NT - 19.01.1985, Qupperneq 5
NT hefur borist
eftirfarandi
athugasemd:
„Þess skal
getið sem
rétt er“
■ Vegna leiðaraskrifa í
NT 10. þ.m. og viðtals við
formann Proskahjálpar
sem birtist 9. þ.m. vil ég
benda á það að það var
fyrir tilstuðlan Matthíasar
Bjarnasonar heilbrigðis-
og tryggingamálaráð-
herra, að sett voru heildar-
lög um málefni þroska-
heftra hér á landi. Þessi
mál höfðu verið að velkj-
ast í Stjórnarráðinu um
árabil þegar Matthías tók
af skarið á öndverðu ári
1978 og setti nefnd í málið
sem skilaði tillögum í bún-
ingi lagafrumvarps í mars
1979.
Einnig skal þess getið
að það var Magnús H.
Magnússon, heilbrigðis-
og tryggingamálaráð-
herra, sem mælti fyrir
frumvarpinu og fylgdi því
til laga.
Þótt Svavar Gestsson
sem fyrrverandi félags-
málaráðherra og Alexand-
er Stefánsson félagsmála-
ráðherra hafi lagt þessu
máli mikið og gott lið má
ekki gleyma því að fleiri
komu við sögu og sá veld-
ur miklu sem upphafinu
veldur.
Ingimar Sigurðsson lög-
fræðingur.
Alþjóðleg
bænavika
■ Alþjóðlegbænavikaumein-
ingu kristinna manna verður
18.-25. janúar og sér samstarfs-
nefnd kristinna trúfélaga um
undirbúning hennar.
í frétt frá Biskupsstofu segir
að efni bænavikunnar hafi að
þessu sinni verið valið af al-
kirkjulegum hópi á Jamaica í
Vestur-Indíum og er: „Frá
dauða til lífs með Kristi.“ Þar er
undirstrikað að kristnir menn í
heimi erfiðleika og margvís-
legra þrenginga eiga nýtt líf og
von í samfélagi við Jesúm Krist
ogþá jafnframt hver við annan.
I bænavikunni bjóða söfnuð-
irnir hver öðrum til sameigin-
legs guðsþjónustuhalds. 1
Reykjavík verða guðsþjónustur
sunnudaginn 20. janúar í Nes-
kirkju kl. 14.00imiðvikudag 23.
jan. í Dómkirkju Krists kon-
ungs kl. 20.30, föstudaginn 25.
janúar í Aðventkirkjunni kl.
20.30 oglaugardginn26. janúar
í Fíladelfíukirkjunni kl. 20.30.
Ný bók um
fatasaum
■ Mál og menning sendi nýlega
frá sér bók um fatasaum: Föt fyrir
alla, eftir Sigrúnu Guðmundsdótt-
ur hand- og myndmenntakennara
og textílhönnuð. í bókinni eru
leiðbciningar um hvernig eigi að
búa til flíkur, taka mál, sníða,
máta og saurna saman og auk þess
fylgja bókinni sníðaarkir.
Þá hefur Mál og menning einnig
sent frá sér bækurnar Glataða
snillinga, eftir William Heinesen í
þýðingu Þorgeirs Þorgeirssonar og
Ditta mannsbarn eftir Martin
Andersen Nexö í þýðingu Einars
Braga en þetta er í annað skipti
sem sú bók er gefin úr hérlendis.
Laugardagur 19. janúar 1985
■ Anders Josephson í fullum skrúða sem Escamillo nautabani.
rætt við ung
■ Annað kvöld þreytir ungur
sænskur söngvari frumraun sína
á óperusviði með íslensku óper-
unni. Og fyrsta óperuhlutverkið
hans eru ekki til að skammast
sín fyrir, það er hlutverk nauta-
banans Escamillo í Carmcn.
Þeir sem til þekkja eru ekki í
vafa um að þessi ungi söngvari,
Anders Josephson, muni koma
óperugestum þægilega á óvart.
„Ég byrjaði að læra söng
strax eftir fermingu, cða þegar
ég var 14 ára og bjó í Södertálje
rétt sunnan við Stokkhólm,"
sagði Anders á ágætri íslensku,
þegar NT ræddi við hann í gær,
cn hann hcfur verið búsettur
hérlendis s.l. fjögur árogstund-
ar nám við guðfræðideild Hl.
Hvernig stóð á því að þú
fluttist til fslands?
„Það var ástin sem dró niig
hingað, ég er giftur íslenskri
konu sem ég kynntist í Svíþjóð*
Tókstu strax upp þráöinn í
söngnáminu, þegar þú varst
fluttur hingað upp?
„Já, ég" settist í söngdcild
Tónlistarskólans í Reykjavík og
aðalkennari minn þar hefur ver-
ið Elísabet Erlingsdóttir!*
Anders scgist aldrei hafa
komiö fram á sviöi áður, og
raunar aðeins liafa troðiö upp
sem söngvari á samkomum hjá
KFUM og mcð Karlakórnum
Fóstbræðrum á tvcnnum tón-
leikum s.l. vor á kynningu á
söngnemendum.
„Ég held áfrani hæði í guð-
fræðinni og söngnum og ætla að
verða prcstur," segir Anders,
hvort það veröur hér á íslandi
eða í Svíþjóö er ekki ákveðið.
Nei, ég hcf engar áætlanir um
framhaldsnám í söngnum, það
verður bara að koma í I jós.
I Málmiðnaðarmenn á Norðurlöndum:
Fordæma aðför að
jverkalýðsfélögum
í Suður-Afríku
Formenn sambanda málm-
I iðnaðarmanna á Norðurlönd-
hafa sent áskorun til
I Botha, forseta Suður-Afríku,
þess efnis, að Jerry Kau, starfs-
maður Renault verksmiðjanna
og stjórnarmaður í landssam-
bandi starfsmanna í bílaiðnaði
verði látinn laus úr fangelsi og
að fallið verði frá ákærum á
hendur Moses Mayekiso, rit-
ara sambands málmiðnaðar-
manna í Transvaal. en hann á
| yfir höfði sér 25 ára fangavist.
Mennirnir tveir voru fang-
lelsaðir í nóvember á meðan
fram fór tveggja daga friðsam-
| leg vinnustöðvun. sem staðið
að á lýðræðislegan hátt.
Moses Mayekiso hefur nú ver-
ið sleppt úr haldi, en ákæran
vofir yfir honum.
„Óraunhæfar ákærur, sem
beitt er til að brjóta niður
starfsemi löglegra verkalýðsfé-
laga, verða einungis til þess að
ýta undir ofbeldi og beina reiði
almennings um heim allan
gegn því samfélagi, sem for-
dæmt hefur verið og áfram
mun verða fordæmt fyrirapart-
heidstefnu sína," segir í niöur-
lagi áskorunarinnar til Botha.
Afrit af henni var einnig sent
til sendifulltrúa Suður-Afríku
í Stokkhólmi, Helsinki og
Kaupmannahöfn.
FÖTFYRiRAULA
Jafnréttis-
málastyrkur
■ The Rockefeller Found-
ation veitir nú í ár styrk til
rannsóknarverkefnis í jafnrétt-
ismálum,
Sérstök áhersla er lögð á
styrki til verkefna um hlutverka-
skiptingu kynjanna í atvinnu-
og heimilislífi. sálfræðilegan
þátt kynhlutverkefna, þjóðfé-
lagsbreytingar- o.fl.
Nánari upplýsingar eru veitt-
ar á skrifstofu Jafnréttisráðs.
■ Ein af myndum Gests Guðmundssonar á sýningunni í Hafnar-
borg.
Þrjár sýningar
í Hafnarborg
■ í dag verða sýningar á verk-
um þriggja listamanna í Hafnar-
borg, menningar- og listastofn-
un Hafnarfjarðar. Gestur
Guðinundsson og Sigurbjörn
Óskar Kristinsson sýna málverk
og Jónína Guðvarðardóttir sýn-
ir leirlist. Sýningarnar verða
opnar daglega kl. 14.00-19.00
til 17. mars og er aðgangur
ókeypis.
í frétt frá Hafnarborg segir að
starfsemin á síðasta ári hafi
verið mjög blómleg og hafi
verið haldnar sýningar á verkunt
8 listamanna. Að meðaltali sáu
um 500 hverja sýningu. „Það
hcfur aftur á móti valdið nokkr-
um vonbrigðum, að þeir aðilar,
sem um listir fjalla í fjölmiðlum,
hafa í litlum mæli heiðrað sýn-
ingarnar með nærvcru sinni,"
segir í fréttinni og er látin í Ijós
sú von að þar veröi breyting á á
árinu sem nú er nýhafið.
Veriö er að undirbúa að
stækka húsnæði Hafnarborgar
og sömuleiðis standa yfir við-
ræður stjórnar Hafnarborgar og
samtaka norrænna listamanna
um samvinnu um að reka gisti-
vinnustofu í húsnæði stofnunar-
innar.
Brunavarnir
Suðurnesja:
16 útköll á
síðasta ári
■ Útköll Brunavarna
Suðurnesja á síðasta ári
voru 16 talsins þar af fjög-
ur þar sem mikið eigna-
tjón varð.
Tvær æfingar voru á
vegum Almannavarna,
sex útköll í íbúðarhús, þrjú
í iðnaðarhúsnæði, þrjú í
gömul hús og einu sinni
hafði komið upp eldur í
bát. Eitt útkaJI var vegna
elds í bíl.
Hefur útköllum farið
fækkandi á sl. árurn og
leið oft mánaðartími á
milli útkalla á síðasta ári.