NT - 11.01.1985, Blaðsíða 7
Föstudagur 11. janúar 1985 7 - Blað II
..
M Aðalgengið í Dynasty
þáttunum Joan Collins,
John Forysthe og Linda
Evans.
M JoanCollins
heillarjafnt
ungasem
gamla
Dynasty undrið!
■ Hvernig gat það gerst að
Dallas vinsælasti framhalds-
flokkurinn í Bandaríkjunum
lenti allt í einu í öðru sæti á
vinsældalista sjónvarpsgláp-
ara og berst nú hatrammri
baráttu við að ná sæti sínu
aftur. Var Pamela ekki nógu
sæt? Var Bobby ekki nógu
heiðarlegur? Drakk Sue EU-
en ekki nógu mikið. Hélt
J.R. of sjaldan framhjá.
Hvað var það sem á vantaði
hjá Dallas sem gaf öðrum
þætti með sömu uppbygg-
ingu tækifæri á því að ná
toppsætinu sem engum hafði
dottið í hug að hægt væri að
ná frá Dallas? Eflaust margar
ástæður, aðalásæðurnar tel
ég vera eftirfarandi: Dallas
þættirnir voru í upphafi hugs-
aðir sem grínþættir en frábær
túlkun Larry Hagman á J.R.
gerði Dallas að vinsælustu
sápuóperu síns tíma. Pví
miður fyrir J.R. þá vildi
þannig til að flest allir með-
leikarar hans eru 3. flokks
leikarar, á það einkum við
um kvenleikarana. Handrit-
ið sjálft er frá upphafi mis-
lukkað, við eigum að halda
að Ewing sé olíuveldi. Þeim
tekst ekki að byggja upp þá
trú hjá manni, vegna þess að
í ca. fystu 20 þáttunum sá
maður ekki þjóna heima hjá
Ewing fjölskyldunni og segja
má að þau búi í hreysi sé
miðað við Carrington fjöl-
skylduna. Skrifstofa Ewing-
anna í borginni kom mér
alltaf til að brosa, tvær stúlk-
ur unnu á skrifstofunni hjá
hinu gríðastóra olíufyrirtæki
og herbergin voru
svo lítil að litli barinn
hans J.R. komst varla fyrir.
Ég veit að sumum finnst
ég dæma þættina of hart, það
má vel vera. Ég man jú eftir
því hversu erfitt var að ná í
kunningjana á miðvikudags-
kvöldum þegar Dallas var í
sjónvarpinu. Hvað um það,
víkjum nú að Dynasty. f
þeim þáttum er teflt fram
mun betri leikurum (samt
daprir sumir hverjir) og þar
fáum við að kynnast ríkri
olíufjölskyldu, sem er svæsn-
ari og grófari en Ewing fjöl-
skyldan í alla staði og þar af
leiðandi eru Dynasty þætt-
irnir mun vinsælli.
Dynasty hefur upp á að
bjóðamiklu fjölbreyttari og
flóknari persónur innan síns
hóps, þar sem Dallas ein-
skorðar sig of mikið við góð-
ar persónur og vondar. Per-
sónur vantar af milliklassa-
gerðinni, alltof skýr skil milli
góðra og vondra hjá Dallas.
Dynasty þættirnir byrjuðu
eins og Dallas með titlum,
tónlistarþema og loftmynd-
um af umhverfi sögunnar,
stórhýsum í borg og sveit,
olíuborpöllum o.s.frv. Dyn-
asty þættirnir sýna okkur inn
í hið stórbrotna líf Carring-
ton-fjölskyldunnar, sigra og
ósigra hins myndarlega ætt-
föðurs Blake Carringtons.
Hann er í meðförum John
Forsythe ekki aðeins reffilegt
íllmenni sem þykir sopinn
góður, heldur maður með
ekta tilfinningar bak við
kænskuna. „Ekki hægt“ þau
orð eru ekki til í hans orða-
forða né viðskiptalífi, einskis
svifist í þeim bransa eins og
við verðum jú vör við.
Blake á tvö börn, hina kyn-
óðu Fallon sem er nánast
tilbúin til að gera hvað sem
er til að gæta hagsmuna föður
síns og þá kemur sér vel fyrir
hana að vera fær í því að tæla
karlpeninginn í rúmið. Fall-
on giftist hinum sæta Jeff
Colby gegn því að faðir Jeff
hjálpi Blake út úr smá fjár-
hagsvandræðum. Jeff stend-
ur í þeirri trú fyrst um sinn
að um ást hafi verið að ræða
hjá Fallon.
Nú Steven, sonur Blakes,
er hommi og það veldur
Blake feikna vonbrigðum.
Málin þróast þannig samt að
fyrsta ástarævintýri Stevens
með konu verður með
Claudia Blaisdel, eiginkonu
jarðfræðingsins Matthew
sem er keppinautur Blakes.
Blake drepur ástvin Stevens,
Ted, en að sjálfsögðu óvart,
• slys! Ekki má gleyma að
nefna þær Krystle og Alexis,
en frá því Alexis birtist (14.
þáttur) hefst heiftarleg bar-
átta milli þeirra tveggja sem
ekki verður séð fyrir endann
á. Linda Evans leikur Krystle
sem er sæt, greind, tilfinning-
anæm og heiðvirð persóna,
en eftir að hafa gifst Blake
tekur persóna hennar tal-
sverðum breytingum sem
nauðsynlegar eru, ætli hún
sér á annað borð ekki áð
verða undir í valdagræðginni
og spillingunni.
Joan Collins leikur Alexis,
fyrri konu Blakes og það
eina sem hún hugsar um er
að koma ár sinni vel fyrir
borð en oft leynist flagð und-
ir fögru skinni. Hún reynist
algjör „bitch“ og lætur sig
litlu varða þótt hún eyðileggi
líf annarra, eins og það að
senda Blake í rafmagns-
stólinn (smá grín). Þess má
geta svona til fróðleiks að
Joan Collins sem er orðin 51
árs gömul hefur tilkynnt að
'nún ætli að ganga í það
heilaga á næstunni. Sá
heppni er enginn annar en
hinn 37 ára gamli Peter
Holm, sænski kaupsýslu-
maðurinn. Þau hafa sést sam-
an við hin margvíslegu tæki-
færi síðustu tvö árin. Enn er
ógetið fjölda persóna sem
koma við sögu í Carrington-
fjölskyldunnni en þó vil ég
geta einnar persónu sem enn
er ókomin. Það er læknirinn
Nick Toscanni sem Blake
fær heim til sín til að annast
Claudiu Blaisdel. En læknir-
inn hefur því miður meiri
áhuga á líðan hennar
Krystle, annað morð hver
veit? Þeir sem hafa haft gam-
an af Dallas, ættu ekki að
missa af þessum þáttum.
Dynasty og Dallas eru vin-
sælustu þættirnir í U.S.A. og
undirritaður veit að þær
myndbandaleigur sem hér
hafa Dynasty á boðstólum
segja allar að Dynasty gangi
vel. í gær kom út spóla með
2 þáttum (16. og 17.) og er
það vafalaust mikil ánægja
fyrir aðdáendur Dynasty. í
lok hverrar spólu fylgja í
kaupbæti nokkur Skon-
rokkslög. Myndgæðin á spól-
unum eru fyrsta flokks og
kápurnar eru vandaðar. Aðr-
ir dreifingaraðilar mættu
taka Stig hf. sér til fyrirmynd-
ar í myndgæðum.
J.Þór.
V ideoklúbbur inn
Stórholti 1. Sími 35450
Allt efnið í
nýjasta V.H.S.