NT - 10.09.1984, Page 13

NT - 10.09.1984, Page 13
p iro Klemens Tryggvason sjötugur ■ Pað er merkileg tilviljun, að Hag- stofa íslands skuli vera jafngömul Klemensi Tryggvasyni, sem á sjötugs- afmæli mánudaginn 10. september. Þetta er tilviljun af því tæi, sem virðist þaulhugsuð, eins og sagt er á tungum sumra grannþjóða okkar. Klemens Tryggvason varð hag- stofustjóri árið 1951 og hefur gegnt því starfi í næstum 34 ár, en hann tók við af Þorsteini Þorsteinssyni, sem verið hafði forstöðumaður Hagstof- unnar frá því hún var stofnsett árið 1914. Sjötíu ára starfssaga Hagstof- unnar skiptist því sem næst til helm- inga milli tveggja hagstofustjóra. Það er því ekki að undra, að Hagstofan og Klemens Tryggvason séu óaðskiljan- leg í hugum flestra, sem nú eru á starfsaldri. Klemens hefur gegnt þessu vanda- sama og ábyrgðarmikla starfi með miklum sóma og jafnan átt óskorað traust þeirra fjölmörgu aðila, sem þurfa að byggja á tölfræðilegum upp- lýsingum frá Hagstofunni. Um þetta ætti ég að geta talað nokkuð af eigin reynslu, því síðastliðin tuttugu ár hef ég í daglegum störfum haft mikil skipti við Hagstofuna og Klemens Tryggvason. Þar er skemmst frá því að segja, að í þeim viðskiptum hefur jafnan ríkt trúnaðartraust svo hvergi ber skugga á. Klemens er ákaflega ósérhlífinn maður og jafnan tilbúinn til að aðstoða aðra, ef um er að ræða verk sem hann telur vert að vinna. Mér er það einkar minnisstætt frá fyrstu starfsárum mínum, hve gott var til hans að leita fyrir nýgræðing í starfi, sem hann tók ávallt vel og sem jafningja. Klemens er einhver hé- gómalausasti maður, sem ég hef kynnst, þótt hann skorti ekki metnað til vel unninna verka. í hagstofustjóratíð Klemensar hafa orðið gagngerar breytingar á störfum Hagstofunnar. Skýrsluvélar hafa stöðugt orðið mikilvægari í starfsem- inni, frá því gataspjaldavélar voru teknar þar í notkun eftir 1951. Vél- og tölvuvæðing hefur flýtt vinnslu og birtingu ýmissa hagtalna, en hvort tveggja, flýting á söfnun og birtingu upplýsinga, er afar mikils virði. Eg ætla hér alls ekki að reyna að lýsa þeim breytingum og framförum, sem orðið hafa á störfum Hagstofunnar þau 34 ár, sem hún hefur notið forystu Klemensar, en vil þó nefna einn þátt þessara framfara, sem ég tel einna mestan ávöxt hans mikla starfs. Hér á ég við heildarskrárnar þrjár, sem Hagstofan annast, og eru nefndar þjóðskrá, fyrirtækjaskrá og nem- endaskrá. Stofnun og rekstur þessara skráa, er að ég held, mikilvægasta breytingin í starfsemi Hagstofunnar frá því Klemens tók við starfi hagstofustjóra. Hagstofan hefur í vaxandi mæli orðið skrásetningarstofnun, sem sífellt skrásetur gjörvalla landsbyggðina. Þessar skrár eru í senn undirstaða margvíslegrar starfsemi hins opin- bera, uppspretta hagskýrslna og grundvölíur rannsókna. Þjóðskráin, sem rekin hefur verið samfellt frá 1953, kemur að miklu leyti í stað manntals með eldra lagi, en er auk þess undirstaða næstum allrar stjórnsýslu í landinu. Fyrir- tækjaskráin og nemendaskráin komu til síðar og eru ef til vill enn ekki jafnþróaðar og þjóðskráin, en gefa á sama hátt tækifæri til þess að vinna heildstæðar upplýsingar annars vegar um atvinnulíf og hins vegar nemendur og skólakerfi út frá grunneiningunum, fyrirtækjum og nemendum. Þessar skrár eru vitaskuld á sinn hátt af- kvæmi skýrsluvéla- og tölvuvæðing- arinnar, sem hefur hvarvetna rutt sér til rúms á síðustu áratugum. En heildarskrárnar þrjár eru einnig vitn- isburður um framsýni og dugnað Klemensar og hans glögga auga á það, hvernig hentugast og ódýrast myndi vera að sameina þarfir fram- kvæmdavalds og skýrslugerðar fyrir öruggar upplýsingar um fjólksfjölda og landshagi. Það er líka til vitnis um það mikla traust, sem Hagstofan nýtur undir stjórn Klemensar, að hér á landi hefur alls ekki gætt í sama mæli og í nálægum löndum andstöðu við og gagnrýni á stofnun og rekstur heildar- skráa af því tæi sem þjóðskráin er. En víða um lönd hafa gagnrýnendur talið slíkar skrár fela í sér óþarfa hnýsni um persónulega hagi manna eðaiafn- vel ógna friðhelgi einkalífsins. Eg er ekki í neinum vafa um, að það var einkar vel ráðið að fela Hagstofunni umsjá þessara skráa, og jafnviss er ég um það, að sá friður, sem yfirleitt hefur ríkt um þær hér á landi, byggist á því mikla trausti, sem hinn réttsýni og vammi firrti embættismaður, Klemens Tryggvason, nýtur hjá aljjóð. Ég lýk þessum orðum með inni- legum hamingjuóskum til Klemensar á sjötugsafmælinu frá mér og samstarfsmönnum í Þjóðhagsstofn- un. Jafnframt sendi ég honum og konu hans, Guðrúnu Steingrímsdótt- ur, bestu óskir um gæfu og gengi um ókomin ár. Jón Sigurðsson Beethoven á sembal Fremsti semballeikari íslendinga vill ekki spila á píanó af ótta við að spilla áslættinum. Þetta kynni að virðast vera prjál, en þó er það svo að semball og píanó hafa „einungis“ hljómborðið sameiginlegt - að öðru leyti eru þetta gerólík hljóðfæri. Rétt eins og danska og sænska, sem eru skyld tungumál með svipaðan orða- forða (að mestu dreginn úr þýzku á síðari hluta miðalda,) eru samt svo ólík að Danir og Svíar skilja hvorugir hina. Þýzki hljómborðsleikarinn Edith Picht-Axenfeld, sem hélt píanó- hljómleika fyrir Tónlistarfélagið þriðjudaginn 4. september, er bæði píanisti og semballeikari, auk þess sem hún lærði á orgel hjá sjálfum Albert Schweitzer. Tónleikarnir bentu þó til þess að fyrst og fremst sé hún sembalisti, þótt hún kæmi hingað m.a. til að halda námskeið í 20.- aldar píanótónlist, en skv. tónleikaskránni spanna viðfangsefni hennar allt frá Bach til vorra tíma. Á efnisskránni voru fimm verk, sum mjög merkileg: Fantasía og Són- ata í c-moll K475 og 457 eftir Mózart, Fantasía óp. 77 og Sónata í e-moll eftir Beethoven, og loks A-dúr sónata Schuberts. Prýðileg grein er gerð fyrir virkum þessum í skránni, og til fyrirmyndar, enda rituð af kunnáttu- manni. Þar segir að þessi tvö verk Mozarts í e-moll séu vafalaust meðal beztu píanóverka hans, sem annars þykja fremur léttvæg miðað við margt annað sem hann samdi. Þessi verk flutti hin þýzka frú af mikilli nærfærni og alvöru, en án verulegs glæsileiks. Mózart er auðvitað allra tónskálda vandleiknastur, því leiðin er vand- rötuð um refilstigu glæsileika og gáska, fegurðar og trega. Beethovenverkin duttu alveg hjá henni og urðu nánast léttvæg, enda spilar hún, eins og áður sagði, á píanóið sem semball væri. Og hvað er Beethoven af engin eru átökin? Schubert-sónötuna miklu lék-hún mjög vel á köflum, og náði henni kannski bezt, þrátt fyrir allt. En almennt fannst mér vænta heildar- mynd í leik hennar - eícki vantar að hún gældi við sérhvern stað, en tón- leikarnir voru líkastir rólegri göngu- ferð um kínverskan garð með ótal smálíkneskjum, blómabeðum, sól- skálum, fagurlega snyrtum runnum og hugvitsamlegum smáfossum með gullfisk í - en þannig var ekki andi hinna stórbrotnu tónjöfra Þjóðverja. 6.9 Sigurður Steinþórsson Mánudagur 10. saptombar 1084 13 Lifandi blað SEPTEMBER ÚTBOÐ RÍKISVÍXLA Skilafresturtilboða ertil kl. 14:00 miðvikudaginn 12. september 1984. Tilboðum sé skilaðtil lánadeildar Seðlabanka íslands, Hafnarstræti 10, Reykjavík, fyrir þann tíma. Útboðsskilmálar, sem eru hliðstæðir þeim sem giltu í ágústútboðinu, liggja frammi ásamttilboðseyðublaði í afgreiðslu Seðlabankans, en þeir eru helstir: Gert sé tilboð í lágmark 5 víxla hvern að fjárhæð kr. 50.000.- þ.e. nafnverð kr. 250.000.-, eða heilt margfeldi af því. Tilboðstrygging erkr. 10.000.- Útgáfudagur víxlanna er 14. þ.m. og gjalddagi 14. desember n.k. Ríkisvíxlarnir eru stimpilfrjálsir og án þóknunar. Um skattalega meðferð þeirra gilda sömu reglurog hverju sinni um innstæður í bönkum og sparisjóðum. Reykjavik 3. september 1984 RIKISSJ ÓÐUR ÍSLANDS

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.