NT - 22.12.1984, Blaðsíða 5

NT - 22.12.1984, Blaðsíða 5
■ Stjórn Lögmannafélags ís- lands hefur mótmxlt því aö Hæstiréttur vítti Guömund Jónssun hdl. fvrir ummæli sem Guðmundur viöhafði í bréfí til Sakadóms Reykjavíkur þegar hann áfrýjaði dóminum sem Gabriele Uth-Baly hlaut fyrir stuld á fálkaeggjum her a lánai síðastliðið sumar. Ummælin sem Guðmundur var víttur fyrir, voru birt í NT þegar sagt var frá dómi Hæsta- réttar í þessu máli, en þau voru efnislega á þá leið að hann hafi þaö cftir Gabriele að hún liafi fyrst fallið frá ósk um áfrýjun þar sem henni hafi verið sagt að ella yrði gerð krafa um farbann á hendur henni. Síðan sagöi Guðmundur að slík „verslun" um áfrýjunarrétt teldi umbjóð- andi hans augljóst brot á grund- vallaratriðum íslensks réttarfars og til þess fallið að grafa undan trú manna a réttarn'kið ísland. í bréfi sem stjórn, icgmanna- félagsins sendi Hæstirétti. Ríkissaksóknara og Guðmundi Jónssyni, segir að það hafi verið brýn starfsskylda lögmannsins að fjalla unt atvik þessi þar sern þau skiptu máli fyrir kröfu þá Laugardagur 22. desember 1084 5 mótmæla ávítum Hæstaréttar sem gerð var og það sé eindregin skoðun stjórnar lögmannafé- lagsins að umfjöllun lögmanns- tns um þessi etmsatriói hati hatt næga stoð í gögnunt málsins. Vitur Hæstaréttar eru að mati stjórnarinnar ómaklegar og til þess fallnar að letja starfandi lögmenn í að sinna störfum sínum á þann hátt sem þeim er skylt og hagsmunir skjólstæð- inga krefjast. Tómas banka- stjóri? ■ Tómas Árnason fékk í gær atkvæði þriggja bankaráðs- manna, Sjálfstæðismanna og Framsóknar. í Scðlabanka í til- lögu um bankastjóra í stað Guð- mundar Hjartarsonar sem hætt- ir á áramótum. Björn Tryggva- son aðstoðarbankastjóri fékk tvö atkvæði. Að fengnum þessum tillögum skipar svo viðskiptaráðherra, Matthías H. Mathiesen, banka- stjóra. Þess eru dæmi að ráð- herra hafi ekki skipað þann sem meirihluti bankaráðs hefur mælt með. Útilokað er þó talið að svo fari nú. Stúlka í hestaleit: Villt í illviðri ■ 15 ára stúlka var hætt komin í vondu vcðri og myrkri á víðavangi í Ölfusi í fyrrakvöld. Stúlkan hafði farið í hestaleit síðdegis en villtist sökum dimm- viðris enda kennileiti fá í mýrinni þar sem hestarnir eru. Tók hún til þess ráðs að dvelja í nánd við hest- ana þar sem hún fannst svo um klukkan 8 í gær- kvöldi heil á húfi. Stúlkan er úr Kópavogi og hafði farið frá bænum Kirkjuferjuhjálcigu um klukkan 16.00 að vitja um hesta sem hún átti. Þegar komið var fram í myrkur var farið að öttast um hana og vorti bæöi lög- regla og Slysavarnarfé- lagsmenn frá Selfossi kvaddir út. Maöur frá Þórustöðum fann svo stúlkuna áður en bjögrun- arsveitarmenn komu á staöinn. Hvasst var og éljagang- uraustanfalls í fyrrakvöld. ■ Verslað til jól- anna við gasljós á Austurstræti. NT-mvml: horfinnur. VIÐ VILJUM BJÓÐA VIÐSKIPTAVIN OKKAR GLEÐILEG JÓL OG FARSÆLT KOMANDI ÁR SOGAVEGUR 216 um leið og við þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða og bendum á að við erum búnir að fá allt nýjasta myndefnið á markaðnum í dag. SÍMI 6Ö7299

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.