NT - 21.01.1985, Blaðsíða 7
Mánudagur 21. janúar 1984 7
En ljúfirnir mínir. Komiö á
flokksskrifstofur okkar og fáiö
nákvæmari upplýsingar. Það er
nefnilega ekki nóg að hafa fall-
egar hugmyndir ef að aðferðirn-
ar passa engan veginn við þær.
Og það að nota okkar hugmynd-
ir með ykkar aðferðum er álíka
heimskulegt og að setja tölvu-
stýribúnað í árabát. Það ætti nú.
„kallinn í brúnni" að vita manna
best.
Kannski dettur einhverjum
lesanda íhugað spyrjaafhverju
við eruni að tala um þetta.
Ástæðan er ekki bara sú að
vérið sé að svína á Flokki
mannsins og það sé siðlaust að
láta slíkt viðgangast. En það er
líka verið að svína á þér. Al-
menningi er sýnd mikil óvirðing
með því að lokað er á Flokk
mannsins. I fyrsta lagi vegna
þess að fólk fær ekki að heyra
hvað við höfum frani yfir hina
flokkana og í öðru lagi er það
móögun við heilbrigða skyn-
scmi fólks að leyt’a því ekki að
vega og meta sjálf hvort hug-
myridir okkar séu einhvers
virði.
Ef að þú, lesandi. vilt hætta
að láta hafa þig að fífli, skaltu
spyrja pólitíkusana hvort að
þaö sé satt að útvarpsráð sé
hápólitískt. Segðu þeim svo að
ef útvarpsráð gerir sig sekt unt
að loka á heilan stjórnmála-
flokk. þá hefur það fyrirgert
rétti sínum til að starfa sent slíkt
og ætti að fara frá störfum
tafarlaust. Segðu líka starfs-
mönnum ríkisfjölmiðlanna að
lífið sé allt of stutt til að selja
santvisku stna fyrir lúsarlaun.
Spurður kerfiskarlana hvort
að ástæðan fyrir útilokun á
Flokki mannsins sé sú aö þeir
séu skíthræddir við að fara í
kappræður við okkur, því að
við munum mala þá svo um
munar.
Sem þjóðfélagsþeng í „lýð-
frjálsu landi", sem greiðandi
afnotagjalds og sem maður með
heilbrigða skynsemi ættir þú að
krefjast þess að fá að heyra og
sjá Flokk mannsins í útvarpi og
sjónvarpi. Svo er það þitt að
meta hvort að þér líki þessar
hugmyndir. LÁTTU HEYRA í
ÞÉR.
Kristín Sævarsdóttir, verka-
kona og ineöstjórnandi í Flokki
mannsins.
Vettvangur
Sendiherra hans há-
tignar í Sovétríkjunum
Gabriel Gorodetsky: Staflórd
Cripps‘ Mission to Moscow
1940 -42
Cambridge University Press
1984.
361 bls.
■ Fáir munu mótmæla því
að Sir Stafford Cripps beri
að nefna í hópi merkustu
stjórnmálamanna breskra á
þessari öld. Hann var fyrst
kosinn á þing fyrir Verka-
mannaflokkinn árið 1930 og
var í hópi róttækustu
flokksmanna, uns hann var
rekinn úr flokknum árið
1939, en var gerður að sendi-
herra Breta í Moskvu árið
1940. Því starfi gegndi hann
til 1942 er hann varð ráð-
herra í stríðsráðuneyti
Churchills. Stafford Cripps
varð síðan einn af helstu
leiðtogum Verkamanna-
flokksins að styrjöldinni lok-
inni og gegndi valdamiklum
ráðherraembættum á árun-
um 1945-1950.
Sendiherratíð Sir Stafford
Cripps í Moskvu er megin-
viðfangsefni þessarar bókar.
Höfundur tekur einkum til
rannsóknar samskipti sendi-
herrans og Churchills annars
vegar og samskipti hans við
Stalin og aðra ráðamenn So-
vétríkjanna hins vegar.
Hann sýnir fram á þann þátt,
sem sendiherrar gátu átt í
mótun utanríkisstefnu,
a.m.k. gegnvart því ríki, sem
þeir voru sendiherrar í, en
því fór fjarri að þeir Stafford
Cripps og Churchill væru
alltaf sammála.
Annar athyglisverður
þáttur, sem bókarhöfundur
tekur til athugunar éru sam-
skipti Stalíns og Stafford
Cripps, en þrátt fyrir styrj-
aldarbandalag fór því fjarri
að Bretar og Rússar væru
alltaf sammála á þessum
árum og þá kom það í hlut
sendiherrans að bera sovésk-
um leiðtogum skilaboð
stjórnar sinnar og taka við
svörum þeirra. Höfundur
kemst að þeirri niðurstöðu,
að svo laginn hafi Stafford
Cripps verið í starfi sínu, að
oft hafi honum tekist að
afstýra meiriháttar árekstr-
um.
Bókarhöfundur, Gabriel-
Gorodetsky, er háskóla-
kennari í sagnfræði í há-
skólanum í Tel Aviv í ísraei.
Hann hefur kannað sam-
skipti Breta og Sovétmanna
á stríðsárunum ýtarlega og
byggir frásögn sína bæði á
frumheimildum og afleidd-
um heimildum. Öll er bókin
stórfróðleg og vel samin.
Hún er prýdd allmörgum
myndum, sem sumar hverjar
hafa sjálfstætt heimildagildi
og í bókarlok er sundurliðuð
heimildaskrá og nafna- og
atriðisorðaskrá.
Jón Þ. Þór.
Evrópa 1850-1890
Lothar Gall: Europa auf dem
Weg in die Moderne 1850-
1890.
R. Oldenbourg Verlag
Múnchen 1984.
254 bls. 4 s. kort
■ Fjórtánda bindi Evrópu-
sögu Oldenbourgforlagsins
nær yfir fjörutíu ára tímabil,
1850-1890. Þetta tímaskeið
er eitt hið söguríkasta í allri
Evrópusögunni og jafnframt
mikið breytingaskeið. Höf-
undur bendir á í inngangi, að
umfjöllun um tímabilið hafi
tekið miklum breytingum á
undanförnum tveim til þrem
áratugum. Fram undir 1960
einblíndu sagnfræðingar,
sem um þetta tímabil fjöll-
uðu, á sögu einstakra at-
burða og persóna og á sögu
einstakra landa og ríkja. Nú
á dögum hafa flestir tilhneig-
ingu til að líta á tímabilið í
heild og reyna fremur að
greina þá strauma, sem mest
áhrif höfðu í stjórnmála-,
efnahags- og menningar-
sögu, en gera minna úr þýð-
ingu einstakra atburða og
persóna, þótt fáir gerist til að
afneita henni með öllu.
Höfundur þessa bindis,
Lothar Gall, er háskólakenn-
ari í Frankfurt am Main og
einn fremsti fræðimaður
Þjóðverja í síðari alda sögu.
Hann byrjar yfirlitskaflann
um tímabilið á því að lýsa
almennt þeim þáttum, sem
helst settu svip á sögu tíma-
bilsins, en fjallar síðan í
alllöngu máli um Evrópu árið
1850, lýsir efnahagsástandi,
ríkjum og stjórnkerfi, trúar-
og menningarmálum.
í næsta kafla greinir frá
þróun mála á árabilinu 1850-
1871, er þjóðríki leystu alda-
gömul stórveldi af hólmi.
Þar leggur höfundur sérstaka
áherslu á að fjalla um sam-
einingu Italíu og hinar miklu
breytingar, sem urðu í
stjórnkerfi Mið-Evrópu. í
þriðja þætti þcssa hluta
greinir svo frá gangi mála á
árunum 1871-1890 og er
megináhersla þar lögð á þær
samfélagslegu breyting-
ar,sem urðu á þeim árum og
á stórveldisstefnu margra
Evrópuríkja.
í öðrum þætti er rækileg
grein gerð fyrir stöðu rann-
sókna á sögu þessa tímbils og
þeim breytingum, sem helst-
ar hafa orðið á því sviði að
undanförnu og áður hefur
verið drepið á.
Loks er í þriðja hluta fjall-
að um heimildir og þær
flokkaðar eftir löndum og
efnisþáttum. Greinargerð
höfundar fyrir heimildunum
og umfjöllun hans um þær,
er einkar skýr og gagnleg.
Eins og önnur bindi í þess-
ari ritröð er þetta mjög grein-
argott og handhægt sem
handbók fyrir alla þá, sem
vilja kynna sér tímbilið til
nokkurrar hlítar.
Jón Þ. Þór.
Málsvari frjálslyndis,
samvinnu og félagshyggju
' Útgefandi: Nútiminn h.f.
Ritetj.: Magnús Ólafsson (ábm).
Markaðsstj.: Haukiir Haraldsson
Auglýsingastj.: Steingrímur Gislason^
Innblaðsstj.: Oddur Ólafsson
Tæknistj.: Gunnar Trausti Guðbjörnsson
Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík.
Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300
jldsimar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn
5392 og 687695, iþróttir 686495, tæknideild
686538.
Setning og umbrot: Tæknideild NT.
Prentun: Blaöaprcnt h.f.
Viðviljumlíf
ekki brask
■ Eins og skýrt er frá í NT í dag hefur félagsmála-
ráðuneytið úrskurðað að húsnæðissamvinnufélög
á borð við Búseta eigi, samkvæmt gildandi lögum,
rétt á framkvæmdaláni úr Framkvæmdasjóði
verkamanna, fyrir þá félagsmenn sína sem eru
námsmenn, eða í hópi öryrkja eða aldraðra.
Þetta eru mikil tíðindi og góð. Opnaður er nýr
valkostur fyrir þessa hópa. Nú ættu þeir í framtíð-
inni að fá rétt til íbúðarhúsnæðis, án þess að þurfa
að eignast það og án þess að búa eingöngu með
þeim sem eins er ástatt um.
En björninn er ekki unninn. Búseturéttinda þarf
að afla fyrir alla þá sem þess æskja. Þúsundir
manna á öllum aldri gera þá kröfu að komast í
húsnæði með hagkvæmum kjörurn, án þess að
þurfa að eyða bestu árum ævi sinnar í það að
byggja eða kaupa.
Húsnæðissamvinnufélög eru besti valkosturinn
fyrir þetta fólk og jafnframt hagkvæmasti kostur-
inn fyrir þjóðfélagið.
Það eina sem þjóðfélagið þarf að gera er áð afla
fjár í Framkvæmdasjóð til þess að hægt sé að veita
húsnæðissamvinnufélögum lán til 30-40 ára.
Við höfum efni á slíku. Það hefur sýnt sig að
nægir fjármunir eru til í þjóðfélaginu.
Gallinn er sá að þeir sem sitja í valdastöðum
keyptu sínar íbúðir eða byggðu fyrir lán sem
brunnu upp í verðbólgunni.
Þeir byggðu sínar íbúðir m.a. fyrir sparifé
aidraðra og öryrkja.
Þeir skilja því ekki þá kröfu þúsunda á öllum
aldri að geta eytt lífinu í eitthvað annað en
vonlítinn barning við að koma sér upp þaki yfir
höfuðið.
Margir sleppa að sönnu óskaddaðir úr þeim
barningi. Aðrir sleppa kalnir á hjarta. Enn aðrir
sleppa alls ekki.
Þetta er eitt stærsta hagsmunamál ungs fólks á
íslandi. Að geta ótruflað einbeitt sér að þeim
sviðum þar sem hæfileikarnir liggja. Ná að kynnast
börnum sínum meðan tími er til. Að geta byggt upp
heilbrigt og gott fjölskyldulíf. Líf sem markast
ekki af áratuga rölti milli banka; skuldasúpu og
vanskilum, streitu og hjónaskilnuðum.
Því eignaréttarkerfi, sem lagt hefur sína köldu
hönd á líf þúsunda, verður að hnekkja. Við
verðum að tryggja þann raunhæfa valkost sem
húsnæðissamvinnufélögin eru.
Stjórnmálamenn verða að skilja að þó að hæfi-
leikar margra falli vel að því að byggja eða kaupa
hús þá er svo ekki farið með næstum því alla. Ef
við komum húsnæðismálunum í manneskjulegra
horf eru hins vegar meiri líkur á því að margbreyti-
legir hæfileikar okkar nýtist öllum til góðs.
Félagsmálaráðherra steig eitt lítið skref fyrir
helgi. Skref í átt til nýrra og betra þjóðfélags.
Hann á vísan stuðning þúsunda þegar hann tekur
það næsta.