NT - 11.01.1985, Qupperneq 12
ABOT
■ Offita veldur bæði líkam-
legri og andlegri vanlíðan.
12 -
Blaðll
Föstudagur 11. janúar 1985
Fótamein og fatatíska
kvenna ekki myndu taka þægi-
iegan skófatnað fram yfir þann
skófatnað sem væri í tísku.
Til að kanna áhrifamátt sál-
rænna lækninga við offitu-
vandamálum sendu geðlæknir-
inn Colleen Rand og sálfræð-
ingurinn Albert Stunkard
spurningalista til 69 starfandi
sálkönnuða og báðu þá um að
gefa upp þyngd sjúklinga,
meðferðartíma og lauslega út-
tekt á persónugerð sjúkling-
anna.
Þeir fengu upplýsingar um
80 sjúklinga og fjórum árum
seinna fengu þeir mat á niður-
stöðu meðferðanna og ásig-
komulagi sjúklinganna, bæði
líkamlegu og sálarlegu.
Af þessum 80 sjúklingum,
sem leituðu sér lækninga hjá
sálkönnuðunum, voru einung-
is 6% sem leituðu til þeirra
vegna offitu. Hinir höfðu leit-
að til sálkönnuða vegna ann-
arra vandamála sem voru á
lítinn hátt tengd líkamlegu
ástandi. En af þeim 80 sjúk-
lingum (sem allir voru meira
en 20% yfir kjörþyngd) léttust
yfir 60% þeirra um 10 kíló og
25% léttust um meir en 20 kíló.
Rand og Stunkard birtu
niðurstöðursínaríritinu: „The
American Journal of Psychi-
atry“ (Vol. 140, No. 9) og
bentu í sömu grein á þá stað-
reynd að sjúklingarnir bæði
léttust og að þeir voru sáttari
við líkamlegt ástand sitt.
Samkvæmt grein í „The New
England Journal of Medicine"
þá er sálkönnun einnig beitt
við sjúkleikanum anorexia ne-
urosa en hann einkennist af
lítilli eða engri næringarupp-
töku. Hann er algengur meðal
unglinga, aðallega stúlkna,
sem eru undir þrýstingi um að
halda sérgrönnum. Orsakirnar
eru yfirleitt sálrænar og ein-
kennin þau að einstaklingurinn
hættir að taka inn fæðu svo að
líkaminn hættir að þroskast
sökum næringarskorts.
Svo virðist samkvæmt grein-
inni að offita og anorexia neur-
osa séu á einhvern máta
tengdar.
Bulima er nefnilega einnig
þekkt meðal karlmanna. Hvað
er bulima annars? Jú, bulima
er hegðunarferli sem einkenn-
ist af því að maður etur eitt-
hvað þar til að hann stendur á
blístri og þvingar sig svo til
þess að kasta því upp. Þetta
hegðunareinkenni er mikið
vandamál meðal hinna sið-
menntuðu þjóða sem gera
kröfur til þess að líkamlegt
útlit fylgi settum reglum. Þ.e.a.s.
allir eiga að vera lausir við fitu.
Því er það að þeir sem vilja
halda sér grönnum taka upp á
því að kasta upp öllum matn-
um sem þeir telja ofaukið.
Hegðun þessi var þekkt meðal
Rómverja og þótti það sjálf-
sagt að kasta upp mat til þess
að geta neytt meiri matar.
Nýleg könnun á bulima hjá
karlmönnum fór fram á vegum
National Institute of Mental
Health og fórust einum rann-
sakendanna svo orð: „Bulima
er væntanlega mikið algengari
meðal karlmanna en við héld-
um því það er auðvelt að fela
sjúkdómseinkennin og karl-
menn eru tregir til að fara í
meðferð.“
Sálfræðingurinn Craig
Johnson, aðstoðarstjórnandi
mataræðistruflanalækninga
við Northwestern University í
Bandaríkjunum segir að áhugi
á kvenfólki sem þjáist af þess-
um sjúkdómi hafi um leið orð-
ið til þess að hrekja karlmenn
með þennan sjúkdóm frá því
að leita sér lækninga. Hann
heldur því einnig fram að það
sé aðallega íþróttafólk og fólk,
sem þarfnast þess að halda
ákveðinni þyngd, sem leiðist
út í þetta hegðunarmynstur.
Aðalástæðan fyrir því sé sú að
fólk borði minna en það í
rauninni þarf. Við þetta vakn-
ar þörf til að éta því líkaminn
telur að um sult sé að ræða,
maðurinn étur yfir sig og reynir
að kasta upp því sem umfram
er og þá er mynstrið komið í
gang.
■ Samkvæmt könnun Gall-
upstofnunarinnar þjást meira
en 75% Bandaríkjamanna af
fótverkjum. Könnunin náði til
einstaklinga eldri en 18 ára og
gerir því ráð fyrir meir en
249.150.000 aumum fótum. Og
það sem kom á óvart var að
62% aðspurða töldu eðlilegt
að þá verkjaði öðru hverju í
fæturna.
Helmingur þeirra sem voru
spurðir töldu ástæðuna fyrir
fótverkjunum vera of miklar
stöður. í könnuninni kom það
fram að yfir 75% aðspurðra
eyddu meira en fjórum
klukkutímum á dag í uppréttri
stöðu. Blöðrur, siggoglíkþorn
voru meðal algengustu fót-
meinanna.
Kvenfólk átti við meiri fóta-
mein að stríða en karlmenn og
kom það ekki á óvart að
skótískan hafði þar sitt að
segja. Þriðjungur aðspurðra
kvenna kvað fótverkina stafa
af óþægilegum skóbúnaði og
45% kvenna kváðust nota
óþægilega skó vegna þess að
þeir litu fallega út, afstaða sem
minnir á viðhorfin bak við
kínversku fótreyringaraðferð-
irnar. Kínverjar reyrðu fætur
unglingsstúlkna og hindruðu
þannig fæturna í að stækka,
allt vegna útlitsins. Aðspurð
kváðust 22% bandarískra