NT - 22.12.1984, Blaðsíða 11

NT - 22.12.1984, Blaðsíða 11
Ilí Laugardagur 22. desember 1984 11 n metnaðar gis í skugga verkfallsátaka Og meira radíó Á fyrstu dögum þingsins, 18. okt. flutti Ragnhildur Helgadóttir frumvarp um út- varpslög. Þegar frumvarpið var lagt fram var miðað við að lögin tækju gildi um miðjan nóv. og þótti mörgum farið geyst í málið. Málið fékk dræmar undir- tektir á þingi og sagði Páll Pétursson, formaður þing- flokks Framsóknarflokksins: „Þeir sem snarráðastir voru og höfðu nóg af peningum settu upp ræningjastöðvar og hófu útvarpsrekstur án beinnar stoðar í lögum. Sú reynsla, • Hvað gerist er við- skipti eru gerð að' stjórnmálum, stjómmál að trúar- brögðum og um- ræða að messu* haidi. sem við höfum fengið af þess- um útvarpsstöðvum, hefur sýnt okkur að á þessu sviði er það ekki þetta sem við eigum að sækjast eftir.“ Aðrir þingmenn tóku undir, en auk Ragnhildar tók enginn sjálfstæðismaður til máls. Mál- inu var vísað til menntamála- nefndar. Þrátt fyrir að margir þing- menn séu fylgjandi rýmkuðum reglum hvað útvarpsrekstur varðar, þá þykir mörgum sem á frumvarpinu séu nokkrir ágallar og þar vanti atriði svo sem jafnan aðgang, réttindi minnihlutahópa og hlutfalls- skilyrði íslensks efnis. Svo virðist sem þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi farið, ef notað er nýtt tískuorð í þingsölum, offari í þessu máli, því ekki komst það úr nefnd fyrir jólaleyfi, og miðað við undirtektir ýmissa þingmanna er Ijóst að gera verður allveru- legar breytingar á því áður en það verður samþykkt sem lög. Pólitísk trúarbrögð Hvað gerist er viðskipti eru gerð að stjórnmálum, stjórn- mál að trúarbrögðum og um- ræða að messuhaldi? Það er verið að semja við Alusuisse. í haust gerði iðnaðarráð- herra samning m.a. um nýtt orkuverð við svissnesku ál- bændurna Alusuisse. Sem fyrr Bjórinn - bjórinn - svæfður í nefnd þing eftir þing ■ Eru stjórnmál aðeins ákvarðanir um kjaraskerð- ingar? Þegar það mál sem hvað mest hefur verið ritað um og rætt hér á landi síðustu ár var rætt á þingi var slík mannfæð í þingsölum að fresta þurfti atkvæðagreiðslu um málið. Hér er að sjálfsögðu átt við bjórmálið, en frumvarp um að lögleiða bruggun og sölu áfengs öls var til umræðu 26. nóv. sl. í neðri deiid. Flutningsmaðurinn Jón Baldvin, endurflutti þar greinargerð sem Jón Magn- ússon hafði flutt á síðasta þingi, en þá dagaði málið uppi í allsherjarnefnd neðri deildar, og eru horfur á að svo verði aftur. Hér eru notuð önnur vinnubrögð en þegar álsamn- ingurinn var staðfestur. Hann fór svo hratt í gegn um þingið að leita þurfti af- brigða frá þingsköpum við flestar umræður, þar sem of skammt var liðið frá fyrri umræðum. Ekki skulu þingmenn átaldir fyrir vönduð vinnu- brögð, og víst er að flas er ekki alltaf til fagnaðar-en að þingmenn skuli þing eftir þing koma sér hjá að taka afstöðu til máls sem þjóðin hefur öll tekið afstöðu til fyrir löngu. Benda má á að þegar málið kom til umræðu varð aðeins einn þingmaður til þess að taka til máls; Steingrímur Sigfússon og lýsti hann and- stöðu við málið. Pótt ekki séu allir sammála afstöðu Steingríms er virð- ingarvert hjá þingmanninum að taka afstöðu og skýra frá henni. Vera má að ýmsum þing- mönnum finnist hér um lítið mál að ræða og að ekki sé við hæfi höfðingja að fjalla um öl en finnist stórmannlegra að ræða prósentur, prómill, kjaraskerðingar og fjárlög. En minnumst þess að þingið er kjörið af þjóðinni til þess að setja þjóðinni lög - og þjóðin á fulla heimtingu á að þingið geri akkúrat það en komi sér ekki hjá því að taka afstöðu til umdeildra mála - ekki hrjáir afstöðuleysið þeg- ar ræddar eru kjaraskerðing- ar upp á tugi prósenta eða skattaálögur upp á hundruði milljóna. beindist mjög athygli manna að álinu, og skiptust menn mjög í fylkingar - ekki hvað varðaði gæði samningsins, að því er virtist, heldur trúarlegar En áður en stefnuX ræðan ýtti Betlaróp- erunniútafdagskrá útvarps hafði farið fram önnur útvarps-y umræða... fylkingar með andstæðar kennisetningar. Hjörleifur Guttormsson kvaddi sér hljóðs utan dag- skrár þann 25. október, en þá var hann á förum utan og allt útlit fyrir að hann yrði fjar- staddur við umræðu um samn- inginn. Það hlýtur að vera nokkuð skiljanlegt að Hjörleifur hafi yiljað tjá sig um málið; fáir íslendingar hafa lagt jafn mikla vinnu í þetta mál. Fátt eitt nýtt hefur komið fram við þessa umræðu alla og saka aðilar, þ.e. íslenskir þing- menn (ekki aðilar viðskipt- anna) hvorn annan um helgi- spjöll. Þannig segir Hjörleifur iðnaðarráðherra hafa sagt ósatt á þingi og segir jafnframt að samningurinn sé lélegur og vildi fella hann. Sjálfstæðismenn sökuðu Hjörleif á móti um að hafa spillt málstaðnum fyrir íslend- ingum og Bandalag jafnaðar- manna sagðist styðja samning- inn - ekki af því hann væri góður, helduraf því að miklum tíma hefði verið eytt í hann og dýrt yrði að hefjast handa að nýju. Síðan fengu útvarpshlust- endur að hlýða á boðskapinn þann 29. nóvember sl. er samn- ingurinn var afgreiddur sem lög frá alþingi. „...og lyngið á LÖgbergi helga, blánar af berjum hvert Kvótinn eitt ár enn Og áfram hélt þingið við daglegan rekstur þjóðarbús- ins. Þann 14. nóvember mælti sjávarútvegsráðherra, Halldór Ásgrímsson, fyrir framleng- ingu kvótans. í frumvarpi ráð- herra var gert ráð fyrir 3 ára gildistíma kvótans, og sögðu þeir er vit þykjast hafa á málum, að Halldór hefði haft það 3 ár, svo hann hefði eitt- hvað til að slaka á, handa þeim sem andvígir eru kvótaskipt- ingu. Það er of langt mál að fara að rekja þá umræðu sem varð um kvótann enda hefur hann mætt mótstöðu margra. Þetta frumvarp sem nú var lagt fram var endurskoðuð út- gáfa síðustu kvótalaga. Annað afgreiðslumál kom til kasta þings nú í desember. Fjárlagafrumvarpið var lagt fram 26. nóvember og hefur sjaldan komið fyrir augu þingmanna svo seint sem nú. Þá var lánsfjáráætlun fyrst lögð fram 20. desember, en venju- lega fylgjast þessi tvö mál að - þó svo að venjulega skakki 2 vikum. Fjárlagagerð er mikið mál og umræða um fjárlög tekur mik- inn tíma frá öðrum þingstörf- um. En það er athygli vert að mikið af útgjöldum ríkisins eru bundin í lög, en með hverju fjárlagafrumvarpi fylgir listi yfir þau lög sem alþingi ætlar að brjóta - þ.e. skerða lögbundin framlög, Það væri því kannski athug- unarefni fyrir þingheim að slaka aðeins á í lagasetningu sem útheimtir fjárútlát, meðan ekki er unnt að standa við lögbundin framlög. En eins og jafnan þegar fjárlög eru til umræðu streyma breytingatillögur stjórnarand- stöðunnar að, þrátt fyrir að allir viti að hverfandi líkur eru á að þær verði samþykktar. Virðist þá stundum eins og fram fari keppni um yfirboð, þ.e. þingmenn flytji breytinga- tillögur um aukin framlög til ákveðinna liða, aðeins til að vera flottari á því við viðkom- andi starfssemi en sessunautur- inn. Fjárlög voru afgreidd á síð- asta degi fyrir jólafrí og með margumtöluðu fjárlagagati. Fastir liðir eins og... Eins og venjulega flutti for- sætisráðherra stefnuræðu sína og ríkisstjórnar sinnar. Þeirri umræðu sem á eftir fylgdi var að sjálfsögðu útvarpað al- menningi til upplýsingar. Ekkert nýtt kom fram í um- ræðunni. Stjórnarandstaðan stóð á því fastari fótunum að stjórnin væri vond og ætti að segja af sér. Stjórnarsinnar voru ekki á því en viðurkenndu að ekki væri allt sem skyldi. Almenningur varð mun upp- lýstari en áður hafði verið. En áður en stefnuræðan ýtti Betlaraóperunni út af dagskrá útvarps hafði farið fram önnur útvarpsumræða - í það skiptið um vantruast á ríkisstjórnina. Þann 8. nóvember flutti Svavar Gestsson vantrauststil- lögu á ríkisstjórnina að hefð- bundnum hætti. Vantrauststillagan var felld. í ræðu sinni það kvöld sagði Steingrímur Hermannsson m.a. að stefnt væri að viðhaldi kaupmáttar á næsta ári, og einhverjum kjarabótum handa hinum lægst launuðu. Stjórn- arandstaðan sýndi takmarkaða hrifningu. Jón Baldvin Hannibalsson sagði í ræðu sinni: „Þessi ríkis- stjórn hefur því miður brugöist. Kristófer Már Kristinsson (BJ) sagði: „Ríkisstjórnin ráf- Ríkisstjórnin ráfarN að því er virðist stefnulaust um hall- ærisplan Framsókn- aráratugarins.. ar nú að því er virðist stefnu- laust um hallærisplan Frani- sóknaráratugarins og enginn veit hvar hún endar." Halldór Ásgrímsson, sjávar- útvegsráðherra, vísaði þessum málfíutnigni stjórnarandstöð- unnar á bug og sagði: „Boðskap- ur stjórnarandstöðunnar hér í kvöld er verðbólga, erlend skuldasöfnun og háhugaleysi um aukna verðmætasköpun. Ríkisstjórnin mun óhikað og ótrauð verja þá undirstöðu sem við höfum byggt upp á undanförnum árunt og byggja á henni sókn í atvinnumálum og í bættum lífskjörum." Löggjafínn í daglegum rekstri Starf þingmanna er mikið og erilsamt. Það ber flestum sam- an um. En hvort það skili alltaf árangri er annað mál. Eins og sagði framar í pistli þessum bera þingstörf merki þess að þar fer fram daglegur rekstur þjóðarbúsins. Þar eru skipulögð fjárframlög til ársins til einstakra stofnana, ákveðin fiskveiðistjórn og ræddirsamn- ingar við erlend iðjuver. Tiltölulega fá mál eru veru- lega stefnumarkandi hvað varðar langtímaþróun atvinnu- og efnahagsmála. Þó skal ekki dregið úr mikilvægi mála sem unnið er að svo sem endurbæt- ur á tryggingarlöggjöfinni, fæðingarorlofsmál, skattamál o.s.frv. En fá mál sem lögð hafa verið fram á þessu þingi bera það með sér að þar sé mótuð einhver framtíðarstefna, eða markaður grundvöllur fyrir fram- tíðaruppbyggingu. Ber þó að minnast á þingsályktunartil- lögu Bandalags jafnaðar- manna um eflingu atvinnulífs með stuðningi við smáfyrir- tæki. En menn skyldu varast að ganga í hóp með þeim er vinna það sér til frægðar að níða skóinn af Alþingi og alþingis- mönnum. Meðal þingmanna er sjálfsagt misjafn sauður í mörgu fé, en hollt er að minn- ast þess að þeir eru kjörnir af þjóðinni og fær þjóðin ekki þá stjórnendur sem hún á skilið. Tekið á framtíðinni - efling atvinnulífs framtíðarinnar ■ Þingmenn Bandalags jafnaðarmanna lögðu fram fvrir skömmu tillögu til þingsályktunar um eflingu atvinnulífs. Þrátt fvrir að máli þessu hafi verið helgað minna pláss í tjölmiðlum en mörg- um öðrum, þá er hér um athyglisvert mál að ræða - kannski aðallega fyrir það að þar er tekið á framtíðinni - ekki aðeins á málum líðandi stundar. í stuttu máli fjallar tillagan um eflingu atvinnulífs með margvíslegum stuðningi við smáfyrirtæki. Stuðningurinn er hugsaður bæði sem fræðlsa og tækniaðstoð svo og í formi fjárhagsaðstoðar. Hugmyndum sem þessum hefur verið hrundið í fram- kvæmd í ýmsum nágranna- löndum okkar og færa þing- mennirnir, í greinargerð með þingsályktunartillögunni. rök að því að smáfyrirtæki geti frekar sýnt nýsköpun og vaxi hraðar en gróin fyrirtæki og stóriðjufyrirtæki. Þá segir í greinargerðinni: „Á næstu 15 árum, þ.e. til aldamóta, mun gífurlegur fjöldi ungmenna koma á vinnumarkaðinn, eða líklega nærri 20 þúsund talsins." Þarna koma þingmennirn- ir að kjarna málsins. Skapa þarf hér á landi fjölda nýrra starfa - og ljóst þykir að landbúnaður og sjávarútveg- ur geti ekki tekið við fleira fólki en þar vinna nú. Stóriðjufyrirtæki eiga það sammerkt að vera dýr fjár- festing þar sem vinna tiltölu- lega fáir og leysa því greini- lega ekki þetta vandamál. í greinargerð þingmann- anna er bent á að vænlegustu fyrirtækin til að taka við öllu þessu nýja vinnuafli séu smáfyrirtæki er byggi á þekk- ingu og tækni. Enn hefur ekki farið fram umræða um þingsályktun- artillöguna, en fróðlegt verð- ur að fylgjast með henni er þar að kemur.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.