NT - 11.01.1985, Side 14
- Blað II
Myndlist:
Holbergshefðin
í Norræna húsinu
■ Sunnudaginn 13. janúar kl.
15 veður opnuö sýning í sýn-
ingarsöluni Norræna hússins,
sem ber heitið „Holbergshefð-
in í listum og Ijósmyndum".
Sýningin kemur frá Kaup-
mannahafnarháskóla og er sett
upp í tilefni 300 ára afmælis
leikritaskáldsins Ludvigs Hol-
bergs (1684-1754). Petta er
skermasýning og sýnir þjóðfé-
lagiö í tíð Holbergs í teikning-
urn, myndskreytingum og ljós-
myndum frá leiksýningum á
leikritum Holbergs gegnum
tíðina.
Sýningin verður opin dag-
lega kl. 14.00-19.00 til 27.
janúar nk.
í unddyri Norræna hússins
er einnig sýning tengd minn-
ingu Holbergs. Þar getur að
líta ljósmyndir frá leiksýning-
um, sem settar hafa verið upp
í Reykjavík og víða um land.
Einnig eru á sýningunni hand-
rit af þýðingum, ljósrit af
blaðadómum og bækur um og
eftir Holberg. Sú sýning er
opin daglega kl. 9.00-19.00 í
janúar.
Opnuð sýning í
Gallerí Langbrók
■ Laugardaginn 12. janúar
kl. 14 verður opnuð í Gallerí
Langbrók sýning á vefnaði og
textíl eftir nokkrar Langbræk-
ur. Galleríið er opið virka
daga kl. 12-18 og frá 13 til 18
um helgar. Þær sem sýna eru
Aðalheiður Skarphéðinsdótt-
ir, Guörún Auöunsdóttir,
Guðrún Gunnarsdóttir, Guð-
rún Marínósdóttir. Ragna Ró-
bertsdóttir og Þorbjörg Þórð-
ardóttir.
Skemmtun til
styrktar
Eþíópíusöfnun
■ Fimmtudagskvöldið 17.
janúar kl. 22.00 verður
haldin í Háskólabíói fjöl-
breytt skemmtun til styrkt-
ar Eþíópíusöfnun Hjálpar-
stofnunar kirkjunnar.
Þeir, sem að skemmtun-
inni standa, eru Sinfóníu-
hljómsveit íslands, Sigurð-
ur Björnsson og Sieglinde
Kahmann, Páll P. Pálsson,
Karlakór Reykjavíkur, ís-
lenski dansflokkurinn,
Ómar Ragnarsson, Frið-
björn G. Jónsson, Söng-
flokkurinn Raddbandið,
Jón Kr. Cortes, Kór Mela-
skólans, Helga Gunnars-
dóttir og Jónas Þórir og
síðast en ekki síst Big Band
undir stjórn Björns R. Ein-
arssonar. Ögmundur Jón-
asson verður kynnir.
Hljóðfæraverslunin Tón-
kvísl sér um hljóðblöndun
og lánar tæki, Háskólabíó
leggur til húsnæðið endur-
gjaldslaust og Gróðrarstöð-
in Lambhagi Reykjavík sér
um skreytingar í sal.
Forsala aðgöngumiða
hefst laugardaginn 12. janú-
ar í Háskólabíói, ennfrem-
ur verður forsala í Kirkju-
húsinu Klapparstíg 27.
Miðaverð er 500 kr. og
rennur það óskert til söfn-
unarinnar.
■ Eitt af verkum Fanneyjar Jónsdóttur á sýningunni í Gallerí Borg.
Nýsýning
í Nýlistasafninu
■ í dag, föstudaginn 11. jan.
kl. 20.00 opnar Halldór Ás-
geirsson myndlistarsýningu í
Nýlistasafninu við Vatnsstíg.
• Á sýningunni eru verk unnin í
ýmis efni, svo sem á léreft,
pappír, tré, Ijósmyndir og
iiluti. Á veggjum og á gólfi má
sjá myndverk með ýmsum
myndtáknum.
Dænri um titla á sýningunni
má nefna „Dauði menningar-
vitanna", „Skógurinn", „Him-
inhvolf-hyldýpi" o.fl.
Halldór hefur víða dvalið
erlendis undanfarin ár, m.a. í
Frakklandi og Mexikó. Hann
býr og starfar í París um þessar
mundir.
Þetta er fjórða einkasýning
Halldórs á íslandi. Sýningin er
opin daglega frá kl. 15-20 og
um helgar frá kl. 14-20. Sýn-
ingunni lýkur 20. janúar.
Dansflokkur JSB.
Þrír heimsfrægir söng
leikir í Súlnasal
■ Dansflokkur JSB sýnir um
þessar mundir frumsaminn
dansþátt eftir Báru Magnús-
dóttur í Súlnasal Hótel Sögu.
Afsláttur á Litla
KláusogstóraKláus
■ 1 tilefni af ári æskunnar
býður Revíuleikhúsið upp á
fimmtíu prósent afslátt af
miðaverði á barnaleikritið
Litli Kláus og stóri Kláus nk.
laugardag og sunnudag.
í helstu hlutverkum eru Júl-
íus Brjánsson og Þórir Stein-
grímsson. Leikstjóri er Saga
Jónsdóttir og leikmynd gerði
Baldvin Björnsson. Ný tónlist
var samin fyrir þessa sýningu
og er hún eftir Jón Ólafsspn og
söngtextar eru eftir Karl Ágúst
Úlfsson.
Þessar sýningar í tilefni af
ári æskunnar verða Iaugardag-
inn 12. og sunnudaginn 13.
janúar kl. 14.00 í Bæjarbíói í
Hafnarfirði. Miðapantanir eru
allan sólarhringinn í síma
46600 og sýningardaga hefst
miðasalaíbæjarbíói kl. 12.00.
Dansarnir í sýningunni eru
byggðir á atriðum úr þremur
heimsfrægum söngleikjum sem
sýndir eru í London og víðar
við miklar vinsældir, en það
eru söngleikirnir Chess, On
Your Toes og Starlight
Express.
Hljómsveit Magnúsar Kjart-
anssonar leikur lögin úr söng-
leikjunum, sem mörg hver
hafa verið á vinsældalistum,
enda eftir ekki ófrægari menn
en Andrew Lloyd-Webber og
þá Björn og Benny úr ABBA.
Söngvarar hljómsveitarinnar,
Ellen Kristj ánsdóttir og Jó-
hann Helgason, syngja og taka
þátt í dansatriðum.
Aðeins verður um fáar sýn-
ingar að ræða, og er fólki bent
á að panta miða á sýningar
næstkomandi laugardagskvöld
tímanlega.
Gallerí Borg:
Sýning Fanneyjar Jónsdóttur
á málverkum og vatnslitamyndum
■ Fanney Jónsdóttir sýnir ol-
íumálverk og vatnslitamyndir
í Gallerí Borg dagana 10.-21.
janúar n.k.
Fanney hóf ung að teikna og
mála. Hún nam fyrst hjá Rík-
harði Jónssyni cn sigldi til
Kaupmannahafnar árið 1925.
Þar stundaði hún frekara nám
næstu 5-6 árin, aðallega við
Teknisk Selskabs Skole, en
lagði stund á málun hjá
Rannow. Einnig lauk hún
námi við Statens Tegnelærer-
kurser.
Fanney hefur áður haldið
tvær einkasýningar í Reykja-
vík og tekið þátt í samsýning-
um. Verkin á sýningunni eru
unnin á síðasta áratug.
Halldór Ásgeirsson
Nýlistasafnið, Reykjavík .11/1—20/1 i985.0pið 15—20.Umheigari4—
lTht LitlngArl Uusmiml
Fyrirlestur um
myndlistarkennslu
■ Björg Árnadóttir mynd-
menntakennari heldur fyrir-
lestur á vegum Félags íslenskra
myndmcnntakennara laugar-
daginn 12. janúar kl. 15.00 í
Myndlistarskólanum í Reykja-
vík. Fyrirlesturinn er fluttur
með litskyggnum og fjallar um
efnið „Hvers vegna þarf ég að
læra að teikna, - ég ætla ekki
að verða listamaður?“ Fyrir-
lesturinn var lluttur á N.K. '84
og vakti þar mikla athygli, en
N.K. eru samtök norrænna
myndmenntakcnnara.
Félag íslenskra niynd-
menntakennara hefur þann
tilgang, að gæta stéttarhags-
muna myndmenntakennara og
að stuðla að aukinni mynd-
menntun í skólum landsins og
meðal þjóðarinnar. Formaður
félagsins er Björgvin Björg-
vinsson.
Allt áhugafólk um myndlist
er velkomið á fyrirlesturinn
sem félagið stendur að næst-
komandi laugardag.
Leikklúbbur Skagastrand-
ar sýnir í Hafnarfirði
■ Laugardaginn 12. janúar
kl. 21.00 sýnir Leikklúbbur
Skagastrandar leikritið Sauma-
stofuna eftir Kjartan Ragnars-
son í Bæjarbíói í Hafnarfirði.
Leikstjóri er Halldór E.
Laxness. Leikendur í sýning-
unni eru 9, en alls koma um 20
manns við sögu í sýningunni.
Saumastofan er 9. verkefni
Lcikklúbbsins, en hann verður
10 ára á þessu ári. Sýningin í
Hafnarfirði er 7. sýningin á
Saumastofunni en hún hefur
verið sýnd undanfarið á Skaga-
strönd og í nágrannabyggðum
við góðar undirtektir.
Miðapantanir á sýninguna í
Bæjarbíó eru í síma 50184 frá
kl. 18.00 sýningardaginn.
■ Frá lciksýningu hjá Lcikklúhhi Skagastrandar.
Föstudagur 11. janúar 1985
14