásamt 2 gerðum af kantsteinum. Einnig brothellur í veggi og ker. Splittsteinar úr rauða- möl til notkunar innanhúss og utan í stærðunum 40 x 10 x 10 og 30 x 10 x 7. Hagstæð greiðslukjör Fjölritaðar leiðbeiningar Opið laugardag til kl. 16 HELLU OG STEINSTEYPAN œ VAGNHÖFÐ117 • SÍMI30322 REYKJAVÍK .. : í . . íslenskan landbúnað, en ís- lcnskir bændur eiga aldrei eftir að taka upp búskaparlega Gísla á Uppsölum, með fullri virðingu þó fyrir honum og lians aðferðum. Nú er komið fram í ágúst og sunnlenski rosinn í algleym- ingi. Kýrerublautarogkaldar, mjólkin minnkar, taðan hrekst og sprettur úr sér. Mélsjóður- inn vex en afkoma bænda versnar. Forystumenn bænda- samtakanna taka gleði sína á ný. íslandsgatið hans Alberts virðist farið að fara í taugarnar á ráðherrunum. Ætla ég að benda hér á örfá smáatriði sem hægt væri að spara á. Nú eru ráðherrarnir 10 og hafa aldrei verið fleiri. Þó held ég að hver einasti sé kominn með aðstoð- arráðherra, ekki á sinn kostnað, heldur er þeim laun- að úr jöðrum gatsins fræga. Eins mun vera með 10-12 bíl- stjóra sem ráðnir eru til að aka ráðherrabílunum þegar ráð- herrarnir þurfa eitthvað að hreyfa sig utan dyra, og það er víst nokkuð oft, því ekki er mannekla á þeim stöðum. Tölvur eru til að hugsa og reikna það sem ráðherrarnir unnu áður. Samt koma göt og ráðherrarnir standa á gati. Þarna er heill hópur manna sem annað tveggja ætti að leita sér annarrar vinnu eða vera á launum hjá ráðherrunum sem vilja hufa embættisheitið en nenna ekki að leggja á sig störfin sem fylgja því. Þá eru bílarnir flestir fínir og dýrir, sem þeir láta rikið gefa sér að stórum hluta. Oft heyrir maður að þessi eða hinn starfshópurinn hafi unniðþetta eða sé að vinna að liinu. 1 flestum tilfellum er hér um að ræða einhvers konar atvinnubótavinnu vina eða vandamanna ráðherranna. Að langmestum hluta er hér um óþarfa eyðslu að ræða. Norðurlandaþing og Atl- antshafsbandalag mun eitt- hvað kosta, meðan stór hópur þingmanna situr á þeim kjafta- þingum, er varaþingmönnum smalað í Alþingishúsið, svo að á launum munu vera 70-75 þingmenn í einu stundum. Þeinr peningum sem í þetta fara tel ég illa varið. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna er ein vitleysan. Þangað ætti að senda 2-3 menn í mesta lagi, - þá sem hæfastir teldust, án tillits til stjórnmála- skoðana. Vilji fleiri fara, fari þeir á sinn kostnað. Þá gæti Ragnhildur eitthvað sparað. Til dæmis vil ég nefna þá óhæfu að vera að smala saman 6-7 ára krökkum um allar trissur, til að koma þeim í skóla. 1 kaupstöðum eru krakkar á þesum aldri fyrst og fremst í gæslu. í sveitum þarf þess ekki almennt. Flestir þeir sem nú eiga börn á þessum aldri, hafa verið 6-10 vetur í skólum í 5-8 mánuði hvert ár. Geti þetta fólk ekki kennt sínum börnum að lesa, draga til stafs og undirstöðuatriði í einföldum reikningi, held ég best væri að leggja skólana niður, sem gagnslausar stofn- anir. Fyrir 50-60 árum átti fólk ekki í neinum erfiðleikum með slíka tilsögn, þótt það sjálft hefði litla sem enga skólasetu að baki. í ágúst 1984 Þorsteinn Daníelsson Guttormshaga Getur fólk slasast vel? - spyr Stefán Sigurðsson Brénndist illa í andliti við hreinsun rafgeyma ■ Maður brcnndist ilta í and- liti er hann var að hreinsa raf- geymi í frystihúsi Hvals h.f. í Hafnarfirði. Af einhverjum or- sökum varð sprenging í raf- geyminum með fyrrgreindum afleiðingum. Maðurinn var flutt- ur á slysadeild.cn ekki var vitað um líðan hans. síðast þegar fréttist. mínar um „illa“ í slysafréttum. Stjórnandi þáttarins las þær athugasemdarlaust ásamt fleiru, seni ég tók til nreðferð- var það flestra manna mál að það væri margt í íslenskri tungu sem meira lægi á að lagfæra. Heiðraða lesendasíða ■ í föstudagsblaðinu 31. ágúst er þess getið, að kona brenndist illa í andliti. Nú er mér spurn. Hvernig hefði verið, ef aumingja konan hefði brennst vel? Hefði það verið betra eða verra? Nú er það svo, ef maður gerir eitthvað illa, þá er minna aðgert heldur en ef vel er gert. Ef menn geta slasast illa eins og allir frétta- menn á þessu landi hafa látið fólkið gera, ég veit ekki hve marga áratugi, þá hlýtur það eins að geta slasast vel. En ég álít, að þessi orð eigi ekki við í þessu sambandi. Af hverju getur blessað fólkið ekki slas- ast nrikið eða lítið eftir atvik- um? Það er hægt að lýsa þessu á ýrnsan hátt. mikið, lítið, alvarlega, ekki alvarlega, lífs- hættulega o.s.frv. Það er mál. að því linni, að fólk slasist illa, fyrst það getur ekki slasast vel, en það hefur aldrei komið fyrir. Fyrir allmörgurn, árum sendi ég þættinum „Daglegu nráli" þessar athugasemdir ar. Það sýndi, að hann var mér sammála. Þetta hefur þó engan árangur borið. Gætu nú ekki fréttamenn NT tekið sig til og gengið á undan stéttarbræðrum sínurn með góðu fordæmi. I von uin góðan árangur Stei'án Sigurðsson Svarumhæl Bréf þitt. Stefán, var borið undir ýmsa, bæði leikmenn og sérfróða aðila. Ekki voru allir á eitt sáttir um óhelgi þessa orðasambands en hins vegar Meðal þeirra sem spurðir voru álits var maður sem starf- að hefur hjá Orðabók Háskól- ans og kvað hann það í meira lagi vafasamt að hægt væri að færa rök að því að orðalagið væri rangt. Það virðast því allar horfur á því að við, fréttamenn NT, munum halda áfram að „láta fólk slasast illa“ og skyldum við taka upp á því á annað borð að kveikja ífólki, reynum við náttúrlega að sjá til þess að það brenni vel en brennist illa.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.