NT - 22.12.1984, Blaðsíða 10

NT - 22.12.1984, Blaðsíða 10
Laugardagur 22. desember 1984 Texti: Sverrir Alberts- son blm. 10 ■ „Heimskingi, á þessari nóttu verður sál þín af þér heimtuð, og hver fær þá það sem þú hefur aflað. Svo fer þeim er safnar sér fé, en er ekki ríkur hjá Guði.“ Með þessum orðum bauð séra Sigurður Haukur Guðjónsson þingmenn velkomna til þings 10. okt. sl. Séra Sigurður vitnaði í Lúkasarguðspjall, þar sem sagt er frá ríka bóndanum er safnaði auði í hlöður sínar en Guð mælti þessi orð til hans. Meðan Sigurður messaði yfir þingheimi í dómkirkjunni stóðu þúsundir BSRB manna á Austurvelli. Lögreglumenn neituðu í fyrstu að standa heiðursvörð við Alþingishúsið, en létu undan þrábeiðni yfirmanna sinna. Fréttamaður „Valhallarútvarpsins“ svonefnda, Hannes Hólmsteinn Gissurarson, stóð við dómkirkjuhornið og fylgdist með úr fjarska en blaðamenn NT, þá í verkbanni, seldu fjölrit sitt, TNT, á Austurvelli. 107. löggjafarþing þjóðarinnar var haflð. Uppskeru- brestur Þrátt fyrir óvenjulegt ástand í landinu er þingið kom saman skilur liðið haustþing fátt eftir minnisvert. Störf þingsins virðast beinast æ meir inn á braut daglegs rekstrar þjóðarbúsins og ein- kennist umræða nokkuð af því. Strax á öðrum degi þingsins gaf forsætisráðherra, Stein- grímur Hermannsson, þinginu skýrslu um kjaramál. Umræða um þau stóð þá í tvo daga. í ræðu sinni sagði Steingrím- ur m.a. „Til að ná þessum markmiðum (hjöðnun verð- bólgu, atvinnuöryggi og stöðv- un erlendrar skuldasöfnunar - innskot blm.) hefur ríkis- stjórnin ákveðið að fylgja á- fram gengisstefnunni, sem svo hefur verið nefnd, og gerir ráð fyrir því aö hámarksbreyting á gengi á næsta ári verði 5% eins og verið hefur á þessu ári. Þessu fylgir að sjálfsögðu að efnahagslífinu er settur mjög þröngur rammi. Út frá þessum forsendum má reikna með að beinar launahækkanir gætu á næsta ári orðið að meðaltali 5% eða á milli áranna 1984 og 1985 10%.“ Stjórnarandstaðan tók um- mælum Steingríms fálega og gagnrýndi stjórnina harðlega fyrir aðgerðir ríkisins í deil- unni við BSRB. Þá urðu um- mæli Alberts Guðmundssonar, fjármálaráðherra til að koma af stað mikilli umræðu um störf kennara. Albert sagði m.a. „Ég get talið upp að það er ekki nema um það bil helmingur af árinu sem kennarar vinna... Ef kennarar í þessu tilfelli gera áframhaldandi kröfur, sem þeir eiga fullan rétt á að gera innan sanngirni, þá verða þeir að vera fullkomlega viðmiðun- arhæfir miðað við aðra í þjóð- félaginu. (Gripið fram í: Eru þeir það ekki núV) Nei þeir eru það ekki að mínu mati.“ Ummælin vöktu mikla reiði meðal kennara og fl. og tók Albert þau aftur á þingi mánu- daginn 15. okt. Umræðunni um kjaramál lauk Svavar Gestsson með svo- hljóðandi vísu úr ræðustól al- þingis: Mannúðin okkar manna er mikil og dásamlig. Við göngum svo langt í gæðum að guð má vara sig. Daglegt amstur áfram En þingmenn voru ekki hættir umræðu um kjaramálin. 18. okt. kvaddi Svavar Gests- son sér hljóðs utan dagskrár vegna yfirlýsingar forsætisráð- herra í útvarpsfréttum þann sama dag, en þar sagði m.a. að ríkisstjórnin sé enn þeirrar skoðunar að leggja ætti meiri áherslu á skattalækkanir en minni peningalaunahækkanir „enda sé það Ijóst að eina leiðin til að koma í veg fyrir verðbólgu á nýjan leik með víxlhækkunum verðlags og launa“. Svavar sagði m.a. „Ég tel að óhjákvæmilegt sé að yfirlýsing forsætisráðherra sé skoðuð Umræðan barst vítt og breitt og var meðal annars fjall- að um hrossahald í Engey og súlnadráp V íSúlnaskeri. / sem framhald af hótun for- manns Sjálfstæðisflokksins um að svipta launafólk þeim ár- angri sem hugsanlega verður í kjarasamningum.“ Síðar í umræðunni endurtók Steingrímur þá skoðun sína að eina færa leiðin í stöðunni sé að ríki og sveitarfélög taki á sig verulegar og „jafnvel miklar skattalækkanir til að bæta kaupmáttinn og forða atvinnu- vegunum frá peningalauna- hækkunum". 23. okt. urðu enn á ný utan- dagskrárumræður á þingi. Kjartan Jóhannsson krafðist skýrra svara varðandi skatta- lækkanir, vaxtalækkanir og að- gerðir í húsnæðismálum, sem ræddar voru í tengslum við kjarasamninga. Steingrímur lýsti því yfir að ríkisstjórnin væri enn reiðubú- in til skattalækkana. Þá varð umræða um þrjú bréf fjármálaráðherra, sem of langt mál yrði að rekja hér, en vísast til ágætrar bókar um verkfall opinberra starfs- manna, Verkfallsátök og fjöl- miðlafár. Samningar BSRB og ríkisins voru undirritaðir30. okt. sl. og lauk þá í aðalatriðum umræð- um á þingi um þau mál. Fjölmiðlar og radío valhöll Fjölmiðlar voru nokkuð áberandi, eða réttara sagt setti fjarvera þeirra nokkuð svip sinn á haustmánuði. Eftir að ríkisfjölmiðlarnir hættu út- sendingum þann 1. okt. sl. ríkti full fjölmiðlaþögn hér á landi. Þá er undanskilið blað okkar NT manna TNT, er hóf göngu sína 2. október, og tvær ólög- legar útvarpsstöðvar á höfuð- borgarsvæðinu auk einhverra út um land. Valhallarútvarpið svokall- aða varð tilefni heiftúðugra deilna á þingi. Eiður Guðnason flutti 24. október þingsályktunartillögu í efri deild þingsins, um að komið yrði á fót þingnefnd til að kanna afskipti ráðherra og einstakra embættismanna af rekstri ólöglegra útvarps- stöðva. Eiður var í framsögu sinni harðorður í garð ráðherra sjálfstæðismanna og sakaði þá Albert Guðmundsson. Matthí- as Bjarnason og Ragnhildi Helgadóttur um að hafa haft óeðlileg afskipti af útvarps- rekstri frjálshyggjumanna, er ráku útvarpsstöð um tíma úr húsi Sjálfstæðisflokksins. Umræðan barst vítt og breitt og var meðal annars fjallað um hrossahald í Engey og súludráp á Súlnaskeri. Mál- inu var vísað til allsherjar- nefndar.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.