NT - 11.01.1985, Side 2

NT - 11.01.1985, Side 2
um ■ Það hefur verið mikið að gera við að flytja íslendinga heim í jólafríið hjá flugfé- lögunum undanfarið. Við brugðum undir okkur betri fætinum á dögunum og tókum tali nokkra farþega og flugliða á leiðinni frá London meðeinni afþotum Flugleiða. Flugleiðir hafa tekið upp á þeirri nýbreytni að bjóða uppá tvö farrými á leiðum sínum, nýja farrýmið kalla þeir Saga Class og bjóða farþegum þar betri eða öllu heldur fljótari þjónustu. En hverjir eru það sem ferð- ast á Saga Class? Við spurðum Birgi Karlsson yfirflugþjón að því. Birgir sagði að það væru þeir sem færu í ferðir sínar með stuttum fyrirvara, ættu ekki kost á að nýta sérfargjöldin og borguðu þessvegna hæsta verð fyrir flugfar. Að hvaða leýti er þjónustan Föstudagur 11. janúar 1985 > Blaðll frábrugðin hér frammi í? „Við afgreiðum Saga Class farþegana fyrst, t.d. fá þeir fyrst dagblöðin, matinn, drykki og þessháttar. Á báðum farrýmum er alveg sami matur, en drykkir eru fríir á Saga Class.“ Hafsteinn Aðalsteinsson, sem var á ferðinni í viðskipta- erindum, sagði að hann kynni vel að meta þjónustuna á Saga Class, hann þyrfti oft að ákveða með stuttum fyrirvara að fara til útlanda og borgaði því hærra verð fyrir farmiðann sinn en þorri farþeganna, sem greiddi apex-gjald. Steinar Berg hljómplötu- framleiðandi, var á heimleið með fjölskylduna fyrir jólin. Hann sagði að vegna vinnu sinnar væri hann mikið á ferð- inni milli London og Keflavík- ur og sagðist ferðast á venju- legu farrými nema í undan- tekningartilvikum. Hann róm- aði þjónustuna um borð í Flugleiðavélunum, farþegarnir á Saga Class gengu fyrir og fríir drykkir byðust þar, það væri heísti munurinn. Guðlaug Þorsteinsdóttir skákkona var á leið heim frá Grikklandi, eftir fimm vikna útivist. Hún tók þar þátt í tveimur skákmótum, með dá- góðum árangri, en var óheppin í lok seinna mótsins. Gaðlaug sagðist vona að hún yrði heima á næstunni, það væri nóg að hafa verið fimm vikur í burtu, enda nóg að gera hjá henni í læknisfræðinni. Það var nóg að gera hjá flugþjónum og flugfreyjum á leiðinni og fengu ungir sem jamlir góða þjónustu. Það var jólalegt um að litast á Keflavíkurflugvelli þetta miðvikudagkvöld fyrir jól, fannhvít jörð og stjörnubjart og allir fegnir heimkomunni eftir ánægjulega ferð. M Guðlaug Þorsteinsdóttir skákkona, \ar fegin að vera á heimleið eftir fímm vikna dvöl í Grikklandi. M Starf fíugfreyjunnar getur verið margbreytilegt, - hér bregður Christel Þorsteinsson sér í barnfóstruhlutverkið meðan mamman bregður sér frá. M Hafsteinn Aðalsteinsson kann vel að meta þá þjónustu sem hann fær á Saga Class farrými Flugleiða, þegar hann fer með stuttum fyrirvara til útlanda í viðskiptaerindum. Annríki í millilandaflugi Heim hátíðirnar Beint leiguflug frönsku Rívieruna ■ Ferðaskrifstofan Úrval býður viðskiptavinum sínum upp á þá ný.jung sumarið 1985 að geta ferðast í beinu leigu- flugi á frönsku Rívieruna. Úr- val hefur valið tvo staði sem gististaði við frönsku Rívier- una. Þessir staðir eru tveir smábæir, St. Laurent du Var og Juan Les Pins, sem staðsett- ir eru mitt á milli stórborganna Cannes og Nissa. í Juan Pins eru góðar baðstrendur og bær- inn er sjálfur samvaxin hinum fræga ferðamannastað Ant- ibes. Hótelið Mas De Tanit sem er í Juan Les Pins er staðsett miðsvæðis, og segir í fréttatil- kynningu frá ferðaskrifstof- unni að allir helstu og áhuga-- verðustu staðirnir séu í göngu- færi frá hótelinu. St. Laurent du Var er lítill gamall og vinalegur bær um fjóra kílómetra frá borginni Nissa. Hótelið sem boðið er upp á í St. Laurent ber nafnið Heliotel Marine, og er prýð- isvel staðsett með tilliti til skemmtana og skoðunarferða. Einnig býður Úrval upp á gistingu í Cap ‘d Agde sem er sumarleyfisbær skammt frá borginni Montepellier. Bærinn hefur einvörðungu verið byggður upp fyrir orlofsgesti. Hótel Alhambra er gististaður f Cap d‘ Agde og er það staðsett örskammt frá Skemmtigarðin- um Aqualand. Brottfarir eru: 25. maí - 17 nætur 12. júni - 21 nótt og á þriggja vikna fresti til 4. september Skíðaferðir til Frakklands Úrval verður með ferðir til frönsku alpanna. Eins og í fyrra verður flogið með áætl- unarflugi til Genfar og ekið þaðan til Courchevel. Brottfarardagar verða 15. og 29. mars, og standa báðar ferðirnar í tvær vikur. f báðum ferðunum verður gist á Hótel Crystal 2000, sem er staðsett mjög stutt frá skíðalyftunum, og því mjög auðvelt að komast í brekkurnar án þess að bíða lengi í biðröð. Áætlað verð: 15. mars kr. 40.754,- per mann í tvíb. 29. mars kr. 42.910,- per mann í tvíb. ■ í ár gefst íslendingum kostur á að fljúga með beinu leiguflugi til frönsku Ríverunnar.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.