NT


NT - 10.09.1984, Side 31

NT - 10.09.1984, Side 31
Mánudagur 10. september 1984 31 ■ Brían Talbot, miðjumaður hjá Arsenal, skoraði tvö mörk gegn Liverpool á Highbury. Talbot er til vinstri á þessari mynd, þar sem hann á í höggi við Pedro Richards bakvörð hjá Notts County á síðasta keppnistímabili. Allt farið að ganga hjá Arsenal: Liverpool var lagt að velli á Highbury - fyrsti sigur Arsenal á Liverpool í fjögur ár - Manchester United skellti Newcastle 5-0 - Aston Villa vann Chelsea - QPR burstaði Forest - Leeds og Birmingham efst í 2. deild ■ Arsenal var lið dagsins í ensku knattspyrnunni á laugardag. Liðið skaust upp í efsta sæti fyrstu deildar, með stórgóðum sigri á meisturum Liverpool á Highbury, 3-1, fyrsti sigur Arsenal á Liverpool í fjögur ár staðreynd. Og óvænt úrslit litu mörg dagsins Ijós. Aston Villa, sem steinlá 0-5 fyrir Notthingham Forest í vikunni hristi af sér slenið og vann Chelsea 4-2 heima. Og Nottingham Forest steinlá, 0-3 fyrir Queens Park Rangers. Ekki má gleyma stórsigri Manchester United á Newcastle, mörkin á Old Trafford urðu alls fimm, og öll heimamanna. Tottenham lá enn, nú fyrir miðvikudagsdrengjunum í Sheffield, og Southam- pton náði sínu öðru stigi í deildinni gegn Luton, en er enn neðst. West Ham lagði Watford að velli, og situr við hlið Arsenal. I annarri deild eru Leeds United og Birmingham tvö efst með 12 stig, en Middlesborough og Cardiff húka á botninum án stiga. Arsenal-Liverpool .... 3-1 Tvö mörk sitt hvoru megin við leikhléið sendu Liverpool út í myrkrið. Brian Talbot, vinnuþjarkurinn á miðjunni hjá Arsenal, opnaði reikning- inn á 45. mínútu með hörku- skoti beint úr aukaspyrnu , 1-0. Fyrr í hálfleiknum hafði Pat Jennings markvörður Arsenal varið stórkostlega hjá Kenny Dalglish. Og Arsenal hélt áfram eftir hléið. Viv Anderson, landsliðsbakvörður Englands, nýkeyptur frá Notthingham Forest til Arsen- al, lék vörn Liverpool upp úr skónum hvað eftir annað í síðari hálfleik. Á 47. mínútu rauk hann upp hægra megin, og gaf vel fyrir á Tony Wood- cock sem skoraði með þrumu- skoti. Sautján mínútum fyrir leikslok lagði Anderson upp annað mark, fór upp að enda- mörkum og gaf vel fyrir á Talbot, sem skoraði sitt annað með skalla, 3-0. Það var svo gamla brýnið Alan Kennedy sem lagaði stöðuna fyrir Li- verpool níu mínútum fyrir leikslok, eftir góða samvinnu við Paul Walsh. Aston Villa-Chelsea ... 4-2 Aston Villa réði leiknum í fyrri hálfleik, og varðist vel í þeim síðari. Peter Withe, hinn eitilharði miðherji skoraði fyrsta markið strax á 7. mínútu eftir góða fyrirgjöf Mark Walters. Withe skoraði annað með öðrum þrumuskalla tutt- ugu mínútum síðar, í þetta sinn eftir aukaspyrnu Curr- ance. Currance tók aðra auka- spyrnu á 33. mínútu, og nú var það Steve Foster sem hamraði inn með skalla, 3-0. Chelsea var varla með, hafði ekki fer.g- ið neitt færi. En sjö mínútum eftir leikhléið breytti John Bumpstead því, skoraði 1-3. Leikmenn Aston Villa björg- uðu svo þrisvar á línu, en skoruðu svo fjórða markið. Bumpstead bætti við öðru marki sínu og Chelsea fimmtán mínútum fyrir leikslok, en Villa tókst síðan að halda hreinu. Q.P.R.-Nott. Forest . . 3-0 Rangers voru einfaldlega miklu betri, og Forest sem vann svo sannfærandi Aston Villa í síðustu viku gat enga björg sér veitt. Wayne Fereday var á skotskónum, skoraði strax eftir fjórar mínútur, og aftur á 72. mínútu. Gary Bann- ister skoraði þriðja markið. Sheffield Wed-Tottenham ..................... 2-1 Tottenhamliðið á enn tals- vert í land með að stilla streng- ina, Allen ekki nógu ákveðinn frammi, Hoddle og Ardiles sárt saknað á miðjunni, og vörnin ósannfærandi og tvenn mistök Roberts kostuðu mörk. Imre Varadi skoraði annað og Moorwood hitt. Tottenham jafnaði 1-1, en átti það varla skilið, Wednesday var miklu betra í fyrri hálfleik. Tottenham lék betur í síðari hálfleik, en einungis John Chi- edozie komst í færi. Og hann renndi knettinum rétt framhjá úr upplögðu færi. Manch. Utd.-Newcastle . 5-0 Newcastle, sem byrjaði svo vel í deildinni fékk rassskell á Old Trafford þar sem stjörnu- herinn small saman sem einn maður. Jesper Olsen opnaði markareikninginn á 44. mín- útu, og Godon Strachan skor- aöi annað úr víti mínútu síðar. Mark Hughes skoraði þriðja markið á 60. mínútu, og Remi Moses komst á blað á 72. mínútu. Strachan átti síðasta orðið þremur mínútum síðar. Luton-Southampton ... 1-1 Alan Curtis skoraði fyrir Southampton strax eftir leikhlé með skalla, en Luton jafnaði úr víti, fljótlega. David Mills jafnaði úr vítaspyrnunni, Mark Wright hafði brotið á honum. Pað virtist eina leiðin til að skora því Peter Shilton í marki Southampton átti stór- leik. Einungis tæp níu þúsund manns sáu leikinn. Everton-Coventry .... 2-1 Terry Gibson kom Coventry yfir á 36. mínútu, en Trevor Steven jafnaði. Everton press- aði síðan í síðari háfleik, Mark Reid gaf fyrir og Graeme Sharp þakkaði fyrir og skoraði. Sunderland-W.B.A. ... 1-1 Steve Perry kom Sunder- land yfir í leiknum, en Gary Thompson jafnaði. Cyrille Regis, sóknarleikmaður W.B.A. var rekinn út af fyrir að slá Saun Elliott. West Ham-Watford ... 2-0 West Ham hefur nú unnið í þremur leikjum í röð, og er á toppnum ásamt Arsenal með 10 stig. Það hefði þó getað farið öðru vísi á Boleyn Ground, því Maurice John- ston klikkaði á víti áður en nokkurt mark var skorað. í byrjun síðari hálfleiks náði svo West Ham tveimur mörkum á sömu mínútunni, Lee Sinnott skoraði sjálfsmark, og Bobby Barnes, skoraði svo. Leicester-Ipswich..... 2-1 Aðeins tíu þúsund manns séu Leicester vinna sinn fyrsta sigur á tímabilinu. Steve Linex og Gary Lineker skoruðu fyrir Leicester, en Eric Gates jafn- aði 1-1 fyrir Ipswich í millitíð- inni. í annarri deild eru Leeds og Birmingham efst og jöfn, með fullt hús eftir fjórar umferðir. Og Cardiff og Middlesbro byrja illa, eru stigalaus eftir þrjá leiki. Tommy Langley skoraði sigurmark Úlfanna gegn Charlton á Molineux. Robert Hopkins og Wayne Clarkeskoruðu mörk Birming- ham á útivelli gegn Crystal Palace. Gary Stevens skoraði þrennu í góðum 5-1 sigri ■ Jesper Olsen Shrewsbury á Huddersfield. Brighton er komið í fjórða sæti: Frank Worthington hinn eitilharði kom þeim á sporið, enn að verki sá gamli. Notts County vann Middles- bro og náði sínum fyrstu stigum. Varamaðurinn Mark Goodwin náði að skora úr sinni fyrstu spyrnu í leiknum og koma County á sporið, Hunt skoraði annað, en Otto og Mills jöfnuðu fyrir Boro. Rachid Harkouk skoraði svo sigurmarkið fyrir County. Bobby McDonald, Aldridge og Brock skoruðu mörk Oxford . sem eru í 6. sæti í deildinni, eftir sigurinn á Wimbledon. Sheffield United var 2-0 undir í Oldham, Quinn og Parker höfðu skorað, en Kirk og Arnold jöfnuðu. Skoska knattspyrnan: Sjömarkaslagur Dundeeliðanna ■ Aðalleikur umferðarinn- ar í skosku úrvalsdeildinni í knattspyrnu um helgina reyndist leikur Dundeelið- anna, þar sem „litli bróðir“, Dundee, náði að sigra „stóra bróður", Dundee United, 4- 3 í heilmiklum hasarleik. John Clark tvö og Paul Stur- rock skoruðu fyrir United, en Williams, MacKinley, Hallace og John Brown (15 mín. fyrir leikslok) skoruðu mörk Dundee á Tannadyce Ground. Ekkert lát er á sigurgöngu Aberdeen. Liðið vann Mort- on á útivelli 3-0, mörkin skoruðu Billy Stark á 12. mínútu. Willie Falconer fjórum mínútum síðar og Eric Black fjórum mínútum fyrir leikslok. Dumbarton kom verulega á óvart, með þvi að taka stigaf Celtic.Frank McGar- vey skoraði fyrir Celtic, en Joe Coyle jafnaði úr víti seint í leiknum. Craig Paterson varnar- maður skoraði á þriðju mín- útu og varamaðurinn John MacDonald á síðustu mín- útu, þegar Rangers unnu Hibernian 2-0. Rangers eru nú í öðru sæti. Rangers eru þó ekki búnir að bíta úr nálinni með þennan leik, því áhorfandi geystist inn á völlinn og réðist á bakvörð- inn Kebin McKee. Hjálpa varð McKee eftir árásina vegna áverka sem hann hlaut. Tvö mörk, skoruð af Brian Callagher og Frank Mac- Avennie seint í leiknum, tryggðu St. Mirren sigur yfir Hearts og er St. Mirren nú í þriðja sæti í deildinni. hjá Aberdeen. Black skoraði eitt marka Aberdeen um helgina. w Urslit: England l.deild: Arsenal-Liverpoul . . 3-1 Aston Villa-Chelsea . . . . . . 4-2 Everton-Coventry . . 2-1 Leicester-Ipswich . . 2-1 l.uton-Southampton . . . . . . 1-1 Man.lJtd.-Newcastle . . . . . 5-0 QFR-Nott. For . . 3-0 ShclT. Wcd.-Toltenham . . . 2-1 Sundcrland-W.B.A . . 1-1 West Ham-Watford . . . . . . 2-0 2. deild: CardilT-Brighton . . 2-4 Carlisle-Man.Citv . . 0-0 Crvstal Pal.-Birminghani . . . 0-2 Fulham-Blackbum . . 3-2 Grimsby-Leeds . . 0-2 Huddersf.-Shrewsburv . . . . 1-5 Notts County-Middlesbro . . 3-2 Oldham-Shefl'. Utd .... . 2-2 Portsmouth-Barnsley . . . . . 0-0 Wimbledon-Oxford .... . 1-3 Wolves-Charlton . . 1-0 3. deild: Bolton-Hull . 0-0 Bornemouth-Rotherham . . 3-0 Bradford-Walsall . 1-1 Brentford-Wigan . 2-0 Bristol C.-Swansea .... . 2-2 Burnley-Bristol R . 0-0 Gillingham-Cambrígde . . . 3-0 Lincoln-Plymouth . 2-2 Preston-l)erby . 2-1 Reading-Doncaster .... . 14 York-Newport . 2-0 4. deild: Chester-Bury . 2-3 Chcsterficld-Southend . . . 2-1 Colchestcr-Blackpool . . . . 1-1 Crewe-Hereford . 0-3 Darlington-Northamplon . 4-0 Exeter-Scunthorpe . 2-1 Halifax-Aldershot . 1-2 Peterbr.-Mansfield .... . 1-0 Port Vale-Hartlepool . . . . 1-1 Rochdale-Wrexham .... . 0-2 Swindon-Torquay . 1-3 Stockport-Tranmere .... . 0-2 Skotland: Úrvalsdeildin: Dumharton-Ccltic . 1-1 Dundee Utd.-Dundee . . . 34 Hcarts-St. Mirren . 1-2 Morton-Aberdeen . 0-3 Rangers-Hibernian .... . 2-0 England: l.deild: Arsenal 5 3 1 1 10 7 10 West Ham .... 531 1 8 6 10 Notts. Forest ... 5 3 0 2 11 7 9 ShelT. Wed. ... 5 3 0 2 9 7 9 Newcastle .... 5 3 0 2 8 11 9 Aston Villa ... 5 3 0 2 8 11 9 Q.P.R 4 2 2 0 8 11 9 l.ivcrpool 5 2 2 1 10 8 8 Man. Utd 5 14 0 8 3 7 Tottenham .... 5 2 1 2 10 7 7 W.B.A 5 2 12 9 7 7 Sunderland ... 5212 6 6 7 Everton 5 2 12 6 8 7 Norwich 4 12 1 6 7 5 Leicestcr 5 12 2 7 9 5 Chelsea 5 12 2 5 7 5 Luton 5 12 2 5 8 5 Ipswich 5 0 4 1 4 5 4 Coventrv 511346 4 Watfoid 5 0 3 2 6 9 3 Stoke 3102363 Southampton . . 5 0 2 3 5 9 2 2. deild: Leeds 4 4 0 0 9 3 12 Birmingham ... 4 4 0 0 8 2 12 Shrewsbury ... 4 3 0 1 11 5 9 Brighton 4 3 0 1 9 4 9 Grímsby 5 3 0 2 8 7 9 Oxford 3 2 10 7 2 7 Charlton 5 2 12 9 5 7 Wolves 4 2 11 7 5 7 Carlisle 5 2 12 5 8 7 Fulham 5 2 0 3 7 9 6 Blackburn .... 4121 8 5 S Sheff. Utd 3 12 0 6 5 5 Portsmouth ... 3120 2 1 5 Man. City .... 5 1 2 2 7 7 5 liuddcrsficld ..5122 5 11 5 Oldham 3 111 3 3 4 Barnsley 5 113 3 5 4 Notts County . . 5 10 4 5 11 3 Wimbledon ... 3012 5 9 1 Crystal Pal. ... 3012 2 7 1 Cardiff 3 0 0 3 3 9 0 Middlesbro ... 3 0 0 3 3 9 0 Skotland Úrvalsdeildin: Abcrdecn .... 5 5 0 0 14 3 10 Rangers 5 3 2 0 6 1 8 St. Mirrcn .... 5 3 1 1 7 3 7 Celtic 5 14 0 7 2 6 Hearts 5 2 0 3 5 7 4 Morton 5 2 0 3 4 14 4 llundee Utd. . . 5 113 6 8 3 Dumbarton ... 5113 5 7 3 Hibernian .... 5 1 1 3 3 8 3 Dundec 5 10 4 7 11 2

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.